Skeggi - 24.03.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 24.03.1920, Blaðsíða 1
III. árg. Vestmannaeyjum, Miðvikudaginn 24. marz 1920. 11. tbl. Hjartans þakkir færum við öllum þeim, sem á ýmsan hátt sýndu okkur hluttekning við fráfall og jarðarför okkar kæru barna, Stefaníu, Bernótusar og Björns. Skuld á Ve., 23. mars 1920. Marorjet Jónsdóttir. Stefán Björnsson. Vöru- skorturinn. það er sjaldgæft, jafnvel á síðustu árum, að tilfinnanlegur vöruskortur sje hjer til lengdar. Oftast nær heiur eitthvað lagst til með aðdrætti. En nú, þegar saman fara samgöngubann, sím- slit og fádæma ótíð, og alment kolaleysi í landinu, fer að verða eðlilegt að eitthvað þrjóti. Skipa- ferðir hingað til Eyjanna hafa verið með stopulla móti í vetur, aðallega vegna ótíðarinnar og verkfallanna í útlöndum í haust. Bærinn var fyrir bragðið ekki svo birgur af vörum, sem vænta mátti, þegar samgöngubannið skall á. Kom það brátt í ljós fyrstu vikuna, sem sóttin gekk, þá fjekst ekki olía nema í einni búð og síðan hefur sú sama búð til skamms tíma haft ein- hvern ýring af olíu, en nú er því líka lokið. þeir sem olíu selja hafa tvens að gæta um út- hlutunina: Að eiga jafnan nóg handa bátum, sem hafa reikning við þá, ef mögulegt er, því að á því byggja menn atvinnurekstur- inn að nokkru leyti. Hitter, að skifta svo jafnt niður á aðra skiftavini sem auðið er. Ekki tekur í hnúkana fyr en heimilin eru svift því eina, sem eldað verður við. En hjer er úr vöndu að ráða. Meðan nægileg olía er til, ugga verslanir ekki að sjer og selja þá olíuna sem hverja aðra vöru, eftir eftirspurn. það kemur fyrir að búhygnir menn nota sjer þetta þegar fyrst vaknar grunur um að varan geti þrotið. þeir ganga þá búð úr búð og „birgja sig upp“. Verslanir varast stundum ekki brögðin fyr en um seinan; talað er um að þetta hafí átt sjer stað að þessu sinni, bæði um olíu og aðrar vörur. Olían þraut furðu snögglega, og menn fullyrða að hún hafí gengið misjafnt yfir, eins og fleira. Aðeins ein verslun tók upp það ráð að „skamta upp á gamla móðinn" og hún hefur líka mjólkað lengst, en hvort þakkirnar hafa farið þar eftir, það er annað mál. Skömmu eftir að samgöngu- bannið var sett, fór að bera á því að matvörubirgðir minkuðu í búðum, ekki svo að skilja að bærinn væri nærri bjargarþroti. það er vitanlegt að býsna margir sópuðu að sjer matvörum skömmu áður. En eigi því síður var fjöldi fólks, sem ekki átti þess ráð og varð að reita „úr reislukróknum" eftir sem áðum. Kolaleysið þarf ekki að minnast á, fólki er orðið það of kunnugt af reynslunni. Á það var bent með ýmsu móti í byrjun sóttarinnar að hingað yrði að senda vörur við fyrstu hentugleika, m. a. tóku sum Reykjavíkurblöðin rækilega málstað okkar í því efni. En einhver rödd var þar syðra sem hvíslað gat því að hjer væru nógar matvörur til; það var satt að því leyti að hjer lá ekki, og liggur ekki enn nærri neinu hungri, fiskurinn bjargar því þó að ekki væri annað til. En hinu verður ekki neitað að all- mikið er tekið að sneyðast um sumar þær matvörur er allir sækja mikið eftir, t. d. korn- vörur. Ráðstöfunin um að senda hingað varðskipið með þessar örfáu smál. af koksi, 10 tn. af olíu og nokkrar tn. af áfengi, var vel meint bráða- birgða-úrræði, en það var e n g i n h j á 1 p. Skerfurinn sem hver fjekk af koksinu var svo smár, að hann nam sem engu móti þörfinni. Olíusopinn kom að sönnu í góðar þarfir handa rafmagnsstöðinni í bráðina, enað öðru leyti var almenningur jafnær eftir sem áður. Síðan eru liðnar vikur og engin vöru- sending komin nema þetta, sem kom með „Draupnir" aðallega handa fjelagsmönnum, eins og gefur að skilja. þetta skeytingaleysi yfirvaldanna er orðið óþolandi. Útvegurinn er í hættu staddur ef olían kem- ur ekki bráðlega, og væri bær- inn orðinn olíulaus fyrir löngu ef sóttin og ótíðin hefðu ekki lagst á eitt með að banna róðra. Fjöldi heimila eru komin í örg- ustu vandræði út af olíuleysi. Húsmæðurnar segjast verða að hætta að kveikja upp eld,ekkert í hann að láta til hvers sem þarf að taka, híta upp herbergi, sjóða mat eða þvo þvott. Fólk er farið að ráðgast um hvað hafa skuli til matar þegar „eldurinn sloknar". Enginn jetur fiskinn eins og hann kemur upp úr sjónum, ekki heldur rófur nje kartöflur hráar, því síður kornið úr búðinni eða kjötið hvort sem það er frosið eða saltað. það rekur að því að maðurinn verður að „lifa á einu saman brauði“,en það kvað ekki vera holt eftir því sem stendur í ritning- unni. Menn, sem nýlega eru komnir úr R.vík, fóru fram á það að híngað yrði sent nokkuð af eldsneyti, en fengu það svar að Vestm.eyingar hefðu nóga pen- inga(I). þeim væri engin vorkunn. Skynsamlegt svar, ef satt er. En skyldi ekki þurfa eitthvað að breyta eldstæðunum og mótor- unum áður en farið er að brenna bankaseðlum og silfurpeningum svo að gagni verði? það kynni að vera að seðlahrúgan reyndist ódrjúg hjá einhverjum með þeim eldstæðum, sem hjer erualgeng- ust, en þeir hafa svo margt nýmóðins í höfuðstaðnum, sem við höfum lítið af að segja. Kóks hafa þeir þó ekki handa okkur að þeir segja; veitir ekki af því sjálfum. Að rjettu lagi hefðu Vestm.eyjar átt að fá fast að 100 smál. af kóksfarminum (1800 smál.) því að sjálfsögðu verður að miða úthlutinana við mannfjölda. Hjer munu nú vera nær 3 þús. manns um vertíðina en í R.vík búa nú um 16 þús. Sjávarþorpin við Faxaflóa telja fáar þús. samtals, og aldrei fá sveitrnar neitt sem nemur af að- fluttu eldsneyti. Getur hver maður reiknað út að síst var of mikið þó að hingað hefðu farið 100 smál. þegar þess er gætt ennfremup, að þetta er eina bygðarlagið sem enga eldi- viðarnámu hefur, hvorki mótak, þangfjöru nje surtarbrand. Fisk- beinin eru vart teljandi, þau eru farin að eyðast síðan í fyrra og ekki eru þau þurviðri þessa mán- uðina að neinum manni detti í hug að þau þorni. En alveg sjerstök ástæða var fyrir yfir- völdin að skerast í að hingað yrði sendur eldiviður meðan sóttin geisaði. Olía var þá nóg til í R.vík og það var algerlega áhættulaust að senda skip með hana. Vestm.eyingar hafa kom- ist fram úr öðru eins, sem því að ná í land nokkrum tugum olíutn. án þess að ganga upp á skipið. það þarf ekki að fara með olíutunnur eins og óskurn- að egg. Sú grýla, að ekkert skip eða menn hafi fengist til að fara hingað, er að alls engu hafandi. það stóð í valdi sjálfra sendimanna að gera þær ráð- stafanir til varúðar, sem þeim sýndist. Óðum dregur nær þeim degi að menn verði að hætta að róa. Tjónið bitnar fyrst og fremst á þeim sem útveginn stunda, síðan á bæjarfjelaginu, og loks á ríkis- sjóði: því minni afli, því minni tekjur f ríkissjóðinn. Framkoma valdhafanna í þessu máli er þeim til háborinnar skammar. Hún lýsir svo megnu kæruleysi um hag og velfarnað þessa bæjar, að kalla má full- iBT Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S- 3. 3otm^en.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.