Skeggi - 08.04.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 08.04.1920, Blaðsíða 1
KE&G- III. árg. Vestmannaeyjum, Fimtuudaginn 8. april 1920. 13. tbl. I Frá útlöndum Danmörk. Atkvæðagreiðslan í öðru kjör- dæmi í Suður-Jótlandi fór svo sem marga grunaði að Danir urðu þar í mlklum minni-hluta, (en þar er í Flensborg). Stjórn Dana (Zahle-stjórnin) slepti því tilkalli til Flensborgar og þeirra hjeraða þar sem þjóðverjar eru í meiri hluta. þetta líkaði íhaldsmönnum illa, vildu ólmir fá Flensborg að minsta kosti, eins fyrir því þó að atkvæða- greiðslan gengi Dönum algerlega á móti. Blöð þeirra vildu fyrir hvern mun að Danir heimtuðu borgina, því að hún hefði áður (1864) verið tekin af þeim með ólögum. þeim þótti stjórnin tómlát í málinu og kröfðustþess að hún segði af sjer fyrir þá goðgá að leggja til við alþjóða- nefndina að þjóðverjum yrði af- hent borgin. Stjórnin hjelt því hinsvegar fram að atkvæða- greiðslan heföi verið látin fara fram til þess að sjá hvað íbúarnir vildu sjálfir, og að sjálfsákvörð- unarrjetturinn ætti að gilda; annars væri atkvæðagreiðslan marklaus. Um þetta urðu snarpar deilur milli flokka, en stjórnin sat við sinn keip, hún taldi Dani verða að una við at- kvæðagreiðsluna hver sem niður- staðan yrði. Stjórnin var í i minnihl. í Landsþinginu en hafði meirihluta í þjóðþinginu (Radicala og jafnaðarmenn). Eigi vita menn með vissu hvaðan íhaldsmönnum kemur það ofur- kapp, sem þeir leggja á að ná í Flensborg, en það fer með jörðinni að það sje nokkuð að kenna erlendum áhrifum. Óvini þjóðvérja langar að ná í eina íjöðrina enn úr stjeli þýska arnarins. Deilan harðnaði með degi hverjum og að því dró, að konungur rjeðist í það að víkja öllu ráðuneytinu frá. Auðvitað vjek stjórnin, en þverneitáði að gegna störfum til bráðabirgða, þar til ný stjórn yrði mynduð. Var Danmörk því stjórnlaus meðan á því stóð. En það varð ekki lengi. Ný stjórn var mynduð og er Liebe hæsta- rjettarmálaflutningsm. forsætis- ráðharra, talinn gáfumaður og gætinn. Sagt er að enginn þingmaður sje í hinni nýju stjórn og sennilega er hún aðeins til bráðabirgða, liðin af þjóðþinginu en eigi studd til frambúðar. Kosningar eiga bráðum að fara fram og má búast við miklu kappi af hálfu allra flokka fyrir þær. . Hiti var mikill í mönnum í K.höfn um það leyti sem stjórnin fór frá, sjerstaklega er gert orð á ákafa jafnaðarmanna. Konungur flutti sig úr borginni út á búgarð sinn Sorgenfri (mílu vegar fyrir norðan K.höfn.,) en höll hans í K.höfn var alskipuð lögreglu- liði. Hefur það þótt tryggara hvað sem fyrir kæmi. Um tíma þótti svo líta út sem stjórnarbylting gæti orðið og konungur sviftur völdum, en það hefði orðið til þess að sambandsslit milli Dan- merkur íslands hefðu hlotið að verða. Konungurinn er kon- ungur íslendinga eins fyrir því þó að Danir segi honum upp hollustu fyrir sitt leyti. Síðustu frjettir benda frekar á að sam- lyndið sje heldur að lagast milli flokkanna, enda gefast þau dæmin mörg ná á dögum að þjóðhöfð- ingjum er vissara að fara gæti- lega. Zahle-stjórnin var óvinsæl af íhaldsmönnum, einkum hægri- mönnum, þeim þótti hún óþarf- lega frjálslynd og eyðslusöm. En að því er að gæta að hlutverk hennar var ærið vandasamt. Hún kom til valda fyrir stríðsbyrjun og bar því hita og þunga allra strtðsáranna og síðan til síðustu mánaðamóta. Með frjálslyndi sínu og viturleik tókst henni að forða dönsku þjóðinni frá að lenda í ófriðnum, og var það ekki vandalaust verk, þar sem Danmörk liggur að nokkru leyti milli aðal-óvinanna, Breta og þjóðverja. Margir heldri menn í Danmörku töldu fyrir ófriðinn nær óhugsandi að halda dönsku þjóðinni hlutiausri ef þelm tveimur þjóðum lenti saman í ófriði, þó ekki væri nema nokkra mánuði, og því síður r Avarpsorð til skipstjórans á björgunarskipinu „Þór" frá sóknarpresiinum á Vestmannaeyjum. Háttvirti skipstjóri Jóh. Johnsson! .Heill og sæll úr hafll" Um lelð og jeg segi yður hjartanlega velkominn tii vor með vorn góða grip „þór", vil jeg þaklát- lega minnast hinna mðrgu, sem stutt hafa hið lofsamlega og þarfa fyrirtæki, sem er einstakt í sinni röð á voru landi, og jeg mlnnist þeirra með þakklæti ekki síst, sem mest og best hafa barist fyrir framkvæmdum. Háttvirti skipstjðri! Erindi yðar til vor er næsta veglegt. það er þarft og fagurt starfað bjarga og vernda; bjarga mðnnum úr háska, og vernda atvinnuvegi manna fyrir yflrgangl; og þá þykir vel fara þegar gagnsemi og fegurð haldast í hendur. Háttvirti skipstjóri! Alúðar þakkir fyrir kveðjuna góðu er þjer senduð oss Eyja- búum frá borði; já, þökk fyrir ljóssins kveðju. í því Ijósi sá jeg bjarta framtíð E y j a n n a. Ljósanna faðirl Legg þú blessun þfna yflr a 11 a menn- ingu lands vors. Hann haldi hendi sinni yflr yður, yflr skipi og skipverjum. Hlutafjársöfnun. þeir sem hafa skrifað sig fyrir hlutum í hinu nýstofnaðá kaupfjelagi verkamanna, h/f. „Drífandi", eru beðnir að greiða hluti sína til framkvæmdastj. fjelagsins, ísleifs Högnasonar í Baldurshaga, fyrir 20. maí næstkomandi. Eftir þann tima verður ekki tekið á móti hiutafje. Nýjum hluthöfum gefst kostur á að vera með, þar til sú upphæð er fengin, sem fjelagið hefur þörf fyrir til reksturs á komandi starfsári. Geta þeir um allar upplýsingar fjelaginu við- víkjandi snúið sjer til einhvers okkar undirritaðra: Vestmannaeyjum 2. apríl 1920. Sigfús Scheving, Heiðarhvammi. Guðl. Hansson, Fögruvöllum. Guðm. Magnússon, Skjaldbreið. Eiríkur Ögmundsson, Dvergast. ísleifur Högnason, Baidurshaga. Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S. 3. 3ofc«se«.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.