Skeggi - 08.04.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 08.04.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Ske Ji»5»!ega út einu sinni í 'iriku, og oftar ef ástæður leyfa. Verð: 5 kr. árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 1 kr. pr. e.m.; kr. 1,50 á 1. bls. Útgefendi: Nokkrireyjarskeggjar. A^grsiðthl- og innheimtum. Qunnar H, Valfoss, Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Hjá M rú- Ö kaupa allir sínar Tóbaksvörur. ftfsxsip; ftsxsa; sssgsyssss® ssfffoŒsff ftsssg tfsssg margra ára ófriði. En þetta tókst þó stjórninni. Annað var það að dýrtíðin er sögð miklu minni í Danmörku en víðast annarsstaðar, nýlega ekki talin nema 130% hækkun í Khöfn frá því fyrir ófriðinn. Ennfremur segja menn að henni hafi tekist að eyða öllum öreiga- skríl úr K höfn með viturlegum dýrtíðarráðstöfunum og koma fyrirmyndar-skipulagi á alla út- hlutun og kaupskap í borginni. Ýms önnur vandamál hafði hún með hondum, t. d. sölu Vestur- heimseyjanna og samningana við íslendinga. íhaldsmönnum þótti óhæfilega langt gengið í þeim málum, en þótti þó keyra úr hófi er stjórnin vildi ekki kapp- kosta að ná í Flensborg, þvert ofan í umsamið mál. Gremjan við þjóðverja hefur altaf lifað með Dönj-m; þeir hafa unað illa þýska aganum. En margir hinna gætnari manna hafa aldrei óskað að fá aftur nema það svæði sem er bygt DönunT, þykir ekki giftusamlegt að bæla undir sig menn rf annari þjóð. þeir þykjast sjálfir hafa sætt órjetti af þjóðverjum í meir en hálta öld, og því mundi þeim sæma illa að vega riú með sama vopninu. það er viðbúið að deilurnar um þetta kunni að haldast enn þá nokkuð lengi, og eflaust verður þetta" mesta hitamálið um kosningarnar. Verkbann. það eru önnur stórtíðindin, og varla minni en hin fyrri, að atvinnurekendur i Danmörku hafa tilkynt að verk- bann hefjist 9. þ. m. og eigi það að ná til 150 þús. verkamanna af ýmsum iðnaðarstjettum. þó eru teknir undan siglingamenn og þeir sem gegna opinberum störfum, t. d. járnbrautaþjónar, póstmenn o. s. fr.v. það fylgir ekki sögunni hvernig á þessu verkbanni stendur hvort það á nokkuð skylt við Verslun G. J. Johnsen hefur fengið úrval af margskonar vörum með óvenju góðu verði, svo sem: Borðdúka — Kaffidúka — Serviettur — Gardinutau — Lasting (af ýmsum litum) — Silkiflauel. Karlmanna-aifatnaði (úr góðu efni) fyrir aðeins 120 kr. Karlmannafataefni — Slitfata-efni — Nankin — Morgunkjólaefni — Millifóðursstriga — Vasadúk — Svuntutvist — Flauelis-molskinn (ljómandi í drengjaföt) — Rekkjuvoðaefni (vaðmálsgerð) - Fiðurhell ljerept — Sængurdúk —■ Teygja — Hnappagatasilki — Bendla — Tautölur — Silkisokka — hvítan Sherting — hvítt Ljerept — Náttföt (karla) — Brodergarn (af öllum litum) — Vasaklúta (afar margar teg., broderaðir, hvítir og mislitir) - Hárnálar — Hárnet. Gummistigvé! fyrir konur, karlmenn og börm karlmenn, aðeins 50 kr. stjórnmálaæsingarnar. Vísast er það frekar svar vinnuveitenda til verkamanna móti auknum kröf- um um kaupgjald * og styttri vinnutíma. þeir munu ætla sjer að læga rosfann í verkamönnum með þessu bragði, einmitt þegar verkamönnum kemur verst. þetta er ekki nýtt bragð vinnu- veitenda, þeir hafa oft beitt því í stóru iðnaðarlöndunum, og fylgja því engu betri afleiðingar en verkföllunum, *sem verka- menn gera stundum. Síðarí árin hefur ráð þetta sjaldan verið notað sakir þess að tilfinnanlegur skortur hefur verið á verkafólki. En nú færast hinir dönsku at- vinnurekendur það í fang að vísa 150 þús. manna úr vinnu á ein- um degi, og er viðbúið að það tiltæki dragi dilk á eftir sjer. Hjá því fer ekki að þetta hefur mikil áhrif á kosningarnar þegar að þeim kemur. Verkamenn hafa mikinn stuðning frá öðrum löndum, og rjett nýlega er mynduð einlit jafnaðarmanna- stjórn í Svíþjóð, svo að þar eig’a þeir hauk í horni ef á reynir. Svo getur farið að jafnaðarmenn og rótnemar verði í meirihl. og þá er harla vafa- samt hversu fer um konungs- valdið á því .þingi. Lýeveldis- sinnum fer fjölgandi þar í landi, og varla hefur þeim fækkað við þetta uppþot. j Fregnir hafa ekki borist hing- að síðan um mánaðamótin og margt getur hafa skipast síðan þó að ekki sje langt til> alið, því að nú gerist margt með skjótum umsvifum í útlöndum. - Klofhá vatnststígvjel fyrir - Nýkomið í versl. S* 3 Rússland. Her Bolsjevikka hefur rekið af hönkum sjer flesta óvini sína. Koltschack flýði austur í Síberíu og var myrtur þar, Denikin einnig á flótta. Suðurhjeruðín öl! á valdi hersins, og4fyrir skömmu hefur hann tekið alla Murman-ströndina, en varnarliðið þaðan hörfaði til Hammerfest í Noregi. Eftir það var liðinu snúið gegn Pólverjum og borgin Vilna tekin, fyrir síðustu mánaða- mót, en pólska stjórnin flýði frá Warschau; þá var búist við að her Rússa mundi halda áfram, en síðan hafa engar fregnir borist hingað. Vindlar Rjó! -Rulla (B-B) mikið úrvai, nýkomð í K e x margar tegundir. t Atsúkkulaði Syltufau Mysuostur Saft og Sojur. Nýkomið í verslun Verið miskunsamír! —o— Eins og öllum hjer á Eyju mun kunnugt, er hjer ekkja nokkur stödd í neyð, maðurinn hennar var einn hinna mörgu sem hafa orðið Ægi að bráð. Hún á því nú fyrir sjer að sjá ásamt fjórum börnum, það elsta um níu ára; hjá henni er einnig faðir hennar gamall og heilsubilaður. Efni hafa ætið verið af skornum skamti, enda er nú svo komið, sem ekki er að undra, að við algjörða neyð er að berjast, og ekkert annað fyrir dyrum en að ekkjan ásamt börnunum verði að hrekjast á sveit mannsins síns sáluga; og má nærri geta hvernig sú tilhugsun muni vera fyrir hana, sem hefur dvalið hjer allan'sinn aldur. það er því sannarlega drengilega gert að hjálpa með samskotum þessari nauðstöddu ekkju, og forða henni og börnum hennar frá sveitaflutning vestur á Snæfells- nes. því sem kynni að safnast hefir hr- Kristján Ingimundarson t Klöpp, góðfúslega lofað að veita móttöku, og koma í hendur hlutaðeigenda. __ Þ. Affabrögðiti hjer eru ákaflega góð þegar róið verður. Laugardagurinn fyrir páska var mesti afladagur- inn, sem hjer hefur komið. Eftir lauslegri áætlun var aflinn þann dag 75—85. þús. fiska. Flestir bátarfenguþá yfir 1000 fiska, og einn bátur (Goðafoss) fjekk 3500; það er hæstur afii, sem hjer hefur fengist á bát á einum degl._____________ Astarpeningur við kær- leikskeðju frá M ö g g u, fundinn, vitja má að Sunnúhvoli. Eristalssápa og Grrænsápa nýkomið. Brynj. Sigfusson. Þorskanet nokkur stykki — dálítið notuð til sölu. Sigjússotv Ollu-ofnar ágætar teg. nýkomnir í verslun S* 3* 3<riuvsen. Prentsm. Veitmannaeyja. Tómar steinolíutunnur kaupir Arni J. Johnsen.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.