Skeggi - 17.04.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 17.04.1920, Blaðsíða 1
KE&G III. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 17. apríl 1920. 14. tbl. . Máttur mannsins. —o— Sú stefna hefur lengi verið uppi með hvítu þjóðunum að þeim beri að brjóta undir sig allan heim- inn og breiða góða siði um víða veröldu. í krafti þeirrar kenn- ingar hafa menn ráðist á flest svertingjalöndin og aðrar lendur villimanna svokallaðra. Ekki verður því neitað að margthefur hinum hvitu sigurvegurum tarist iniður en skyldi, ferill þeirra býsna blóðugur, og framferðið ekki vel samboðið hinum „besta kynstofni". En þó svo sje að á margar óvirðingar megi benda, þá er þó hitt meira, sem til bóta hefur verið gert. Nægir bar að minna á þær mörgu ráðstafanir, sem gerðar hafa verið til að afnema ýmsa vtðbjóðslega ósiði sem tíðkast með villimönnum (t. d. mannát o. fl.) og að opna starfandi mentaþjóðum leið að auðlindum í sumum bestu lönd- um jarðarinnar. það er fyrir æfa-löngu gróið fast í meðvitund hvítu þjóðanna að þær einar sjeu vaxnar því veglega starfi að „yrkja og verja" aldingarðinn, sem kallaður er jarðríki. þær einar þykjast hafa mátt og mannvit til að gera 8jer jðrðina undirgefna út í æsar. Einstaka raddir heyrast þó öðru hvor'u um, að hvítir menn standi ekki „náttúrubörnunum" tylli- lega á sporði í því að bjarga sjer við átthaga-gæðin ein. Um það efni stfgir danskur þjóðfræð- ingur dr. Dreyer (í Naturf. Liv) meðal annars: „það er sagt að Norðurálfu- menn sjeu „herrar jarðarinnar og náttúrunnar"; vera má að svo sje að mestu leyti, en þó ekki í öllum greinum; oft og tiðum ná þeir ekki markinu nema með því að feta sig áfram smátt og smátt gegn um harða baráttu. Hálf-viltu mennirnir eða jafnvelh reglulegir villimenn eru snjallari Norðurálfumönnum á hinum ótroðnu stigum, því að þeir geta hagað lifnaðarháttum sínum eftir því sem þörfin krefur í það og það skiftið. þess má minnast að Norðuráltumenn, með allar járnbrautirnar og gufuskipin, skotvopnin og vjelarnar, hafa e k k i reynst þess megnugir að ryðja sjer braut út í afkima ver- aldarinnar; heldur eru það hinir fyrirlitnu „villímenn" með sín ljelegu áhöld og litla mannþroska. það gæfi orðið einhverjum til gagnlegs skilningsauka að minn- ast þess, að Stanley, með allan sinn ríkulega útbúning, var kom- inn nær hungurmorði í sömu skógunum, þar sem þúsundir villimanna lifðu sældar-lífi og að honum var bjargað með því að leiða hann að í banan-plöntum þeirra. » þessi eru rökin til þess að stór svæði jarðarinnar eru enti þá lítt eða ekki rannsökuð og þar við bætist það að þau sömu svæði hafa fátt að bjóða af því sem ágjarnir æfintýramenn sækj- ast eftir. það eru fá ár síðan frumskógar jarðarinnar eru metnir nokkuð til fjár, vegna togleðursins sem er svo dýrmætt efni nú á dögum, einkum fyrir rafmagnsiðnaðinn og rennireið- arnar". Hitt mundi þó þykja undur enn meira ef sagt væri um Afríku-svertingja yfir höfuð, að þeir sjeu betur að sjer en fólk flest í helstu menningarlöndum Norðurálfunnar. Um það segir sami höf. í sömu bók: „Tökum t. d. svertingja frá Afríku, hann verður að kanna alt sem þjóðflokkur hans tekur sjer fyrir hehdur. Á veiðiförum sínum, sem oft ná langt úr heimahögum, kynnist hann landi sínu nákvæmlega, jurtalífinu og dýralífinu. Hann leggur á minnið margskonar tróðleik um eðli hlutanna, um skaðlegar og nyt- samar jurtir og dýr, hátterni veiðidýranna, fiskana í fljótunum^ fuglana í loftinu og skriðkvik- indin á jörðinni. Á herferðum kynþáttarins fer hann enn lengra, eða þá að mangaraeðli þjóðflokks hans leiðir hann út fyrir landa- mærin, og þar kynnist hann Verslun G. J. Johnsen hefur enn, með e/s. »Sterling« fengið miklar birgðir af margskonar vörum svo sem: Kryddvörur; ; Pipar — Carry — Múskat — Eggjaduft. Fæglpúlver — Amor. Plöntufeiti — Oma-margarine — Grænar baunir — Mjólk — Sagó — Kartóflumjel — Rjól - Rulía. Email Kastarrolur stærðir 20—30 cm. og minni. — Mjólkurfötur — Mjólkur-síur — Katlar — Fiskhnffar Rúmstæði með íjaðrabotni. Nú er komið nægilegt rúgmjel og hveiti sem þrotið var, og margt til fæðis og klæðis, sem er selt svo ódýrt sem frekast er hægt, en gæði varanna þarf enginn að efa. Komið og skoðið! siðum og háttum annara þjóða; sjer hann þá margt til saman- burðar við þjóðlífið á ættjörð sinni. Hann stundar fjenað sinn ef kynþáttur hans hefur nokkurt kvikfje. Akuryrkju verður hann að kunna ef kynþátturinn ræktar jörð, sem þeir gera flestir; þekkja jarðveginn, vita deili á sjerkenn- um nytjurtanna o. s. frv., jafn- vel þó að hann láti konur ann- ast daglegu störfin að mestu leyti. Vanti hann blað á spjót eða í hnífinn sinn þá getur hann fengið það hjá smiðnum, hinum eina handverksmanni í kynþætt- inum. Ætli hann að gera sjer hús, hola eintrjáning, skera út fótskör eða annað þess-háttar, þá verður hann sjálfur að taka sjer verk í hönd. Hann verður að kunna þetta alt sjálfur og miklu meira. Honum nægir ekki þessi verkkunnátta ein, líka verður hann að rækta aðra hæfileika sína. Veiðiskapurinn kennir honum kænsku og snarræði, stríðið gætni og einbeitni, kynni hans við höfðingjann ala hjá honum háttprýði. í stuttu máli sagt, hann 'kemst ekki undan því að þroskast á marga vegu, en það er vitanlega sniðið eftir þroska þeim er þjóðflokkur hans hefur náð. Berið hann nú saman við t. d. belgiskan iðnaðarmann í verk- smiðju, sem alla æfi sína vinnur sama verkið, og það oft ofur einfalt. Hann kann verkið til fullnustu, hvað sem það Jheitir; en hvað kann hann fram yfir? Er andi hans mentaður? Er hann jafnoki svertingjans? Ströng skifting vinnunnar leiðir til þess að hugur verkamannsins leikur um mjög þröngt svið, þjóðfjelagið ber umhyggju fyrir honum seint og snemma. Hann Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S. 3. 3oKn$cn.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.