Skeggi - 24.04.1920, Blaðsíða 1

Skeggi - 24.04.1920, Blaðsíða 1
III. árg. Vestmannaeyjum, Laugardaginn 24. apríl 1920. 15. tbl. Sundskálinn. —o— Fyrlr nokkrum árum reis hjer upp mann-margt ungmennafjelag, sem þó ekki átti sjer langan aldur. En það gerði þó fleiratil sins ágætis, en að halda fjöl- mennar danssamkomur, því á leiði þess er sundskáli inn á Eiði, fagurt minnismerki um dugnað og göfugan tilgang þeirra sem reistu. Reyndu þeir þatyiig að greiða götu hinnar hollustu og ágætustu íþróttar. Enda dylst engum heilvita manni nauðsyn sundkunnáttu fyrir þá sem byggja hólma, stunda atvinnu sína á hafinu og fara þar allra sinna ferða. því hefur sýslan sjeö almenningi fyrir ókeypis sund- kenslu tvo heitustu mánuði sumarsins. Með þessu er alt lagt upp í hendurnar á þeim, sem vilja teggja það á sig að laera sund — tryggja sjer að drukna síður upp við landsteinana, skola skrokkinn, stæla vöðvana, yflr- leitt auka hreysti alls Hkamans og glæða marga ágæta eigin- leJka, svo sem kjark, herkju o.fl. Um írangurinn ætla jeg ekki að fjðlyrða. Skilningsleysið á skyldurnar vtð líf og heilsu er mönnum til margfaldrar mink- unar og óbætanlegs tjóns. Annað er samt enn leiðara, og það kom mjer til að skrifa þessar línur. Jeg á þar við meðferðina á sundskálanum. Frí þvi fyrsta hefur hann verið ásteytingar- steinn allskonar óþokkaskapar af versta tæi. Framan af var hann látinn standa opinn, áhuga- sömum sundlistavinum til frjálsra afnota. Og síst var svikist um að færa sjer það í nyt á marga vegu! þegar í stað voru allar rúður mölvaðar, skrár skemdar, og svo brotnir bekkir og þil, en viðnum stolið, klefarnir notaðir fyrir kamar, óþverra klín upp um veggina, skrifað klám á þá og ótal margt fleira þessu Hkt. Upprunalega voru klefarnir tíu, en eru nú fjórir. Sex skilrúm- um hefur verið stollðl Enda þótt það sje andstætt upphaflegum tjlgangi gefendanna, hefur það ráð verið tekið að að læsa skálanum á sumrin. En sundkcnnarinn hefur geymt lyklana, og lánað þeim er hafa viljað. Á veturna hafa hurðir verið negldar ramlega aftur. þetta hefur líka dugað að miklu leyti. í haust var einn klefl látinn standa opinn fram í janúar, vegna nokkurra manna sem fengu sjer þar bað við og við. Var hreinlega um hann gengið, og engu ruplað. Fyrir skömmu opnaði jeg svo klefann aftur. Eftir nokkra daga var búið að stela bekkj- unum, og byrjað að brjóta þilin. - það er sök sjer, þótt fólk fáist ekki til að nota skálann til baða, og nenni ekki að hag- nýta sjer sundkensluna sem skyldi (það kemur því sjálfu í koll, eins og ðll önnur vankunn- átta), en hitt, að eina húsið sem ætlað er til viðreisnar ljelegri Hkamsmentun Eyjarskeggja skuli sæta þvílíkri meðferð, er óþol- andi svokölluðu siðuðu þjóð- fjelagi! Slíkar ósæmilegar athafnir leyflr sjer enginn, nema óráð- vandur s k r í 11. Kristinn Ólafsson. Málmsuðu-tæki Íy hefur Einar Magnússon járnsm. nýlega fengið frá útlöndum. það eru áhöld sama kyns, sem um nokkurra ára skeið hafa tíðkast í öllum vel útbúnum smiðjum í útlöndum, til þess bæði að rista í sundur }árn og bræða saman eftir þörfum. Hjer- lendis hafa þau eigi tt'ðkast til síðustu ára, en nú eru þau þó komin í einhverjar stærstu smiðjurnar í R.vík. Ekki er óreyndum mðnnum hent að fara með þau, en lært mun Einar hafa listina, og nokkuð af áhöldunum hefur hann smiðað heima «hjá sjer. Tvö torfengin efni þarf að hafa í áhðldum þessum: gas og súrefni, bæði hrein. Gasið fram- leiðir Einar heima hjá sjer, með áhöldum þeim er hann hefur síálfur smíðað, en súrefnið verð- ur hann að kaupa frá útlöndurp. Býsna bagalegt er að súrefnið skuli ekki fást hjerlendis, því að treglega gengur að fá það frá útlöndum. Útbúningurinn á á- höldum þessum er næsta ein- faldur og þó fullkominn. Með þeim má vbræða saman þykt járn svo rammlega að „betra er ekki heilt", og skera sundur alt að 8 þml. þykt járn, og verður skurðurinn líkur sagarfari í trje. Fátt er það við járnsmíði að þessi áhöld geti ekki komið að einhverju gagni. Við allskonar vjelabilanir er það ómissandi og allra helst ef eitthvað þarf að bræða saman, það er traust á, að vera. Gufuvjelar og gufu- vindur bila oft svo að ekki verður bætt til fulls hema með þessum áhöldum. Sama máli er að gegna með mótorvjelar. þar að 'auki má flýta fyrir sjer með þeim við margt fleira stórt og smátt. — Alt gerist þetta með þeim undursamlega loga, sem kemur fram þegar gas og súrefni brennur saman í eðlilegum hlutföllum. Loginn bræðir þi járnið sem væri það tólg eða önnur feiti, en svo vel eru áhöldin gerð, að loganum má beita sem hnífi hárbeittum. Bræðslunni undan loganum má snúa til sundurgreiningar eða samsuðu eftir vild. ^ það er góð framtaksemi að flytja hingað áhöld þessi, ekki aðeins fyrir manninn sjálfan, heldur einnig fyrir alla báta- eigendur. það er svo margt sem bilar á bitunum og ekki verður bætt til gagns án þessara verkfæra. Tvær brotnar neta- vindur hefur Einar þegar bætt og fengu þær báðar fulla heilsu á stuttri stund; þola engumiður nú en áður en þær brotnuðu. Svart og misl. Silki margar teg., nýkomiö. %Sjúkur var eg -* Athygli viljum vjer vekja á auglýsingu hjer í blaðinu um styrk til spítalasjóðsins. Stjórn sjóðsins telur sig hafa gildar ástæður fyrir því að fara fram á gjafir til sjóðsins. það er bæði að fyrirtækið er hið þarfasta og hitt eigi síður að því er sorglega fjárvant. Kvenfjel. »Lkn" hefur þá reglu að leggja þriðjung ágóðans af hverri skemtun í spítalasjóðinn, og svo allan á- góðann af skemtuninni 19. júní En það er augljóst að með þeim tækjum einum verður sjóðurinn seinþros^ka. Betur má ef duga skal. Nú er það bragð þeirra »Líknar"-kvennanna að nota sigurgleði sjómannanna yfir ó- muna nægtarafla, til að sýna sjóðnum örlæti. þeir hafa þegið úr örlátri hönd, því væri vel sæmilegt að nokkrir dropar dreypifórnarinnar, væru látnir falla í ölmusu-kerið. Ekki er það ætlun stjórnar sjóðsins að menn fari að gefa sjóðnum fisk, því hvorki hafa þær góðar ástæður til að verka hann, og eins hitt, að flestir vilja heldur gefa peninga en fiskinn uþp úr sjó; vilja helst eiga stóran stafia. Sjóðurinn miðar alt við krónutalið. Hjer er ekki rúm til að ræða spítala- málið að sinni, frekar en gert hefur verið áður hjer í blaðinu. Hugmyndin um spítala er bjarmi af kærleiksboðorðinu og krafa heilbrigðrar skynsemi. Sá er gefur fje í sjóðinn vitjar sjúkra síðar meir, þó hann deyi sjálfur í dag. það fje er lagt í guðs- kistuna*. ________________ Nýkomið Hvítar Manchettskyrtur með silkibrjósti. Svört B I n d i. Llnlr H attar A xl abönd. Versl. Páll Oddgeirsson Vefnaðarvöruurvalið mest, verðið lægst.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.