Skeggi - 24.04.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 24.04.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« keiuur venjulega út e i n u s i n n i i »i k u, og oftar ef ástseður leyfa. V e r ð: 5 kr. árg. (minst 50 blðð). Auglýsingaverð: 1 kr. pr. •.m.; kr. 1,50 i 1. bls. Útgefandi: Nokkrireyjarskeggjar. Áfgreiðslu- og innheimtum. Gunnar H. Valfoss. Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. Hjá Tóbaksvörur. Styðjið spítalasjóðinn. Stjórn spítalasjóðsins léyfir sjer að vænta þess að góðir menn muni eftir sjóðnum og gefi fje í hann. Vjer treystum því að sem flestir vilji gleðja hann sem sagði: „Sjúkur var jeg og þjer vitjuðu mín“, og sýni það í verkinu með gjöfum til sjóðsins svo að hann geti tekið til starfa. Gjöfum veita móttöku: Frú Jóh. Árnadóítir, Stakagerði. Frú Matth. þorsteinsdóttir Lundi. Frk. Sigr. Kristjúnsdóttir Tungu. S t j ó r n i n. Ummyndun. —o— Einu sinni í fyrndinni lifði ung og fögur stúlka í Austurlöndum. Fiún var svo fögur að allir sem sáu hana gleymdu öllu öðru af aðdáun yfir fegurð hennar, og þeir voru margir sem ásettu sjer að vinna hylli hennar. En hún ljet sem hvorki sæi hún það nje heyrði. Hún hafði gefið ungum manni einum hjarta sitt, og elskaði hann af lífi og sál. þau voru bæði svo hamingju- söm og fögur í dýrðlegri gleði sinni, að fólk sagði að í öllum Austurlöndum findustekki maður og mey, er betur ættu saman. Brúðkaupið átti að standa um vorið, og lífið lá bjart og fagurt framundan þeim. En guðirnir þola ekki að mennirnir sjeu of hamingjusamir* þeir sáu ofsjónum yfir hamingju þessara elskenda, og ákváðu að iáta illar nornir blanda sjer í Spilskífur og Tannhjól af besftu gerð, eru nýkomin. Útvega tilboð um smfði á mótorbátum, eingöngu frá áreiðanlegusftu stöðum í útiöndum. • Th Thomsen AUGLÝSING. Hjer með er skorað á alla þá er enn eiga ógreidd sóknar- gjöld sín, að greiða þau fyrir lok þessa mánaðat. Að öðrum kosti verða þau afhent til innheimtu með lögsókn. Vestm.eyjum 20. apríl 1920. Sveinn P. Scheving. M.b. „ÁSA” G.K, 16 fæst keyptur nú þegar. — Báturinn er sem nýr, 20 smálestir að stærð, með 25 h. Skandia-vjel. Upplýsingar gefur Steingr. Torfason í Hafnarfirði. Sími 3 2. málin. þeir kváðu svo á, að stúlkan skyldi ummyndast og verða að lilju og vera sett í blómreit hjá þúsund öðrum iiljum. Aðeins einu sinni á ári — eina nótt um miðsumar — átti hún að njóta ánægjunnar af að bera mannsmynd. Og þetta skeði. Hinn ungi maður yfirbugaðist af sorg, því að hann hjelt að hann hefði mist unnustu stna að fullu og öllu. En um miðsumarsleytið - hina ákveðnu nótt, fjekk liljan aftur mannsmyndina og hin unga mær skundaði á fund brúðguma síns. það var mánabjört nótt, döggin glitraði á blómum, runnum og trjám, og ekkert hljóð truflaði manngrúann, sem annars var vanur að vera svo hávær. Mærin unga hraðaði sjer á fund vinar síns og gætti einskis um alt skrúðið í kringum sig. Hún sagði honum alt um hagi sína og bað hann innilega að bjargasjer. „Æ, elskan mín, hvernig má það takast að töfrunum verði hrundið af þjer?*. Mærin unga svaraði: „Fylgdu mjer í garðinn fyrir sólarupp- komu. þú verður að standa þar álengdar, og líta undan meðan jeg er að verða að Hlju, því að annars er úti um þig. Um leið og sólin sendir fyrstu geislana um himinhvolfið verðurðu að taka mig — og þá er töfrunum hrundið. En takirðu aðra iilju þá er úti um mig að eilífu“. Vinur hennar lofaði að gera sem hún bað og undir dagrenn- ing hjeidu þau til liljugarðsins, og þar ummyndaðist mærin. En rjett sem hann stóð þar og horfði yfir döggvotan reitinn, með þúsundir blóma, er hvert ltktust öðru, þá rann það fyrst upp fyrir honum, að hann hafði gleymt að spyrja á hverju hann ætti .að þekkja rjettu liljuna. Hvernig átti hann að þekkja þetta eina blóm frá öllum hinum, þetta eina sem bar í sjer líf og lán þeirra beggja. Tíminn leyfði enga umhugsun. Geislar sólar- innar Ijeku um loftið. Hvernig átti hann að þekkja örlagablómið frá öllum hinum?. Svar í næsta blaði. Ollu-ofnar ágætar teg. nýkomnir í verslun S- 3« DaKnsen. Frjettir. Borgarstjórakosning á bráðum að fara fram í höfuð- staðnum. f kjöri verða Knud Zimsen núv. borgarstj. og Sig. Eggerz fyrv. ráðh. Símslitin. Loksins eru komin tæki og menn tilað gera við símann. Verið að vinna við það nú. Lottskeytatæki hefur þór fengið, og notað þau hjer stðan hann kom úr R.vik. Óheppi- legt var það af símstöðinni, og rayndar ófyrirgefanlegt skeytinga- leysi, að gera fólki ekki aðvart um að skeytum mætti koma á framfæri, svo mikil þörf sem mönnum var orðin á því. Happadrættisseðlar til styrktar fátækum sjúklingum á heilsuh. Vífilstööum eru ný- komnir hingað, og kosta aðeins 25 au. st. Seðlarnir fást hjá frk. G. þ. Guðjónsd. f Dal, og víðar. — Fagurt fyrirtæki og göfugt. Flibbar einfaldir og ftvöf. Nærföt karla og kvenna. Tóbaksklútar og allskonar Vasakiútar og m. m. fl. nýkomið S 3' Nankins-föt og efni f verkmannaskyrtur viðurkend ftegund. Versl Páll Oddgeirsson Frá og með 21. þ. m. er tímakaup fyrir Bifreið mína 15 kr. um kl.stund Eyþór Þórarinsson Fermingarkjóll óskast til kaups. Afgr. vísar á. Prentim. Veátmannaiyýa.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.