Skeggi - 06.05.1920, Side 1

Skeggi - 06.05.1920, Side 1
KEGG árg. Vestmannaeyjum, Fimtudaginn 6. mai 1920. 17. tbl. Haligríms- kirkjan. -o— það er ekki langt síðan að fyrst var vakið máls á því að reisa kirkju til minningar um Hallgrím Pjetursson, sálmaskáldið fræga. það eru aðeins örfá ár, en allstaðar hafa undirtektir orðið góðar. Deilan um það hvar kirkjan ætti að standa hjaðnaði strax, landsfólkinu er minning kraftaskáldsins kærri en svo að nokkuð geti orðið úr þeirri deilu. Tillagan um að hafa kirkjurnar fremur tvær en eina, hefur fengið góðan byr. Hallgrímskirkjur hafa raunar verið margar hjer á landi. Hvert heimili á landinu varð kirkja á hverju kvöidi föstunnar, þær ! tvær aldir sem sá góði siður tíðkaðist að syngja passíusálmana með hugvekju. Enginn íslend- ingur hefur náð svo föstum tökum á huga þjóðarinnar, eng- inn brent nafn sitt 'svo djúpt í meðvitund þjóðarinnar, enginn kveðið henni þvílíkan kjark á raunastundum sem hann. Fyrir þetta hefur hann verið tignaður 1 meir en nokkur annar landsins sona, og minning hans blessuð meir en nokkurs annars íslend- ings. Hann var: „skáld er svo vel söng, að sólin skein í gegnum i dauðans göng“. ^ Hefði hann verið barn ein- hverrar stórþjóðarinnar þá væri kirkja hans komin upp fyrir löngu mikil og reisuleg. Merk- asta kifkja heimsins, Pjeturs- kirkjan í Róm, er reist til minn-t ingar um aðra trúarhetju, Pjetur postula. það tíðkast um öll kristin lönd að reisa kirkjur til minningar um mestu trúar- hetjur Enginn fslendingur verðskuldar það fremur en Hallgr. Pjeturs- son. Ljóðin hans eru krafta- ljóð og huggunarljóð hins hrelda og siguróður kristinnar trúar á voru landi. Enn í dag syngja menn útfarar-sálminn hans hver sem graflnn er, ríkur maðurtða fátækur, og enginn hefur færst það í fang að gera annan sálm betri við þá athöfn og er þó sá sálmur kominn nokkuð á þriðju öld að áratali. Enn í dag læra börnin milli vita Heilræðavísur Hallgr., t. d. „Ungum er það allra best“. það var ekki of- mælt sem Matthías kvað fyrir nærri hálfri öld um ljóð Hallgr. „Frá því barnið biður fyrsta sinn blítt og rótt við sinnar móður kinn, til þess gamall sofnar síðstu stund, svaia ljóð þau hverri hjartans und. Nú kalla vinir skáldsins fram- liðna á allan landslýðinn um að reisa því myndarlegt musteri við hæfi þess safnaöar er það þjón- aði og þar sem það fágaði fegurstu gimsteinana. Svo mjög hefur afli verið dreginn hjer á land á helgum dögum í vetur, að ekki múnaði tniklu á efnahag hinna hepnustu þó að tvö þrú kýrverð væru send til að Aýta kirkjubygging- unni, til heiðurs manninum sem „kvað í heljar nauðum, heilaga glóð í freðnar þjóðir. Peninga- kreppa. —:o:— Lengi hefur verið ótti í mönn- um við það, að óreiða sú sem ófriðarárin koma á alt verðgildi, hlyti að enda með skelfingu. Og bendir nú margt til þess, að í vændum sje nú sú tíð, að mörg- um þyki þyngjast fyrir fæti í fjármálaefnum. Englandsbanki og þjóðbankinn danski hafa báðir hækkað vexti og jafnsnemma tók íslandsbanki gjörsamlega fyrir lán, og hætti jafnvel að selja ávísanir á erlenda banka. Er búist við að bankavextir hækki til muna hjer heima og voru þeir þó enganveginn ó- dýrir peningarnir áður. Nýlega er komin út reglu- gjörð um greiðslur fjár til út- Stúlkur og unglingar geta fengið atvinnu við fiskverkun í sumar, £, 3 3o^vtvsexv Ianda. Allir þeir' er kaupa vörur í útlöndum verða að semja við viðskiftanefndina um greiðsluskilyrðin og fá leyfi hennar til að senda greiðsluna. Reglan mun vera sú, að þeir einir geti nú keypt vörur í út- löndum, er þar eiga geymt fje, eða hafa nóg iánstraust. þeir sem selja íslenskar vörur í útlöndum verða einnig að semja við viðskiftaneindina og bankana um ráðstöfun andvirðisins, Viðskiftanefndin er annars farin að gerast afskiftasöm um verslun alla, menn kvarta um að þeir fái ekki innflutningsleyfi fyrir ýmsar nauðsynlegustu vörur, (t. d. bátaefni og veiðarfæri) og þykir súrt í brotið, sem von er, því að hvers þarfnast nú þjóðar- búið frekar en aukinnar fram- leiðslu? Að sjálfsögðu hefur viðskifta- nefndin ekki tekið til þessara ráða að ástæðulausu, og er þá meir enn smákvillaíamt í við- skiftalífinu ef svo beisk meðul þarf til að hafa viðþol. Atv’nna Bruni. Á mánudagskv. gullu lúðrar slökkviliðsins um allan bæ með svo miklum gný að bæjarbúar hugðu sól, tungl og allar stjörnur í sólkerfinu í einu báli, óg fýsti menn alí mjög að sjá það jóla- bál. En þetta reyndist þá eldur i hesthúskofa einum, þar sem m. a. er geymd bifreið og dálítið af heyi. Brann kofinn með glöðum loga á skammri.stundu, en bjarg- að var hestum og . bifreið, og öðru því er fjemætt var nema nokkru af heyi. Engin önnur hús hlutu neinn skaða af eldinum. Skúrinn var vátrygður. —o— Flest blöð landsins hafa flutt sand af auglýsingum eftir verka- fólki yfir vortímann, og sagt er að ráðningaskrifstofan hafi ekki nærri nóg • af fólki að bjóða. Hjer í bænum er eftirspurnin afar-mikil og margir í vandræð- um með verkafólk. »En hve lengi stendur þetta?“, spyrja menn. Peningakreppan dynur yfir eins og helli-skúr úr heið- ríku lofti, um há-bjargræðis- tímann, einmitt um þær mundir sem menn eru að undirbúa sumar-atvinnuna, síldarútgerð o. fl. En hjer er fleira að athuga. Síldin liggur óseld og enginn vill við henni líta sem stendur. þar standa fastar nokkrar milj. króna, sem eru vonarpeningur nema vel takist til. Og ekki gengur betur með kjötið; það vill enginn eiga. Jafnvel að bændur verði að kaupa það aftur af sjálfum sjer, eða með öðrum orðum, að skila aftur fyrs^a andvirðinu, eins og það væri rangfengið fje. Oft hefur bændum þótt þröngt fyrir dyrum hjá sjer með sölu afurðanna, en aldrei þvílíkt sem nú. Hversu hátt kaup geta þeir goldið um vikuna í sumar ef þessu fer fram ? þeir eru litlu betur settir en síldarútvegs- mennirnir með að bjóða hátt kaup, þvt að síðastl. ár var ullin í hraklega lágu verði eftir öðrum varningi, og horfurnar eru litlu betri nú. þessar eru ástæðurnar fyrir þvi að ekki allfáir verka- menn í kaupstöðutn ffugsa daprir til sumarsins og kvíða því að kaupgjaldið muni lækka þegar Vefnaðarvöruúrvalið mest, verðið lægst. S- 3. \

x

Skeggi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.