Skeggi - 15.05.1920, Blaðsíða 2

Skeggi - 15.05.1920, Blaðsíða 2
SKEGGI »Skeggi« keuiur venjulega út etnu sinni ( viku, og oftar ei ástæður leyfa. Verð: 5 kr, árg. (minst 50 blöð). Auglýsingaverð: 1 kr. pr. *.m.; kr. 1,50 á'l. bls. Útgcfandi: Nokkrireyjarskeggjar. Afgrciðelu- og innheimtum. Ounnar H. Valfoss. f Ritstjóri og ábyrgðarm. Páll Bjarnason. \>essu tat a$ tUs^otn JS\an\a$ox\. & Hjá] kaupa allir f'i smar Tóbaksvörur. iassss»csayssg):<ssssgnrssseissssgssgggs£vg fyrst svo er, þá verður annara ráða í að leita. Nokkrum sinnum hefur verið bent á að hjer vanti tilfinnanlega 1 e i k v ö 11 fyrir börn bæjarins, þar sem þeim væri heimilt að hafast við þegar þau vilja. Heppilegum stöðum til þeirra hluta fækkar nú óðum í sjálfum bænum, en nóg er enn þá til utan við bygðina, Flatirnar, Brim- hólar o. fi. Menn gera sjer það yflrleitt ekki ljóst hvert miskunar- verk það væri fyrir börn bæjar- ins að gefa þeim einhvern frið- helgan reit. Óloftið og umferðin niðri á götunum er til niður- dreps fyrir heilsu þeirra, gáfur og siðferði. Dvölin á þokka- legum leikvelli á friðsömum stað, undir góðu eftirliti getur verið þeim tíl ómetanlegs gagns fyrir þroska þeirra til sálar og líkama. Hreyfingin undir beru lofti, þar sem mætast úrsvöl hafrænan og hressandi fjallablær vekur hjá þeim líkamsfjör og glaða lund. þau fylla þar Iungun af heilnæmasta lofti, bióðið streymir örar um æðarnar, vöxturinn rjettist, vöðvarnir stæl- ast, brosið hýrnar og augun Ijóma skærar, við saklausan leik- inn og ótruflaðan af umferðinni og bæjarbragnum. Að sama skapi skerpist eftirtektin og aðrir hæfileikar sálarinnar til að nema síðar meir, tilfinningalífið fær betra tóm til að þroskast eðli- lega, og þar með er lögð undir- staða fyrir sterkan og góðan vilja. Hjer er vitaskuld miðað Tilkynning. Með því að sparisjóður Vestmannaeyja hættir nú störfum en Útbú Islandsbanka í Vestmannaeyjum tekur við eignum og skuldum sjóðsins, þá skal Ieitt athygli handhafa sparisjóðsviðskiftabóka við sjóðinn, að því, að framvísa þeim í Útbúi Islandsbanka. Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja. G. J. Johnsen. Árni Filippusson. Stúlkur og unglingar geta fengið atvinnu við fiskverkun f sumar. S. 3- 3of\t\sev\. fult svo mikið við þau börn, sem ekki eru komin á svokall- aðan skóla-aldur, sem þau er langt eru komin í skóla. Vart mun þurfa að gera ráð fyrir því að nokkur fari að and- mæla því, sem hjer er sagt um áhrifin af útiverunni á góðum stað undir góðri stjórn, svo greinilega sem það er viðurkent með öilum siðuðum þjóðum. En ástæða væri til að spyrja hvernig koma megi þessu í framkvæmd kostnaðarlítið og fyrirhafnarlítið fyrir almenning, því að þessháttar starfsemi má auðvitað ekki kosta neitt veru- legt, hvorki í fje nje fyrirhöfn. Kvenfjelagið hjer hefur rist líknrúnir á skjöld sinn, og gæti vart unnið annað líknarverk þarfara nje fegurra en að safna saman óvitunum af götunni, sem reika þar um eftirlitslaus, líkt lömbum er skiljast frá mæðrum sínum og hlaupa grátjarma um hagana þar er færið til að hindra margvísleg óhöpp, hressa og gleðja og eflaust oft til að auka lífsaflið, mótstöðuna gegn sjúkdómum og siðspillingu. það hlutverk er margfalt meira virði en að að styrkja sjúkling eða fátækling með fjegjöfum, svo undurfagurt ‘ sem það þó er. Hefur ekki fjelagið ráð með einhverja þjónustusama anda, einhverjar blómarósir er vilja taka að sjer svo hugðnæmt og fagurt starf. Ekki þurfa þær að vinna neinn nunnu-eið, þann er bindi þær æfilangt, þó þær færu nokkra daga á sumrinu vestur í Brimhóla í góðu veðri, sætu þar með sauma sina í brekkunni móti sólinni. þeim ætti að vera það ánægjuleg hjáseta, ekki síður en systrum þeirra, sem sitja hjá ám uppi á heiðum. Styrktarsjóður vitavarða. —o— Svo heitir sjóður einn, sem stofnaður var ekki alls fyrir löngu. Tekjur sjóðsins eru býsna rírar, lítið, hundraðsgjald af launum vitavarðanna sjálfra, eins og gjaldið í styrktarsjóð kennara, og svo 25 aurar af hverjum gesti sem heimsækir vitana. þetta síðartalda gjald nemur nauða-litlu árlega, sem skiljanlegt er, þar sem fíestir vitarnir standa úti á ann-nesjum og fátt fólk heinjsækir þá. Fyrsta árið söfnuðust 4 kr. við vitann á Stórhöfða og 25 kr. árið eftir. Meo því móti vex sjóðurinn aldrei. Hundraðsgjaldið af laun- um vitavarðanna getur ekki orðið mikið, því launin sem vitaverðir fá eru svo nauða-lág. Eitthvað mun ríkissjóður leggja til sjóðsins, en óverulegt er það alt saman. Sje nú litið á starf vitavarð- anna og ábyrgð þá sem á þeim hvílir, þá er næsta undarlegt að ekki skuli betur sjeð fyrir kosti þeirra í ellinni. eftir vökurnar á grimmustu vetrarnóttum árum saman. Sjómaður sem hrekst á hafinu í dimmu og veit hættuna í nánd, vill mikið til vinna að geta reitt sig á vitann. Honum er engin þægð í því að maður- inn, sem hefur tendrað leiðar- ljósið fyrir hann allar nætur þegar hættan er mest, verði sveltur þegar hann hættir að geta gengt starfinu. Glaður mundi hann leggja nokkurn skerf í styrktarsjóð vitavarða, ef þeirri ósk væri beint að honum, og ef hann vissi fyrir víst að sjóðurinn er til. þá er það ekki síður ljúft verk fyrir konur og aðra vandamenn sjómannsins að láta eitthvað af mörkum í sjóðinn, svo oft hafa þau hug- hreystingu af því að sjómaðurinn sjái vitann og bjargist því frekar. En því aðeins sjer hann vitann að vitavörðurinn ræki starf sitt með alúð og þá helst er mest liggur við. Ekki er annars getið en að vitaveröir á íslandi ræki starf sitt prýðilega. Hjer á Stórhöfða er sá vitinn er einna mest mun vera heim- sóttur allra íslenskra vita. Gesta- bókin ber það með sjer að afar- margir hafa greitt gesta-gjaldið. En undantekningarlítið lætur fólk sitja við 25 aura, bæði ríkir og fátækir. Meira verður vitan- lega ekki krafist eftir reglunum, en eftir því sem farið er með fje nú á dögum, þá virðist ekki nema sanngjarnt að sjóðurinn fengi ofurlitla- „dýrtíðaruppbót* Bð minsta kosti hjá efnaðra fólkinu. Vitinn er þesskonar fyrirtæki að örðugt er að. meta gagnið af honum til fjár, en hitt er víst að mörgum mundi bregða lllilega í brún ef hann reyndist vanræktur á þeim stundum þegar mikið liggur við. Mönn- um gleymist helst gagnið af vitanum á fögrum sumardegi, þegar hann er helst heimsóttur, en muna það því betur á dimm- um vetrarnóttum. Má ekki orða það við fólk, sem fer sjer til skemtunar út í vita í sumar, að sýna sjóðnum ofurlítið meiri rausn en það lægsta sem reglurnar til taka? Enginn telur eftir sjer 1—2 kr. í »Bíó“ hversu vitlaus og auð- virðileg mynd sem sýnd er, ólíku er þó saman að jafna um fjársafnið. það er algengur siður í út- löndum að sæfarar, sem sleppa úr bersýnilegum háska fyrir það flð þeir sjá vitaljósið, láta vita- vörðinn á þeim stað njóta þess í einhverju, eða þá vitavarða- stjettina í heild sinni. þeir sem kynnu að vilja fylgja þeim sið hjer við land, gera það best og maklegast með því að styrkja styrktarsjóð vitavarðanna; sú viðurkenning kemur að bestum notum fyrir þá starfsbræður í heild sinni i bráð og lengd. ,Bi*assó‘ og ,Amor‘ hin alkunnu fægi-efni nýkomin í versl. S» 3» 3o¥u\sev\.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.