Skeggi - 15.05.1920, Blaðsíða 3

Skeggi - 15.05.1920, Blaðsíða 3
SKEGGI Minnisblað Símstöðin opin virka daga kl. 8 árd. til 9 síðd. Helga daga 10—8. Póstafgr. opin alla virka daga kl 10—6. Lyfjabúðin alla daga kl. 9—10. Ishúsið. Afgr. beita: 9-11 og 4—6. Afgr. kjöt: 6—7. íslandsbanki 1—3. Hjeraðslæknirinn heima daglega 12-2. Hústiæðisekla. -0— v. Vonirnar um að húsnæðis- eklunni mundi linna í vor ætla að verða til skammar heldur en ekki- Vonirnar bygðust á því að margir ætluðu að byggja í vor, fyrirhugað að byggja yfir 30 hús. Menn* hugðu að byggingaefni mundu lækka mikið í verði, en raunin hefur orðið önnur. f>að er ekki nóg með að þau stór- hækki í verði, heldur er hin mesta tregða á að fá þau, sakir verkfallanna víðsvegar um lönd. Mest kveður að verkföllunum í Danmörku, en þaðan kemur sementið, og mun það verða æði dýrt þegar loksins það kemur. Einhver fyrirstaða mun vera á að fá útflutningsleyfi á því sakir lítillar framleiðslu, og önnur hjer heima um innflutningsleyfi sakir þess hve dýr varan er. Alt verður gert sem mögulegt er til að stöðva fjeð í landinu. Vinnan hækkar nærri mánaðar- lega eftir efninu og lóðir, þær er annars ganga kaupum og sölum, eru komnar í geipi-verð. Flutningateppan er þó það sem mestu veldur um aftur-kippinn, og óvissan um verðlagið á út- lendum og íslenskum vörum. þörfin fyrir fleiri hús í bænum verður æ brýnni með hverju misseri, og telja má víst að aflabrögðin hjer t vetur seiði hingað all-margt fólk næsta v^tur. Og ef nauðsyn hefur verið á að byggja yfir 30 hús í vor, þá er ekki að undra þó að margir verði á götunni þegar vonirnar um nýju húsin bregðast. þar með bregst mörgum von um at- vinnu við húsagerðina. Margt fólk fer nú um bæinn til að fala sjer húsaskjól og fær ekki. Heita má alskipað og fram yfir það í hverju húsi. Nokkrir segjast ekki eiga sjer neitt víst nema götuna, og er það ilia farið, ef satt er. Við þessu verður þó ekki gert að sinni, en vonandi lagast það eitthvað fyrir haustið. Handsápa fsest í verslun 3* SoWetx. ; TJtanpláss-menn! Hvert á land sem þið farið íaið þið ekki eins vönduð og ódýr olíuföt, klæðnað og regnkápur. Athugið verðíO! Athugið gæðin ! Frægur töframaður. — 0— Hinn mikli stærðfræðingur John Napier sonur skoska bar- ónsins Archibald of Merchiston, var orðinn kunnur með þjóð sinni fyrir töfrabrögð og fjar- skygni, löngu áður en hann gaf út hið fræga rit sitt um loga- ritma, sem kom út árið 1614- Ýmsar kynjasögur eru til um töfrabrögð hans og má mikið heita að hann skyldi sleppa hjá ofsóknum á þeim tímum. Hjer koma tvær smásögur: Eitt sinn var stolið hjá honum og rjeðist hann í að finna þjóf- inn með hjálp einhvers anda er hann þóttist hafa í þjónustu sinni. Andinn birtist sem bik- svartur hani, og var látinn hafast við í dimmu skoti einu í húsinu. Síðan ljet hann' alt þjónustu- fólkið ganga fram hjá hananum í myrkrinu og átti það að strjúka honum um leið. v Sagði Napier að haninn mundi gala þegar þjófurinn stryki hann. En svo fór að haninn galaði ekki. En við athugun kom það í ljós að allir þjónarnir voru kámugir á annari hendinni utan einn, sá er vonda samvisku hafði og með- gekk hann þjófnaðinn samstundis. Áður hafði Napier auðvitað smurt bakið á hananum, og því hafði enginn báðar hendur hreinar, nema þjófsi með mórauðu sam- viskuna. Eitt sinn lenti Napier í þrætu við nágranna sinn út af því að i honum þótti dúfur nágrannans jeta kornið af akri sínum, og svaraði hinn illu einu. Napier hótaði að taka dúfurnar fastar á akrinum og gerði hinn háð að þeitri hótun. Daginn eftir stráði Napier korni á akurinn er. bleytti það áður í áfengi. Dúfurnar gerðust ölvaðar af áfenga korn- inu, og gat þá Napier gengið að þeim og safnað þeim saman. Varð Napier frægur af þessu meðal nágranna sinna. þeir voru ekki í vafa um að þarna hefðu andar verið með í spilinu, en j vissu ekki að það var vínandinn. í Annars er Napier talinn einn j af mestu snillingum í stærðfræði og frægastur fyrir logaritma- reikninga sína. Frá Danmörku. / — o — ✓ Kosningunum til þjóðþingsins lauk svo að Zahle-stjórnin beið algerðan ósigur, og eflaust ailir aðrir þingflokkar á kostnað flokks hennar. Vinstri-menn urðu sterkastir og það varð þeirra hlulverk að mynda nýja stjórn. Neergaard er forsætisráðherra, J. C. Christensen kirkju- og kenslumálaráðh., Harald Scaven- ius, áður sendiherra Dana í Petrograd og erindreki þeirra við Bolsjevikka, er utanríkisráðh., Kl. Berntsen, fyrrum forsætis- ráðh., er nú hermálaráðh., Ritter, sá er nýlega var amtmaður á Færeyjum, er dómsmálaráðh., Tygdal Rode stórkaupm. versl- unarmálaráðh., Sig. Berg (sonur Kr. Berg’s, sá er lenti í mála- ferlum út af Alberti forðum), er innanríkisráðh. — og einhverjir eru þeir fleiri nýju ráðherrarnir dönsku. Flestir þeirra, sem hjer eru taldir, hafa áður verið ráð- herrar, eða mikið riðnir við stjórnmál á annan hátt. Nýja stjórnin hefur svo mikinn styrk á þingi Dana að henni á að vera óhætt að beita fyrst um sinn ef ekkert* sjerstakt kemur fyrir. Verkföllin í K.höfn halda áfram og lítur ekki út fyrir að þeim linni í bráð. Þeir sem ætla sjer að verða með- limir kaupfjelagsins „Drífandi", en sem ekki hafa ennþá greitt tillög sín, eru beðnir um að greiða þau hið fyrsta til fsleifs Högnasonar Baldurshaga. Hittist heima frá kl. 9—12 f.m. og í Miðgarði frá kl. 3—7 e. m. Verkfölliti. Ennþá standa verkföllin í K.- höfn, en von er um að sjómanna- verkfallið fari að hætta. I þeirri von verður „Gullfoss* látinn fara um Leith til Hafnar eftir miðjan mánuðinn. Símað er frá R.vík um síðustu helgi að allsherjar verkfall standi yfir í Frakklandi, og sje mikill hiti þar í landi út af því, sem nærri má geta. þá er einnig sípað að bestu horfur sjeu á að kolaverkfallinu mikla, sem vofað hefur yfir í Bretlandi í marga mánuði, muni verða afstýrt. Ekki þarf að orðlengja hver óhamingja það væri fyrir verslun alla, fiskiveiðar og samgöngur, efþað verkfall dyndi yflr; og munu Breiar vita það manna best sjálfir. Aldraður karfj. Ýmsar eru getgátur eru til um aldur fiskanna og sumar ekki nærri trúlegar. í útlendu tíma- riti einu er sagt frá því að fiski- menn nokkrir hafi veitt heldur gamlan fisk einn af karfa-kyni, í ánni Spree hjá Berlínarborg, fyrir 35 árum. Fiskurinn vóg 36 pd., var 100 cm. á lengd og 78 cm. á digurð, veiddur 3. fe’br. 1884, Hringur var festur við Tcjaftabeinið og var hann orðinn ryðgaður mjög. þó mátti lesa á honum að karfanum hafði verið slept í vatnið hjá Spandau árið 1618, og því verið þar 268 ár. Sá hefði kunnað frá mörgu að segja hefði hann verið gæddur mannsmáli og skynsemi. Margt var þar fleira um furðu-stóra ffska í þá daga, enda var þá fiskisælt mjög í ánni. Nú er því lokið að miklu leyti. Indland, —:o:— I byrjun aldarinnar voru taldar nær 300 miljónir manna í Ihd- landi. þar af voru 30 milj. í stórborgum. þá voru stórbæir yfir 20þús. og'730 þús. þorp. og 5—6miljónir íbúðarhúsa. Kristnir menn voru aðeins um 3 milj. en ráða þó að miklu leyti yfir öllum hinum. Árið 1903-’04 urðu slöngur þar í landi 22 þús. manns að bana, og drápu auk þess yfir 100 þús. gripi. það ár voru drepin 16 þús, tígrisdýr og önnur dýr af kattakyni og um 60 þús. slöngur, og er það ekki mikið af öllum þeim miljónum af slöng- um sem þar eru í landi.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.