Skeggi - 15.05.1920, Blaðsíða 4

Skeggi - 15.05.1920, Blaðsíða 4
skIggi Nokkrar stúlkur > i j og drengir geta fengið atvinnu við fiskverkun í sumar. Jóh, Reyndal. „Bolin ders”-inótora útvega jeg og þeim viðvíkjandi. geí nauðsynlegar -upplýsingar \ • Stúlkur og unglingar geta fengið vinnu við fiskþvott og fiskþurkun Semjið straxl Gísli Magnússon. Dömur! Regnkápur — Rykfrakkaefni, svart og blátt — Silki í svuntur — Lífstykki — Millumpils — Silkisokkar — Undirföt (af ljerefti og flonel)'— Forláta blúndur og broderverk. Versl, Páll Oddgeirsson Frjettir. Tíðarfarið er orðið dágott víðast um land, og heybirgðir endast betur en menn bjuggust við. Eitthvað af fjenaði hefur þó verið felt í sumum sveitum, en ekki stórmikið. Lakast er sagt úr hjeruðum umhverfis Breiðafjörð, og af Austurlandi. Skiftir mestu að vorbatinn reyníst tryggur. I»rjú bjarndýr hafa gengið á land á Vestfjörðum og tókst að fella eitt þeirra; hin sluppu í óbygðir. SVýjan iogata hefur h/f „ísland" nýlega fengið frá Bret- landi. Heitir sá „Apríl‘, eftir eldra bróður sínnm, þeim er seldur var. „Island“ fór til Leith síðasl. fimtudag með fjölda farþega, mest kaupsýslumenn, þ. á. m. voru bankastjórarnir frá báðum bönkunum, Tofte fyrir Islands- banka og Magnús Sigurðsson fyrir Landsbankann. Fjesýslu- menn þurfa að láta hendur standa fram úr ermum um þessar mundir. • Gjaldþrot eru farin að gera vart við sig í R.vík, sem fyrsta afleiðing fjárkreppunnar, tvær verslanir þegar orðnar gjaldþrota; lán ef ekki verður meira að. Miðill. Sálarrannsóknarfjel. hefur útvegað sjer miðil í Bret- landi og á hann að koma til Reykjavíkur í sumar. >vBúist er við að mörgum verði forvitni á að sækja samkomur fjelagsins með honum, því að nú gerast menn forvitnir um „hið óþekta“. Borgarstjóri. Knud Zimsen var endurkosinn borgarstjóri í R.vík með 174 atkv. meirihl. Alls greidd á 4. þús. atkv. þetta er í annað sinh að þeir keppa um það embætti, Kn. Zimsen og Sig. Eggerz. I fyrra skiftið 1 ,ptu þeir 1914, en þá veitti bæjarstjórn embættið; munaði þá litlu. Sig. Eggerz er einn af umsækjendum um Eyjafjarðar- sýslu og bæjarfógetaembættið á Akureyri; talið líklegt að hann fái það. Af Austurlandi er sögð argasta ótíð og vetrar-ríki, sjer varla á dökkan díl suður eftir öllu; þó ekki talað um fellir. Úr Dölum er sagður mikill snjór og hagalítið, en ekki útlit fyrir fellir, því að heybirgðir voru með betra móti. Góð tíð er nú komin um Suðurlandsundirlendið, og fjen- aðarhöld góð. Reglugjörð um sölu áfengis eftir lyfseðlum, er nýkomin út. Með henni eru settar strangar reglur um hversu mikið má láta af áfengi til sjúklinga. Skal síðan skýrsla gefin um hve miklu er ávísað með lyfseðlum. Á þetta að vera til að takmarka nautn áfengis. Slmastöðin. Svo er sagt að Petersen stöðvarstjóri hafi selt húsið sem símastöðin er í, fyrir 70 þús. kr. Landsstmastjórnin hefur keypt húsið. Stöðvarstjóri mun jafnframt hafa sagt lausri stöðunni Aflabrögðin. Enginn mun' svo fróður að' hann viti með neinni vissu hversu mikið hefur aflast hjer í vetur. Má heita ógjörningur að ná saman afla- skýrslum. Og þá éru ekki yfir- völdin að flagga með þeirri vit- neskju, sem þau fá um hve mikið aflast árlega; finst víst ekki taka að telja það. Alt er þetta öðruvísi í útlöndum. þar bera menn svo mikla virðingu fyrir fiskveiðum um að alt er vandlega talið og tíundað, sem á land kemur, og birt síðan í blöðunum vikulega. Lausleg ágiákun' er það að hjer hafi aflast eitthvað 2—2l/t miljón af þorski yfir vetrar- vertíðina fyrir utan annan fisk. Eftir sama verðlagi og var í fyrra, ætti fiskurinn að kosta 5 — 6 miljón króna, og er það ekki lítið handa 3 þús. manns. Tölurnar eru vitanlega ágiskun ein, því að hjer nást ekki afla- skýrslur fyr en mörgum mánuð- um eftir að hætt er að róa. T Mótorbátur 17:j3tons, er tif sölu, nánari upplýsingar hjá Guðm. Kristjánssyni Skjaldbreið. Saltkjöt — Rúgmjöl — Hveiii — Haframjöi — Strausykur — Kaffi — Kex Vörur þessar eru seldar í Mið- garði frá kl. 3—7 e. m. Eaupíjel. Drífandi Sorglegt slys varð hjer á höfninni í gær» Tveir menn fóru frá mótorbát áleiðis undir Löngu að sækja vatn. ^Hviða hvoldi bátnum við Löngunef og druknaði annar maðurinn, Engilbert Arngrímsson 20 ára að aldri. Hinum mann- inum, Kjartani Jónssyni frá Fram- nesi, bjargaði af kili, Peter Ander- sen form. á mb, »Lundi«. Var hann staddur út í bát sínum og sá er slysið bar að. Engilbert sál. var efnispiltur, og einkaaðstoð fátækra foreldra sem farin eru að eldast. Er því að vonum sár harmur þeirra og höggið þungt í þeirra garð. > • Þakkarorð. Hjermeð leyfum við okkur að þakka þeim innilega, sem á einn eða annan hátt hafa styrkt okkur á liðnum tíma. Sjerstaklega skal minnst kvenfjelagsins „Líkn“ og hjón- anna þóru Jónsdóttur og Helga Guðmundssonar í Dalbæ. þeim og hinum öðrum óskum yjer alls hins besta, og vonum að þessir velgjörðamenn okkar, megi umbun hljóta velgjöða sinna. Landakoti 11. maí 1920. þóranna Ögmundsdóttír. Ögmundur Ögmundsson. Lakaljereft Sængurdúkur Tvistur Alnasirz mjög ódýrt Versl. Páll Oddgeirsson Stúlka sem er vön karlmannafatasaumi getur fengið atvinnu nú þegar hjá Steini Sigurðssyni klæðskera. Stúlka óskast í vist nú þegar. — Gott kaup. Afgr. vísar á. Prentím. Vcctmannaeyja.

x

Skeggi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skeggi
https://timarit.is/publication/208

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.