Suðurland


Suðurland - 23.03.1912, Page 3

Suðurland - 23.03.1912, Page 3
StJfitf RLAND. 171 1. að endurnýja flutningsfötur jafnótt og tiningin þynnist á þeim, og helzt taka upp flutningafötur úr aluminíum. 2. að hafa isgeymslu á rjómabúunum, til þess að geta kælt rjómann í vatni, sem ís væri látinn i. 3. Sérstök herbergi, vel um búin, þar sem rjóminn væri sýrður. 4. að sérstök merki, t. d. NB. væru sett á þau kvartil, sem rjómabústýrur vissu til að mishepnað smjör væri i. 5. og öruggasta ráðið væri tíðari ferðir milli landa, Því löng geymsla á smjör- inu spilti þvi mest. Hinn 9. febr. 1912 var aðalfundur smjör- búasambandsins haldinn að l'jórsártúni. Sökum illviðris sóttu ekki fundinn nema 13 rjómabúaformenn aí 19 alls i samband- inu. Fundarmálefni voru þessi: 1. Reikningur sambandsins s. i. ár les- inn upp og samþyktur. 2. Bornir saman smjörsölureikningar síðasta árs. Lágu fyrir reikningar frá 11 rjómabuum. Af samanburðinum kom það í ijós, að svipuð sala var hjá þeim Zöllner, Mauritsen, Faber & Go. og Clephan & Weinke, en þeir Hudson og Davidsen höfðu selt mikið lakar. Ákveðið var að senda sömu smjörsölum smjör næsta ár, en hvert rjómabú sjálfrátt um hve mikið það sendir hverjum til sölu. 3. Var rætt um reikningshald rjómabúa, tillögur nefndar þeirrar, er Búnaðarfélag íslands hafði fengið til að íhuga það mál. Taldi fundurinn reikningsíorm þau, er nefnd in hafði samið, góð í sjálfu sór, en sá þó eigi fært, að svo komnu, að taka þau upp nema að nokkru leyti. Eins og enn er komið samgöngum innanlands og landa á milli, taldi fundurinn naumast unt að taka upp þá aðferð, að reikna smjörverð|hvers einstaklings fyrir hverja sendingu. EnjEund uriíin ál'yktaði, að rjómabúin taki upp fitu- einingarreikningin og sameiginlegt aðalreikn- ingsform, og fól stjórn sambandsins að fara þess á leit við Búnaðarfél. íslands að það gæfi út töflu til léttis við smjörreikninginn og eyðublöð fyrir aðalreikning. 4. Á siðasta aðaifundi hafði stjórn sam- bandsins verið falið að leitast eftir hjá þeim, sem selt hafa rjómabúavörur, hvort þær vörur fengjust ekki með lægra verði, ef öll rjómabú sambandsins sameinuðu sig um kaup á sama stað. Hafði form.iður leitast fyrir sér um þetta og fengið svör frá nokkr- nm verzlunum, en þau þóttu ekki svo á- kveðin, að hægt væri að sinna þeim að svo komnu. 5. Stjórn sambandsins falið að leitast fyrir sér um umboðssölu á skilvirdum handa meðlimum rjómabúanna. 6. Svolátandi tillaga samþj;kt í einu hljóði: Fundurinn lýsir óánægju sinni yfir því ákvæði síðasta alþingis, að láta ekkert rjómabú fá landsjóðsstyrk lengur enn 10 ár, og telur það mjög ranglátt að útiloka frá Styrk aðeins elztu rjómabúin, sem lögðu á vaðið með rjómabúastarfsemina og lögðu þar með á sig mikinn kostnað og áhættu, Sem yngri rjómabúin eru laus við. 7. Stjórnarnefnd sambandsins endurkos- in: Agúst Helgason (foim.), Eggert Benidikts- son og Ólafur Finnsson. Á. H. t Ingimundur Guðmundsson, ráðunautur. "" í’að hörmulega slys vildi til þ. 14. þ. m., að Ingimundur Guðmundsson ráðunautur druknaði í Grímsá (eða Hvítá) i Borgarfirði. Hann var að koma ofan úr Lundareykja- dal; hafði verið að annast þar um fóður- tilraunir og ætlaði til Hvanneyrar. Var hann einn á ferð, og hafði farið frá Fing nesi á áliðnum degi. Mun hann hafa farist þar sem Grímsá rennur í Hvítá, sáu leit- armenn þar för eftir hestinn, er hann hafði brotist upp á ísskörina, og fanst hann fyrir ofan Grímsá, en likið er enn ófundið, og óglöggar eru fregnirnar um það, með hverj- um hætti slysið muni hafa orðið. Ingimundur heitinn var aðeins 28 ára gamall. Hann var ættaður úr Húnavatns- sýslu. Stundaði hanu fyrst búnaðarnám á Hólum, fór síðan til Danmerkur og var þar fyrst við verklegt nám, en gekk síðan á Landbúnaðarskólann og iauk þar prófi 1908 með ágætis einkunn; var hann síðan við framhaldsnám þar í kvikfjárrækt í 2 ár, til þess að búa sig undir að taka við starfl því, hjá Búnaðarfélagi íslands, er Guðjón heitinn Guðmundsson áður hafði, en dó frá á besta skeiði. Tók Ingimund- ur heitinn við pví starfi 1910. ingim. heitinn var mesti efnismaður og hafði mikinn áhuga á starfl sínu. Bann tíma, sem liðinn var síðan hann tók við staiíinu, hafði hann oinkum notað til þess, að kynna sér ástandið sem best, og árang- urinn af því, sem gert hefir verið til um- bóta kvikfjárræktinni, og leggja niður fyrir sér, hvernig vænlegast myndi að haga þeim störfum. Er það hörmulegt tjón að missa hann nú frá starfinu, einmitt þegar hann er búinn að búasigsvo rækilega und- ir það. Er og að honum mannskaði mik- 111, því maðurinn var atgervismaður, og líklegur til að vinna inikið gagn landi sínu, ef honum hefði enst aldur til. Á víð og dreif. Aflahl’ögð. Gæftir nokkuð stopular, vegna brims og austanstorma, heflr þó flesta dagana i þessari viku eitthvað orðið róið, og afli oftast góður. Framanaf vikunni voru botnvörpungar orðnir allnærgöngulir hér, og vaidið hafa þeir talsverðu netatapi. En flestir hafa þeir nú hypjað sig bui tu, eftir að varðskip ið hafir farið hér um. — Mikill munur þykir sjómönnum hér að fást við netin í úfnum sjó og stopulum gæftum, síðan þeir fengu netasteina ísólfs Pálssonar. Lögn og taka netanna gengur svo miklu fljótar. Slys. Háseti á botnvörpung frá Reykja* vik (Elíasar Stefánssonar), Steingrímur Stein- grimsson að nafni, varð fyrir því slysi nú nýlega, að festa fót sinn í vörpunni, og marðist fóturinn svo, að taka varð af. Var það gert í Vestmannaeyjum. SakamiUarauiisókn er nú hafin gegn Landsbankagjaldkeranum. Hann heflr ver- ið veikur, en er nú það hress, að læknir heflr leyft’ að hann mætti fyrir rétti. Vik- ið er honum frá starfinu — með hálfum launum þó. Kolavcrkfalliö heldur enn áfram, og verður enn ekki séð, hvenær því muni linna. Skemmdir af sandfoki hafa orðið all- miklar í vetur á Rangárvöllum og Landi. Túnin á Reyðarvatni og Dagverðarnesi á Rangárvöllum sögð að mestu eyðilögð. All- miklar skemdir sagðar víða á Landinu. Sjaldgæíir fuglar. Svartþrestir mega heita sjaldgæflr fuglar hér um slóðir, sjást hér tæplega á hverju ári. Peir voru hér með flesta móti í haust, og það fram yfir jól. Aðrir fuglar enn sjaldgæfari hafa Verið hér á Stokkseyri síðan uxn eða fyrir miðj- an vetur. Pað eru starrar (st. vulgaris?). Peir eru þetta 4—8 í hóp, líklega sömu fuglarnir. Getur verið að þetta sé ein fjöl- skylda. Það ber víst mjög sjaldan við að starrar verpi hér á landi; þeir koma hing- að örsjaldan, og aidrei margir í einu. — Ef til vill eru þetta landnemar, sem nú eru hér á ferðinni. Talið er vist, að fiskiskipið „Geir“ frá Hafnarfirði hafi farist með 26 mönnum. Af þeim voru 14—16 úr Hafnarfirði. t Dáitt er í gærmorgun á Landakots- spítala í Reykjavík, húsfrú Guðlaug Einars■ dóttir, kona Poríinns gestgjafa Jónssonar i Tryggvaskála. Haíði hún verið mjög veik í mestallan vetur og nýlega verið flutt á spítalann, og voru komnar góðar batavon- ir, þegar hún lést skyndilega af hjartabilun. Guðlaug sál. var mesta sæmdarkona, sem stóð prýðilega í stöðu sinni. Hænd- ust gestir mjög þangað, enda var þar all- ur viðgjörningur hinn besti. Mun því ó- hætt að segja, að hennar mun mjög alment. saknað og er mikiil harmur kveðinn að manni hennar og börnum hennar ungum, að verða að missa hana svo unga. — L-e-s-i-ð e-k-k-i annað með meiri eftirtekt en þetta: Eg kaupi brúkuð ísleusk frímcrki fyrir hærra verði en t ðrir. Sendið mér þau með pósti eða á annan hátt, þá mun eg bráð- Iega senda borgun, ásamt reikning og frí- merkjum þeim er reynast kynnu gölluð. Egill Eyjólfsson. Hafnarfirði. Eikarplankabútur, rúmar 2 álnir á lengd, tapaðist inilli Eyrarbakka og Stokks- eyrar. Finnandi ei beðinn að skila honum á prentsmiðju Suðuilands gegn sanngjörn- um fundarlaunuin. Tapast lioflr frá Eyrarbakka að Stokks- eyri: stígólaskór, flúnelspákki og fleira. Skilist gegu fundarlaunum í prentsm. Suðurl.

x

Suðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.