Suðurland


Suðurland - 14.06.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 14.06.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 14. júní 1913. Nr. 1. S u ð u r 1 a n d kemur út einu sinni i viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jóu Jóuatansson á Ásgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður (juðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnssou (við verzl. Einarshöt'n). I Reykjavík Ólafur Gíslason verslm. í Liveroool Auglýsingar sondist í prent smiðju Suðurlands, og kosta : kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1'25 á hinum. i 2 kr. 1.50 fj • en 1,25 á * Herhvöt. „Líf er naoðsýo, lat þ'g hvetja líknt ei gauðí, berstu djarft, vertu ei sauður, hcldur hetja, hDÍg ei dauður fyr en þarft." Gellur árgali, gleymum draumhjali, hættum skrumskvali, skúma glystali: Hnjúkar háfjalla hvellir þrágjalla stefnu stórsnjalla: að standa eða falla! — Sökkvi svefn mara, svimi Ioftfara, rakni raupara iíkis tálsnara; þagni gómþvara þrætu hvalfjara; munn og mál spara mun oss þarfara. Stíluð er stefna stærri málefna: Samúð að efna, sundrungu hefna. Hugur stórræða hiti fjör æða; heyrið hryn kvæða halsins áttræða! Eitt er alræði: allra samkvæði í orðuia sem æði efla hagfræði, samvinnu stétta, síngiind að rétta, líða stríð létta, líf og sál metta. Báleldar braka! — best er að vaka, stríða samtaka, stara ei tii baka. Er ei hvað annað oss til lífs bannað, kent, sýnt og sannað, sem oss fær mannað? Engin „stjórn" græðir alt sem oss mæðir; sólin sjaif biæðir seint jökulhœðir. Samúð skal fæða, samúðin græða fólk vort og fiæða — fjöllin sjálf „klæða". Fólkið skal finna fúsleik að vinna, og afrek inna, sem allir sinna, — sem alla vekji, sem enginn hreki, og sundrung reki — eins og „drednof'-dreki! Styðjum nú starfa stærstu landsþarfn! Hver sem á arfa hönd selji djarfa! Fyrst þegar fleyin fljúga glymveginn, frjáls og vor eigin, eykst oss þjóðmegin. • Sé eg í anda sameining landa, vefinn vítt þanda viðskifta landa, Skín á glógyðju Garðars í miðju, sannleiks að iðju í Sökkvabekks smiðju! Mallh. Joch. Áths. Ofanprentað kvæði áttræða þjóð skáldsins okkar er tekið eftir blaðinu „Norðurland". Um það, hvernig þetta kvæði var til, segir ritstjóri blaðsins svo frá: „Matth. Jochumsson var að ganga „morguntúr" uppi á Hofða í indælu veðri 8. maí, og mætti þar Stefáni skólameistara. „Þakka þér fyrir gufuskipagreinina í „Landinu" um daginn, hún var ágæt", sagði Matth. Skólameistari svaraði raeð orðum Skarphéðins: „Eftir er enn yðvarr hluti". — „Það væri réttast að búa til fáeinar vísur", sagði skáldið, og svo skildu þeir. Klukkan hálf tíu kom Matthías til ritstjóra Norðurlands. „Hvaða skelfllegur draugur ertu, ligg- ur enn í rúminu, ungur maðurinn, en eg, nærri áttræður fauskur, búinn að yrkja þetta handa þér." —Kvæðið hafði hann ort og hreinskrifað á tæp- um klukkutíma. — Matthías er sí- ungur í anda, honum förlar ekki hið minsta þó alduiinn færist yfir hann, og fjörið og þiótturinn er óbilaudi. Bjartsýnin hans er honum það Iðun- arepli sem ellin fær ekki við ráðið. Aðalfundur Búnaðarfélags íslands var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík 17. maí 1913. Forseti las upp reikning félagsins 1912, ásamt einahagsyfirliti, og skýtði frá starfsemi þess, en vísaði um sumt til skýrslna í Búnaðarritinu. Jarðræktarfyrirtœki, sem félagið styrkti árið sem leið, voru þessi helst: Til girðinga var veittur 2661 kr. styrkur. Langstærsta ghðingin var afréttargirðing Flóamanna og Skeiða- manna, á 4. mílu, en sumar aðrar eru líka allstórar, á 2. mílu. Árið var mikið girðingaár. Þó verður þetta ár það varla síður. Líkur eru til, að Ræktunarsjóðslán til jarða- bóta verði þötta ár frekar 50 þús. kr., og meginið af því til girðinga. Til áveitunnar á Miklavatnsmýri voru áiið sem leið greiddar 1377 kr. upp í lofaðan styrk. Því verki var að mestu lokið á árinu, eða réttara sagt, þeim hluta þess, sem til stend- ur að vinna í bráðina, og var vatn- inu úr Þjórsá hleypt í skurðina í fyrsta sinn fyrra miðvikudag. Frá verkinu, sem búið er að vinna, er sagt nokkuð í skýrslu Sig. búfr. Sig- urðssonar í Búnaðarritinu. Kostnað- urinn við það er ekki orðinn nema hér um bil helmingur þess, sem áætl- að var. Er það ekki að litlu leyti því að þakka, að gröfturinn fókst fyrir 33 au. rúmstikan, í stað áætl- aðra 45 aura, en að mestu leyti þó af því, að frestað er um sinn að gera sumt af skurðunum, sem jáðgerðir höfðu verið. — Það fór eins og við var búist, að ef tækist að gera áveitu þessa að mun ódýrari en áætlað hafði verið, mundi hugurinn vaxa til stærri áveitufyrirtækja. Nú hafa Flóa- menn óskað nýrra mælinga fyrir Flóaáveitu meo nokkuð annari til- högun, eftir tillögu Sig. búfr., og Skeiðamenn mælinga fyrir áveitu úr Þjórsá. Þykir nú Reykiasandurinn ekki þurfa lengur að vera þ.í fyrir- tæki til tálmunar, þar sem góðar horfur oru á því, að takast muni að hefta það sandfok-. Búnaðarfélagið heflr nú ráðið Sigurð* kennara Thor- oddsen til mælinga á Skeiðunum í sumar. Og Flóamælingin er vonast til að framkvæmd verði sumarið 1914, ef félagið fær til þess fjárveitingu þá, sem um hefir verið beðið. Til annara vaUisveitinga var veitt- ur 446 kr. styrkur, og til fyrir- hleðslu til varnar vatnságangi 400 kr. Til plægingarkenslu og félagsplæg- inga með kenslu var varið 530 kr. Votheysgerðartilraunir voru enn geiðar nokkrar, þó færri en til stóð vegna þess, að ekki skorti þerrinn í fyrra sumar. Sumir þeir, er samið hafði verið við um tilraunirnar, hafa nú gert þær í 4 ár. Er þá í ráði að fá tilraunir gerðar annarstaðar, á Austuilandi og i Snæfellsness og Strandasýslum, ef menn fást til þess á þeim stöðum, þar sem þörfin er mest fyrir þá heyverkun. Tilraun- irnar hafa alstaðar hepnast vel. Efitarannsóknir. Til þeirra var vurið 180 kr., þar af 75 kr. til reynslu á húsgerðarefnum. Er þeim rannsóknum Ásgeirs efnafræðings Torfasonar nú lokið og skýrsla hans birt í Búnaðarritinu. Hitt voru mest fóðurefnarannsóknir í sambandi viö fóðrunartilraunir á Hvanneyri. Þetta ár verður meiia gert að efna- rannsóknum. Er byrjuð rækileg rannsókn á áburðarmagni og áburð- argæðum undan kúm, og hefir áður verið minst á það í blaði (H. V. skóiastjóri, í ísafold). Félaginu hafa borist fyrirspurnir um hvetnig reyna megi gaddavír, út af því að tvímæli hafa leikið á gæðum nokkurs af vír þeim, sem fiutst heftr til landsins siðustu árin. Hefir nú verið grenslast eftir hvernig reyna megi vírinn. Kemur bráðum leiðbeining frá Ásgeiri Torfasyni um það, og getur þá hver maður sjálfui reynt með mjög einfaldri aðferð, hve vel virinn er galvaniseraður. Annars mun rannsóknarstofan gefa þeim, sem vilja láta reyna vír eða þakjárn og fá vottorð um gæði þess, kost á að fá það fyrir væga borgun. Búfjárrækt. Til hennar voru þess- ar helstar fjárveitingar: Nautgripafélög 18 hafa fengið alls 3088 kr. styrk. Sa-uðfjárkynbótabú 7 alls 1300 kr. Hestakynbótafélög 2 samtals 400 kr. Til hrútasýninga var varið 450 kr. (á Avisturlandi og í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum). Til girðinga fyrir kynbótagripi 589 kr. (Styrkurinn þriðjungur kostnaðar). Til eftirlitskenslunnar 551 kr. Leiðbeiningarferðir Jóns H. í*or« bergssonar. Hann var i haust sem leið við hrútasýningar í Borgarfirði, en ferðaðist svo í vetur um Gull- bringu- Árness- Rangárvalla- og V,- Skaftafellssýslur, skoðaði fé hjá 350 bændum og leiðbeindi í fjárvali, hélt fyriilestra á 45 stöðum, þar á með- al við námsskeiðin í Þjórsártúni og í Vik, fyrir samtals 1332 áheyrend- um. Næsta vetur mun hann enn verða í þjónustu Búnaðarfélagsins og verða þá fyrst við hrútasýningar í haust, en fara síðan leiðbeiningar- ferð um Vestfirði, eftir ósk Búnaðar- sambandsins þar, enda er það sá eini partur af landinu, sem hann á ófarið um. Námsskeiðin, sem félagið kostar, voru vel sótt árið sem leið. Garð- yrkjunemendur i Gróðrarstöðirmi voru 14. Höfðu só*t nál. 40. Við plæg- ingakensluna í Einarsnesi voru 7 nemendur. Eftirlitsnámsskeið sóttu 6, mjólkuiskólann 7 og slátrunaináms- skeiðið 6. Fleiri telur Slátrunaifélag- ið sér ekki fært að taka. Búnaðaruámssktið vai' haldið í Hj'iiðarholti í Dölum, ágætlega sótt, og styrkur veittur til bændanáms- skeiða á Eiðum og Hólum, auk þess sem starfsmenn félagsins aðstoðuðu við bændanámsskeiðið á ' Hvanneyri.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.