Suðurland


Suðurland - 14.06.1913, Side 1

Suðurland - 14.06.1913, Side 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Suðiirlaud kemur út einu sinni i viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj J ó n J ó n a t a n s s o n á Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður Guðm. Ebenczerson og verzlm. JónAsbjörnssou (við verzl. Einarshöfn). I Reykjavík Ólafúr Gíslason verslm. í Liverpool Auglýsingar sendist í prent smiðju Suðurlands, og kosta : kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. Herhvöt. „Líf er nauðsýn, \kt þ'f? hvetja, líkst ei gauðl, berstu djarft, vertu ei sauður, heldur hetja, hoig ei dauður fyr en þarft.“ Gellur árgali, gleymum draumhjali, hættum skrumskvali, skúma glystali: Hnjúkar háfjalla hvellir þrá-gjalla sfefnu stórsnjalla: að standa eða falla! — Sökkvi svefn mara, svimi loftfara, vakni raupara iíkis tálsnara; þagni gómþvara þrætu hvalfjara; munn og mál spara mun oss þarfara. Stíluð er stefna stærri málefna: Samúð að efna, sundrungu hefna. Hugur stórræða hiti fjör æða; heyrið hryn kvæða halsins áttræða! Eitt er alræði: allra samkvæði í orðuin sem æði efla hagfræði, samvinnu stétta, síngirnd að rétta, líða stríð létta, líf og sál metta. Báleldar braka! — best er að vaka, stríða samtaka, stara ei tfi baka. Er ei hvað annað oss til lifs bannað, kent, sýnt og sannað, sem oss fær mannað ? Engin „stjórn" græðir alt sem oss mæðir; só,in sjálf biæðir seint jökulhæðir. Eyrarbakka 14. júní 1913. Nr. 1. Samúð skal fæða, samúðin græða fólk vort og fræða — fjöllin sjálf „klæða". Fólkið skal finna fúsleik að vinna, og afrek inria, sem allir sinna, — sem alla vekji, sem enginn lrreki, og sundrung reki — eins og „drednot“-dreki! Styðjum nú starfa stærstu landsþarfa 1 Hver sem á arfa hönd selji djarfa! Fyrst þegar fleyin fljúga glymveginn, frjáls og vor eigin, eykst oss þjóðmegin. • * « Sé «g í anda sameining landa, vefinn vítt þanda viðskifta landa. Skín á glógyðju Garðars í miðju, sannleiks að iðju í Sökkvabekks smiðju! Mattli. Joch. * * * * * « * « « A t li s. Ofanprentað kvæði áttræða þjóð skáldsins okkar er tekið eftir blaðinu „Norðurland". Um það, hvernig þetta kvæði var til, segir ritstjóri blaðsins svo frá: „Matth. Jochumsson var að ganga „morguntúr" uppi á Höfða í indælu veðri 8. maí, og mætti þar Stefáni skólameistara. „Þakka þér fyrir gufuskipagreinina í „Landinu" uin daginn, hún var ágæt“, sagði Matth. Skólameistari svaraði með orðum Skarphéðins: „Eítir er enn yðvarr hluti". — „Það væri réttast að búa til fáeinar vísur", sagði skáldið, og svo skildu þeir. Klukkan hálf tíu kom Matthias til ritst.jóra Norðurlands. „Hvaða skelfilegur draugur ertu, ligg ur enn í rúminu, ungur maðurinn, en eg, nærri áttræður fauskur, búinn að yrkja þetta handa þér.“ —Kvæðið hafði hann ort og hreinskrifað á tæp- um klukkutíma. — Matthías er sí- ungur í anda, honum förlar ekki hið minsta þó aldurinn færist yfir hann, og fjörið og þrótturinn er óbilaudi. Bjartsýnin hans er honum það Iðun- arepli sem ellin fær ekki við ráðið. -------0*0*-0---— Aðalfundur Búnaðarfélags íslands var haldinn í Iðnaðarmannahúsinu í Reykjavík 17. mai 1913. Forseti las upp reikning félagsins 1912, ásamt efnahagsyfirliti, og skýiði fiá starfsemi þess, en vísaði um sumt til skýrslna í Búnaðarritinu. Jarðrœktarfyrirtæki, sein félagið styrkti árið sem leið, voru þessi helst: Til girðinga var veittur 2061 kr. styrkur. Langstærsta girðingin var afréttargirðing Flóamanna og Skeiða- manna, á 4. mílu, en sumar aðrar eru líka allst.órar, á 2. mílu. Árib var mikið girðingaár. Þó verður þetta ár það varla síður. Líkur eru til, að Ræktunarsjóðslán til jarða- bóta verði þetta ár frekar 50 þús. kr., og meginið af því til girðinga. Til áveitunnar á Miklavatnsmýri voru árið sem leið greiddar 1377 kr. upp í lofaðan styrk. Hví verki var að mestu lokið á árinu, eða réttara sagt, þeim hluta þess, sem til stend- ur að vinna í bráðina, og var vatn- inu úr F’jórsá hleypt í skurðina í fyrsta sinn fyrra miðvikudag. Frá verkinu, sem búið er að vinna, er sagt nokkuð í skýrslu Sig. búfr. Sig- urðssonar í Búnaðarritinu. Kostnað- urinn við það er ekki orðinn nema hér um bil helmingur þess, sem áætl- að var. Er það ekki að litlu leyti því að þakka, að gröfturinn fékst fyrir 33 au. rúmstikan, í stað áætl- aðra 45 aura, en að mestu leyti þó af því, að frestað er um sinn að gera sumt af skurðunuin, sem jáðgerðir höfðu verið. — Það fór eins og við var búist, að ef tækist að gera áveitu þessa að mun ódýrari en áætlað hafði verið, mundi hugurinn vaxa til stærri áveitufyrirtækja. Nú hafa Flóa- menn óskað nýrra mælinga fyrir Flóaáveitu með nokkuð annari til- högun, eftir tillögu Sig. búfr., og Skeiðamenn mælinga fyrir áveitu úr Þjórsá. Þykir nú Reykjasandurinn ekki þurfa lengur að vera þ.í fyrir- tæki til tálmunar, þar sem góðar horfur eru á því, að takast muni að hefta það sandfok-. Búnaðarfélagið hefir nú ráðið Sigurð’ kennara Thor- oddsen t.il mælinga á Skeiðunum í sumar. Og Flóamælingin er vonast til að framkvæmd verði sumarið 1914, ef félagið fær til þess fjárveitingu þá, sem um hefir verið beðið. Til annara vatnsveitinga var veitt- ur 446 kr. styrkur, og til fyrir- hleðslu til varnar vatnságangi 400 kr. Til plœgingarkenslu og félagsplæg inga með kenslu var varið 530 kr. Votheysgerðartilraunir voru enn gerðar nokkrar, þó færri en til stóð vegna þess, að ekki skort.i þerrinn í fyrra sumar. Sumir þ.eir, er samið hafði verið við um tilraunirnar, hafa nú gert þær í 4 ár. Er þá í ráði að fá tilraunir gerðar annarstaðar, á Austurlandi og í Snæfellsness og Strandasýslutn, ef metin fást til þess á þeim stöðnm, þar sem þörfin er mest fyrir þá heyverkun. Tilraun- iinar hafa alstaðar hepnast vel. Efnarannsóknir. Til þeirra var varið 180 kr., þar af 75 kr. til reynslu á húsgerðarefnum. Er þeim rannsóknum Ásgeirs efnafræðings Torfasonar nú lokið og skýrsla hans birt í Búnaðarritinu. Ilitt voru mest fóðurefnarannsóknir í sambandi við fóðrunartilraunir á Hvanneyri. Þetta ár verður meira. gert að efna- rannsóknum. Er byrjuð rækileg rannsókn á áburðarmagni og áburð- argæðum undan kúm, og hefir áður verið minst á það í blaði (H. V. skólastjóri, í ísafold). Félaginu hafa borist fyrirspurnir um hvetnig reyna megi gaddavír, út af því að tvímæli hafa leikið á gæðum nokkurs af vír þeim, sem flutst heflr til landsins siðustu árin. Hefir nú verið grenslast eftir hvernig reyna megi vírinn. Kemur bráðum leiðbeining frá Ásgeiri Torfasyni um það, og getur þá hver maður sjálfui reynt með mjög einfaldri aðferð, hve vel vírinn er galvaniseraður. Annars mun rannsóknarstofan gefa þeim, sem vilja láta reyna vír eða þakjárn og fá vottorð um gæði þess, kost á að fá það fyrir væga borgun. Búfjárrækt. Til hennar voru þess- ar helstar fjárveitingar: Nautgripafélög 18 hafa fengið alls 3088 kr. styrk. Sauðfjárkynbótabú 7 alls 1300 kr. Hestakynbótafélög 2 samtals 400 kr. Til hrútasýninga var varið 450 kr. (á Avisturlandi og í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum). Til girðinga fyrir kynbótagripi 589 kr. (Styrkurinn þriðjungur kostnaðar). Til eftirlitskenslunnar 551 kr. Leiðbeiningarferðir Jóns H. l’ar- bergssonar. Hann var í haust sem leið við hrútasýningar í Borgarfirði, en ferðaðist svo í vetur um Gull- bringu- Árness- Rangárvalla og V.- Skaftafellssýslur, skoðaði fé hjá 350 bændum og leiðbeindi i fjárvali, hélt fyrirlestra á 45 stöðum, þar á með- al við námsskeiðin í Þjórsártúni og í Vík, fyrir samtals 1332 áheyrend- um. Næsta vetur mun hann enn verða í þjónustu Búnaðarfélagsins og verða þá fyrst við hrútasýningar í haust, en fara síðan leiðbeiningar- ferð um Vestfirði, eftir ósk Búnaðar- sambandsins þar, enda er það sá eini partur af landinu, sem hann á ófarið um. Námsskeiðin, sem félagið kostar, voru vel sótt árið sem leið. Garð- yrkjunemendur í Gróðrarstöðinni voru 14. Höfðu sóft nál. 40. Við plæg- ingakensluna í Einarsnesi voru 7 nemendur. Eftirlitsnámsskeið sóttu 6, mjólkuiskólann 7 og slátiunarnáms- skeiðið 6. Fleiri telur Slátrunarfélag- ið sér ekki fært að taka. Búnaðarnámsskeið var haldið í Hj uðnrholti í Dölum, ngætlega sótt, og styrkur veittur til bændanáms- skeiða á Eiðum og Hólum, auk þess sem starfsmenn félagsins aðstoðuðu við bændanámsskeiðið á ' Hvanneyri.

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.