Suðurland


Suðurland - 14.06.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 14.06.1913, Blaðsíða 2
SUÐURLA'ND S, w w w s I Flestir sveitamenn þekkja vefnaðarvöruverslun Th. Thorsteinsson Ingólfshvoli Peir vita að engin hérlend verzlun hefir jafn fjölbreytt og gott úrval af allri þeirri nauósynfogu vofnaóarvöru er þér þurfið. Verðið er hið sama ódýra sem fyr og vörugæðin ekki síður! Afgreiðslan er lipur hjá TH. TH. Munið að líta þangað inn! I 8 S Gnðmundi kennara Hjaltasyni var veittur 100 kr. styrkur til alþýðu- fyrirlestra um búnaðarmál. í vetur liólt féiagið vel sótt námsskeið að f’jórsártúni og í Vík í Mýrdai, veitti nðstoð við námsskeið bændaskólanna og námsskeið í Önundarflrði, sern Bún- aðarsamband Vestfjarða gekst fyrir, og styrkir námsskeið í JÆúlasýslum, Séiii Búnaðarsamband Austurlands hélt, og á Grund í Eyjafirði. Hfisstjórnarnðmsskeið hafa í vetur verið haldin í Eyjafjarðar- og Skaga- fjarðarsýslum og 2 í Kjósarsýslu. Auk þess var 250 kr. styrkur veitt iii' hússtjórnardeild kvennaskólans í l!'-ykjavík til sumarnámsskeiðs, eftir .ilyktun Búnaðarþings, með því skil• vfði, að sveitastúlkur hafi forgangs iétt, að vetrarnámsskeiðunum. Næsta velur er í ráði að hússtjórnarkensla veiði í Þingeyjarsýsium, hvort sem viðar veiður. TJtanfararstyrkur var veittur þessi : Alfred Kristensen, bónda í Einars- nesi, til að kynna sér jarðyrkjuverk færi o. fl., 150 kr., Jóhanni Fr. Krist- j uissyni, til húsgerðarnáms í Noregi, 200 kr., Gísla Gnðmundssyni, til að Juora að gera líffræðilegar mjólkur- rannsóknir, 200 kr. — Búnaðarritið á bráðum von á ritgerð frá honurn um skyrið okkar, sem vonandi verð- •ar til að auka álit þess..— Karli Sig- valdasyni, til búnaðarháskólanáms, 200 kr., Páli Skúlasyni smið, til að búa sig undir smíðakenslu á Hólum, 200 kr., Jóni Guðmundssyni frá Þor- finnsstöðum, til sauðfjárræktamáms á Bietlandi, 150 kr., — hann fór líka, án styrks frá félaginu, til Roquefort á Frakklandi til að kynna sér ost,a- gerðina þar, — Jóni Ólafssyni, til að sækja sauðfjársýningar á Bretlandi, 100 kr., og 2 r jómabústýrum, Margiéti Júníusdóttir og Margréti Lafranzdótt- ir, 150 kr. hvorri. Auk þess var veittur utanfararstyrkur af vöxtum Liebes-gjafar: Birni Jónssyni til verk- legs búnaðarnáms á Bretlandi, 150 kr., Guðmundi Jónssyni, til verklegs bún- aðarnáms í Svíþjóð, 150 kr., og Ingi* mundi Jðnssyni, 250 kr., til að kynn- ast áveitufyrirtækjum í því skyni, að hann gæti t.ekið að sér umsjón moð áveitunni á Miklavatnsmýri. Búnaðarmálafundur sá, sem ráð gerður var á búnaðarþingi 1911, var haldinn í sumar sem leið, vel sóttur og hepnaðist vel. Búnaðarritið iiefir flutt mönnum 2 af fyrirlestrum þeim,’“ sem þar voru haldnir. Kostnaður félagsins við þann fund (ferðastyrkur o. fl.) varð tæpar 400 kr. Jarðyrkjuhókina, sem búnaðarfé- lagið heflr ákveðið að styrkja til að út komi, verður nú byrjað að prenta. Er 1. heftið búið til prentunar, og verður reynt að hafa það tilbúið áð- ur en kensla byrjar í bændaskólun- um í haust. Heflr síðast staðið á að fá myndamótin. Sigurður Krist- jánsson bóksali gefur bókina út með styrk frá félaginu. Búnaðarsamböndin. Eins og kunn- ugt er, var í fyrra stofnað Búnaðar- samband Kjalarnessþings. Sýslunefnd Snæfellsnessýslu hefir í vetur sam- þykt að stofna búnaðarsamband í fé- lagi við Dalasýslu. Ekki er enn frétt um undirtektir sýslunefndarinnar í Dalasýslu undir það mál, en búist er við þeim góðum. Verði það, má heita að alt landið sé komið í bún aðarsambönd, en þó nokkuð á annan veg en búnaðarþingið 1911 lagði til. Það ætlaðist til, að samböndin yrðu 4, en með þessu móti verða þau 7. Það er sök sér. Hitt er meira um vert, að engar sveitir verði alveg ut- an við þá félagsstarfsemi. Fóðurforðabúrsmáltð. Um það hef- ir Búnaðarritið flutt hverja greinina af annari eftir Torfa í Ólafsdal, eggj- andi menn til framkvæmda. Og Guð- nrundur landlæknir Björnsson hefir nú í vetur með snjöllu erindi reynt að vekja rnenn til athygli á voðan- um, sem yflr voflr, ef ekkert er að gert. Og er félagið að sjálfsögðu þeim báðum þakklátt fyrir áhuga þeirra. En af verklegum framkvæmd- um er ekki, svo kurmugt sé, annað að segja en það, að Bæjarhreppur hefir komið upp bjá sér myndarlegu skýli, steinsteyptu, yfir kornforðann. Skýrsla er komin til Búnaðarfélags- ins um forðabúrið þar, og mun hún koma í Búnaðanitinu. — Góðs viti er það, að sýslunefnd Eyjafjarðar- sýslu heflr tekið kornforðabúrsmálið til meðferðar. Byiji ein sýslan, fer varla hjá því, að fleiri komi með. Félagatai. Þess var getið á árs- fundi í fyrra, að vonast væri til, að fólagatalið fylti þúsundið á því ári. Það varð. Félagið fékk árið sem leið fleiri nýja fólaga en nokkurt ár áður: 115. Voru það 90 einstakir menn og 25 félög. í félaginu eru nú 140 félög, þar af 134 búnaðar- félög. Þó eru enn utan félagsins lík- lega nál. 40 búnaðarfélög. Það, sem af er þessu ári, eru komnir 70 nýir félagar. Þar af eru 17 úr einum hreppi, Gnúpverjahreppi. Þar á Bún aðarfélagið nú eins marga félaga og bæir eru í hreppnum. í öðrum hreppi í Árnessýslu, Hrunamannahreppi, hafa á þessu ári bætst við 10 félagar. Svona þyrfti að vera víðar. Kjósa skyldi 2 fulltrúa, 1 varafull- trúa, 2 yfirskoðunarmenn og 2 úr- skurðarmenn, til 4 ára, i stað þeirra, er kosnir voru á aðalfundi 1909 og kjörtími þeirra var því nú liðinn. Þeir voru: Fulltrúar: Guðmundur Helgason búnaðarfélagsforseti, Eggert Briem bóndi. Varafulltrúi: Halldór Vilhjálmsson skólastjóri. Yfirskoðunarmennn: Björn Bjarnar- son hreppstjóri, Magnús Einarsson dýralæknir. Úrskurðarmenn: Júlíus Havst.een amtmaður, Kristján Jónsson háyflr- dómari. Voru þeir allir endurkosnir. Jón IL. Þorbergsson fjárræktarmað- ur flutti erindi um sauðfjárrækt á Suðurlandi. Það mun koma út. í Búnaðarritinu. Þá var lesið ávarp t.il fundarins frá utanfundarmanni, Birni bónda Jónassyni áHámundarstöðum í Vopna- firði, um „þörf á ræktuðu landi“. Þá urðu nokkvar umræður,' því nær eingöngu út af erindi Jóns H. Þorbergssonar (mælendur B. B. í Grafarh. og Jón H. Þorb.), en engin ályktun gerð. Eyðing fugla og eggjarán. Enskur fuglafræðingur sem hér var á ferð í fyrra sumar ritaði í haust langa grein og rækilega í ísafold með þessari yflrskrift. Benti hann á skaðsemij þessarar hlífðarlausu rángirni og drápgirni sem hér er á svo háu stigi, og sérstak- lega á taumlausa fíkn útlendra safn- ara, er sækjast eftir að fá bæði fugla og egg hvar sem þeir geta til náð, og borga allhátt verð fyrir stundum. Sýnir greinarhöf. fram á það, að með þessu framfeiði geti svo farið, að ýms- um fuglategundum þeim, er hér haf- ast við í landinu t.il gagns og prýði, verði útrýmt með öllu á skömmum tíma. Nýlega birtist í ísafold grein eftir sama mann um íslenska svani — er greinin þýdd úr ensku tímariti. Grein sú er vel skrifuð og skemtilega, en svaninn telur hann „fegursta gim- steinininn í fuglalífi íslands — nú, þegar ofsóknir vísindanna eru komn- ar vel á veg með að útrýma ernin- um“. í niðurlagi greinarinnar segir hann að hér megi safnarinn öllu safna, því íslendingar hirði ekkert um hið fegursta Hf í landi sínu, og því hnigni því ár frá áii. Vera má að höf. geri fullmikið úr hættunni af fugladrápi og eggjatöku, en víst er þó það, að biýn nauðsyn er á að brýna íyrir almenningi að fara gætilegar að ráði sínu um þetta, ►r ► k r k V k r ► ► r w r r k r Þegar þér komið til höfuðstaðarins þá er það fyrsta sem þér sjáið í miðbænum það er hin nýja Karlmannsfataverslun TH. THORSTEINSSOH & Co. á horninu Austurstræti 14. Þar fáið þér langódýrust en þó vöuduðust Karlfflajms og Drengjaföt jafnt ytri sem innri. Hvergi á landinu er jafnmikið úrval og hjá TH. TH. & c°' H Á 4 4 4 4 4 4 4 4

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.