Suðurland


Suðurland - 21.06.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 21.06.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IT. árg. Eyrarbakka 21. júní 1918. 8 u ð 11 r 1 a n d kemur út einú sinni i viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson á Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður G u ð m. Ebenezerson og verzlm. J ó n A s b j ö r n s s o n (við verzl. Einarshöfn). í Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Livernool Auglýsingar sendist í prent smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1,60 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 Danskt ofríki. íslensk samheldni. „Eg óska þess nœstum að óvinaher þú ættir í nauðum að verjast, svo eg gæti sýnt og sannað þér hvort sveinninu þinn þyrði ekki að berjast.“ (H H.) Ekki er hann svo með öllu falinn þossi þjóðmetnaðarneisti sem við eig- um, að ekki geti hann blossað upp ef fast er á hann blásið. En það þarf að blása fast, og það hefir hann gert foringinn á varðskipinu danska. Ofríkistiltæki það, er hann hafði í frammi á Reykjavíkyrhöfn 12. júní, vakti þar megna og almenna gremju, en það gerði lík'a meira. Það kvaddi alla, án flokksgreinaráiits, til ein- dreginna og alvarlégra mótmæla gegn ofbeldisverkinu. Öllum flokkarig var eins og sópað bui lu í einum svip, allir fylgdust að einhuga, allir voru með einum huga um að þola ekki lögleysu þessa og lítilsvirðingu þá, er með henni var sýnd íslensku þjóðerni. Fregnina um ofbeldisverkið danska má telja i 11 tiðindi, en hinsvegar eru það góð tíðindi að heyra undirtektir Reykvíkinga. Þær gera daginn að minnisstæðum merkisdegi. Gefl það hamingjan að vér eignumst fleiri slika. — Frá atburði þessum er lauslega sagt í fréttagrein í síðasta blaði — ritstjóri Suðurlands var þá ekki heima er fregnin baist hingað. — En nú hafa nánari fregnir borist hingað í Reykjavíkuiblöðunum, og þykir því létt að segji nokkru nánar frá at- burðurn. Tiðindin eiu í fáum orðuin þessi: Að morgni dags 12. þ. m. rær ungur maður, Einar Pétuisson, litl- um kappróðraibát um höfninaí Reykja vik, og hefir íslenska fánann í stafni —• svo sem margoft hefir gert verið áður óátalið. En núverandi foringi varðskipsins danska þolir ekki þessa sjón, mannar út bát með 4 hermönn um, lætur ekipa Einari að nema staðar og boðar honum á sinn fund, tilkynnir honum síðan að hann vorði að taka af honum þennan óleyfilega fána, og leyfir Einari siðan að fara. Fánann sendir foringinn síðan til bæj arfógeta og lætur þess um leið getið, að óleyfilegt sé að nota fána þennan í hinu danska konungsveldi. Mælt er að hann hafl þó látið þess getið um leið munnlega, að sér hafi verið þetta verk óljiíft, en telur sig ekki hafa geiað latið það ógert skyldu sinn ar vegna, vitandi þó að þetta væri ekki vel til þess fallið að efla frið og samlyndi milli íslendinga og Dana, og um það atriði heflr hann getið rétt til. Mótmæli Reykvíkinga. Þegar ofríkisverk þetta spurðist í bæinn, fyltust ailir bæjarbúar létt- mætri gremju yflr aðförunum.,'f)ansk- ir fánar, er diegnir höfðu verið á stöng um moigu inn, voru dregnir niður, en íslenski fáninn hafinn við hún, og um hádegisbilið sást enginn danskur fáni á stöng. Gerðu hlutað- eigendur það sjálfir ótilkvaddir, flest- ir eða allir, að draga niður danska fánann — bæði Danir og íslending- ar. Með því voru mótmæiin gegn gerræði þessu hafin vel og drengilega. Nú var mannaður út bátur úr landi, hafði sá uppi 7 íslenska fána. Reri báturinn umhverfis varðskipið i mót- mæla skyni, var þetta látið afskifta laust af varðskipinu, og sömuleiðis er 2 vélarbátar síðar um daginn fóru um höfnina með 2 báta í eftirdragi, alskipaða íslenskum fánum. Þingmenn Reykvíkinga brugðu þeg ar við er þeir heyrðu t.iðindin og boðuðu til mótmælafundar í Barna skólagarðinum. Þann fund segir ísa íold að sótt hafi eitthvað milli 4—5 þúsund manns. Á íundi þessum töl- uðu þingmenn Reykvíkinga, Bjarni frá Vogi og nokkrir fleiri, allir á einu máli að mótmæla lögleysunni. Prófessor Lárus H. Bjarnason sýndi með Ijósum rökum fram á það í ræðu sinni, að hér væri um tvímæla- laust lagabrot að ræða, hvernig sem á málið væri litið, og að þessar til- tektir varðskipsforingjans hafa enga réttmæta heimild við að styðjast. Svohljóðandi. tillaga frá þingmönn- um Reykvikinga var samþyktá fund- inum í einu hljóði: „Fundurinn móímælir eindregid her- valdntiltektum „Fátkans" á Reykjavík- tirlw/n í morgun sem bæði ólögmætum og óþolandí". Ennfremur samþykti fundurinn í einu hljóði þessa tillögu frá Bjarna Jónssyni frá Vogi: „Fundurinn telur sjálfsagt, að hér eítir verði einungis íslenskur fáni dreg'nn á stöng hér í bænuin og væntir þess að svo verði um land alt“. I Að fundinum loknum gekk mann- söfnuðurinn fylktu liði að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Var þar skipað íslenskum fánum hringinn í kring, en lúðrasveit lék Eldgamla fsafold og fleiri ættjarðarlög. Þar var hrópað ferfalt húrra fyrir fánanum, tók mann- fjöldinn allur undir það einum rómi, og að síðustu var þar sunginn fána söngur Einars Benidiktssonar. — Lárus H. Bjarnason sagði í lok ræðu ‘■innar, að þessum tiltektum varðskipsforingjans ættu allir að mót- mæla, „ekki með orðaskvaldii — það er komið nóg af því í íslensku her- búðunum — heldur með sem allra einföldustum en þó eftirminnilegum orðum“. í*etta var lika gert aí öll- um þessum viðstadda mannfjölda, og hafi þeir þökk fyrir. En eftirminni- legustu og alvarlegustu mótmælin voru þau. er dönsku fánarnir voru dregnir niður en hinir íslrnsku sett- ir í staðinn, og vonandi er að svo mikil alvara hafi fylgt er þetta var gert, að framvegis geti maður iosnað við þann ófógnuð, að geta ekki litið í kringum sig hér heima fyrir án þess að reka augun í eintóma danska fána. Danir þeir, er í Reykjavík búa, höfðu undantekningarlítið fordæmt atferli danska foringjans, og þeir af þeim sem höfðu danska fána á stöng drógu þá niður, mótmæltu með því fyrir sitt leyti. Er þeim sómi að þeirri framkomu. Líklega finnast þeir einn ig allmargir heima fyrir með hinni dönsku þjóð, er líta sömu augum á atferli varðskipsforingjans eins og þessir landar þeirra hér. Og rétt er að minna á það, að þótt vér eigum í brösum við danska stjórn, blöð og stjórnmálamenn, og þótt samlyndið milli vor og þeirra fari að líkindum ekki batnandi úr þessu, að ekki þuií- um vér fyrir það að leggja hatur á hina dönsku þjóð í heild sinni, ætt- um vér í þeim efnum að muna orð Jóns Sigurðssonar: „Það leggur oss enginn út til lýta þó vér krefjumst réttar vors í öllum hlutum sem vér eigum hann, þegar vér gerum það með góðum rökum og stillingu, en eigi með ofsa og þjóðarhatri." — Framkoma Reykvíkinga i þessu máli er þeim til hinnar mestu sæmd- ar. Þeir hafa brugðist við eins og góðum drengjum og góðum íslend- ingum sómir, ekki með ærslum og ólátum, heldur með einhuga atfylgi, alvöru og fullri djörfung. Ætti oss í öðrum lilutum laudsins að veia vorkunarlaust að feta í fótspor þeirra. Þegar tíðindin spurðust t.il ísafjaið ar og Akureyrar, var íslenski fáninn dreginn á stöng þar allvíða, sýndu menn þar með því samhug sinn með Reykvíkingum. Var það eins og vera átti, og hefði svo átt að vera viðar. Ilérna í fásinninu austanfjalls er Nr. 2. litið um skipakomur og því sjaldan fána veifað, en vonandi er að næst þegar menn þurfa hér að draga upp fána, sýni þeir það að þeir muni hvað gerðist. á Reykjavíkurhöfn 12. juní. — Með þessu danska ofríki sem þá var haft í frammi, erum vér íslend- ingar eggjaðir lögeggjan til einbeittr- ar og samhuga mótstöðu. Geta því slík verk sem þetta — þó ilt sé í sjálfu sér — orðið oss holl og heilsu- samleg, er svo fer sem í þetta sinn, að danskt ofríki vekur og glæðir is- lenska samheldni, og svo hiýtur að fara ef þjóðin er ekki öllum heiilum horfin. Óréttmæt aðfinsla. „Þjóðviljinn" getur þingmálafundar Árnesinga og þykir það kynlegt að þar hafi verið samþyktar tillögur um fjáiframlög til atvinnu og samgöngu- bóta fyrir sýslurnar hér eystra, en jafnframt samþykt „almenn sparnað- aráskorun“. Dregur svo blaðið af þessu þessa ályktun: „Veitið alt sem vér Arnesingar þörfnumst, en sparið við hina“. Þetta er gersamlega órélttmætásök- un, og stafar sjálfsagt af misskilningi, sem ritstj. Þjóðviljans sjálfsagt leið- réttir fúslega þegar hann hefir fengið sannar fregnir af fundinum. — fað er rétt að Arnesingar sögðu til sinna þarfa á fundunum, létu í Ijósi hvers þeir helst óskuðu fyrir sig til samgöngu og atvinnubóta, eins og rétt var og sjálfsagt. En þar var engin slík „almenn sparnaðaráskorun* sem Þjóðviljinn nefnir, samþykt. A fundunum var lögð áhersla á það að verja landsfé sem mest til atvinnu og samgöngubóta, en forðast óþarfa fjáreyðslu, sem mörgum finst að ból- að hafi á stundum, og sérstaklega um hina svonefndu bitlinga suma. Arnesingum er það fullljóst, að framfarir og sparnaður á ekki sem best samleið, og það er langt frá að þeir hafi gert sig seka i nokkurri hreppapólitík með tillögum þeim, er samþyktar voru á fundunum. Þvi neitar líklega enginn, að mest nauðsyn sé á því fyist og fremst, að vei ja landsfó til atvinnu og samgöngu- bóta. Hinsvegar er það ekki sama á hvern hátt farið er með féð, þó til nytsemdarmála sé. Þingmálafundir Arnessýslu háfa þvi alls ekki gefið tilefni til þeirrar álykt- unar, er Fjóðviljinn vill draga af þeim, og ekki gert sig seka í neijni ósamkvæmni með tillögum þeim, er samþyktar voru á fumiunum.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.