Suðurland


Suðurland - 21.06.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 21.06.1913, Blaðsíða 2
6 StJÐtJRLAND Háeyrardrápan. í blaðinu Óðni stóð í haust drápa aillöng, er svo nefndist, snjalt og vel kveðin, um Guðmund ísleifsson á Háeyri. Yar það hinn alkunni sjó menskudugur Guðmundar, sem þar vár gert að yrkisefni. Guðrnundur hefir verið sjósóknarmaður mikill og afburðagóður formaður. Hefir mikið oj’ð farið af harðfengi hans samfara gætni og veðurgleggni, en það eru kostir sem góðir formenn mega ekki án vera. - Þegar menn hér eystra lásu dráp- una, könnuðust margir við atburð þann er hún greinir frá, og þótti vel er slíku var á lofti haldið. — Þeir eru isvo margir sem tefla djarft við .Ægir, en tafl það er oftast um líf og dauða, og vel er að getið sé að einhverju þeirra, er öðrum framar geta sér góðan orðstýr í tafli því, og sem með list sinni og áræði bjarga öðrum frá máti. Hjá þessum sjógörpum, eins og . Guðmundi á Háeyri og hans líkum, virðist öðrum fremur lifa dugur og karlmenska fornkappanna, og kanske éitthvað af víkingslundinni stundum. í*‘ * 'Peíf heyja ekki lengur hildarJeiki, en I 'Jiöir lioyja harða baráttu um líf og '"dauða eigi að síður, þar sem alt velt- ur á áræði, snarræði, fyrirhyggju og ’káflmensku: Við höfum átt og eig i um marga slíka vaska drengi, en þeim og starfi þeiita er oft minni • gaumuf geflnn en vera ætti. — Skáld vor og Jjóðasmiðir véija sér ólík yrkisefni. Sumir kveð.i ekki annað en ástárljóð, aðrir kveða helst um náttúruna, enn aðrir helst heims- 'fádeiiur o. s. frv. Nokkrir hafa mest- ár mæt.ur á hreystiverkum og karl mensku, þeir verða oftast að taka yrkisefnin úr fornum sögum, en finni þeir þ au i núlíðinni, er það helst hjá • rrme.. ---___iím sjógörpunum okkar. Þessir menn vilja helst kveða um karlmenskubrag og hreystiverk —-kveðaum einhverja harðfífxla, sem ekkeit fær bugað. Höfundur * Háeyiardrápunnar er þannig skapi fatinn, honum eru þessi yrkisefnin hugþekkust, á það bendir ýmislegt, er áður hefir sést eftir hann, t. d. kvæðið að tarna um Sigurð íslandströil. Pað var nú karl sem kunni að kæfa réttarspjöll, sýslumannanna sómi Sigurður Islandströll. Vesalla verndarskjöldur og varði þjóðarhag; v'iunennum ölium vondur, þeim var hann reiðarslag. Hreytti oft hörðum orðum, en hjartað það var biítt; afburðamaður að afli og átt.i í skærttm títt. Eitt sinn með ungum sveini um eyðistig hann fer, á sór þar einskis von, en eitthvað á kreiki sór. Stigamenu þrír fram þeystu, þeirra á vopnin skein; Sigurður svorðið reiddi, en sveinninri tak upp vein. „Skrið mér á heiðar, skræfa, og skýl þér undir feid; skíttu’ ei hjartanu, skussi, við skuium heim í kveid". Drengur fer undir feldinn og flýtir sér á bak, heldur sér dauðahaidi og heyrir vopnabrak. Það hljóðnar; drengur hrapar og hrellist við að sjá bófana’ í banateygjum bröltandi aiia þtjá. Glotti þá gamia tröllið, en giaðna strákur fer ; kappinn hylur nú hræin, en hnokkinn ekur sér. „Hvernig þótti þér, krakki, að klifra ttm herðafjöll ?“ — „Líkt og um biágiýtt björgin“. Þá brosti íslandströli. „Bjarg — það vildi eg vera, ef velta mætti á þá alia í einni bendu, er ættjörð mína hrjá“. Ef bófar lögum lóga, þá logar kveldin öll gtöfin sú, þar er sefur Sigurður íslandströll. (Óðinn 1910.) Höfundur þessa kvæðis og Háeyrar- drápunnar er ekkert af okkar viður- kendu skáldum, hann er meira að segja ókunnut' öllum, hann nefnir sig Gest — en það er auðvitað gerfinafn. Hver sem hann annars er þessi Gest- ur, þá ætti hann að kveða meira. Hvort honum auðnast að fá löggild- ingu ritdómara sem skáld, skal ósagt látið, eða hvort hann getur orðið svo heppinn að krækja sér í skáldiaun. En hvað sem þessu líðttr, þá er það samt^sem áður vist, að alþýða manna les svöna kvæði — eins og þau sem hér eru nefnd — með ánægju, og henni þykir eigi síður vænt um þessi yrkisefni en mörg önnur. Þessvegna mun hún með ánægju taka við fleiru frá Gosti þessuni. u. g. Víxlaðir gæðingar eða viska með brestum? „Ekki cr öll viskan eins“. Mönnum fer oft eins og vökrum hesti. Fái vekringurinn ekki rétta tamningu, getur hann orðið víxlaður. Hann fer þá á kostum nokkurn spöl, en bregður svo fyrir sig víxlspori á milíi — af því hann hefir ekki verið. vatiinn á „hreinan gang“. Einn siikrá gæðinga virðist mér Ó. M. í Suðurl.j III., 45. Kostasprettirnir finst mér þar sem hann fellst. á það, að kirkju- húsin sé þannig bygð, að nota megi þau til fleira en messugerða („guðs þjónustu", segir hann), „svo sem barnaskóla, nauðsynlegra fundarhalda o. fl.“ og samsöngva, þar sem að- gangur er seldur". En svo er ýmis- legt annað í „gangi" hans, sem fyr ir mína tiifinniiig er eins og víxlspor í vökrum hesti. En „óvit“ þori eg ekki að nefna það; því eg er „ólærð- ur“ ntaður og kann ekki kurteisi til hlýtar. Tel því ekki alla „óvita“, sem á annan hátt líta á mál en eg. í fróttapistli úr Mosfelissveit, er Ó. M. mintist á, er því haldið fram, að yfiistjórn kirkjumálanna nú muni eigi amast við að kirkjuhúsin só not- uð meir en nú tíðkast, en Ó. M. seg- ir sér ókunnugt um að hún hafi leyft það. Þetta getur vel samiýmst, og þarf engu óviti að lýsa, né heldur þó eg teldi hana líklega tii að ieyfa slikt. Mér finst það ekki „hreinn gangur", heldur viskubrestur, að telja messu- getðirnar, eða hinar venjuiegu „kirkju- legu alhafnir" einartii „guðsþjónustu". Til þess hættir mér við að telja alt það, sem tniðar til að hefja menn til fullkotnnunar: barnakensiu ekki siður en fernting; félagsskap ýmiskonar, sem nauðsynlegur er fyrir mannlifið í hverjuin söfnuði og sveit, og fundi í sitkum félögum eigi síður en trííar- lega fundi („messur"); sarnsönga eigi síður en inessusöngva — og skemti- samkomur eigi síður en fjúlsóttu „messurnar" á sumrin, þegar fólkið fer til kirkju einkum til að „sýna sig og sjá aðra“, og er skemst af tím- anum að hlusta á athöfnina í kirkj- unni. Eg geri ekki ráð fyrir öðru, en að alt það, er gerist í „samfundahúsinu", fari fram á „viðeigandi og sæmileg- an“ hátt, ekki síður skémtifundir en aðrir. Líklegt, að fólkið hegðaði Bér ekki ósæmilegar, ef það mætti ræða saman í húsinu, fremur en nú germt oft í kring um það, a. m. k. væri eftirlitið auðveldara inni i því. G. M., sem á „hreina ganginum" virðist meðal frjálslyndustu manna hór, enn sem komið er, viil leyfa opinbera samsöngva í kirkjunni; en „óviðfeldið" þykir honum, að fólkið láti i ljósi að söngurinn hrífi tilfinn- ingar þess, ef það'er í kirkju! Þetta víxlspor kenni eg vantemslu. Fólkið í Svíþjóð o. v. er sjálfsagt betur tam- ið. En engum er iáandi,, þótt van- inn hafi áhrif á hann. Ýmsir, og þar á meðal Ó. M„ vilja hafa samfundahúsin tviiyft, og nota neðra lyftið fyrir „annarleg stðrf“, er þeir svo nefna, en efra iyfti sem kirkju, Þetta er spor í áttina, betra en nú er, en óþarft millistig, nema ef nota ætti húsið til íbúðar, t. d. beimavistarskóla, eða ef búa ætti húsið út fyrir lengri tíma samkomur, er veit.ingar þyifti í snmbandi vift. Þá kætr.i sér vel neðra iyftið til þeirra hluta, eða þá loft yfir samfr.ndar- salnum. En aðalsalinn má vel kom- ast af með einn til allra (vitanlega siðsamlegra) n*a. Gott að geta hólf- að hann, t. d. í tvent með hleypiþili, til að takmarka rúm, svo sem fyrir skólastofur, en kippa þilinu frá er mynda ætti einn sal. Eins og það er vantemslu að kenna, er gæðingar víxla, eins er með til- finningarnar. Menn geta haft tilflnn- ing fyrir góðum söng, þó í kirkju.sé, og fundið hvöt til að láta það í ljósi. Svo mundi messuathöfnin, t. d. góð ræða, hafa sömu áhrif á tilflnningar manna í húsi, sem vel ei um geng- ið, þótt það á öðrum timum væri notað til annara þarfa. Það sem því kann nú að vera til fyrirstöðu aft satni salurinn sé notaður til messu og fleiii funda, hvort sem það nefn- ist „rítúal" eða annað, þaifaðbreyt- ast. Temslan þarf að iagast, og þá hætta gæðingarnir að víxsia. Á unglingsárum mínum var eg vikadrengur á næsta bæ við kirkju- stað. Kirkjan var ein af þessum hjöllum, sem notaðir voru til að geyma í reiðskap og reipi o. tl., þar sem ekki lak, og skautasvell var á gólfinu eftir vetrarhlákur. Fullorðnu mennirnir „börðu sér“ um messurnar á vetrum, svo varla heyiðist til prests- ins. Konur hættu sér ekki. En við strákarnir skulfum í krókbekknum og skemtum okkur við að telja „gosin“ innar í kirkjunni. Stórgosin komu frá þeim, sem önduðu um munnínn, en tvö smá frá neföndungum, og Verslun Magnúsar finnnarssonar frá Brú var opnnð á Stokkseyri þtuiu 14. þ. m. Þar fást flestar venjulegar VefzlunarvÖt ur, svo sem: MATVARA - TÓBAK - KAFFI - SYKUR EXPORT - LEIRVÖRUR - SKÓFATNAÐUR og ýmisleg Rr amv a r a fádæma fallcg! Vörurnar eru öldungis óvenjulega góðar og votðið fram- úrskarandi lágt. Allar íslenskar vörur teknar bísna háu vetði. Ferðamenn og aðrir, sem eitthvað þurfa að vetzla, gerðu .rétt ef þeir litu inn i verzluhina. Þeir nntmi verða gorðir þar ánægðir. ■ ■ Virðingarfyllsfc Stokkseyri 19. júní 1914 Magnús Gunnarsson. 1 II i!

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.