Suðurland


Suðurland - 05.07.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 05.07.1913, Blaðsíða 2
14 StTÐtJRLAND Mórauða vorull B fallega og vel vandaða kaupir Verzlunin Einarshófn fyrir 1,25 punóió. ar, því bæði vilja hestar fælast hana og oft verður naumt fyrir með að yíkja úr vegi meðan allir eru óvanir þessu farartæki. Það skyldu allir ferðamenn muna, að bregða fljótt. við og víkja til vinstri liandar þogar þeir mæta bifreiðinni. Á mánudagskvöldið lagði bifreiðin á stað austur yflr fjall, og flutti séra Jakob Ó. Lárusson austur að Ægissíðu. Gekk ferðin hið besta, voru 7 tíma austur og 5 tíma vestur, þótt * slæm væri færðin. Líklega fá Eyrabúar að sjá samgöngutæki þetta áður en langt um iiður, og er spá Suðuilands, að allir muni þangað augum renna. Fiskiskipiu (skúturnar) úr Reykja- vík eru komin og hafa aflað tregt núna ýfir vorvertíðina. Væri rýr at- vinna hjá sjómönnum et ekki væii svo geypihát.t verð á fiski, sem verð ur í þetta sinn. Botnvörpuskipin úr Reykjavik hafa aflað heldur vel í vor. Flest hafa þau haldið sig fyrir austurlandinu. Frá alþingi. Símfr. frá Rvík 4/v—’IB. Fiokkaskifting í þinginu í dag hefir orðið þannig: Alþýðuflokkur með 10 mönnum. Formaður-Ól. Briem. Sambandsfl. með líklega 10 menn Heirnastjórnarfl. 10 — Sjálfstæðisfl. 5 — Flokksleysingjar 4 — Fjárlaganefnd kosin. Formaður Lárus H. Bjarnason. Konur í Reykjavík gáfu aiþingi slæðu eina mikla, bláa að lit, áletr- aða „Alþingi", tii að draga á stöng í staðinn fyrir dannebrog, en hún hefir ekki sést þar uppi enn, og heyist hefir að fánalaust muni alþingi set- ið í suinar. i É i I a Verslun lcLgnúsar Gunnarssonar frá Brú var opnuð á Stokkseyri þann 14. þ. m. ~7MI Þar fást flestar venjulegar verzlunarvörur, svo sem: MATVARA - TÓBAK - KAFFI - SYKUR EXPORT - LEIRVÖRUR - SKÓFATNAÐUR og ýmisleg firamu ar a fádæma falleg! Vörumar eru öldungis óvenjulega góðar og verðið fram- úrskarandi lðgt. Allar islenskar vörur teknar bísna háu veiði. Ferðamenn og aðrir, sem eitthvað þurfa að verzla, gerðu rétt ef þeir litu inn i verzlunina. Þeir munu verða geiðir þar ánægðir. Virðingarfyllst Stokkseyri 19. júni 1913 Magnús Gunnarsson. I Dánarminning. Hinn 31. rnars s. 1. andaðist að Bjórsártúni Einar Sigurðsson frá Sandhólaferju, eftir 2 daga legu þar, af kviðslitsholskurði. Einar Sigurðsson var fæddur að Kálfholtshjáleigu árið 1836. Foreid- rar hans voru: Sigurður Sigurðsson og Sigriður Brynjólfsdóttir, prests Guðmundssonar í Kálfholti. Föður sinn misti hann á 3. ári og fluttist þá að Háfshól til móðurbróður sins, séra Jóns Brynjólfssonar. Þar ólst (xabriel frændl. 85 86 að skammast yðar. Þér áttuð sannarlega ekki skilið að eg væri vingjarnleg við yður. Þér höfðuð straks eitthvað ilt í hyggju, og eg vil ekkert meira hafa saman við yður að sælda. Hafið þér skilið inig?“ Hún slengdi hárftettunum svo hart aftur á bakið, að vatnið hríslaðist framan í hann, en hann lét það ekki á sig fá og færði sig nær og sagði í fastri alvóru: „Þrúður, þú hefir mig fyrir rangri sök nú, eins og áðan. Eg vil þér ekkert nema gott, og eg er aðeins kominn tíl að sannfæra þig um það. Við höfum ekki þekst lengi, en maður þarf ekki lang- an tíma til að kynnast svo að maður geti dæmt um hvort hann verðskuldar traust eða ekki. Þessvegna legst það í meðvitund manns, sem verður hýgnari en nokkur reynsla, og þegar meðvitund þín * sagði þér að eg væri heiðarlegur og ráðvandur maður, reyndist það engin svik, því Guð veit að eg er enginn ódrengur. Þú mátt trúa því, barn, að þeir, sem maður hefir kynst frá barnæsku, geta alt í einu orðið manni svo ókunnir, að manni verði ískalt um hjartaræt- urnar." „Já“, tók hún frammí skyndilega og leit alvarlega niður fyrir sig. „Eg þekki það, eg hefi sjálf reynt það“. „Þarna geturðu séð það“, hélt hann áfram og náði nú í báðar hendur hennar, sem enn voru rakar og kaldar, og lét hún það svo vera, „hafi mann hent slíkt, hvað á hann þá að gjöra? Ef hann alt í einu hittir manneskju sem honum finst að hann geti borið fult traust til — traust, sem aldrei muni bregðast, á hann þá ekki að taka hana tveim höndum og spyrja hvort hún vilji vera hjá honum og þola með honum súrt og sætt?“ Hún leit upp á hann stórum undrandi augum. „Guð minn góður“, sagði hún, „eruð þér nú aftur fai inn að gera að gamni yð- ar, eða er það vínið sem ræður orðum yðar?“ „H.orugt, barn, það er bláföst alvara mín. Eg finn að hjarta þitt er hreint og falslaust, og ef þú elskaðir einhvern mann, mund irðu gjðra hann hamingjusaman, og án þess að raupa af sjálfum mér, hygg eg að þá er vildi hætta á slikt við mig, mundi ekki iðra þess, og fyrst að alt fór út um þúfur fyrir mór eitt, skifti, ætti eg það skilið að mér gengi þess betur aftur. Mér finst þess vegna réttast fyrir okkur að tengjast trygðaböndurn og taka ðaman hönd um og biðja Guð um blessun sína yfir sáttmála okkar, sem aldrei verður rofinn". Meðan hann talaði, var enga svipbreyting að sjá á henni, eða hver áhrif orð hans hefðu á hana. Hún horfði stöðugt á hringinn á hendi hans, eins og hún hlýddi á einhverja óskiljanlega sögu, en kurteysis vegna þyrði ekki að biðja um skýringar. Honum hafði aldrei sýnst hún jafnfögur og nú, þar sem hún stóð, fól í andliti og breiðu augnalokin með löngu augnahárunum skygðu á hnöttótt.u kinnarnar hennar. „Mig langar til að biðja yður eins,“ sagði hún lágt og leit á hann rannsakandi augum, eins og hún byggist við að honum mundi mislíka þessi dirfska hennar, „að lána mér hringinn yðar sem snöggv- ast, eg skal gá að honum." „Gjörðu svo vel“, sagði hann, „hann er þér ætlaður, og mór var íullkomin alvara í kvöld, þegar eg sagði að eg þyldi hann ekki á fingrinum". „Nei, nei, nei,“ svaraði hún fljótt. „Það er bara til að reyna nokkuð'*. Hún tók hringinn varlega milli fingra sér og hvarf inn í húsið. Þegar hann hafði staðið litla stund við brunninn, sokkinn nið- ur í hugsanir sínar, kom hún aftur til hans með leyndardómsfullu, feimnislegu brosi. „Ertu búin undireins?" spurði hann. Hún hneygði sig játandi. „Og alt er í lagi?" Hún blóðroðnaði. „Þetta er víst bara heimsku hjátrú", sagði hún, „eg legg nú lítinn trúnað á það. Það er sagt, að vilji inaður vita hvort einhverjum só alvara með á3tieitni sína, þurfi ekki ann- að en fá hring hjá honum, binda harm í spotta og halda honum svo yfir tómum bolla. Ef hann fer sjálfur að sveiílast fram og aft- ur og berjast í bollabrúnina, er alt i Iagi“. •„Nú, og minn? Hefir hann gjört skyldu sína?“ „Samstundis, já, hann var valla kominn oían í bollan fyr en hann fór að sveiflast, og það svo hart, að bollinn ætlaði að springa". „Þarna sérðu það,“ tók hann fram í og greip hönd hennar moð hringnum og dró hana að sér, innilega glaður. „Þá ferðu víst að tiúa mér? Þá geturðu afráðið hvort þú vilt verða konan mín

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.