Suðurland


Suðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 1
SXJÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 12. júli 1913. Nr. 5. l •^••••••••••••••••••••••^* • Suðurlaud J • kemur út einu sinni í viku, á { laugardögum. Árgangurinn kost- • ar 8 krónur, crlendis 4 kr. • Ritstj. Jón Jónatansson á S Ásgautsstöðum. J Innhcimtumenn Suðurlands eru • hór á Eyrarbakka: skósmiður 2 Gruðm, Ebenezerson og J verzlm. J ón Ásbj ör n s s ou (við • verzl. Einarshöfn). í Reykjavík 2 Ólafur Gíslason verslm. í • Liverpool. 2 Auglýsingar sendist í prent- 2 smiðju Suðurlands, og kosta: • kr. 1,50 fyxúr þuml. á fyrstu síðu, í en 1,25 á hinum. •:—•••••••••••••••••• i 8 8 4. Alþingi. Þar eru fiam komin mörg stjórn- ai'fiumvörp og nokkur þingmanna- frumvörp. Pjárlagafruní»?up hefir stjórnin lagt fyrir neðri deild. Eru tekjurnar áætl aðar 3 milj. 70(5 þús. 470 kr., og Pjöldin 3 milj. 630 þús. 883 kr. 85 aurar. Tollar og slcattar er ætlast til að nemi samtals yfir fjárhagslímabilið 1014—1915: 3,139,000 kr. Hæstu liðirnir eru: Kaffl og sykurtollur 810 þús. Vörutollur 500 — Tóbakstollur* 400 — Simatekjur 315 — Ótflutningsgjald 300 — Lósttekjur 200 — Aukatekjur 130 — Ábúðar og lausafjársk. 100 -- Vitagjald 1 100 — A-ðrir liðir í tollum og sköttum nema 60 þús. eða minna. Þá eru tekjur af fasteignum land- sjóðs taldar 58,200 kr. Viðlagasjóðstekjur 380,070 — Ýmisl. tekjur og endurgj. 9,200 — Úr ríkissjóði Danmerkur 120,000 — Alt er hér reiknað yfir bæði árin (1914—1915). Þá koma útgjöldin: kr. au. Greiðslur af lánum 450,284 05 Tilæðstustjórnarlandsins 106,000 00 Alþingiskostnaður 65,000 00 Dómgæsla og lögreglustj. 246,130 00 Læknaskipunin Til samgöngumála Þar af til póstmála n n „ vegabóta 356,129 80 1,065,150 00 260,000 00 282.300 00 190.300 00 n n n skipaferða „ „ n hraðsk. og tal síma 968,000 00 „ „ „ vitamála 97,150 00 Til kirkju og kenslumála 665,780 00 Þar með eru taldir allir skólar (aðiir en verklegir) og ketisla æðri og lægri. Til vísinda, bókmenta og lista 159,240 kr. Þar í eru talin söfnin og styrkvoitingar til einstakra manna, munu sumar þeirra taldar til „bitlinga". Til verklegrar kenslu og fyrirtækja 343,570 kr. Eru í þessum lið bænda- skólarnirog búnaðarfél., iðnaðarkensla, skógrækt, fiskivoiðar og margtfleira. Verður síðar vikið nánar að þessum lið. Nokkrar fleiri fjárveitingar er farið fram á, sem síðar verður talið. Auk þeirra fjárveitinga, sem farið er fram á í stjórnarfrumv., má búast við ótal fjárbænum, eins og venja er til. Getið er tveggja, sem þegar eru komnar: 1. Bernburg sækir um styrk til hljóðfærasveitar, 400 kr. 2. Jakob Hagalínsson sækir um styrk og verðlaun fyrir barneignir, 400 kr. Þetta er upphaf on ekki endir að fjárbeiðnum til þingsins. Af öðrum frumvörpum, sem snerta fjármál, er fyrst að nefna fjárauka- lög fyrir 1912 —1913. Þar næst 10,000 kr. (endurveiting) til að mæla innsigling á Gilsfjörð, og þar næsttil að kaupa Röntgensáhöld handa Háskól- anum, 5000 kr., og Röntgensáhöld handa heilsuhælinu 3000 kr. Endur- greiðsla á tillagi til Patreksfjarðar- síma 5000 kr. Endurgreiðsla á tillagi til símalínu frá Selfossi til Eyrarbakka 3000 kr. Til viðbótarbyggingar við pósthúsið 65,000 kr. Til steinsteypu brúar á Steinslæk í Holtum 10,000 kr. Til gagnfræðaskóians á Akureyri 8,188 kr. Margar aðrar fjárhæðir er farið fram á í þessu frumvarpi. Upphæð- irnar, sem frumvarpið fer fram á, nema allar samtals 135,801 kr. 26 aur. Mál þetta var til umræðu í n. d. 5. þ. m. og að loknum umræð- um vísað í nefnd. Þá má nefna frumvarp um tekju- skatt og annað um fasteignarskatt. Þau eru bygð á frumvörpum um sama efni frá skattamálanefndinni 1907. Ætlast er til að ábúðarskattur og lausafjárskattur falli niður ef þessi frumvörp verða samþykt. Frumvarp um skattanefndir hefir stjórnin líka lagt fram, og standa þau í nánu sambandi við tvö þau siðastnefndu. Frumvarp um breyting á lögum um laun íslenskra embættismanna er það frumvarpið sein mest er um talað. Það fer fram á launahækkun handa flestum hinna hæst. launuðu embættismönnum. Auk þess er far- ið fram á launahækkun handa mörg- um öðrum embættismönnum ogopin- inberum starfsmönnum, í ýmsum öðium frumvörpum. Miklu fleiri oru þau stjórnarfrum vörpin, og verður þeirra betur minst síðar. Af þingmannafrumvörpunum skal fyrst frægt telja frumv. um breytirg á stjórnarskránni, sem þeir flytja, Bjarni Jónsson frá Vogi, Skúli Thor- oddsen og Bonidikt Svoinsson. Prumv. um íslenskan sérfána. Flutn- ingsmenn Lárus H. Bjarnason, Jón Jónssón og Guðm. Eggerz. Það hljóð ar svo: Hér á landi skal vera löggiidur sérfáni. Sameinað alþingi ræður gerð- inni. Breytingartill. við það hafa komið frá flutningsm. stjórnarskrárfrumv. Ein þeirra er sú, að hafa fánann af sömu gerð og bláhvíta fánann, sem menn kannast orðið við. Frumv. til laga um stofnum land- helgissjóðs flytur Sig. Stefánsson. í þann sjóð skulu renna 2/3 sekta fyrir ólöglegar veiðar í landhelgi. Lands- sjóður leggur sjóðnum 5000 kr. á ári. Skal sjóðnum með timanum varið til strandgæslu. Frumv. til laga um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landi. Fiutningsm. Kristinn Daníels- son og Björn Kristjánsson. Heimildarlög fyrir sýslunefndir til að gera samþykt fyiir einn hrepp eða fleiri um eftirlit með fiskiveiðum úr landhelgi. Tvær þingsályktunartillögur eru komnar fram. Önnur um að skipa 5 manna nefnd til að íhuga sam- göngumál á sjó. Hin er um að skipa 5 manna nefnd til 1. að athuga hag Landsbankans og koma með tillögur um ráð til að efla hann, og 2. að íhuga fyrirkomulag veðdeildar Jxandsbankans, eða hvort tiltækilegt sé að stofna sérstakan veðbanka, Launahœkkunarfrumvarpið var til 1. umræðu í neðri deild á mánudaginn. Ráðherra mælti með frumvarpinu, taldi launahækkanir þær sanngjarnar, er þar er farið fram á. Á móti frumv. töluðu Guðm. Eggerz, Benidikt Sveinsson, Bjarni Jónsson, Sig. Sig- urðsson, Yaltýr Guðmundsson og Þorleifur Jónsson. Vildu þeir G. E., B. Sv., Sig. Sig. og Þ. J. fella frum- varpið þegar frá 1. umræðu, en þeir V. G., L. H. B., J. Ói. og M. Kr. mæltu með því að málið yrði sett í nefnd, án þess þó að þeir viidu að- hyllast ftumvarpið eins og það lá fyrir. Varð sá endirinn, að málinu var vísað til 5 manna nefndar. í nefndina voru kosnir með hlutfalls kosningu: Bened. Sveinsson, G. Eggerz M. Kristjánsson, Ói. Briem og S. S. Þykir Jíklegt að frumv. þettakom- ist ekki hóðan af lifandi gegnum neðri deild, og mi£ny fáir harma afdrif þess. Það er að vísu satt, að nokkrar launahækkanir, t. d. kennaralaun lægri kennara við mentaskólann, hafa við talsverða sanngirni að styðjast, en þó getur það ekki að þessu sinni komið til mála að hækka þau laun. Væri það gei t, mundu allmargir aðr- ir embættismenn geta gert jafn rétt- mætar kröfur til launahækkunar, og þeim kröfum yrði ekki fært að sinna fjárhagsins vegna. Og rétt er að láta allar launahækkanir bíða þangað til búið er að greiða fram úr eftir- launamálinu. Þá en fyr ekki getur það verið réttmætt að hækka launin sum, en jafnframt þyrfti þá að taka til athugunar hvort ekki væri unt að fækka embættum eitthvað dálítið frá því sem nú er. Þetta launahækkun- armál er því, hvað sem öðru liður, ótímabært, og auk þess ekki nægi- lega athugað. Fer því best á því að það fái að hvíla sig að þessu sinni. ------<XW>------ Búaaðarþingið. Það var haldið í Reykjavík dag- ana 27. júní til 5. júlí. Sátu það þessir fulltrúar: Ágúst Helgason Birtingaholti Ásgeir Bjarnason Knararnesi Benedikt Blöndal Eiðum Björn Bjarnarson Grafarholti Eggert Brienr frá Viðey Gisli Högnason Búðum Fáskrúðsflrði Guðjón Guðlaugsson Hólmavík Guðm. Helgason (búnaðarfél.forseti) Jón Jónatansson Ásgautsstöðum Pétur Jónsson Gautlöndum Stefán Stefánsson Akureyri Þóihallur Bjarnarson Reykjavík. í þingbyrjun voru kosnar þessar nefndir: Reikninganefnd: B. B., G. G., P. J. Fjárlaganefnd: Á. H., Á. B., Gísli H., G. H., St. St. Búnaðarsambandsnefnd: Á. H., Á. B., Gísli H., St. St., Þ. B. Jarðræktarnefnd: B. B., B. Bl., E. B., G. G., J. J. Búfjárræktai nefnd: B. B., B. B1..E.B., J. J.,P. J. Gerðir búnaðarþingsins verða birtar í heild sinni i Búnaðarritinu. Þykir því eigi þörf á að geta þeirra nákvæm- lega að sinni, verður hér aðeins getið helstu nýmæla: Lagt til við alþingi að fenginn sé vatnsvirkjafróður maður í þjónustu landsins til þess að athuga hvar gera megi stærri áveitufyrirtæki, gera mæl- ingar og kostnaðaráætlanir fyrir slik fyrirtæki og vera bændum til leið- beiningar í þeim efnum. Óskað eftir leiðbeiningum í húsa- gerð. Félagsstjórn falið að útvega sund- urliðaða áætlun um kostnað við raf- lýsingu, rafhitun og r afsuðu á sveita- heimili, þar sem vatnsafl væri nægi- legt fyrir hendi, og birta þessa áætl- un til leiðbeiningar almenningi. Því fyrirkomuiagi skyldi komið á sem fyrst, að ungir menn, þeir er styrk fá til búnaðarnáms erlendis, hafi næst áður verið að minsta kosti eitt ár í vist á myndarheimilum hér

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.