Suðurland


Suðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 2
18 SUÐURL'AND á landi, þar sem læra megi stjórn semi, reglusemi] og dugnab, og að greitt væri fyrir pilta að koma sér fyrir á myndarheimilum í fjærliggj- andi héruðum þó ekki ætluðu þeir sór að fara utan á eftir. Lagt til að þing og stjórn hlutist til um að mælt verði sem fyrst tún ölf ög matjurtagarðar á landinu. Pess óskað að gefin væri út sú skýring á reglum fyrir styrkveiting til búnaðarfélaga, að með orðunum: túnútgræðsla (óbygt land) sé átt við slétta útgræðslu, sem búið er að gera að töðuvelli. Stjórn félagsins falið að koma betra lági á grasfræsöluna en verið hefir. Talið æskilegast að félagið sjálft eða forstöðumaður gróðrastöðvarinnar í Reykjavík hefði söluna á hendi. Óskað eftir tilraunum með haust- sáningu á grasfræi. : Pjárhagsáætlun fyrir næstu 2 ár í öllum aðalatriðum hin sama og síð- asta búnaðarþings Stjórn félagsins kosin í einu hljóði. Hnupl. Meðfram veginum hér austur frá Reykjavík á sér stað hnupl. Maður þarf ekki mikið að furða sig á því þó hverfi svipa eða beisli, eða annað smávegis, leggi maður það frá sér suður í Vík, þegar þetta á sér stað meðfram vegunum, að sveitamenn stela hver frá öðium éf gengið er frá vagni á veginum, sem eitthvað lauslegt er á sem grípa má með sér, eða verði maður að skiija eftir ef einhver farartálmi kemur fyrir, biii vagn eða þurfi að létta á íyrir illa færð. Þó þetta sé máske ekki í stór- um atíl, þá mun þó því miður nokk- uð títt, að þetta hnupl eigi sér stað, og þjófnaður er það að taka frá öðr- um það sem menn ekki eiga, þó ekki sé nema til dæmis 10 aura virði, þá er sá þjófur er það gerir, og þó það komist ekki upp, þá má sá er það gerir, skammast sín fyrii sjálfum sér, að hugsa til þess að hann hafi svo lágan hugsunarhátt., að vinna það fyrir smámuni að gerast þjófur. Ættu þeir er þetta iðka, að hugsa sig dálít- ið um áður en þeir rétta fram hend- urnar til þess að taka það sem þeir eiga ekki, það gæti borgað sig ef þeir fyrir það gættu betur æru sinnar og að afsala sér henni ekki fyrir smá- muni. í staðinn fyrir þetta skamm- arhnupl ættu þeir að taka upp það sem þeir flndu á vegunum og sem aðrir týndu og koma því á framfæri og til skila eftir föngum, eins og hver ráðvandur og heiðarlegur maður gerir. Ferðamaður. Fiskiþingið var haldið í Reykjavík síðastliðna viku. Það var sett 30. júní og slitið 5. þ. m. Mættir voru auk forseta Fiskifél. 8 kjörnir fulltrúar og 3 deildarfulltrúar. Prá aðaldeild rnættu þeir Bjarni Sæmundsson fiskifræðingur, Magnús Sigurðsson lögfræðingur, Mattías Þórðarson útgerðarm. og Tryggvi Gunnarsson fyrv. bankastj. Fyrir Austflrðingafjórðung: Jón Jónsson bóndi frá Firði í Seyð isfirði. Fyrir Sunnlendingafjórðung: Guðm. ísleifsson útgerðarm. á Háeyri, Páll Bjarnason kennari á Stokks eyri. Fyrir Vestflrðingafjórðung: Ólafur Jónsson frá ísafirði. Norðlendingafjórðung: Magnús Kristjánsson alþm. frá Akureyri. Deildarfulltrúar voru: Arnbjörn Ólafsson úr Keflavík, Mattías Ólafsson alþm. úr Dýraf. Rorsteinn Gíslason Meiðastöðum í Garði. Ailmörg mál voru tekin fyrir og rædd. Þessi voru hin heistu : 1. Strandvarnarmálið : Hafði það mái verið í nefnd síðan á aðalfundi í vet.ur. Lagði nefndin fram skorinort álit í því máii. Það var nokkuð rætt^og að síðustu sam- Þykt tillaga er fór í þá átt að landið tæki sem fyrst að sér strandvarnir landsins, að því leyti sem mögulegt er. Lika var lögð fram ítarleg skýrsia um tilraun sem gerð hefir verið í vor til að verja landhelgina í Garðsjó með vélarbát. 2. Steinolíumálið. Skýrði stjórnin frá aðgorðum sín- um í því máli, og var það síðan rætt. fyrir luktum dyrum. 3. Kensla í meðferð og liirðingu mótora. Var það nokkuð rætt og síðan samþykt að senda mann í helztu veiðistöðvar landsins til að kenna meðferð og hirðingu á bátavélum. Félagið kosti manninn. Ákveðið var að gefa út leiðarvísir í sama tilgangi. 4. Liftrygging sjómanna. Farið fram á að breytt verði nokkr- um atriðum i gildandi lögum um það efni, m. a. að útborgun úr sjóðn um verði tvöföld við það sem nú er og um leið hækkuð tillögin. Alþingi var og gefin bending um að hlutast til um að bætt verði úr fyrir þeim er slasast á sjó. 5. Fiskiveiðasjóðurinn. Gerðar nokkrar tillögur um breyt- ing á lögum hans, þar á meðal að allar botnvörpusektir renni i hann. 6. Slcattalöggjöfin. Urðu um það nokkrar umræður og síðan samþykt tillaga þess efnis að skora á landsstjórnina að gefa ekki neinar tollívilnanir, að því er snertir fiskiveiðar útlendinga hér við land. Eru það sérstaklega Rorðmenn, sem beiðast ívilnunar fyrir síldarútveg sinn. 7. Fjðrhagsáætlun félagsins. Tekjur áætlaðar o: 30,000 kr. (með landssjóðstíliagi.) Helstu gjaldaliðir eru stjórnarkostn- aður, styrkur til tímaritsins „Ægir“, til strandvarna, kenslu, mælinga í í’orlákshöfn ofl. ofl. 8. Skorað varcialþingi að útvega Landsbankanum fé effir mætti og ennfremur að styðja að stofnun eimskipafélags. 9. Samþyktir reikningar félagsins frá stofnun þess. 10. Kosin stjórn. Forseti: Mattías f’órðarson. Varaf.: Hannes Hafliðason. Meðstjórnendur: Bjaini Sæmundsson, Geir Sigurðsson, Jón Ólafsson, Tryggvi Gunnarsson. Til vara: Jón Magnússon, f’orst. Júl. Sveinsson. Úrskurðarmaður: Páll Halldórssou. Á laugardagskvöld um miðaftan var svo þingi slitið. Síðar um kvöldið var etinn kvöldverður á Hótel Reykja vík. Retta er fyrsta Fiskiveiðaþing hér á landi. Nánari skýrslur um starf- semi þess koma út innan skamms. Um ísland skrifar A. Skaasheim i „Gula Tidend" vingjarnlega grein. Getur hann þess fyrst að konungur hafi ætlað að heimsækja ísland í sumar, en hætt. Því næst talar hann um „norræna mótið* sem fyrirhugað var, og um viðbúnað hér heima út af því, og um þann góða árangur sem mótið hefði getað haft fyrir norræna menning. En þegar tilkom gátu Norðmenn ekki komið og koma heldur ekki að ári vegna 100 ára hátíðar innar. Harmar höf. það, að íslend ingar skyldu verða fyrir þessum vonbrígðum bæði hjá konungi og Norðmönnum. Siðar meir huggar hann sig þó við það, að þet.ta sé okkur holt, það muni stæla okkur í baráttunni fyrir þjóðerninu. Svo getur höf. um gleðileg tiðindi héðan. Telur hann þar til framfar- irnar í sjávarútveginum, bæði botn- vörpungaútgerðina í Reykjavík og Akureyri, bryggjuna í Hafnaríirði og hafnargerðina og járnbrautina í Rvík. Mest þykir honum þó varið í eim- skipafélagið. Fer hann mörgum orð- um og lofsamlegum um það mál. Getur hann afskifta Dana af íslenzkri verzlun og siglingum. Heldur hann að okkur íslendingum muni takast betur að verða sammála um umbæt ur í þessu efni heldur en um stjórn málin-. Ekki óttast hann kepni við Björgvinaifélagið, Hér kemur niður- lagíð af greininninni: „Landnámsmennirnir voru of mikl- ir fyrir sér til að lúta Plaraldi hár- fagra. fjóðai metnaðurinn fer vax- andi hjá hinni íslencku þjóð á vorum dögum. Hún keppir- að því marki að verða sjálfbjarga sem fyrst, og er það gleðilegt fyrir nonænan þjóðar- anda. Alt sem gagnar landinu eykur starfsþrek með þjóðinni. íslenska þjóðinni er nú sannarlega að þoka áfram hugsjónum Jóns Sigurðssonar. í’að muni vorða gróði fyrir nonæna menningu. AtvinmiiníUastjórnin i Rússlandi hefir skýrt frá því nýlega, að helm ingur járnbrautarslysa á rússneskum járnbrautum komi af drykkjuskap járnbráutarþjóna. Hefir hún því lof- að að víkja frá þeim allra drykkfeld- ustu. (Spegjelen). Stösscl liershöfðingi, sá er varði Poit Arthur í austræna ófriðinum, hefir verið í Moskva einmana og í fjærvera minni nú um þingtimann hefi eg fenglð mér til aðstoðar við blaðið hr. kenn- ara Pál Bjarnarson á Stokkseyri, veitir hann viðtöku aðsendum grein- um og annast ritstjórn blaðsins að því leyti sein eg get ekki sint henni sjálfur. Jón •Jónatansson. yfirgefinn; hann er nú orðinn magn laus og mállaus, og félagar hans láta hann afskiftalausan. Nú hefir einn af fyrverandi undir- mönnum hans boðið honum heim á bugarð sinn. Ætlar hann að þekkjast boðið og segja skilið við Moskva fyrir fult og alt. (Spegjelen). Bændaflokkur en ekki alþýðuflokkur heitir hann fjölmennasti flokkurinn í þinginu og telur hann er síðast fiéitist 11 með- limi. Hann er sérstaklega myndaður til að halda fram atvinnumálum og menningarmálum. Ekki skyldu menn villast á nafninu, þvi það or ekki tilgangurinn að halda eingöngu fram kröfum sveitabænda, heldur kröfum allra þeirra, sem atvinnu stunda bæði til lands og sjávar. Það er sagt að flokkuiinn muni gang^ til liðs við verkamonn gegn stórgróðabröllurum og yfn gangsfélögum. Yfirleitt er það tilgangur flokksins, að halda fram rétti alþýðunnar víð hvern sem er að eiga. Mikið mega þeir efna er shkt ætla sér. Mikið þóf hefir verið milli þing- ■manna út af flokkaskipurtinni í þing- inu. Hefir það íarið svo að alt hefir molast í svo smáa parta, að tæplega munu neinir tveir flokkar þess megn- ugir að halda uppi stjórn, þó þeir tækju saman. Skrifstofnstjórl alþingis er Hall- dór Daníelsson yfirdómari. liankastjóri í íslandsbanka er ovðinn Kristján Jónsson dómstjóri „fyrst um sinn“. Er því illa tekið af alþýðu. fykir það ekki eiga við að dómstjórinn sé að vasast í slíku. Ófriðuriim. Hann kemur eins og skúr úr heiðríku lofti þessi ófrið- ur milli sambandsþjóðanna á Balkan- skaganum. Þær voru búnar að skifta með sér löndum Tyrkja hór í álfu. En svo þegar til kom, þá taka stór- þjóðirnar Albaníu af Óskiftum aíla og við það ruglaðist rímið. Þetta var tekið mest úr þeim hluta, sem Serb um var ætlaður og Grikkjum og þurftu þeir því að ná sér niðri á öðrum stað við skiftin. Af þessu stafar deilan, því Búlgarar viija engu sleppa af því serri þeirn var ætlað. Rúrnen- ar eru að taka sig til og hervæðast, líklega móti Búlgörum; þykir þeim nóg um uppgang þeirra. Tyrkir sitja hjá og horfa á meðan hinir rífast um reitutnar, og ekki ætla þeir að efna fiiðatsamningana fyr en eitthvert lag kemst á með sambandsþjóðunum.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.