Suðurland


Suðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 12.07.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 19 Rússakeisari hafði, áður en ófriður- inn hófst, bannað S»rburn og Búlg- örurn að berjast, en það liefir ekki hriflð. Nú"er ekki talað um neina ihlutun frá hans hendi eða annara. Búlgarar fara hrakfarir fyrir Serb um og Grikkjum. Miklir ólánsmenn eru Balkanbúar ef þeimí_verður sigurinn’onýtur fyrir innbyrðis rifrildi og landgræðgi. Nýjustu fregnir segja að Sorbar og Grikkir berjist innbyrðis. Annars er alt óljóst ennþá urn ástandið á Balk- anskaga. Pað eitt er víst að alt er þar í uppnámi milli sambandsþjóð anna. Mannalát, Guðmundur Ámundason (fyr bóndi á Urriðafossi) er nýlátinn í Reykjavík, eftir langa legu. Ásgeir sonur Ásgeirs Sigurðssonar konsúls, er og nýlátinn eftir nokkra legu. Hann var 16 ára. Guðmundur Hjaltason veiður ^extugur á fimtudaginn kem ur, 17. þ. m. Væri rétt fyrir ung mennafél. að aðgæta það. Hans verður nánar minst í næsta blaði. ----C-------— Frá Höfn er símað, að litið sé á fánatökuna á Reykjavíkurhöfn sem brot á alþjóðareglu. Á víð og dreif. Grasvöxtur er með minna móti í öllum sveitum hér sunnanlands, og líklega viðar. Er það eðlileg afleið ing af kuldunum í vor. Ágætt gras- veður heflr veiið undanfarna daga, svo það er góð von um að betur skip- ist um grasvöxtinn en áhorfðist um tírna. Vatnayextir með me^ta mótieru' sagðir í eystri Rangá í vor og í vet- ur seinni partinn, er húu nú sögð ill yfirferðar. Aflalaust er á Eyrum gjörsamlega, Og hefir svo verið í alt vor. Fótboltafclag er verið að stofna á Eyrarbakka. U. M. F. Stokkseyr- ar hafði fótboltaflokksíðastliðinn vetur. Eldarnir hafa ekki sést nú um langan tírna. Vonandi eru þeir hætt- ir að þessu sinni. Furðulitið tjón hafa þeir gert. (íjallarhorn á að fara að koma út í Reykjavík. Loiðrétting;. i 8>ðasta blaði stendur um ófriðinn : Eru það Búlga,ai. og seiöar annars vegar o. s. frv, \ aQ vera: Grikkir og Seibai annáisvegar og Búlgarar hinsvegar o. frv. Nýr hnakkur til sölu fyrir hálfvirði. Upplýsingar á skrifstofu Ingólfs á Stokkseyri. íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Bryujúlf jfónsson fráMinna Núpi. V. þáttur. K e 1 (l n a m a n n a þ á 11 u r. Guðmundur hét maður og var Erleuds- son. Haun bjó í Keldnaseli á Rangár- völlum. fiað var hjáleiga frá Keldum og stóð skammt upp frá Knafahúlum. Halla hét kona Guðmundar. Þau voru fátæk. Börn áttu þau mörg; en hér er aðeins getið tveggja dætra: Ingvaldar og Ragnhildar. Ingveldi átti Jóu bóndi Þorgilsson á Rauðnefsstöðum og var þeirra son Þorgils, er þar bjó og enn verður get- ið. Ragnhildi átti Páll í Kornmúla. Var þeirra dóttirj Halla, kona Jóns Magnús- sonar í Koti. Þeirra börn voru: Böðvar í Dagverðarnesi, Guðmundur í Hallskoti í Flóa og Halla yfirsetukona í Kollabæ, kona Bárðar Sigurðssouar, Bárðarsonar, Sigvaldasonar, er getið verður. Börn Guðmundar voru ung þá er sagan hefst. Þá ólst upp á Geldingalæk Guðrún Páls- dóttir bónda þar, efnileg stúlka. Það var eitt sinn um vetur, að húu var send að Keldnaseli. Er ekki getið nm erindi. Hún var illa klædd, í cinu pilsi og úlpu- gartni yfir sér. Gjörði þá kafaldsbyl. Treystist hún ekki að liaida réttri leið, lét fvrirberast í klottskúta og taldi sér víst að láta þar lif sitt. Þá bar þar að Guðmund í Keldnaseli, er var að leita kiudá sinna. Hann barg Guðrúnu til bæj- ar. Halla dó nokkrum árum síðar. Þá bað Guðmundur Guðrúnar. Húnsvaraði; „Ekki er álitlegt að taka að sér barua- hópinn með engum efnum. En þú gafst mér lífið og or mér skylt að muna það.“ Giftist hún honum. Tók hagur hans smámsaman að rétta við eftir það. Kom- ust, þau í góð cfni. Guðrúu var orðlögð fýrir hagsýni, nýtni og þrifnað, var skör- ungur í skapi og sagði meiningu sína af- dráttarlaust, og þó reiðilaust, hver sem í hlut átti. Hjá hónda sínum réð hún því, or hún vildi ráða, fór þó jafnan hægt, en kom síuu fram með lagi. Guðmundur var og stiltur að jafnaði, en við bar að í hann faulc og gat þá orðið æði hrottalegur í orðum. Guðrún tók því með stiilingu og færði alt til betra vegar. Ranu honum þa brátt reiðin. Og hann virti hana og unni honni, og lét mjög að orðum hennar. Pannig er sagt að hún hafi komið viti fyrir hann með Ijárbeit, svo hann hætti að missa fó úr hor. sem árlega var áður. Var hann þó mjög elskur að sauðfé af náttúrufari. Sögn er, að eitt sinu hafi hann átt móflekkóttan sauð, sei,ö. hpnfim þótti svo væut um, að liann tímdi ekki að slátra honum, þó liann væri orðinn 6 vetra gamall. Guðrún'sá, að það váT skaði. Og einn dag er Guðmundur var ekki heim a, lét hún vinnumann taka Morflekk og slátra honum. Þá er Guðmundur kom heim, bar Guðrún honum mat. Þar með var Dýr sauðarmagáll og féllst honum vel á. Þá sogir Guðrún: „Þykir þér nú elcki mag- állinn af honurn Morflekk nógu góður, Guðmundur minn?“ Þá varð Guðmundur svo roiður, að aldrei varð haun eins reið- ur: hann kastaði magálnum til licunar og sag'ði: „Ettu hann-sjálf og slc.. úr þér við!“ Hún tók magálinn og sagði brosandi: „Það þarf nú ekki við því arna, Guðmundur minn!“ Ekki töluðu þau fleira um þetta. Rann Guðmundi reiðin von bráðar og lét sem ekki hefði í orðið. Þó þetta sé lausasögn, þótti rétt- ara að taka hana með, því seunilegt er, að Jiún gefi nokkurnveginn rétta hugmynd um skapferli þeirra hjóna. Þá or Guðmuudur Erlendsson bjó í Keldnaseli, bjó á heimajörðinni Kelduin Guðmundur stúdcnt Magnússon, prests á Þingvöllum, Sæmuudssonar. Kona Guð- r s A m r k. á L á r s S veitamenn! Munið eftir, þegar þór komið til Reykjavíkur, að lita inn í Verslun Marteins Einarsson Laugaveg 44, Þar munuð þór gera best kaup á allskonar álnavöl’U, tilbúnum fatnaði, rcgnkápum og stormfötum. Og gleymið ekki hinum ágætu og alþektu SJÖLUM og mörgu, mörgu fleiru. Virðingarfylst Marteinn Finarssnn. 4 * \ * mundar var Ingibjörg Brynjúlfsdóttir, sýslumanns í Hjálmholti, Sigurðssonar. Með henni hafði hann fengið Keldnaeign- ina. Lítt búnaðist honum. Það var sumar eitt, að Guðmundur Erléndsson sló „blöðku“ (þ. e. melgras) i óskiftu laudi. En Guðmundur Magnússon þóttist eiga þar fremri rétt og hirti haim blöðkuna handa sér. Næsta vor varð haun hoyla i s um sumarmál. Var þá hart, og höfðu fáir hey aflögu. Eu Guðmundur Erlends- son var vel heybirgur. Kom nafni hans til hans og falaði hey. Var Guðrún þá ekki heima, hún hafði verið sótt til könu, því yfirsetukona var hún góð. Guðmund- ur tók nafna sínum tálega, kvað hann nú verða að láta sér duga blöðkuua, se m hann tók frá honutn. Fékk hann enga úrlausn og fór heim svo búinn. Sá hann ekki annað líklegra, enn að skepnur lians mundu allar deyja. Þá er Guðrún kom heim, sagði hóndi hennar henni frá komu nafna síns og hvað þeim fór á milli. Hún sagði þá: „Þetta áttirðu ekki að gjöra, Guðmundur minn! Þú áttir að hjálpa honum um heyið“. Þá sendi Guðmundur nafua sínum töðu á 2 hestum. Barg það skepnum hans, svo ekkort féll. Litlu síð- ar fór hann frá Keldum og varð að selja þá eign. Bauð hann nafna sínum haua fyrst.um manna. Kvaðst gjöra það í þakk- lætisskyni fyrir hjálpina. Keypti Guð- mundur Erlendsson þá Keldnaeignina og settist á heimajörðina, en lagði Keldnasel í eyði. Voru þar siðan fjárhús fráKeld* um og túnið árlega slegið fram að 1882. Þá blés þar upp og er nú sandauðn ein. Guðmundur Magnússon flutti að Rauð* nefsstöðum, en síðan að Barkarstöðum. Þar bjó hann þar til er liaun vigðist til Kálfatjarnar, 1786. Frh, Vorull þvegna kaupir Verzlunin Kanpangnr í Reykjavík hán verði. Selur útlendar vörur lágn verði. NINI9M9MÍMNNNNNN Yfirlýsinp'. Vegna þess, að margir hafa beðið mig um að panta ú r o. 11. frá R. F. Lugano Schveitz og H. Spingarn Krakau Östrig, sem auglýst hnfa í ýmsum íslenskum blöðum, lýsi eg því hér með yflr, að eg vil ekkeit hafa samati við nefnd veislunarhús að sælda, þar sem reynsla þeirra, er fengið hafa varning frá þoim, sýnir, að vöiur þær er þeir auglýsa eru lítilsvirði, og svara ekki til skrumsins í auglýsingum þeirra. Eyraib. n/7—’ 13 K. H. Bjarnorson. Munið eftir HROSSAMARKáÐl „INGÓLFS" í næstu viku.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.