Suðurland


Suðurland - 19.07.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 19.07.1913, Blaðsíða 3
STJÐUÉLAND 21 r it/ i á Sveitamenn! Munið eftir, þegar þór komið til Reykjavíkur, að líta inn í Verslun Marteins Einarsson Laugaveg 44. pp" Þar munuð þér gera best kaup á allskonar álnavöiu, tilbúnum ^ íatnaði, rcgnkápniu og storinfötum. Og gleymið ekki hinum ^ ágætuogalþektu á l ár SJOLUM og mörgu, mörgu fleiru. Virðingarfylst Marteinn Einarsson, s ■ Á r k. * 4 K. Járnbrautarmálið. Landsverkfræðingurinn hefir fyrir nokkru sent. stjórnarráðmu skýrslu sína um það mál. Er hún allræki-, leg og fróðleg. Segir þar fyrst frá undirbúningi málsins og um fyrirhug- aða legu brautaiinnar. Gerir liann ráð fyrir að endastöðin í Riykjavík verði á svonefndri Arnarhölslóð noið anverðri frá „Battaríinu" austur und ir Klapparstíginn. Liggur svo braut- in iun með sjó fyrir norðan Rauðará, sunnan við laugarnar, norðaustan við Bústaði, yflr Elliðaárnar móts við Ár- bæ, fyrir norðan Árbæ, um Grafar- holt, norðan við Lambhaga, yfir Varmá nálægt Álafossi, upp Mosfellsdal, yfir Mosfellsheiði fyiir norðan Leirvogs- vatn og svo austur af heiðinni yið norðurendann á Skálabrekkuás, niður að Þingvallavatni fyrir sunnan A1 mannagjá, meðfram vatninu að Öx- arárósi og yflr hann fyrir sunnan f’ingvallabæ, austur undir Hrafnagjá og svo á ská upp yflr gjábakkann, síðan suður hraunið austanvert við Þingvallavatn, meðfram Soginu suður á móts við Búrfell. Úr þvi er helst um tvær leiðir að gera. Önnur er suður Grímsnesið ofan að Öndverðar- nesferju, því þar er brúarstæði og yrði þá öll leiðin austur að fjórsá 102 km. Hin leiðin þykir þó fult eins góð, að fara vestur yflr Sogið (á nýrri brú) ofan Grafning og Ölfus að Ölfus- árbrú; gera þar nýja bi ú og halda svo áfram i nánd við veginn að Þjórs- árbrú. Sú leið öll yrði 112 km. Yrði farið yflr Hvítá þá yrði um leið að gera álmu ofan að Eyrarbakka og mundi hún verða 19 km. eða öll brautin 121 km. Væri aftur farið yflr Oirusa, þa mættl ef til vlll spara þessa álmu fyrst um sinn. Vegar- lengdin frá Ölfusárbrú að Eyrarbakka er 11 km., og yrði þá öll braut.in 123 km. Breiddin á sporinu er talin hæfileg 1.00 m. Mestur halli 1:40. 0ku- hraðinn ætti að geta orðið mest 40 km. á klst. Mhð þeim hraða er bú- ist við að brautin mæt.ti vera ógirt, nema þar sem farið er um girt land. Þá mætti fara alla leiðina á rúmum 2J/2 klst. ef tekin væri leiðin yfir Hvítá. Það ei ætlast til að brautin verði alstaðar upphleypt; er það gert vegna snjóa. Breidd undirbyggingarinnar að ofan 4 m. (c 2 faðmar), og fláinn á hliðunum líkt og tiðkast á vegum. Margar nýjar brýr þarf að gera, bæði yfir ár og yfir vegina þar sem fjölfarnast er, til að hefta ekki um- ferðina. Brúarstæði hefir Jandsverk- fræðingurinn mælt á flestum ám á leiðinni og gert áætlun um kostnað inn við brýrnar. Smærri brýrnar er ætlast til að verði úr járnbendri stein- steypu, sem er ódýr og endist vel. Stærsta brúin er yflr Ölfusá; hún mun kosta með öllu saman 70 þús. kr. Sogshrúin er næst, áætluð 40 þús. Aðrar bi ýr eru: á Elliðaám, Úlfarsá, Varmá, Köldukvísl, Leirvogsá og Öxará, og svo nokkrar smáar. Brautarteinainir er ætlast til að geti borið eimreið sem vegur í mesta lagi 16 smálestir. Þverslárnar undir tein- flflum skulu vera úr tró, því það er ódýrast. Frh. Er það að undra? Það var seint í janúar síðastliðinn vetur, að báðir ritstjórar Suðurlands voru fjarverandi þegar blaðið átti að koma út, og ekkert var til í það. Þá reis upp einn góður maður og spjó úr sér svo miklu andans fóðri, að blaðið fyltist á svipstundu. Hann kom víða við, og margt sem hann sagði var satt og gott, en eitt er mér minnisstæðast, og ætla eg nú að gera það að umtalsefni. Hann sagði eitthvað á þá leið, að menn ættu ekki einungis að lesa biöðin, heldur líka að skrifa í þau — ekki einungis að heyra, heldur líka að tala. Síðan hefi eg dálítið hugsað um þetta mál, og víst er um það, að æskilegt væri það að sem flestir létu m sln heýra um éítt og annað sem um er rætt. En er það að undra þótt menn geri það ekki eins og nú standa sakir? Þegar maður spyr svo, verður maður að gera sér ijóst hvað hvetur og hvað letur menn til að skrifa í blöðin. Það sem helst af öllu hvetur menn til að skrifa í blöð, hygg eg vera innri þöif; þeim dettur eitthvað i hug viðvíkjandi þeim málum, sem um er verið að ræða, og þeir fá þá löngun til þess að láta fleiri fara að hugsa málið frá sínu sjónarmiði — en ekki hugsa eg að þeir geri neitt til að láta sér detta í hug nýjungar. Þetta hygg eg vera helstu og ef til vill einu ástæðuna til þess að menn skrifi í blöð, því sjaldan eru það laun- in; þó borga sum blöð og timarit ritlaun, og hafa þau þá ekki völ á betra og meira efni? Eg held það virkilega. Og víst er um það, að sist ætti að undra sig á því, því nú er sú öld upp runnin, að allir vilja fá borgun fyrir sín störf, bæði andleg og líkamieg, stór og smá. Um það, hvort sú regla taki gömlu greiðvikn inni fram, skal eg ekkert segja. Prestarnir fá 4—6 kr. fyrir að semja og flytja líkræðu, læknar fá 1 kr. fyrir að skrifa nafn á einhverju lyft hjá sínu eigin nafni, rithöfundar fá 30—40 kr. fyrir hverja prentaða örk af handritum sinum o. s. frv. Er það þá að undra þó þessir sömu menn ekki vilji sitja tímum saman við að liugsa og skrifa fyrir ekki neitt? Og þó er það svo að sumir þeirra eru svo greiðviknir að gora þetta. En lítinn vafa tel eg á því að þeir mundu miðla mikið meira af sínum fróðleik ef ritsmíöar þeirra væru borgaðar. Mnrgt er það víst fleira sem dreg- ur úr mönnum að skrifa í blöðin, en þetta hygg eg vera það helsta sem diegur úr þeim mönnum sem vanir eiu að taka borgun fyrir ritstörf sín. E. E. S. sngði, að mig minnir, að bændur og alþýðumennn ættu að skrifa í blaðið. En víst. verður nóg til að letja þá, þeir hafa nauman tíma til slikra starfa, og svo er það oft að ráðist er óþyrmilega á þá menn sem koma opinberlega fram. og allir viija vera lausir við það, og auk þess hafa þeir mikið minna um að rita, sem ekki hafa drukkið af hinum miklu fróðleikslindum — skól- unum. 10/a—’13 Bergst. Kristjánsson. * • * * * * * * * Atlis. Það er mikið rétt sem segir í of anritaðri grein, að fleiri mundu skrifa í blöðin ef borgun kæmi fyrir, en þess er að gæta, að hagur flestra blaða er svo vaxinn, að þau geta ekki borgað ritlaun svo neinu nemi. Kemur það ekki síst af þeim algenga ósið, sem nú tiðkast mjög, að marg- ir telja sér varla skylt að borga blöð in. Suðurland þekkir líka þessa regiu, þó ungt sé. Blöðin eru heldur ekki til þess stofnuð að ala launaða rithöfunda. heldur miklu fremur til að gefa mötin- um kost á að koma skoðunum sín- um á framfæri, án annarar fyrirhafn - ar en þeirrar, að skrifa upp efnið. Þeir sem mikið hafa fram að bera þykjast vel hafa veitt þegar þeir hafa útvegað sér rúm í víðlesnu blaði án þess að þurfa neinu til að kosta með útgáfuna. Satt er það, að þeir eru fáir sem þurfa að hafa mikið íyrir að koma skoðunum sínum á framfæri, en það er þá líka af því, að blöðin eru nægi lega mörg. í sambandi við þotta má geta þess, að almenningur er alt of deigur með að láta til sín heyra í blöðunum. Má vera að það komi af því, að fólki þyki efnið vanta. Sannleikurinn er i þó sá, að það er svo undur margt sem er vel þess vert að vakin sé eftirtekt á, ef menn teldu það ekki of smátt og algengt eða ómerkilegt til að koma fram opinberlega. Efnið í blöðunum þarf að vera sein allra Af því að mér hafa riokkrum sinn- um verið sendar greinar til ' „Suður- lands“, vildi eg geta þess,'að^eg er nú ekkert riðinn við ritstjórn blaðs- ins og bið menn að senda slikar greinar til réttra aðiia. 16/, 1913 Gtsli Skúlason. fjölbreyttast, en það vevður því að- eins að sem flestir styðji að því. Greinarhöf. er einn af þeim, og þarf hann því ekki að taka nærri sér þessa. almennu athugasemd. Ófriðurinn. „Búlgarar eru aðþrengdir hvaðan- æfa. Þeir biðja stórveldin að stöðva ófriðinn hið bráðasta. Grikkir og Serbar setja kosti. ■ Her Rúmena er farinn inn yfir landamæri Búlgaríu." Þetta var símað til Reykjavíkur ný- lega. Síðan heflr frétst að Búlgarar faii enn halloka, og beiti þó ýmsum óþokkabrögðum, t. d. draga um frið- arfána, hrópa upp: „Við erum Serb- ar“, þegar Serbar ætluðu aÖ ráðast á þá, sitja um að svíkjast að óvin- um sínum og þar fram eftir götun- um. Það eru þeir sem hafa vakið þennan dans og það á ólöglegan hátt. -----OOO------- Ráðherrafrúin látin. Frú Uagnheiður Hafstein (f. 1871) iést í fyrri nótt eftir langa legu. Hún var mesta sæmdarkona; mun Suðurl. minnast hennar siðar. í gær var frestað þingfundum í báð- um deildum og skotið á fundi í sam- einuðu þingi. Forseti mintist hinnar látnu með nokkrum orðum og ákvað að senda ráðherra samúðarskeyti fyr- ir hönd alþingis. Þingmenn hlýddu á standandi. Beitarfé. Mörgum þykir féð ekki nógu dug- legt að beita sér og því altaf of mik- ið gefið með beitinni. Það sem menn reyna aðallega til þess að láta féð lifa sem mest á beitinni, er viða að- allega það, að halda fénu úti og spara heyin, og er þá stundum gengið svo iangt í þessu, að féð verður magurt og hey eyðast meira fyrir bragðið. Alment gera menn sér ekki grein fyrir hvað til þess þarf að féð verði duglegt. á beitinni og þurfl lítil hey. Tii þess þarf fyrst að velja féð sem best að kynf9iði, veija lifslömb- iu undan fullvöxnum ám og hi útum. Láta hrúta aldrei ganga með ám, nema fullorðna hrúta seinni part vetr- ar — ef þeir þrífast með þeim. Ala féð vel upp, láta ær á annan vetur ekki vera með gömlum ám. Beita iömbunum — aðeins gera það vægt meðan þau eru að batna. Fóðia ær og hrúta þannig, að aldr- ei verði magurt — fé sem eitt sinn heflr orðið magurt, vevður aldroi eins holdþétt eða þolið, en mjög mikið fljótara til að veiða aftur magurt. Gefa.sem best hey með beitinní. Baða á hverjum vetri í nóvember. Ef menn hugsa minna um hoíða-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.