Suðurland


Suðurland - 02.08.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 02.08.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND == Alþýðublað og atvinnumála == IV. árg. Eyrarbakka 2. ágúst 1918. Nr. 8. lOaitNNMMt S u ð u r 1 a u d • kcmur út einu sinni í viku, á • laugardögum. Argangurinn kost- • ar 3 krónur, crlendis 4 kr. Ritstj. .T ó n Jónatans s on á • Asgautsstöðum. • Innheimtumenn Suðurlands eru J liér á Eyrarbakka: skósmiður • Guðm. Ebeuozerson og • verzlm. JónÁsbjörnsson (við # verzl. Einarshöfn). í Reykjavík • Ólafur Gíslason verslm. í • Liverpool. . • Auglýsingar sondist í prent- • smiðju Suðurlands, og lcosta: kr. 1,60 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. Verkföll. Verkföll eru algeng uni allan hinn mentaba heim og meir að segja hér á okkar fámenna og friðsama landi eru þau ekki algerlega óþekt,, þó með nokkuð öðrum hœtti sé en í stóru löndunum. Á þessu ári hafa orðið mörg verk- föll víðsvegar um Norðurálfuna, og er minst á nokkur þeirra áður hér í blaðinu. Stærsta og alvarlegasta verkfallið á þessu ári er það, sem byrjaði f aprílmánuði í Belgíu. Tóku þátt í því mörg hundruð þúsundir manna af ýmsum stéttum. Ástæðan til þess var sú, að alþýð- an krafðist meiri kosningaréttar. Veikfallið hafði þau áhrif, að stjórn in setti nefnd til að íhuga málið, og tók þá verkfallsfólkið aftur til vinnu. Nefndin er enn að störfum sínum og ber ekki neitt á neinu á meðan. í Milano á Ítalíu hefir verið vork- fall öðru hvoru í alt vor í ýmsum iðnaðarstéttum. L’g?ja ýmsar orsakir til þess, og er ekki vel ijóst hverjar eru þær réttu. Oft heflr lent í áflogum milli verkfallsmanna og vinnandi manna og lögreglunnar hinsvegar. í París hafa bifreiðaökumenn gert verkfall, svo sem sagt var i síð- asta blaði. Þar var ástæðan sú, að settar höfðu verið reglur, strangari en þær sem áður höfðu gilt, um akst ur bifreiða á götum borgarinnar. Yar það gert mr st í tilefni af hinum.mörgu bifreiðaslysum um hábjartan daginn. Nokkrar tilraunir um verkföll hafa verið gerðar í ýmsum borgum á Rúss landi, Spáni og Portugal öðru hvoru í vor, en ekki orðið nein alvara úr. Það mætti ef til vill nefna sumar af þeim tilraunum réttar og slóttar óeirðir. Miklu alvarlegra var verkfallið í gullnámunum i Suður-Afiíku. Þar var alt komið i uppnám um tíma. Ekki voru það gullgraftarmenn einir sem verkfall gerðu, ýrnsir aðrir lögðu líka niður vinnu. Bakarar t. d. afsögðu að selja þeim námumönnum brauð, sem gengju úr samtökunum, og vagnstjórar á járnbrautum hótuðu að leggja niður vinnu ef námumenn fengju ekki einh . \rja leiðrétting mála sinna. Var þá gtVð gangskör að því að koma sættum á, og tókst það að lokum. Danskir vindlagjörðarmenn gengu vinnulausir um langan tíma í Kaup- mannahöfn. Þeir vildu fá vinnutím- ann styttan úr 9 klst. niður í 8 klst. á dag. Rimman harðnaði með degi hverj- um, og síðast hótuðu þeir m9Ö al- mennu verkfalli í Kaupmannahöín. Létust þeir mundu sjá svo um að 50 þús. manns mundu leggja niður vinnu. Petta virðist hafa hriflð, því litlu síðar tókst. að miðla málum og tóku þeir svo til vinnu aftur. Það er líklegt að vindlar og reyk- tóbak hækki í verði áður en langt um liður m. a. af þessu verkfalli, en þó miklu fremur af því að í Tyrk- landi verður lítið um tóbaksrækt og tóbaksiðnað í þetta skifti; eru fyrir því eðlilegar og alkunnar ástæður. Um mánaðarmótin júní—júlí s. 1. hófst mikið verkfalláBretlandi. Ástæð- an fyrir því er sú, að verkamenn í verksmiðjuborgunum telja sig ekki geta lifað við það kaup sem þeir hafa. Nauðsynjavörur eru altaf að hækka í verði, en kaupið stendur í stað. Peir neyðast því til að leggja niður vinnu, þegar ekki er annar vegur til að hækka kaupið. Mikill undiibúningur er hafður und- ir verkföllin, bæði til að fá nógu marga til að taka þát.t í því og til að standa stöðugir hvað sem á dynur. Margir menn starfa að því að halda fyrir- lestra til að brýna verkalýðinn. Einn hinn helst.i af slíkum mönnum á Bretlandi er Tom Mann, mælskumað- ur mikill og tannhvass í frekara lagi. Nýlega hólt hann ræðu með miklum eldmóði í Birmingham. Eggjaði hann þá verkamenn til að beita öllum ráð- um til að fá svo há laun sem þeim nægði heima, svo þeir þyrítu ekki að flýja land til að leita sér bjargar. Skömmu síðar (5. júli) söfnuðust saman 40 þús. verkamenn í Birm- ingham, skiftu sér í þijár deildir og hóldu til Lundúna. Par áttu deild irnar að mætast og sýna sig borgar- búum. Verkfallið breiddist út um margar borgir, þar á meðal til I.eith. Kvað svo ramt, að þar, að skip urðu ekki afgreidd um tíma; þar voru áflog á götunum suma dagana. Alt er gert sem hægt, er til að koma sættum á í Bretlandi. Menn fara með sáttaboð seint og snemma, og þegar það dugarekki þákomahótam ir, hótað lögreglu, herliði og öðiu slíku. Yerkamenn láta þó venjulega ekki hræða sig, hitt er algengara, að þeir hræða aðra frá að vinna þá vinnu, sem þeir hafa lagt niður. Út af því koma svo áflog og linnir þeim oft ekki fyr eg herliðið skerst í leikinn. Mikil æsing fylgir verkföllum, sem von er, þá gefst oft þjófum og ræn- ingjum færi á að leika listir sínar í blóra við vinnulausa verkamenn. Verkfallsmenn láta líka oft til sín taka með ýmsu móti. Sagt er að gullnemarnir í Johannesburg og Kimberley (í Suður-Afríku) hafi beitt misþyrmingum og kveikt í húsum. Verkfallið sem núna stendur yfir getur haft afaiilJar afleiðingar fyvir okkur íslendinga. Jæith er eina höfn- in á Bretlandi sem tniliiiandaskipin hafa áætlun á. Viðskifti evu því mjög bundin við þessa borg. Og þegar svo fæst engin afgreiðsla þar, þá er ekki von að vel fari. Þetta er þvi baga- legra sem sumar vörur (smjör, fros inn lax o. fl.) þola ekki langa geymslu í skipi. Mörg önnur óþægindi fylgja verk- föllunum, sem hafa áhrif á verslun- ina að meira eða minna leyti. Pað er liklegt að þetta verkfall standi ekki lengi. Pað hafa gengið svo mörg verkföll yfir Bretland þessi síðustu ár og verkmannafélögin þar af leiðandi veikari fyrir þegar til lengdar lætur, þau endast, ekki til að launa allan þann manngrúa til lengd- ar sem verkfall gerir þar á hverju ári núna í þrjú ár. Stjórnin mun lika gera sitt til að koma á reglu í landinu sem allra fyrst. Kolaverkfallið i fyrra er hið mesta verkfall sem sögur fara af. Bakaði það Bretum feikna tjón, ;bæði á versl- un og iðnaði sem nærri má geta. En aíleiðingar þess ná miklu lengra. Kolaverðið hefir hækkað ákaflega og kemur það auðvitað niður á öllum sem kolin nota. Iðnaður, sem rek- inn er með gufuafli, hlaut auðvitað að hækka í verði og útgerð gufuskip- anna varð dýrari og flutningarnir þá líka. Á hinn bóginn fengu kolanemar kjór sín bætt og gátu þá um leið leið veitt sér betra- viðurværi. Peir fóru að borða smjör í staðinn fyrir smjörlíki; einnig gátu þeir leyft sér að borða meira kjöt, fisk og egg. Við þetta vex eftirspurnin á þess- um vörum og þær hækka í verði, það verður að flytja meira af þessu inn í landið. Af þessu leiðir svo aft- ur það, að framleiðendur ab þessum vörum keppast við að flytja úi svo mikið sem þeir geta, og við þetta hækka svo þessar vörur í verði í þeirra eigin landi. Kaupstaðai búar verða svo að borga miklu meira en áðurfyrirþessarnauðsynjar, og til þess að geta lifað neyðist verkafólkið til að setja upp kaupið. Á þennan hál.t getur eitt verkfall orðið orsök í öðiu nýju. Boðskapur Grikkjakonung-s. Pann 5. f. m. lét Grikkjakonungur birta eftirfylgjandi boðskap: „Til þjóðar minnar! Eg kveð þjóð mína fram í nýja baráttu. Oss hefir auðnast, í sam- bandi við önnur kristin ríki, að hrósa sigri að lokinni baráttutil lausnarþjóð- um trúbræðra vorra, að útrýma þræl- dómnum og sjá hin grísku vopnin ktýnast heiðri, bæði á sjó og landi. Hið sigraða tyrkneska ríki hefir látið löndin, sem Jeyst voru, af hendi við sambandsþjóðirnar í félagi. Gríska stjórnin óskaði þess, að lönd- um yrði skift á friðsamlegan hátt að tiltölu vib rétt hverrar sambandsþjóð- ar og stakk enda uppá gorðardómi ef misklíð kæmi upp. Búlgaríustjörn sem ólíkt hinum þjóðunum gerðist heimtufrek, færðist undan allri gerð en reyndi að eigna sér mestan hlut af ávöxtum sigurvinninganna. Hún vildi ekki láta bandaþjóðirnar fá lönd að tiltölu við það sem þær höfðu kostað til, og vildu heldur ekki við- urkenna þá sjálfsögðu nauðsyn sem ber til að halda jafnvægi miJIi ííkj- anna, en beitt allskonar brögðum og hrekkjum, en gleymdi um leið mark- miði ófriðarins og skyldum sínum gagnvart bandaþjóðunum. Búlgarar gleymdu hinni dýrkeyptu reynslu, sem þjóðirnar á Balkanskaganum hafa fengið í ófriðinum og þeim glæsilega árangri sem þeir hafa boiið úr být- um fyrir samtökin, en nú taka þeir að berjast gegn frelsinu og bera vopn á sambandsþjóðirnar til að fótumtroða réttindi þeirra og gera með því að engu hið heilaga markmið ófriðarins. Skylda bandaþjóðanna gagnvart þess- ari dæmalausu hát.tsemi Búlgara er auðsæ. Þær verða að vaka yfir rétti sínum og viðhalda samtökunum til að bjóðafrekju Búlgara byrginn og varð- veita heillakjór sin með þvj að ónýta kröfur Búlgara urn yfiiráð í banda- laginu til þess að tryggja jafnvægið milli Balkanríkjanna, sem er nauð- synlegt til þess að þær geti lifað í einingu. Gríska þjóðin, sem er samþykk Serbum og Svartfellingum og treyst- ir á helgi málefnis síns, tekur aftur til vopna og byrjar aftur stríðið fyrir föburlandið. Eg heiti á hermenn mína, bæði á sjó og landi, sern hafa gefið Grikk- landi frægð, ug bib þá að berjast áfranr hinni göfugu barattu til að forða bræðrum vorutn, sem leystir voru undan ánauð Tyrkja, fiá að lenda aftur í nýjum og hræðileguin þrældómi, sem nú vofir yfir þeim. Eg er sannfærður um að þjóðin hellenska inun með óbifanlegu trausti á mátt sinn og rétt og hreysti iiðs-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.