Suðurland


Suðurland - 02.08.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 02.08.1913, Blaðsíða 4
32 SUÐUR'LAND firði. Talað er líka um að koma á raflýsingu á Sauðárkróki. Á öllum stöðunum á að nota vatnsaíl; þeir sletta skyrinu sem eiga það. Hvenær skyldu þorpin á Eyrum verða lýst með ljósum íramtíðarinn- ar? Þingyallasíminn var nýlega opn aður til afnota fyrir almenning. Er það hið mesta hagræði fyrir ferðafólk sem fer til f’ingvalla og verður eflaust til að auka ferðamannastrauminn þang- að að miklum mun. Það er lika mikið í það varið fyrir þá sem búa í f’ingvallasveit að hafa síma; mun það spara marga ferðina yfir heiðina í vondri færð. Ranghermi er það, sem J. Ól. segir í blaðinu „Reykjavík" 19. f. m., að Bændaflokkurinn hafi verið sem starfandi flokkur á síðasta þingi, eða haldið flokksfundi þá. Flokkurinn var alls' ekki stofnaður til fulls fyr en nú í þingbyrjun, drög til flokksmyndunar aðeins gerð í fyrra 1 þinglok. fjóftviljinn býður Bændaflokkinn velkominn — á sína visu. Getgátur hans um flokkinn eru álíka ábyggi- legar og góðgjarnlegar og frásögn hans um það, er gerðist á þingmannafund- inum 3. f. m. Ritstjóri Þjóðviljans hefir einhvern ýmugust á stofnun Bændaflokksins. Önnur blöð í Reykjavík hafa látið hana afskiftalausa, eins og rétt var að sinni. Vera má að flokkurinn birti einhverntíma stefnuskrá sína á pappírnum, en meir mun honum um- hugað að birta hana í verki, á þann hátt verður hana mest að marka. f*að er lítill vandi að skrifa fallega stefnuskrá, hitt er meiri vandi að efna þegar miklu er lofað. Það er svo al- geugt að „efndanna er vant þó hejt- in séu góð“. Dagurinn í dag (2. ág.) er hinn venjulegi þjóðminningardagur; að þessu sinni er ekki getið um neiun mann- fagnað neinstaðar. Drengur á flmta ári datt út af bryggju á Oddeyri og druknaði. Þilskip Eyfirftiuga, þau er til þorskveiða ganga með færi, hafa fisk- að fremur vel alment í vor og sumar. Sild seld fyrirfram. Nokkuð mun vera búið að selja af herpinóta- síld frá Eyjafirði fyrirfram í útlönd- um a 17—18 kr. tunnuna. Túnasláttur í Eyjaflrði alment hálfnaður (18. júlí). Sumir þó búnir að hirða alveg, þvi góður þurkur hefir verið þessa viku. Töðufall í meðallagi. Á Skagafirfti hefir herpinótaskipið „Dania" fengið nýlega 130 tn. af síld. Síldarverksiníftjau i Krossanesl (við Eyjafjörð) ætlar að kaupa síld til bræðslu og síldarmjölgerðar af 15 eimskipum í sumar og auk þess salta afla þriggja eimskipa. „Norðrl". ©Trá alþingi, Simað frá Rvík 1. ág. Fjárlögin sitja föst í nefnd enn, veit enginn nær þau koma. Fjáraukalögin komu úr neðri deild í dag. Járnbrautarmálið til umræðu í neðri deild í gær í fyrsta sinn. Varð um það allhörð senna, og síðan sett i nefnd. í nefndinni eru: L. H. B. (form.), J. Magn. (rit.), Sig. Sig., B. Kr., Valtýr, Eggert, M. Kr. Frumvarp um hallærisvamir kom ið í nefnd: B. f’orl., G. Bj., Guðjón Guðl., J. Jónatansson og Pórarinn. Frá útlöndum. Viftbúnaftur Rússa. Það ersagt að Rússar séu að bæta tvær járn- brautir, sem liggja að landamærum fjóðverjar. Á að nota brautir þessar eingöngu til að flytja hernaðavgögn. Haft er eftir „kunnugum" mönnum, að viðbúnaður muni vera nokkuð mikill þarna og muni Rússar til þess búnir að mæta í ófriði þarna á landa- mærunum. Harður atgangur mundi það verða ef þeir keisarainir færu í eina brönd- ótta á þessum slóðum. Framfarir í Vestur Indium. Rað þykir nú fullséð, að þar á eyjunum séu stórframfarir í vændum. Á St. Thomas eru mörg fyrirtæki á leið inni. Fyrst er stór rafstöð, tvö stór brauðgerðahús, rekin með gufuaíli, og svo hafa t.vö stærstu olíufélög heimsins fengið leyfi til að setja þar upp stöðvar til að selja olíu handa skipum. Á St. Croix er verið að leggja tal síma um alt landið. Par er nýstofn- að bifreiðafélag og nú er verið að tala um að útvega gufuplóga til að nota við jarðyrkju. (Eftir ,,ltigct“.) tJClufavalta. U. M. F. „Skarphéðinn" heldur hlutavelt.u (tombólu) 17. ágúst íhinu nýbygða húsi sínu við Kotströnd í Ölfusi. Marglr eigulegir munir, t. d. lömb, sem gefin hafa verið, og fleira. Jörðin Skarfanes í Rangárvallasýslu, fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1914. Alt land jarðarinnar, að slægjulandi undan- skildu, er skógi vaxið, og þarafleið- andi með beztu útbeitarjörðum sýsl- unnar. Lysthafendur semji við ábúandann, Finnboga Höskuldsson, sem gefur allar nánari upplýsingar. Alt að 1000 tómar steinolíu- og olíutunnur óskast keyptar mót borgun út í hönd Tilboð, þar sem fram sé tekið það verð, er óskast fyrir tunnurnar, send ist til . Karl Strand á Siglufirði. TAPAÐ — FUNDIÐ. ■arri^.... ,.. Ný stigsvcif (Pedale) af reiðhjóli, 2 brýni í kössum hefir tapast á leið frá Rvík að Ölfusá. Skilist á prentsm. Suðurlands eða til hr. Þorflnns JónssonarTryggvaskála. Ritstjóri og ábyrgðarmaður; Jón Jánatansson, alþiugism. Prentsmiðja Suðurlands. 90 9l kvöldi, þurkað það út úr endurminningum eins og þegar vitlaust reikningsdæmi er þurkað út af spjaldi. En orðin sem hann hafði talað endurhljómuðu stöðugt í eyrum hans, hærra og 'hærra, og þó honum findist það ótrúlegt, þá hafði liann þó spilað frá sér lífsláni sínu eins og léttúðugur spilafugl. Hvar var nú mikilmenskan og þrjóskan sem hvíslað hafði þvi að honum að hann væri skyldur að sýna að hann léti ekki troða sig niður í sorpið? — Nú fanst hon- um hann vera aumasti maðurinn undir sólunni og óskaði sér undir græna torfu. Ástin forna vaknaði nú aftur í algleymingi og bitrar ásakanir skáru hann í hjartað, fyrir að hafa syndgað svo hrapalega móti henni. Nú sýndist honum útlitið enn ískyggilegra, vonlausara og svartara en í gær, því eftir það sem nú var skeð gat hann enn síður barið að dyrum í Rínstræti 27. Honum fanst að hver mann- oskja í því húsi hlyti að geta lesið úr svip sínum æfintýrið í Músa- turninum. Það væri betra að grafa sínar dýrstu vonir með öllu og lifa einsetulífi fjarri öllum mönnum, en taka þá sem fyrst biðist. — Retta alt var honum fyllilega Jjóst, en honum varð það og ljóst um leið, að hann var illa settur gagnvart Prúði, sem hann hafði skriftað svo einlæglega fyrir í gær, og það píndi hann ósegjanlega. Hvað mundi hún hugsa. Hvað hafði hún brotið af sér næturlangt, að hann gæti vísað henni á bug 3kilmálalaust; hann hafði reynt að kveykja kærleikseldinn í hjarta hennar, og hver vissi nema hon- um hefði tekist það. Hann hafði sannarlega reynt að telja um fyr- ir henni og sannfæra hana og hrekja allar mótbárur hennar. Hann hafði hátíðlega fullvissað hana um það, að hann væri trausts henn- ar verður. Og nú varð hann að skella skuldinni á vínið, eða þá hreint og beint að viðurkenna það fyrir henni, að hún hefði aðeins verið fullgóð handa honum af því hann hefði fengið hryggbrot hjá annari betri. Hann leið svo miklar sálarkvalir, að hann marg sárbölvaði til- veru sinni. En eitthvað varð að gjörast og hann stökk fram úr rúminu og fór að klæða sig. Lengi starði hann ofaní stígvélin sín, þungbúinn og hugsandi, loks fór hann í þau og þá fanst honum sem ósýnileg- ur kraftur streyma í gegnum sig frá gólfinu. Hann ætlaði að reyna að laumast í burtu frá húsinu áður en nokkur kæmi á fætur, sem hann vonaði að tækist, fara heim og skrifa Þrúði þaðan ástúðlegt og áhrifamikið bréf og útskýra sem vægilegast flótta sinn og trygðarof. Ekki var það heldur óhugsandi að hún hefði nú komist að sömu niðurstöðu og kvöldið áður, að þau ættu ekki saman og henni væri þessvegna kærkomin eftirgjöf af hans hendi. Hann flýtti sér nú í fötiu og opnaði varlega hurðina. Það leit út fyrir að allir svæfu í húsinu og hann varaðist að láta marra í stiganum. En þegar hann hafði slysalaust komist ofan í ganginn gegnt veitingastofudyrunum, opnuðust þær og Prúður stóð þar frammi fyrR honum. Svo var að sjá að hana grunaði ekkert. og henni þætti ekkert kynlegt þó hann færi hljóðlega, heldur áliti það vott þess, að hann vildi gjarnan kveðja hana i einrúmi og vot.ta henni ást sína. Pví skömmustulegri varð hann yfir að vera næstum því staðinn að verki eins og þjófur og hann gat ekki einu sinni stunið upp að bjóða henni góðan daginn. Hún sagði ekkert heldur, en kinkaði ástúðlega kolli til hans og dró hann með sér inn fyrir þrep- skjöldinn. Par inni brann lítið Ijós á borðinu og birtan var ekki meiri en það, að hann sá ekki roðann sem færðist um vanga henni. Hann sá aðeins grunlausa, glaða andlitið hennar og það var nóg til að hann misti móðinn til að skrifta fyrir henni. „Það verður víst svo að vera“, tautaði hann við sjálfan sig. „H flýrð ekki forlög þín og hegningin fyrir gáleysi þitt og léttúð verður þér ekki eftirgefin. Og fyrst hún hittir ekki aðra en sjálfan þig, verðurðu að taka þvi. Annars mundirðu særa saklaust hjarta því sári, sem aldrei greri, og svifta hana öllu trausti á mönnunum, ef þú brygðist trausti hennar svo miskunnarlaust og fyrirlitlega". Um þetta var hann að hugsa meðan lrann gekk um gólf fram og aftur í herborginu, líkt og fangi, sem er að reyna að sætta sig við fangavistina, Annað slagið sá hann henni bregða fyrir fram í eldhúsinu við að hita kaffið á brakandi glæðunum og matreiða morgunverðinn handa honum. Hún var sannarlega yndisleg og húsmóðurleg með hvíta húfuna og í hvíta léreftspilsinu. Og þegar hann hugsaði um hvernig hún fengi að ráða öllu eftir vild að hans eigin heima arni, fanst honum að forlögin hefðu verið sér mjög væg í refsingunni. Einum tvisvar sinnum spurði hún hann að einhverju, t. d. hvernig

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.