Suðurland


Suðurland - 09.08.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 09.08.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 35 Nú fást smíðako kora nýlega. Losaði nokkuð af salt inu í Þodákshöfn, en liggur nú hérna á höfninni og losar afganginn. „Von- in“, seglskip til sömu verslunar, kora í vikunni. „ingólfur" kom að Stokks eyii og í f’orlákshöfn í gær, til að sækja saltfisk. f-------------------------------1 Sýsiumaður og bæjarfógeti Guðlaugur Guðmundsson er nýlátinn. — Nánar næst. Ingólfur. nærri sextugur að aldri; banameinið var nýrnaveiki. Það raun sagt verða sem oftar, þegar góðir liðsmenn falla, að þar er mannsvant er hann stóð. -----<x>o---- cSárnGrautarmálið. Það er nú komið inn á þingið t.il umræðu og í nefnd. Við fyrstu um- ræðu urðu um það fjörugar umræð- ur, og gengu þær nokkuð á móti frumvarpinu. I?að er þó eftirtektarvert, að þeir sem mæltu á móti frumv., tjáðu sig þó vilja járnbraut austur, og það er þó aðalatriðið. Pá er meiri von þess að einhver ráð finnist til að koma járnbrautinni áfram, ef allir fylgjast að því. Mjög svo eðlilegt að menn deili nokkuð um ráðin fyrst í stað; það er það algenga vor á meðal. En hraparlegt væri það ef menn gleymdu í þeirri deilu sjálfu málefninu og létu svo málið dragast um of fyrir þá sök. Kratan um járnbraut hingað aust- ur verður skýrari með hverju ári sem líður, og úr því málið er komið í frumvarpsformi iun á þingið, þá er óhugsandi að það verði aftur látið falla í mók. Einhversstaðar sáust þau mótmœli nýlega, að ekki væri þörf á járnbraut hingað austur, þvíbifreiðaferðir mundu komast á mjög bráðlega. Höfundur þeirrar athugasemdar ætti nð grípa tækifærið sem bráðast til að ná í þau forréttindi að fullnægja flutningaþörf- inni austur yfir heiðar þegar hún er mest, og nota aðeins bifreiðar. Nei, í alvöru talað er það ekki nema fyrir óvita að ætla sór að bæta verulega úr samgönguleysinu með þeim bifreiðum, sem enn hafa verið reyndar hér á vegunum. fær verða ekki notaðar að staðaldri nema sum- artímann, og þá nærri eingöngu til mannflutninga; og ekki er það fyrir kotbændur „að keyra í bíl“ til höf- uðstaðarins svo oft sem þeir þurfa, meðan fargjöldin eru lik því sem þau eru nú. Járnbraut austur. eða höfn austan- fjalls er það eina sem bætir verulega úr, og eftir því sem fram er komið, þá er það járnbrautin ein sem von getur verið um eins og nú standa sakir. Með þessu er þó ekki sagt að al- þingi ætti að samþykkja nú i sumar lög um járnbrautarlagningu. Miklu réttara væri að þingið reyndi að und- irbúa málið sem best, og gæfi síöan hlutaðeigandi héruðum kost á að at- huga það og láta uppi álit sitt. ffing- ið má alls ekki flaustra málinu af að héruðunum •fornspurðum, síst af öllu að leggja á þau byrðar. Gott er það að frumvarpið kom fram, en enga nauðsyn ber til þess að gera það að lögum nú þegar. Margir hafa óskað eftir járnbraut, en auðvitað með því skilyrði, að hún yrði ekki alt of dýrkeypt. Og svo gæti farið, að nokkrum þætti frumv. helst til mjúklátt. Það er líka mjög vafasamt hvort það er rétt að ætla sér að veita réttinn öðrum, í stað þess að landið tæki hann sjálft og stofnaði og starfrækt.i brautina á eigin spýtur. t Ráðherrafrú Ragnheiður Hafstein, Hún var fædd 3. apríl 1871. For- eldrar hennar voru: Stefán, siðast prestur í Vestmannaeyjum, sonur Helga biskups Thordarsens, og kona hans, Sigríður Ólafsdóttir (sekretera Stephensen) úr Viðey. Hún ólst upp hjá Sigurði Melsteð forstöðumanni prestaskólans, og konu hans, Astríði föðursystur sinni. Hún giftist 1889 eftirlifandi manni sínum, Hannesi Hafstein, þá mála- færslumanni við landsyfirréttinn. Eign- uðst þau saman 10 börn, og eru tvö þeirra dáin, en hin ílest í bernsku. Ragnheiður sál. var fyrirmyndar- kona að höfðingskap og mannkostum ; hún var fríðleikskona mikil og sómdi sér altaf ágætlega. Vinsæl var hún af æðri og lægri, enda var hún hin mesta góðgerðakona. Heimili þeirra hjóna var forðlagt fyrir rausn og myndarskap, Tar er nú stórt skarð er hún stóð. cTrá alþingi. Frumvörpin um tekjuskatt og fast- eignarskatt eru fallin. Ráðherra hefir tekið aftur þau önnur frumvörp, sem stóðu í sambandi við þau. -------0*0*s>---- Á víð og dreif. Hvalreki. Síðastliðinn laugardag rak 14 álna langan hval (andarnefju) á Skipafjöru, skamt fyiir vestan Baug- staðakamp svonefndan. Skipakomur: „Henry“, skouoila með saltfarm til versl. „Einarshöfn", Sildarviirt hefir orðið á Stokkseyri þessa viku. Heldur er síld in mögur og ósjáleg. Frá Austfjörðum er sögð góð tíð og góður grasvöxtur. Afli tregur á Seyðisfirði, enda skortur á góðri beitu. Á Akureyri er sögð góð tíð og grasvöxtur góður í Eyjafirði. Síldar- afli rír framan af. Nýtt dísilvélaskip er hlaupið af stokkunum hjá Burmeister & Wain. Tað er 6500 smál., hefir 2 stórar og 2 smáar disilvélar með 2400 hesta afli. Allar vélar á þilfari eru knúnar með rafmagni. Frá Yestinaiinacyjum 30. júlí: Yalurinn kom i morgun með 2 þýska botnvörpunga inn á Vestmanna- eyjahöfn; hafði tekið þá við Portland. Beinhákarlar 2 veiddust í Vest- mannaeyjum í nótt, en þeir eru mjög fátíðir. Góð síldveiði sem stendur. („fsafold"). Tombóiunni sem U. M. F. „Skarphéðinn" í Ölfusi ætlaði að halda 17. ágúst, verður frestað til sunnud. 24. ágúst. TAPAÐ FUNDIÐ. Járnbrautarslys í Danmörku, ■ ' -- H Tveir hestar í óskilum: Esbjærglestin rann nýlega út af Brúnn, mark: hangfj. a. h. og sporinu. Milli 10 og 20 manns fór- sýlt vinstra. ust; einn af þeim var Sabroe fólk- Rauður, mark: heilrifað hægta. þingismaður. Margir slösuðust meir Báðir klárgengir. og minna. Réttur eigandi vitji þeirra til Björns ! í ■o 1 —‘ Markússonar á Gaíli í Villingaholts- hreppi, og borgi áfallinn kostnað. Engar nýjar fregnir af ófriðinum. Svipa, látúnsbúin, hefir fundist. Vitja má á prentsmiðjuna og borga auglýsingu þessa. Gabricl frændi. 93 Hún kinkaði kolli samþykkiandi. „Svo er eitt enn“, sagði hann. „Þú hefir hugsað þér að fara burtu héðan, sem þjónustustúlka. Það mátt þú ekki gjöra, eins og þú getur nærri. Pú verður að vera hér áfram, hjá frænku þinni. Unnusta mín má ekki ganga í þjónustu hjá ókunnugu fólki. Viltu lofa mér því?“ „Já, en það verður ekki svo hægt um vik,“ sagði hún hugs- andi, „fyrst eg get ekki sagt ástæðurnar. Það eru nú samt þrír dagar þangað til, svo eg get sjálfsagt fundið einhverja sennilega ástæðu. Svo þegar öllu er á botninr. livolft, fellur það saman við óskir og fyrirætlanir fólks míns hér, eí eg hætti við að fara og segi því að eg verði hér kyr fyrst um sinn.“ „Þá er það afráðið!" sagði hann og stóð upp. Hér er nú hring- urinn, vina mín góð, þú getur borið hann eða geymt hann, eftir þvi sem þér sýnist. Komdu nú með fingurinn, svo skal eg setja hringinn upp á hann.“ Hún blóðroðnaði og leit niður fyrir sig. Svo tók hún litla stein- hringinu sinn og rétti honum svo feimnislega, að hann komst við af því. „Hann er einskisvirði," sagði hún, „en honum fylgir trygt og hrekklaust hjarta, og eg vona að þér lítilsvirðið það ekki!„ Hann faðmaði hana að sér eins og elskulegt bain og kysti á munn henni. Svaraði hún blíðuatlotum hans vingjarnlega og hæg- látlega. Hún vatt sér skjótlega úr faðmi hans og tók litla bók úr barmi sér. „Eg skrökvaði að yður í gærkvöldi," sagði hún hálf gletnislega. „Eg sagðist vera fátæk eins og mús í holu, af þvi eg vildi reyna yður, en það var nú ekki satt, því er nú betur. Sko, lítið þér á sparisjóðsbókina mína, hérna standa 160 gyllini í henni, og eg. læt renturnar altaí leggjast við höfuðstólinn, og þá vex upphæðin með timanum. Þetta hefi eg sparað saman af drykkjupeningum þeim og nýársgjöfum, sem mér hafa áskotnast, einnig á eg sitt af hvoru innanhúss, svo þér megið ekki skammast yðar alt of rnikið mín vegna.“ Hún leit á hann, sigri hrósandi og sló með fingrunum á töl- urnar i bókinni, svo hann gat okki að sér gjört nema að hlæja. „Sjáum við til,“ sagði hann. „Eg hefi þá náð mér í ríka gift-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.