Suðurland


Suðurland - 16.08.1913, Side 1

Suðurland - 16.08.1913, Side 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IY. árg. Eyrarbaklta 16. ágúst 1918. Nr. 10. ••• S u ð u r 1 a n d kemur út einu sinni i yiku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatanssoná Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Byrarbakka: skósmiður Guðm. Ebenezerson og yerzlm. JónAsbjörnsson (við verzl. Einarshöí'n). í Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Liverpool. Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. i • 8 3 i Niðurskurður. Það hafa heyrst háværar raddir iim það, að eitt af því, sem allra fyrst. bæri að lagfæra i þessu landi, séu skattamálin. Fjáikrðfurnar aukaat með hverju ári, hversu mikið som piódikað er um sparnað, og aldrei hafa þær verið meiri en nú. Alþingi heflr verið að reyna að lappa við gömlu gjaldstofnana með ýmsu móti til bráðabyrgða, því svo er alment álitið, að gerbreyta þurfl skattalög- gjönnm ] byo dioit) or Liún nú oj ðin. Þetta hefir þingi og stjórn verið Ijóst, og hafa. því verið gerðar ýmsar til raunir til að finna nýjar og hagkvæm- ar leiðir. Stjórnin hefir oftast haft eitthvað meðferðis fyrir hvert þing, þingmenn hafa flutt tillögur og þing- nefndir verið settar víst á hverju þingi. Og til þess að láta einskis ófreistað, þá hafa verið settar milliþinganefndir 1907 og 1912, og þær hafa bent á ýmsar leiðir, færar og ófærar. Al- menningur hefir heldur ekki þagað. Kvartanir hafa komið fram, bæði í blöðum og á þingmálafundum. í mörg ár hefir þingið haft málið til meðferðar og við kosningar er því hampað sem væri þetta aðalmálið. Meiri umhyggja er va.ia boiin fyrir öðru máli — í orði. ‘"'Sfeí. ^ E*að mætti ætlast til að einhver sæmileg niðurstaða væri nú fundin, sem einhver gæti verið ánægður með í bráðina, þó ekki væri nú meira. En mundi nú miklu logið þó sagt væri, að tæplega finnist nokkur maður, sem um málið hugsar í alvöru, er gæti haldið því fram, að skattafyrirkomu- ag voit sé viðunanlegt, í bráð eða lengd? Alþingi 1912 tók til þess óyndisúrræðis að lögleiða vörutoll, mjóg óvinsælan, og því er líka hald ið fram, að hann eigi aðeins að gilda í bráðina. Milliþinganefndirnar hafa gert ýms ar tillögur allgóðar, og rökstutt þær að ýmsu leyti, en ekki hafa þær fund ^ð náð hjá þinginu, og þingmálafund imir hafa flýtt sór að fordæma þær í tíma. Alstaðar eru menn á verði til að gæta þass að alþýðunni sé ekki íþyngt með nýjum álögum. fað er í þeirra augum sem sé ekki nýjar álógur það, að láta marg úrelt og ranglátt skattafyrirkomulag haldast, og ef í harðbakka slær að herða þá gömlu hnútana og láta svo alt slarka áfram með gamla laginu, þrátt fyrir allar kröfurnar utan þings og innan um endurskoðaða skattalöggjöf. Þetta væri þó afsakanlegra, ef þeir menn hinir sömu hefðu sett sér það mark og mið i fjármálum, að láta gömlu skattana hrökkva fyrir útgjöld- um, spara það mikið. En þvi er ekki að heilsa. Kröfurnar um aukin útgjöld evu það harðar, að enginn þingmaður treystir sér til að dauf- heyrast við þeim ab öllu leyti, og þess væri heldur ekki óskandi. Og úr því sem komið er, liggur ekki annað fyrir en viðurkenna það hátt og í hljóði, að framfaraviðleitni þjóð- arinnar á síðustu árum útheimti meira fé en það sem nægilegt var kallað á þeim á þeim árum, er gömlu gjaldstofnarnir þóttu sæmilega sann gjarnir. Illa mundi því tekið, ef þing ið kipti mjög snögglega að sér hend inni um öll fjárframlög, og það væri hfldur ekki holt úr því skriðurinn er kominn á. f’jóðin heíir heldur aldrei .... .■■■■ -i—." ... Það er sagt, að ef fjáraustuiinn haldi áfram, þá verði landið gjald þrota ef ekki só undinn bráður bugur að því að afla meira fjár í landssjóð inn. Auðvitað gæti það verið vafa- mál hvort réttara væri að takmarka fjárveitingarnar svo tekjur nægðu fyr ir útgjöldum, eða þá að auka tekj urnar og halda áfram ,,að eyða“,eins og sumir kalla það. Líklega mundi þó vafinn hverfa, ef gengið væri fyrir alla framleiðendur í landinu, því senni- lega vildu menn missa fátt eitt af því, sem verulegum fjárhæðum hefir verið varið til síðust árin, en við þvi mætti búast, að einhverjum yrði að geta þess, að sumt af því mætti oðruvísi betur fara. Og líklega vak ir þetta fyrir þjóð og þingi, því svo er að heyra að fjárkröfur til þingsins séu ekki minni en áður, og ennþá hefir þingið ekki iýst því yfir að það ætli að ganga langt, aftur á bak um fjárveitingar. En það eru úrræðin sem um er spurt. Tillögur milliþinganefndarinnar frá 1907 hafa að miklu leyti legið á milli hluta öll þessi ár síðan þær komu út Aftur var miklu rnoira um tillögur nofndarinnar 1912, og num því mest hafa ráðið kolamálið sæla. Það fékk þá útreið, sem kunnugt er, en ekki er það alveg víst hvort . það hefði hlotið þann enda som raun varð á hefðu menn vitað þá atburði fyrir, er síðan hafa gerst.. Stjórnin hefir nú lagt, fyrir þingið tvö skattafrumv., að miklu leyti þau sömu sem milliþingan. 1907 lagði fram um tekjuskatt og fasteignar- skatt, og svo mörg önnur frumvörp, er stóðu í nánu sambandi við þau, og er þess getið áður hór í blaðinu. Neðri deild alþingis fékk frumvörp in til meðferðar og -s'etti nefnd til að aðgæta þau enn betur. Nefndin klofn- aði, og lauk svo, að meiri hlutinn var þó með frumvarpinu með litlum breyt- ingum. Ekki hefir það frétst að neinar aðr- ar tillögur hafi .komið fram, er jafn- gilda skyldu frumvörpunum, svo hér var ekki að sjá að þingið hefði neitt betra að bjóða, enda búið að gera svo margar tilraunir, að við því var varla að búast. Og nú kemur málið til umræðu í deildinni, og búist var við að þab yrði samþykt, þó ekki væri nema sem nokkur bót í bráðina. En þegar til atkvæðagreiðslu kom, þá voru þegar sýnileg forlög þess fyrirfram; það var með naumindum að það skreið til þriðju umræðu í neðri deild, og við þá umræðu var aunað frum- vörpið felt. Þar með hefir neðri deild alþingis kveðið upp þann dóm yfir sjálfri sér, að hún sé ófær til að ráða verulega bót á þessu sann kallaða vandræðamáli. Og þetta er svo kallað að „verja alþýðuna fyrir nýjum álögum" og „íþyngja ekki atvinnuvpgunum". En sannleikurinn er sá, að verri bjarnargreiða var ekki hægt að gera alþýðu né atvinnu vegunum, en láta þetta mál liggja enn í skötuliki um ótiltekinn tíma. Það gat] verið rétt að fella frumvörp stjórnarinnar, en þó því að eins forsvaranlegt, að eitthvað jaftr- gott kæmi í staðinn. Þegar þetta eina frumvarp var fallið, þá voru um leið sjálf fallin þau frumvörp sem voru bein afleið ing af því frumvarpi, enda tók ráð herra þau öll aftar. Raunin virðist það ekki endilega sjálfsagt að svo þurfi að vera, og vist eru sum þeirra nauðsynleg eftir sem áður, eins og t. d. jarðamatsfrumvarpið. En er það ekki skiljanlegt að ráðherra só búinn að fá nóg af drápgirni neðrideildar þingmanna á stjórnarfrumvöipunum í þetta skiíti, þó hann láti ekki halda áfram að smána stjórnarfrumvörpin, þegar hann á þessj kost að afst.ýra því ? Þetta afrek neðri deildar verður henni ekki til sóma, þó máske ætlist þeiij þingmenn til þess, er að því unnu að drepa frumvöipin. Megna van þökk eiga þeir skilið, bæði vegna þese, að þeim bar skylda til að greiða eitt- hvað úr málinu, vinna eitthvað gott fyrir það, og svo eins vegtia þess, að með þessu hafa þeir kallað vantraust yfir þá deild alþingis, sem að rétt.u lagi á að haía frumkvæði í öllum fjármálum. Héðan af getur þingið ekki komist hjá vanvirðu í þessu máli, nema það taki rögg á sig og finni ráð belri en þau sem það ónýtti. 2. Ófriðurinn. Síðastl. laugardag (9. ág.) var sím- að til Rvíkur að búið sé að undir- skrifa friðarsamninga milli Balkan- þjóðanna. Búlgarar samþyktu aliar kröfur. Loksins er þá friður kominn á eft- ir hina miklu styrjöld á Balkánskag- anum. Friðarsamningarnir eru enn eigi kunnir, en líklega eru þeir harð- ir í garð Búlgara. Er það og meir en maklegt, svo yfirgangssamir sem þeir voru meðan þeir héldu sig geta ráðið mestu um skiftin. Ófriður þessi hlýtur að hafa marg- ar og þýðingarmiklar afleiðingar, einn- ig síðar meir. Takmörk Tyrkjaveld- is eru færð svo saman, að það er nú ekki nema skuggi hjá því sem áður var. fíyjarnar og sundin í Grikklandshafi koma í annara hend- ur, og það skiftir miklu í ófriði hver þar ræður mestu. Albanía verður líklega sjálfstætt ríki. Öðrum hlut- um Tyrklands verður svo skift milli sigurvegaranna, og bera nú líklega Búlgarar lítið frá borði fyrst þeir héldu ekki friðinn yfir skiftunum. Ríkjaskipunin á Balkanskaganum breytist auðvitað mikið, og getur það skift miklu máli síðar rneir, er þjóö- irnar þar ná sér aftur eftir ófriðinn, og fara að keppa um yfirráðin. Kjarnfóður. Það vakti allmikla eftirtekt, er landlæknirinn birti grein sína um „Næstu harðindin". Margar af at- hugasemdum hans voru góðar, og ef- laust hafa þær vakið margan mann til umhugsunar. Ritgerðin kom líka á þeim tíma, er harðindin og fellis- hættan vofðu yfir. Hún virðist og hafa haft tilætluð áhrif að nokkru leyti, því nú hefir þingið sett nefnd til að íhuga málið; hallæiisnefnd er hún kölluð. Hún hefir komið með lagafrumvarp um að stofna hallærissjóð.í landinu. Til- laga landlæknis var og sú, að laúdið tæki að sér einkasölu á korni og sæi Íyrir að nægar kornbyrgðir væru jafn- an fyrir hendi, hvað sem upp á kæmi. Eftir því eru úrræðin: lögskipað gjald og Jandssjóðsverslun. Hér hefir þjóð- in þá ekki annað að gera en að hlýða lögum landsins bókstaflega, svo sem þau eru sett af háttvirturn fulltrúum hennar á alþingi. Þá er hún sloppin

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.