Suðurland


Suðurland - 16.08.1913, Qupperneq 2

Suðurland - 16.08.1913, Qupperneq 2
38 SUÐURLAND hjá fellishættunni, og beinni leið veið- ur varla farin. Landlæknir vék sér mest að þeiiri hættu, sem leiðir af voða vetri. En það er lika til önnur hætta, sú er leiðir af erftðu sumri, þó ekki séu ísalög fyrir landi meiri part sumars. Og einmitt slík hætta vofði yflr suð- urlandsundirlendinu fyrir skemstu og vofir reyndar enn. Pað er sú hætta, sem eðlilega ftlýtur að fylgja því, er taðan hrekst öll á túnum, þótt ekki verði nú meira að, eins og t. d. það, að verða þar á ofan að hirða hana varla meir en hálf þurra, og það kem- ur stundum fyrir, eða þá að ná engu heyi óhröktu alt sumarið. Það má nærri geta að þá er illa tilstofnað undir veturinn, er slíkt ber við, þó ekki jafnist það á við fellir, og þó getur það orðið nokkur orsök til hans. Skaðinn er bersýnilegur fyrirfram, því annaðhvort verða menn að fækka fénaðinum sér til meins, eða þá að ala hann á léttum heyjum, þó nóg kunni að vera að vöxtunum. Kjarnfóðrið vantar. Nú munu menn segja, að auðvelt sé að nálgast það frá útlöndum, með þeim samgöngum sem nú eru þó komnar. Suðurl. er líka kunnugt um að eiu verslun hér austanfjalls hefir gert ráðstafanir í þá átt; gerði það er út- litið með töðuna var sem verst. Viðkunnanlegra og öllu affarasælla mundi það þó verða, ef fundið yrði ráð til þess aðj framleiða kjarnfóður í landinu sjálfu, og það á hverju því heimili, sem nota þarf; um fjárhags- hliðina þarf ekki að tala. Suðurl. átti tal um þetta efni við búnaðarmann tinn, um það leyti sem horfurnar voru hvað ískyggilegastar. Hann sagði eitthvað á þá leið, að létt mundi taðan reynast í vetur, og okki mundi veita af að hafa eitthvað kjarn- betra að gefa. Mundi nú mikill munur á horfun- um ef bændur ættu þó ekki væri nema lítinn hluta af túnum sínum sáinn fóðurjurtura öðrum en grasi. Fóðurrófur og kartöflur mundu halda sinu gildi þó nokkuð rigndi, þar með mætti bæta nokkuð hröktu töðuna án þess að gefa mörg grips- virði fyrir — til útlanda. Þetta kemur líka vel heim við það, að holl- ast'sé að sem most af arðinum lenti í landinu sjálfu. En líklega þætti það kynlegt hátta- lag, ef einhver bóndi færi að beita plóginum á túnið sitt, kanske V4 af því, og fara að sá rófum eða kartöflum snemrna vors, áður en nokkuð væri hægt að sjá fyrir um töðuvöxtinn og töðuþurkinn. Sá sem þetta gerði hlyti þó að hafa hugsað sig nokkuð um áður, og líklega mundi hann svara því, að ef illa tækist til með töðuna, þá ætti hann þó dálítið kjarn- fóður, en ef vel tækist til, þá væri þó kjarnfóðrinu aldrei ofaukið og altaf gott að eiga það; skaðinn væri ekki nærri á móti áhættunni, þeirri að eiga alls ekkert kjarnfóður. Alt fyrir það mundi það þykja viðurhluta- mikið að fara að umturna túninu til þess arna, og það er víst, að ef öll tún eru nú komin í svo góða rækt, að ekki megi að ósekju við þeim hagga, þá er von þó einhverjum ftnd- ist þetta. En þegar sú er raunin á, að vel flestic bændur kosta uú ærnu fé til að róta um túnununr, þá ligg- ur nærri að athuga hvort ekki mætti sameina þetta tvent, jarðarbótina og kjarnfóðurræktina, í sama tilkostn- aði. Pað má hugsa sér bónda, sem á stórt og þýft tún og þunga fjölskyldu. Honum veitir fullorfitt að komast af, en sér að hann mundi komast betur af ef hann hefði tök til að slétta og bæta túnið, en einnig að hann er í voða staddur ef töðubrestur verður á einn eða annan hátt. Og 1 góðu ári sér hann sér fært að leggja nokk- uð í að bæta túnið, en ekki nærri það sem þarf; alls eklri má hann missa neins verulegs í með heyfeng- inn. Taki hann það ráðið að plægja þýfið og láta það svo bíða, þá missir hann gagnið af því um tima, en vilji hann herfa það og undirbúa það und- ir sáningu til fulls, þá má hanu ekki taka nema lítið fyrir í einu, vantar bolmagn tii að koma öllu af í kasti, en þá gengur lika jarðarbótin seint. Nú dettur honum nýtt ráð í hug. Hann plægir stóra spildu og sáir kar1 - öflum, því hann sér að þá getur hann notað ónýta vinnuliðið sitt til að vinna jarðarbótina með sér, með því að hirða reitinn; mest vinnur auðvitað náttúran að þessu. Með þessu trygg- ir hann sér nægar kartöflur til heim- ilisins, og sjálfsagt meira fóður handa fénaðinum heldur en þýfisbletturinn mundi hafa gefið af sér í heyi. Inn- an skamms fær hann þarna dún- mjúkan og eggsléttan blett, sem hann getur gert að túni þegar honum sýn- ist. Hann er líka laus við að berja þýfið þarnaum hásláttinn; ólíkthægara að sá í blettinn um vorið og taka upp úr honum á haustin eftir slátt- inn, þegar tíminn er ekki eins dýr- mætur. Með þessu hefir hann lengt sláttinn um þann tíma, sem fer til að yrkja reitinn, og fengið meira fóð- ur en áður; það erlíka það sein hann ætlaði sér. Ekki eru altaf kartöfluár og svo þarf líka áburð fyrir kartöflurnar. munu menn segja. Áburð þarf á alla jörð, sem á að gefa ávöxt, ekki síður fyrir gras en aðrar jurtir; og miklu hægara að nota sér áburð i garð en á tún, eins og nú standa sakir. En hvað kartöflurækt við kemur, þá er ekki bundið við aðein- skorða kjarnfóðurrækt við þær einar; fóðurrófur og gulrófur má líka rækta, og ef þetta þrífst ekki, þá er heldur ekki gott grasár, svo alt ber nú að einum brunni á endanum. Nokkuö er þó ótalið enn, som af þessu mundi fljóta, og það er, aðmeð þessu er upptekin sönn og skynsam- leg ræktunaraðferð. Hér er ekkert jarðníð á forðum. Ekkert getur verið nauðsynlegra og nytsamara fyrir búnaðirin, enþað, að menn þokist nær því marki að drotna yfir jörðinni með viti og dugn- aði, í staðinn fyrir ránsháttinn gamla, að höggva skógana án þess að gróð- ursetja tré á ný, slá útengið án þess að veita á, hirða töðuna án þess að bera á þann áburð sem til or, um- fram það sem ekki verður komist hjá að brenna. Til þessa eru ótal dæmi, sem allir þekkja. fetta hefir mjög breytst á síðustu tímum, því búnaðurinn er í framför. Það væru eigi lítil spjöll ef sú | framtör væri hindruð á dinhvern hátt. Og það getur ekki liðið langt um þangað til reynt verður alinent til svoita líkt fyrirkomulag og bent er til hér að framan. Ef tíu menn reyna og einum tekst, þá telur „Suðurl." sig hafa réttinn sín megin; ef engutn tekst, þá hlýt- ur það að beygja höfuð sitt í auð mýkt, og þó nöldra í barm sér, að betra hefði verið að hundrað hefðu reynt. Verður Dettifoss seldur? Sú fregn hefir flogið, að enskt iðn- aðarfélag sé búið að tryggja sér kaup réttinn á Dettifossi fyrir ákveðna upp- hæð. Það er sagt að þetta félag hafi 36 milj. kr. höfuðstól í innborg- uðu hlutafé og eigi verksmiðjur til og frá í Suður-Ameríku. Þáð mun þá ætla að teygja klærnar hingað líka, því hér ennþá ónumið land, hvað viðkemur notkun á afli fossanna. Sagt er að félagið muni leggja járn- braut frá fossinum ofan að sjó, um 8 mílna veg. Það er sagt að Detti- foss muni hafa nál. 410,000 hestöfl, og ef verðið er 200,000 kr., kostar hvert hestafl c. 49 aura. Eggjafoss (í Jamtalandi) var seldur í fyrra íyrir 250,000 kr., og hefir þó ekki full 7000 hestöfl; það verður 35—37 kr. hvert hestafl, eða í minsta lagi 70 sinnum dýrara. Það verður aldrei of vel brýnt fyr- ir mönnum hversu vaihugavert það getur verið að afsala sér fossunum athugalaust í hendur útlendinga; það er alveg víst að Þeir vita hvað þeir eru að gera þegar þeir bjóða gott verð í fossana. Alþingi. Frv. um verðhœkkunarskatt flytja þeii sömu sem flytja járnbrautarfrv. Frv. um breyting á bannlögunum. Flnm. L. H. B. og E. Pálsson. Aðalbreytingin að leyfa útlendum konsúluin annara ríkja að „flytja frá útlöndum einu sinni á ári hæfilegan áfengisforða til heimilisþarfa sinna um eitt ár í senn.“ Ilö/n í Vestmannaeyjum. J- Magn. flytur frumv. um að veita 83 þús. til hafnargerðar í Vestmannaeyjum gegn þreföldu framlagi úr hafnarsjóði Vestmannaeyja og landssjóðsábyrgð fyiir 167 þús. kr. lántöku, sem „Eyj- unum1' er ætlað að taka. Óneitanlega er brýn þörf á góðri höfn í Vestmannaeyjum. Frv. um hallœrisvarnir. Flutn.m. Hák. Kr., Jós. Bj., Guðj. Guðl. I-Iver maður, karl og kona, 18 ára og eldri, leggi 1 kr. á ári í hallæris- sjóð. Honum skal varið til að bæta úr neyð, sem stafar af liafís, eldgos- um eða öðrum slíkum plágum. Und- anþegnir gjaldinu eru ómagai og fangar o. s. frv. Landsjóður leggi sjóðnum 50 aura á ári fyrir hvern gjaldskyldan mann. Frumvarp um heimild veðdeildar Landsbankans til að láta skoða á 5 ára fresti hvort veð haíi eigi rýrnáð | í vorði, ílytur Br. Kr. Frumvarp um breyting á kosningar- lögunum. (Flmn. Bj. Þorl. og Hákon Kr.). Að eigi megi neinn frambjóð- andi sitja í yfirkjörstjórn, og að nota skuli stimpil til að marka krossinn við atkvæðagreiðslu. Frá Spitzbergen. Iængi liefir mönnum leikið hugur á að vitu hvort ekki vœri neitt bjarg- ræði að hafa á Spitzbergen. Er þar að vísu ekki liklega að leita um all- an jarðargróða, því landið (eða eyj- arnar) liggur langt norður í íshafi. Fiskiskipum er þar ekki vært heldur fyrir isum, og dýraveiðar eru heldur ekki neitt verulegar. Jörð er þar þó ekki alls ófrjó, ef rækt.uð væri, því Nordenskjöld gat látið hreðkur þrif ast þar. En fyrst ekki er auðlegð að finna í hinni lifandi náttúru, þá er að leita í hinni dauðu. Með því móti hefir mönnum og tekist að komast í mikil auðæfi þar, sem eru kolanámarnir. Framan af var Spitzbergen aðeins aðseturstaður fyrir heimskautafara og aðra ferðalanga í Norður íshaflnu. Nú á dögum er þar að verða einskonar útver eða Ameríka. Verkaménn fara þangað frá ýmsum löndum,. helst norð- lægum, t. d. Rússlandi, Noregi og N.Ameríku. Heldur er vistin hörð þar norður á hjara veraldar. Flestir fara verka mennirnir í kolanamurnar miklu og vinna sér inn drjúga peninga. Það er sagt, að þeim gangi þó misjafnlega að láta sér haldast á þeim, þó ekki sé þar glingur stórborgarma á boð-,’ stólum. Vistin er dauf og dagarnir langir allan veturinn þar niðri ínám- unum, og eitthvað verður að hafa sér til afþreyingar. Þá er tekið helst það ráðið sem síst skyldi, og það er að spila. Spilin eru létt í meðförum, en taka upp tíma — og peninga. Svo er spilafíknin mikil í verkamönnun- um þar norður frá, að spilaskuldirn ar verður að greiða á skrifstofu fé- lagsins um leið og kaupið er útborg- að, og er þá oft lítið eða ekkert af- gangs. Lífsþægindi eru lítil þar norður frá, sem nærri má geta. Skip ganga þangað aðeins um sumartímann, því á öðrum tíma er til trafala. Vetur- inn er langur og diinmur og kaldur. En kolatekjan er mikil, kölluð óþrjót- andi, og sagt. var það í fyrra, að kola- verðið mundi bráðlega lækka um alla Evrópu fyrir Spitzbergenkolin. Ekki hefir sú lækkun þó komið fiam hér á íslandi. Margir eru það sem keppa um at- vinnureksturinn þar norður frá. Mest er kappið í Ameríkumönnum og Rúss- uni. Ameiíkumenn viima þar óhomju- mikið af kolum og kolaafurðum. Þeir gera og sitt til að bæta vistina fyrir verkamenn sína. Nú í sumar sendu þeir þangað timbuð til húsagerðar, m. a. til að byggja sjúkrahús og forða- búr; lækna senda þeir líka. Sum skipin sem norður ganga hafa loft- skeytaáhöld. Rússar leggja kapp á að komast yfir sern mest land þar á kolasvæð- inu, „sem prívat eign“ einstakramanna eða félaga. Nokkur grunur liggur á

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.