Suðurland


Suðurland - 16.08.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 16.08.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 39 um það, að stjói$[§|>*hafi þar hönd i bagga og ætli sér eitthvað ineð þessu undir niðri. Landið er ilt yfirferðar og hvergi nærri rannsakað til hlítar. Maigar rannsóknaiferðir~eiu farnar þangað; fóru nokkrir Þjóðvoijar eina þeirra nýlega og mishepnaðist húu algerloga. Nú ráðgeni Frakkar leiðangur. For ingi fararinnar voiður lildega Hermann Stoll, sá er ferðast hefir hér um land og mörgum er kunnur. Það stóð til að farið yrði fiá Noregi í byrjun júlimánaðar, og skyldu þeir vera sex saman. Ókannaða landic er mest á austur og norðurhlutanum. Norðmenn gera sér töluvert far um að kanna landið og nota það. Það er ekki óhugsandi, að þó nokk- uð margt fólk flytjist þangað noiður eftir með timanum, ef fleiii og betri námar kynnu að finnast þar. Þar eru nú nyrstu mannabústaðir, og væri ef til vill róttara að kalla það selstöð fiemur en mannaheimkynni. Ekki er þess getið að neinir ís- lendingar hafi farið þangað norður eftir. Þess ætti heldur ekki að þurfa. ísland á ennÞA svo mikið af ónotuðu bjargræði, en nægilegan kulda, svo af þeim astæðum er óþarfi að fara að brjótast norður í heimskautalönd og gerast þar þræll útlendra auðkýf- inga. Öðru máli væri að gegna ef tök væru á því að gera út leiðangur og nema land til nytja. Það dettur víst engum í hug, enda nóg annað að starfa heima fyrir. En hvenær skyldum vér fá að sjá og reyna góðu kolin ódýru frá Spitz bergen, er svo mikið var gumað af í fyrra? Þar er verkefni fyrir kaup menn til að vinna landi sínu gagn. —-------o.<x>-—------ íslenskt og útlont skyr heitir dálítill bæklingur eftir Gísla Guðmundsson gerlafræðing, og fylgir Búnaðarritinu. Eins og nafnið bendir á, er efnið um skyr ýmiskonar, og þó mest það íslenska. Nefndar eru nokkrar út lendar tegundir til fróðleiks og sam- anburðar. Miklu lofsorði er þar lokið á skyr- ið og áhrif þess. Þar segir síðast: „Það er síst að vita nema skyr geti orðið verslunarvara. Bændur ættu að reyna að flytja það í kaupstaði tii söiu og vita hvernig tekst. Skyr ið mætti flytja í iíkum umbúðum og smjör, t. d. þjappa því niður í kvartej og hafa smjörpappír utan með. Best er þá að gera skyrið úr soðinni und- anrennu og sauðamjólk, og láta það standa ósíað minst 3 sólarhringa. Vitanlega getur þetta ekki lánast nema skyrið sé vel síað og mjög vandað. En mér væri Ijúft að láta af heudi kyngóða gerla í skyrþétta, handa þeim sem kynnu að vilja riða á vað- ið. Gott skyr mundi eflaust vera mjög útgengileg vara hór í Reykjavík og öðrum kaupstöðum, og þótt það seldist tregt í byrjun, mundi það ef laust smám saman ryðja sór til rúms. Mönnum mundi skiljast, fyr eða síðar, hve viðsjárvert er að leggja niður þá arfgengu venju vona hraustu forfeðra, að neyta skyrs og súrmjólk- ur í ríkum mæli." Frá Ameríku. Ofsahitar valda íuanndauða og þrautum uiii alla álfuna. Fjóra daga vikunnar 21.—28. júní og sunnudaginn 29. jiiní, gengu mikl- ir hitar nálega um alt fastaland Ame riku. Þá dagana dóu þrjátíu og sjö persónur af hita syðra, margir eiu sagðir hafa gengið af vitinu og fjöldi manna mikið eftir sig. í bænum St. Paul og Minneapolis urðu fimtán dauðveikir af hita á laugardaginn, en einn gekk af vitinu. Hitakast þetta náði frá Klettafjöll- um til austurstrandar og frá Mexicó- flóa norður eftir öllu landi, eins langt norður og til hefir spurst, og á öllu þessu svæði hefir hitinn valdið mikl- um óþægindum og jafnvel kvölum. í fáum borgum á þessu svæði hélst hitinn fyrir neðan 90 ° F., sumstaðar var hann miklu meiri; til dæmis var hann 100 gr. í borginni Bismarck í N. Dak., og jafnvel enn hærri á sum- um stöðum. Af öllum stöðum, sem fréttir hafa komið fiá, var manndauð- inn mestur 1 burginni Cleveland; þar dóu 13 af hita, í Chicago dóu 9, í Hammond Ind. 4, í Milwaukee 2, í Cincinnati 3, og annarstaðar færri, en mjög margir uiðu fárveikir af hitanum á þessum stöðum. Úr Chicago flýðu mörg hundruð þúsund manns til ýmsra staða við vötnin, en góðgjörðafélög gáfu fátækl- ingum, er í „blockum" búa, ís svo hundruðum tonna skifti, til að lina þrautir þeirra. í Cincinnati lögðu vagn- akarar niður vinnu, þeir sem ísvögn- um aka, en fólk stóð í stórum fylk- ingum framrai fyrir íshúsunum, að icjiia að aá í íomola, par tíl allUT ís var uppgenginn, og sendi þá bæj- arstjórn til næstu borga að útvega fólkinu ís ókeypis. — Á einum stað skektust járnbrautarteinar á stokk- um, og er hitabeiskjunni um kent, hrukku vagnar þar útaf, fullir af fólki og meiddust um 40 manns. Það var í Indiana ríki. í Canada hefir veðrið verið víðast hvar ákjósanlegt, hiti mikill að vísu, en stórar skúrir með köflum, sem best mátti henta jarðargróða. í borg- um hefir þótt í heitara lagi. í Winne - peg varð hitinn um 91 stig. Skrugg- ur voru miklar aðfaranótt laugardags- ins, svo að ekki hafa aðrar eins kom- ið á þessu ári; en um kveldið undir sólarlag þann dag var hitinn um 80 st'g í skugganum. Sama dagí fyrra komst hann uPP i 97 stig, en þá var heiðviðri og þurt um, og því var hit- inn síður tilfinnanlegur. Tjón varð ekkert af þrumunum í Winnepeg, en í grendinni sló lofteldi niður í hús á þrem stöðum, eyddust húsin en mann- tjón varð ekkert. Nálega hverblett- ur i fylkinu hefir haft gott af þessu hita- og rigningakasti, og segja ailar fréttir sama, að uppskerunni sé borg- ið. Eftir að þetta er skrifað, hafa hit arnir valdið miklu manntjóni og þraut um, umfram það sem að ofan segir frá. í Chicago teljast hinir dauðu alls um 40, og 160 hafa vanmegn- ast þar af hita, og að sama skapi hefir hitatjónið verið i ýmsum borg- um um miðbik Bandaríkjanna. [Lögberg] Electrie Cooko. Svo heitir raf-eldunarvél, sem hinn velþekti landi vor, P. Johnson raf- magnsfi æðingur hefir nýlega uppgöiv að. Það má gera alla matreiðslu á þessari vél, sjóða, steikja o. s. frv. Hita sinn fær vólin írá vonjulegum rafljósavírum, og eyðir ekki meira rafafli holdur en „strau jániin", som alment eru notuð í húsum. Mr. Johnson hefir fengið einkaleyfi fyrir þessari vól sinni, og er nú sem óðast að láta smíða hana, því eftir- spurnin er miki), þrátt fyrir það að vélin hefir enn ekki verið auglýst neinstaðar. Verðið er afarlágt, samanborið við aðrar samskonar vélar, og vér erum þess fullvissir, að Mr. Johnson má hafa sig allan við að fullnægja þörf- um fólksins. [fJeimskringla] Tíðarfarið framvegis, „Spegjelen" segir frá belgiskum manni, sem hafi reynst ágæta veður- glöggur síðan 1903. Nú spáir hann, að yfir mestan hluta Evrópu gangi mikil þurkatíð, og að allra þurrast verði á árunum 1918—1935. En jafnvel árin 1913—1918 verði stór- rigningar sjaldgæfar, og þá muni fjara í stórum vötnum. — Ekki lítur nú út fyrir það í sumar. Þá getur sama blað um annan mann, þýskan, Rudolf Fischer. Hann heldur því fram, segir blaðið, að sjá megi fyrir veður yfir alla Evrópu af veðuráttinni á íslandi; þetta þykist hann hafa fundið af veðurskeytunum frá Reykjavík og Seyðisfnði. Vissast er að leggja lítinn trúnað á slikar nýjungar. Rússar í Síberíu, Rússar hafa tekið upp þann sið, að fara austur í Siberíu í stað þess að fara til Ameríku. Siberia er ný- lenda þeirra og landkostir þar góðir víða hvar. Þangað flytjast nú Rússar í hundruðum þúsunda til að nema land eða reka aðra atvinnu. Síðustu árin hafa komið þaðan margar þús- undir manna með fullar hendur fjár. Guðlaugur Guðmundsson bæjarfógeti. Guðlaugur Guðmundsson sýslumað- ur og bæjarfógeti var fæddur að Ás garði í Grímsnesi 8. des. 1856. For- eldrar hans voru Guðmundur ÓJafs- son, bóndi þar, og Þórdis Magnúsdótt- ir frá Austur-Ey í Laugardal. Guðlaugur sál. var settur i skóla og varð stúdent með I. einkunn 1876, þá tvítugur. Sigldi til Kaupmanna- hafnar og lauk embættisprófi í Iögum 1882 og varð sama ár sýslumaður í Dalasýslu. Þar var hann fjögur ár, til þess er hann var S9ttur málaflutn- ingsmaður við landsyfirréttinn 1886; þvi statfi gegndi hann fram að 1891, er hann varð sýslumaður í Skafta- fellssýslu. Sýslumaður í Eyjafjarðar-. sýslu og bæjarfógeti á Akureyri varð hann 1904 og var það til dauðadags. Alþingismaður var hann fyrir V.- Skaftafellssýslu 1893 — 1907, og fyrir Akureyrarkaupstað 1912 ;þingmensku- umboð lagði hann niður síðastliðið vor sakir vanheilsu. Guðl. sál. þótti atkvæðamikill em- bættismaður og á alþingi þótti jafnan mikið að honum kveða. Björn sál. Jónsson ráðh. taldi hann eitt sinn duglegasta og mælskasta þingmann- inn, þeirra er þá voru á þingi. Hann tók mikinn þátt í hinum stærri mál- um, t. d. stjórnarskrármálinu, banka- málinu, bannmálinu o. m. fl. Bind- indismaður var hann sjálfur um 25 ár, og er það fágætt um sýslumann. Guðl. sál. var kvæntur sænskri konu, og áttu þau mörg börn, flest uppkomin og sum dáin; eitt af börn- um þeirra er kona Jóhannesar glímu- kappa. Heiðursmerki hinnar þýsku Arnar- orðu af 3. fl. var Guðl. sæmdur 1902, og riddari af dannebrog varð hann 1907. Samgöngumálin á þingi. Þingið er nú sem óðast að ýta áfram þeim málum, sem það ætlar til ásetnings að þessu sinni. Meðal þeirra mála eru samgöngumálin í fremstu röð. Nefndin í þvi máli hefir frumvarp um heimildarlög fyrir stjórn- ina til að taka hluti í Eimskipafélag- inu fyrir alt að 400 þús. kr., með því skilyrði, að það taki að sér strand- ferðirnar. Járnbrautarmálið í nefnd, og er víst ekki nærri útsofið. Óskandi væri að það fengi að koma aftur í þing- salinn fyrir þinglausnir, svo að heyra mætti í hvaða tón þingmenn raula yfir því. Á víð og dreif. Slátturiun. Ágætan þurk gerði sunnud. 3. ágúst, og hélst hann alla vikuna. Á þeim tíma munu flestir eða allir hafa náð öllu því heyi sem þá var laust. Var þess orðin mikil þörf. Rættist vel úr, eftir því sem áhorfðist, og var það mikil hepni að fá svo góðan þurk á þeim tíma. Um síðustu helgi brá aftur til óþurka og hafa þeir haldist síðan; oft stórrign- ingar og stormur. Gjaldkerainálið. Það heflrgeng- ið heldur tregt að fá dómara í lands- yfiirdóminn til að dæma það mál. Loksins eru þó fengnir þessir: Páll Einarsson, borgarstjóri, Jón Krist- jánsson, háskólakennari og Magnús Jónsson, sýslum. í Hafnarfirði. Grarðaprestakall er veitt Árna ptófasti Björnssyni á Sauðárkrók. Piestkosningin var ólögmæt; séra Arni fékk flest atkvæðin og nú ný- lega veitingu fyrir kallinu. Hraunáburðurinn Nokkuð ætla að dragast framkvæmdirnar á þvi að ábutður veiði unuinn út hiaununum islensku. Heyrst hefir að ekki sé neitt afráðið ennþá; útlitið heldur dauft. Liklega verða ]>ó gerðar íleiri rannsóknir, tekin fleiri sýnishorn áður en verður alveg hætt.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.