Suðurland


Suðurland - 23.08.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 23.08.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAN Alþýðublað og atvinnurnála IV. árg. Eyrai’bakka 23. iígúst 1913. Nr. 11. aSaaaaAAAI S u ð u r 1 a n d • kemur út cinu sinni í viku, á 0 laugardögura. Argangurinn kost- 9 ar 3 krónur, crlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatanssoná Asgautsstöðum. Innheiratumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósraiður Guðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnsson (við verzl. Einarshöfn). í Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Livorpool. Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og lcosta: kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu siðu, en 1,25 á hinum. % * Skógræktin og loftslagið. Svo heit.ir ritgeið, sem Guðm. G. Bárðarson heflr nýlega'ritað í „Frey“. Fer greinin í nokkuð aðia átt en það, sem áður heflr verið ritað um skóg- ræktarmálið, og með því alt of fáir lesa „Frey“, vill „Suðurland" vekja athygli á þessari ritgerð, því hún er þess fyllilega verð. öKOgntJKLrii iiidllb IiojCIl rv/ilft goi t að tilfinningamáli, röksemdirnar fyrir því, að skóg megi rækta, eru sóltar í söguna (eða sögubækui), eðaþá fundn ar með grunnfærum samanbuiði á þessu landi við önnur lönd, og svo hnattstöðu. Framfaravonirnar hafa knúið menn til að hefjast handa, og 3káldin óspart eggjað liðið til fram- göngu, með því að mála „skóga hug- mynda“. Margt af tilraunastarflnu heflr því verið unnið í blindni, að ó fengnum nauðsynlegum undirbúningi. Árangurinn hefir og farið þar eftir hjá mörgum. Tilrauniruar hafa víða mishepnast og þar með heflr áhug ann stundum þrotið. Feir sem aldrei hafa trúað á skógrækt.ina, þykjast. svo fá þarna fulla sönnun fyrir því, að hér geti skógur ekki þrifist, nema þessar leifar sem eftir eru af gömlu skógunum. Áðuineftid ritgerð fer i þá átt, að leitast við að flnna réttu rökin fyrir því, hvernig á því stendur að svona hefir tekist til með skógræktina. Held- ur höfundur fram þeirri skoðun, að loftslaginu sé mest um að kenna og færir fram mjög sterkar líkur, ef ekki sannanir fyrir þeirri skoðtin sinni. Mun höf. hafa manna best rannsak- að þetta efni, enda kemur hann með inargt nýtt. Hann leitar sannnna fyrir trjágróðrinum, ekki aðeins í rit- aðri sögu landsins, heldur líka í jarð- lögunum, einkum mólögum. Heldur hann að þau muni vera eldri en frá l^hdnámstíð, og skógleifat nar þá Ifka; líklega frá þeim tíma, er hei'ara var bér á landi eu nú or. Um skógareyðingu farast höfundi svo oi ð: „Pað heflr hingað til verið rikjandi skoðtiu hér á landi, að eyðing skóg- anna væri eingöngu oss sjálfum og forfeðrtim vorurn að kenna. Reynd- ar hafa menn þekt dæmi þess, að skógar hafi skemst af völdum nátt- úrunnar, t. d. af skriðum, eldgosum, vatnagangi o. fl., en það hefir ekki verið talið sem verulegur þáttur í eyðingu skóganna, heldur sem óveru- leg landapjöll, sem yrðu af hendingu á hinum og þessum stöðum. Eins og áður er sagt, kannast eg við að landsmenn hafl átt mjög mikinn þátt í eyðingu skóganna; en eg held því líka fram, ad J>að sé ekki að öllu leyti þeirra, verk, náttúran sjálf hefir einnig átt þar hlut að. Þegar menn við mógröft reka sig á fornar skógarleifar, þar sem eng- inn skógur vex nú á tímum, er þeim ljóst, að þar heflr verið skóglendi til forna. Verður þeim þá ef til vill á, að ásaka eldri kynslóðir fyrir að hafa eytt þeirri héraðsprýði, en svo hugga þeir sig máske við það, að þeir og niðjar þeirra geti bætt fyrir þær synd- ir, með því að rækta skóg þar að nýju. Úr því að hann hafi vaxiðþar til forna, geti hann þróast þar enn, hugon þoir moð oór. Þegar menn lesa í sögunum um skóga í skóglaus- um héiuðum, ílýgur þeim ef til vill sama í hug. Um fyrra dæmið er það að segja, að vel getur verið, að menn eigi þar enga sök á eyðingu skóganna, því hugsanlogt er að skógaleifarnar séu frá þeim tíma, er loftslagið hafl ver- ið hlýrra en nú, og enginn skógur hafl vaxið þar, eða getað vaxið síðan landið bygðist, og þá er þess síst að vænta að skóg sé hægt að græða þar með léttu móti nú á tímum. f síðara dæminu virðist gild ástæða til að gefa landsmönnum sök á eyð- ingu skógarins, því eigi eru rök fyrir því, að loftslagið hafl kólnað hér síð- an á landnámstíð — þó eigi sé fyrir að taka. Hinsvegar er það þó ekki fullvist, að auðgert sé að íækta þar skóg aftur. Verið getur, að skógar þeir, er þar uxu í landnámstíð, hafi náð þar festu og breiðst út á hlýrri tímum áður en landið bygðist. þegar landnámið hófst, hafl þeir verið á fallanda fæti, og landnomarnir svo rekið smiðshöggið á eyðingu þeirra". Hór eru forfeðurnir dæmdir imin vægara og með meiri varúð, en venju- legt er i þessu máli. Um líkurnar fyrir því, að loftslag hafl kólnað, segir höf.: „Vér höfum, því miður, eigi svo nákvæmar upplýsingar um loftslagið hér á landi í fornöld, að vér getum með áreiðanlegri vissu sagt hvort loftslagið hafl í nokkru breytst síðan á landnámstíð. Af því sem lesa má um árferði í sögum og annálum frá elstu tímum til vorra daga, virðist helst mega ráða það, að loftslagið og veðráttufarið hafl í öllu verulegu ver- ið svipað og nú er. Siðan Hrafnaflóki feldi fé sitt frostavetur þann, er hann dvaldi á Barðaströnd, og landið hlaut nafnið af ísnum á ísafirði, hafa kulda og ísaár stöðugt skifst á við hagstæð ár alt til vorra daga. Á hirm bóginn eru gild rök fyrir því, að lcftslagið hafi um eitt skeið, nokkru fyrir landnámstíð, verið tals vert niildara en nú er það. Við Húnaflóa hefl eg fundið ýmsar skeljategundir í fornum malarkömb- um, sem nú eru útdauðar fyrir Norð- urlanrfl, en flnnast Iifandi við Vestur- land, þar sem særinn er í heitasta mánuði ársins (júlí) 2 -3° heitari en nyrðra. Særinn við Húnaflóa heflr því verið að minst.a kosti jafnhlýr og nú við Vesturland, þegar skeljateg- undir þessar þróuðust hér við flóann. Það fer ekki hjá því að þessi hita-j munur í sjónum hafl haft allmikil áhrif á lofthitann og veðráttufarið; enda flnnast miklar skógarleifar í mó hér við flóann, meira að segja nyrst norður í Strandasýslu, þar seiu engin von er til að skógur geti þrifist nú, og litlar líkur eru til að skógur iiafl vaxið síðan landið bygðist. Pessar skógarleifar eru þar líka alldjúpt, í mónum ; alls eigi í 2—3 stungunum efstu, i staðinn fyrir að þær eru að jafnaði strax í efstu lögunum í ýms- um hlýrri héruðum, t. d. víða í Dala- sýslu. Hér i sýslu eru heldur engin örnefni forn, sem talist geta, er bendi á skóg, en í Dalasýslu er fjöldi slíkra örnefna. T. d. Skógar, Holt o. fl. Það eru því sterkar líkur til að hér hafl að mestu verið skógarlaust í landnámstíð og að skógarleifar þess- ar í mónum séu frá eldri tíma, og loftslagið hafl þá verið mun hlýrra en nú. Sennilega heflr þetta verið um sama leyti og hinar útdauðu skeljategundir er flnnast í malarkömb- unum, gátu lifað hér í sjónum. Mun láta nærri að hitinn í hdtasta sum- armánuðinum hafi þá verið um 2° 0. heitari en nú á tímum." Hér kemur enn kafli, sem mælir með sér sjálfur: „Það er alkunnugt að skógargróð- urinn er algengastur nú á dögum hér á landi, þar sem sólarhitinn er skarp- astur á sumrin; t. d. inn af fjörðun- um og fram til dala, í hallandi hlíð um jnóti suðri og veslri, og sunnan undir fjöllum er veita hlé fyrir kulda áttum, einkum þar sem þokurnar og hinir hráslagalegu hafvindar ekki ná til á sumrin. Þannig helst skógur- urinn enn við upp við fjöllin á Suð urlandi, upp um Borgarfjörð, á Fells- strönd í Dalasýslu, inn af fjarðarbotn- unum við ísafjarðardjúp, í dölum við Eyjafjörð, upp við Mývatn og upp til dalanna á Austurlandi. Að skógur- inn hafi varðveist á þessum stöðum til vori a daga, þrátt fyrir hlífðarlausa meðferð, er án efa því að þakka, að lífsskilyrðin hafa verið betri, sólfarið og sólarhitinn meiri en aunarstaðar. Aðalatriðið er að sumarhiíinn sé sem mestur, kaldir og frostharðir vetr- ar saka eigi, birki og annar skógar- gróður þolir vel vetrarhörkuna, enda þrífst hávaxinn skógur eilendis þar sem veturnir eru miklu frostameiri en hér, t. d. á Finnlandi, Norður- Svíþjóð og víðar, en sumarmánuðirn- ir eru þar aftur á móti ennþá hlýrri en hér. Hlýir og votviðrasamir vetr- ar eru meira að segja öllum trjágróðri skaðlegir. Hlýindin og votviðiin að vetrinum auka vökvamagnið í stofn- um og greinum, það losnar um brum- hlífarnar og það liggur við að trén fari að skjóta frjóöngum. Svo breyt- ist skjótlega veður, og frosthörkur hefjast. Fer ekki hjá því að þetta veðurlag verði mörgum trjáplöntum að tjóni, einkum þegar slík veðra- brigði skiftast á mestallan voturinn, enda eru einsdæmi þess að skógar hafa kulnað út á ailstórum svæðum hér, á einum vetri. — Vér getum einnig sagt að stöðug frost að vetr- inum séu skógargróðrinum að gagni, því það hlífir eigi lítið trjárótunum, þegav jörðin er freðin yflr þeim allan veturinn. Þegar jörðin er þýð, öðru hvoru veturinn yfir og miklar bleyt- ur og rigningar ganga, étur vatnið og grefur sundur jarðveginn og sópar moldinni frá rótum trjánna, svo þær að lokum standa naktar eftir, varn- arlausar fyrir áhrifum lofts og lagar. — Þar sem slík vetrarveðrátta er ráð- andi, eru miklu meiri brögð að hol- klaka í jörðunni og byltingum af frostum, heldur en þar sem frostin eru stöðug og snjór á jörðu; er það án efa skógargróðri til tjóns, einkum ungviðinu. Reyndar eru þessi atriði mjög ó- rannsökuð hér á landi, en mér dylst eigi að hér er allþýðingarmikið rann- sóknarefni fyrir athugulan og skóg- fróðan inann. — Þessi atriði og eins hitt, hve mikils hita birkið þarfnist’á ýmsum tímum árs til þess að geta þrifist, eru svo þýðingarmikill þáttur í skógræktarviðleitninni hér sem ann- arstaðar, að það væri ómaksins vert fyrir þá sem að því vinna, að rann- saka það svo ítanlega sem föng eru á, ef skógræktiii'á ekki að vera rek- in í algerðri blhidni. — fað væri illa farið að oyða þúsundum króna í skógræktarbrask á þeim stöðum, þar sem sýna má og sanna að skógur getur ekki þriflst, ef athygli og reynslu skortir eigi. Þó settur sé launaður maður í hverja sveit, er hafl ráð á svo gildum sjóð, að hann geti kostað krónu til hverrar þúfu í sveit sinnni til þoss að gvæða þar skóg, dugar það lítið — ef sólarhitinn er ekki négur —

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.