Suðurland


Suðurland - 23.08.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 23.08.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 43 er liann þeirra best skáld? Eða er veitt á örkina í skákirit.um ? Ef svo er, þá er tillaga fjárlagan. laukrétt. Starf fjárlagan. er annars svo fyr- irferðarmikið, að „Suðurl." treysir sér ekki til að grannskoða það alt, en býst hinsvegar við að nokkuð af því hafi verið „soðið niður" eldhúsdaginn góða. Fjölda mörg lagafrumvörp eru á ferðalagi um þingsaiina. En af því þau taka myndbreytingum á þessu ferðalagi ein3 og skýin á loftinu, þá þykir rétt að láta bíða að geta þeirra um sinn. Þakka vil eg öllum þeim, sem leiðrétta missagnir, er slæðst hafa inn í sðgu-ritlinga mína. Hjá þeim er ekki unnt að komast. Standa því flestar sögur til bóta. Er það því ósk mín, að ef til þess kemur að einn eða annar söguritlingur minn verði prentaður í annað sinn, þá verði allar rökstuddar leiðréttingar við hann prentaðar með í viðbæti. Um órök- Studdar leiðréttingatilritunir getur ver- ið álitamál; oft ástæða til að geta þeirra. Ritháttur leiðréttenda kemur ekki málinu við og á ekki að hafa áhrif á það. Brynjúl/ur Jónsson. ----o®o«o- Eldhúsdagurinn. Flestir höíðu búist við því, að eld- húsdagurinn á þessu þingi mundi verða bæði langur og strangur, enda ItUl OVOj þrí fundur ntóð j-Hr fm kl. 12—3V2. frá 5— 81/* og frá fl1/^ um kvöldið til kl. 23/4 um nóttina. Þessi eldhúsdagavenja er í sjálfu sér holl og góð, nauðsynlegt að verja einum degi á þinginu sérstaklega til þess að segja stjórninni til syndanna. Er það holt hverri stjórn að fá að heyra alt það sem þinginu finst ástæða til að víta gefst henni þá kostur á að hrekja óréttmætar ásakanir, sem oftast fljóta með, og hinsvegar er þá ekki þinginu um að kenna ef stjórnin bætir ekki ráð sitt í því sem með réttu er vítt af gerðum hennar. í þessu er falið gagnið af þessum eld- húsverkum, en svo er gamanið, því má ekki heldur gleyma, en grátt get- ur það orðið stundum. Eldhúsdagurinn 13. þ. m. var að því Ieyti öðrum slíkunr dögum likur, að leyst var frá syndapoka sfjórnar- innar og helt úr öllu því er í var. Var það ærib margt, en sitt sýndist hverjum um innihaldið. Þó voru þeir miklu fleiri er sýndist það ærið syndsamlegt alt er í pokanum var, nokkrir viJdu aðgreina þetta og tína burtu ýmislegt er þeiin þóttu engar syndir vera, og nokkrum sýndist það alt bera sakleysisins og heilagleikans blæ sem úr pokanum kom. — t Steingrímur Thorsteinssou. Hann varð bráðkvaddur 21. þ. m. Þótt hann væri orðinn gamall maður, kom and- látsfregn hans mjög óvænt, þar sem ekki var annað vitanlegt, en að hann væri með góðri heilsu og líttbiluðu lífsfjöri. Það þarf ekki að skrifa langt mál til að skýra frá æfistarfi Stgr. Th., því að það er öllum kunnugt; ljóð hans eru á hvers manns vörum, og fáir munu líka þeir, sem ekki hafa heyrt getið um hans langa starf við hinn lærða skóla og mentaskóla lands vors. tað er ekki langt síðan áttræðsafmæli Steingrims var haldið og kom þá best í Ijós, hvað ástsæll hann vai um alt land; var hans þá líka minst rækilega, og þess mikla skerfs, sem hann hefir lagt til íslenskra bókmenta. Það fer eftir því, hvað íslenskan sjálf verður lífseig, hvað snildar Steingríms í bundnu máli og óbundnu verður lengi minst. Kvæði hans frá fyrri árunum brenna sig inn í minn- ið, og stökur hans eru margar hverjar orðnar að kjörorðum og spakmælum á vörum þjóðar- innar, og halda víst áfram að vera það. Um ritsnild hans í óbundnu máli er þýðing hans af Rúsund og einni nótt bestur votturinn.* Ljóð Steingríms bera vott um fagran og auðugan anda og fínan smekk og næman. Það er engin tilviljun, að mörg bituryrði eru í Ijóðum hans; slikt hlýtur að koma, þar sem andi eins og hans mætir oddborgarahætti og smásálarskap, bæði hjá einstaklingunum og í þvi op- inbera lífi — og Sfeingrímur hafði svo bjartanlegan viðbjóð á öllu sJiku. Ekki skal því neitað, að allmikil ellimörk mátti sjá á því, er Steingrímur lét frá sér ftra hin síðari árin, enda var hann þá sjáifur farinn mjög að eldast og Jýjast. Steingrímur var óiánsmaður að þvi leyti, sem hann heyrði til lítilli þjóð; hann hefði átt skilið að heyra til einhverri stórþjóðinni, og kjör hans hefðu þá verið samboðnari hans auðuga anda, því að með hverri þjóð myndi hann hafa verið talinn stórskáld. fað er þung- ur skaitur á afburðamanninum að vera íslendingur og rita á íslenska tungu — það er sorg- legur sannleikur. Kenslustörf sín í skólanum rækti Steingrímur með alúð og skyldurækni, en enginn var hann afburðamaður sem kennari, og mun naumast þar hafa verið „á réttri hyllu“. Örninn er nú einu sinni skapaður til þess að fljúga hátt og béra við sólu, en ekki til þess að vera -byrgður inni í hænsnahúsi. Með þessu er þó engan veginn sagt, að Steingrímur hafi verið áhugalaus um hag og heill skólans..— síður en svo. Hann bar heill og sóma skólans mjög fyrir brjósti, og sú breyting, sem á skólanum var gerð fyrir nokkrum árum, þegar grískan var feld burt og latínan minkuð, var honum mjög á móti skapi, eins og vist. kennurum skólans yfirleitt, enda munu nú orðið flestir skynberandi menn játa, að sú breyting hafi síst verið til bóta. En fúskara- hátturinn er svo samgróinn hugsunarhætti almennings hér á landi, að menn þola ekki annað en hann gagnsýri mentastofnanir landsins eins og alt annað. Pað var ánægja, að kynnast Steingrími Thorsteinsson. Hann var manna skemtileg- astiy- og fjörugastur í viðræðu, og maður, sem þorði að kalla hlutina réttum nöfnum. Fyndni hans og orðhepni mun í minnum höfð, og yfir því sem lágt. var og ljótt hafði hann svipu háðsins reidda. Á þinginu í sumar voru honum veitt full rektorslaun að eftirlaunum. Dauðinn hefir losað hann við að njóta þessarár viðurkenningar, sem Alþingi ekki gat borið gæfu til að veita umræðulaust og í einu hljóði. Svo mikill maður var þó Steingrímur, að jafnvel íslenskir þingmálafundir myndu ekki hafa talið eftir honum heiðurslaun. Steingrímur Thorsteinsson hefir manna mest auðgað íslenzkar bókmentir. Ljóðmæli hans eru komin í þriðju útgáfu, kenslubók hans í dönsku í þriðju útgáfu og Þúsund og ein nótt í annari útgáfu. Auk þess hefir hann snmið kenslubók í Þýzku og þýtt á íslensku fjölda erlendra snildarverka, sem sumpart hafa komið út sem sérstakar bækur og sumpart birst í tímaritum. í Eimreiðinni og Skírni hefir og hin síðari áiin birst fjöldi kvæða frá hans hendi, bæði þýddra og frumsaminna, cg mörg kvæði hans hefir Poestion þýtt á þýzka tungu 0g gefið út. Steingrímuv Tliovsteinsson vav sonuv Bjavna aintmanns Thovsteiussons og konu hans Þóvunnav Hannesdóttur Finseus og fædduv á Arnavstapa í Suæfellsncssýslu lí). maí 1831. TJtskrifaðist úv Reykja- víkuvskóla 1851; tók embættispróf í málfræði og sögu 18ö3. Settur kennavi við lœrða skólann 1872, fastúr kennari 1874. Yflrkennari 1895, rektor mentaskólans frá 1904* Átti að fá lausn frá embætti frá 1. okt. í haust. Hann var tvíkvrentuv; átti fyi-st danska konu, en síðav Guðríði Eiríksdóttur, cr lifir manu sinn ásamt fjórunj börnum þeirra. Gísli Skúlason. Snörpustu ádeiluræðurnar fluttu þeir Bened. Sveinsson, L. H. B. og Yaltýr, í sömu átt töluðu Bjarni frá Vogi, Skúli Th., Guðm. Eggeiz og Halldór Steinsen; en þeir héldu uppi vörnum með ráðherra: Einar Jónsson, Matth. ólafsson, Pétur Jónsson, Jón Magnússon, Magn. Kr. og Jóh. Jóh., *) Eg man eftir því úr kenslustund í sköla, að Stgr. dáðist að því, hvað grískan væri faguvt mál og houtugt til orðmyndunav. Sagði hauu þá: „Það er ekkert mál, sem kemst til jafns við grískuna.“ Eftiv litla þögn bætti hann við: „Það skyldi þá vera íslenskau, þegar henni tekst upp.“ Sannarlega gat Stcingrímur þav úr floltki talað.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.