Suðurland


Suðurland - 30.08.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 30.08.1913, Blaðsíða 2
46 SUÐURLAND Hýttl Nýtt! Nýtt! Hérmeð tilkynnist, að undirritaður opnar í dag nýja verzlun í húsi Sig. Guðmundssonar bóksala, og hefir ýmsar nauðsynjavörur á boðstólum, svo sem: Margskonar Tefnaðarvöru — tilbúinn fatnað — alklæði — dömuklæði — lireinlætisrörur — ágætis oiíutatnað af öllum stærðum. Margskonar kafíibrauð — kafíi — cxport — meiis — strausykur — rúsínur — syltetöj — sjúkólaðí — karamcllur. Margskonar Grrammophon-plötur, sungnar af Herold og Forsel, og með íslenskum söngvum. Séé ar vörur! JEœgsfa veré! Aðcins sclt gcgn borgun tíö móttöku. Yon á mciri Törum með næstu fcrðum. — Nánar auglýst siðar. Eyrarbakka 3%—’13. Yirðingarfyllst Andrés Jónsson. svo úr hnefa, sem ætlast er til í til- lögu þessari, sem er afturganga frá 1911, drepin þá, en nú vakin upp aftur af samnefndarmönnum mínum og mögnuð af þeim á ný. Úr því að byltingaruggurinn er ástæðulaus, þá hverfur og afleiðing byltingarinnar, valdmissir núverandi kjósanda". Hér verður ekki farið lengra út í það sem nefndinni ber á milii, því það skiftir ekki miklu móts við það, sem gerast kann í deildunum. Nú er eftir að vita hvernig þing- inu tekst að koma sér saman og hversu mikið kapp stjórnin leggur á að koma málinu fram. Þess er síst óskandi að þetta mál verði . sótt af slíku ofurkappi, sem gert hefir vérið fyrirfarandi. Mörg atriði eru í því að vísu sem breyta þarf, og breyta tii bóta, en ekki eru þau svo mörg né meinleg, að rétt sé að leggja enn á ný út í rifrildi og flokkadrátt og setja til síðu bráðnauðsynleg innan landsmál þeirra vegna. Það væri miklu nær að snúa sér af alvöru að þeim málum, sem meira snerta hag og líðun þjóðarinnar. Má þar til nefna skattamálin, samgöngumálin á sjó og i.iudi, atvinnumálin o. fl. o. fl. Og það er alls ekki hættulaust að tefla djarft í þessu máli. Setjum svo að alþingi samþykti stjórnarskrárfmmv. sem konungur gæti ekki staðfest. Ráðherrann mundi að sjálfsögðu fara frá. En hvað svo? Ætti þá þingið að leggja niður rófuna og falla frá ágreiningsatriðinu ? Eða ætti það að halda því til kapps? Sá kosturinn einn væri sæmilegur ef afl stœði á bak við, afl sem nú er ekki tiJ. Hvor - ugur kosturinn er góður, og senni - lega mundi þjóðin ekkí verða þakk- lát þeim, sem efndu til slíkra vand- ræða. Það er sannarlega ekki stjórnar- skrárbreyting sem oss ríður mest á. Menning og megun þjóðarinnar er það sem mest er um vert. Þar er nóg verkefni fyrir þingið til að vinna sitt ætlunarverk. ------00*0------ Stórfyrirtæki í atvinnumálum hefir hr. Páll Torfason með höndum og hefir hann í hyggju að sækja til Alþingis um einkaleyfi til þess að reka þau hér á landi, með sérstökum aðferðum í stórum mæli. Sendi hann flskiþinginu nokkur skjöl þar að lút- andi og baðst umsagnar í því sem sérstaklega kemur sjávarútveginum við. En með því að þessi mál komu of seint gat flskiþingið ekki sint þeim. Hér skal minst á það merkasta sem að sjávarútvegi Jýtur. Páll sækir um einkaleyfl til salt- vinslu úr sjó um næstu 30 ár, með aðferð sem hann að miklu leyti kveðst hafa fundið upp sjálfur, og liggja með skjölunum iýsingar af þessari aðferð og teikningar þar að lútandi. Eru aðaidrættir aðferðarinnar þeir, að nota fossafl til þess að framleiða rafmagn, en það er aftur notað til þess að skiija saltið úr sjónum. Segir hann þessa aðferð margfalt ódýrari en þær sem annarstaðar tíðkast og verði salt- ið meðal annars ódýrara vegna Þess að fá megi úr sjónum um leið önn- 'J ur efni, svo sem sóda, joð og ýmsa málma. — Verður ekki í fljótu bragði séð hvað ætti að vera því til fyrir stöðu að Páll fengi þet.ta einkaleyfi til þess að nota það sjálfur eða fram- seija það í hendur íslensku félagi, eins og hann kemst að orði. En binda mætti þetta leyfi því skilyrði, eins Og hann sjálfur stingur upp á, að það yrði notað innan tiltekins tíma. Kaflinn um fiskverslun í þessu er- indi Páls, ei allmerkilegur, því að hann bendir þar eiumitt á eitt aðal- atriði í viðskiftafárinu hérlenda. fessi kafli hljóðar svo: „ísland, einkum sjávarútvegur þess, bíður stórtjón árlega (alt að 20% af verði útflutts fiskjar) við það 1. að sala -saitflskjar og annara sjávarafurða til erlendra notenda er dreifð meðal margra manna, er vol flestir eru ekki fjárhagsborgarar ís- iands. 2. -- að henni er ekki stjórnað með hagsmuni íslenskra framleiðenda fyrir sjónum. 3. Varan er okki geymd hér þang- að til þörf notenda krefst hennar, heldur er henni veitt i blindni inn á raarkaðinn. 4. Geymsluhús hér á landi eru ekki eins fullkomin eins og þau eiga að vera, þótt þau, ioftslags og hita vegna séu skárri en hinna erlendu milligöngumanna, er nú skemma vöru þessa til stórtjóns fyrir hérlenda fram- leiðendur. 5. Fiskur og sjávarafurðir eru að visu flokkaðar hér (vraget), en það vantar opinbera tryggingu fyrir vigt og geymslu. Vöntun þessi fleygir „kredit“ (lánstrausti) íslenskrar versl- unar og útgerðarmanna yfir á hend- ur útlendra milligöngumanna og er traustmissir þessi (ca. 5 mijj. króna á ári) því tiifinnanlegri, sem annað traust landsins við margra ára van- brúkun er mjög skert. 6. Framanskráð er aðalorsök þess, að útlendir menn, er nú fiska hér við strendurnar, standa sig við að flytja afla sinn til útlanda, verka hann þar og keppa við okkur á heimsmarkaði. Sé framanskráð o. fl. lagað, borgar það sig betur fyrir þá >, að selja okkur afla sinn til verkunar og meðferðar. Við það fengjum við 'í þau áhrif er okkur ber að hafa á heimsverð saltaðra sjávarafurða. Eg vil ekki teJja töium það t.jón, sem ísland bíður árlega við ólag þetta. Vel flestir þeir menn, er við opinber mál eiga, eru óvanir að sjá hvílík ógrynni fjár tapast við vanþekkingu á heildarmálefnum. P’eim hættir við að telja það öfgar er Þeir ekki skilja. Menn sækja hér sjó, þó svo ósléttur sé að hann mundi vaxa mörgum þeim í augum, er nú tefla með hags- muni okkar. Og aflaupphæðir okkar eru oft svo háar, að okkur vaxa ekki í augum þær tölur sem ýmsir aðrir telja öfgar. En þegar til heild- armálefna kemur, þá verða allar töl- ur öfgar í augum okkar og allar leiðir ófærar og það þótt við sjáum leiðirnar farnar af okkur minni mönn- um. Spor til umbóta i þessu efui eru það: 1. — að íslenskir útgerðarmenn og framleiðendur með verslunarfróða menn (útlenda ef innlendir menn eru ekki til) í sinni þjónustu, myndi stór- sölufélag íslenskra sjávarafurða. Fé- lag það hafl reglugjörð samþykta af Alþingi og eftirlitsstjórn skipaða af því. (Fyrirkomulag, varasjóði og veltu- fé mun eg benda á ef mín verður leitað). 2. í sambandi við þessa og aðrar stórsöludeildir á afurðum íslands og stórkaupadeildir á aðalvörum þeim er ísland þaifnast, séu bygð nútíma geymsiuhús (Kreditoplag) er iandið á eða eignast. f>au séu undir sam- stjórn Alþingis og deildanna. Við þau séu skipaðir opinberir embætt.is- menn, er í embættis nafni móttaka og afhenda vörur. Hús þessi og vör- ur geymdar í þeim eru í vörslu hins opinbera og njóta verndar ogiögheigi sem opinbert fé. (Um fé til þessa og um fyrirkomulag, mun eg gefa bendingar er duga — ef mín verður leitað)“. Pannig farast hr. Páii Torfasyni oið, og verður því ekki neitað að hann grípur einmitt á einu sárasta kýli viðskiftafársins íslenska. Niður- staðan af allri nánari athugun verð- ur sem sé einlægt sú, að afurðir ís- lands, viðskifti, arður og þar af leið- andi öJl hagfræðileg örlög íslands eru í höndum útlendinga. Framieiðsla íslands er í raun og veru hlutfalls- lega mikil og gefur heiibrigðan grund- völl fyrir mikið lánstraust. En þetta lánstraust er auðvitað líka í höndum þeirra sömu sem eiga viðskifti vor og afurðamegn. En okkur sjálfum þorir enginn að trúa fyrir túskilding á meðan við látum rýja okkur þann- ig, það leiðir af sjálfu sér. (Eftir „Ægi“.) Lög frá Alþingi. — :o: — 1. Breyting á tolllögum fyrir ís- iand 2. Breyting á lögum um mála- flutningsmenn við landsyfirdóminn í Reykjavík. 3. Lög um breyting á lögum um lán úr landsjóði til byggingar íbúðar- húsa á prestssetrum landsins. 4. Lög um breyting á lögum um styrktarsjóð handa barnakennurum. 5. Lög um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum í landhelgi. 6. Lög um sérstök eftirlaun handa skáldinu Steingrími Thorsteinsson rektor. 7. Lög um stofnun Landhelgis- sjóðs íslands. 8. Lög um breyting á lögum um skoðun á 3íld.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.