Suðurland


Suðurland - 30.08.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 30.08.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 9. Lög um breyting á lögum um vitagjald. 10. Lög um bæjanöfn. 11. Lög um umboð þjóðjarða. 12. Lög um lögilding veizlunar- staða í Karlseyjarvik og Hagabót. 13. Lög um sölu Reykja í Hrúta- firði. Útrýming rottunnar. Rottan þykir vera ósjálegt og ó- merkilegt dýr. Fólki þykir hún ekki þess verð að um hana sé talað, og þó er öllum illa við hana, og verst þeim, sem mest kynnast henni. Hún er líka ein hin mesta skaðsemdar- skepna sem við eigum, þó lítil sé. í öllum sjávarplássum hér sunnan- lands er hún illræmd mjög fyrir það tjón er hún vinnur, og svo er alstað- ar þar sem hennar verður vart. Mestan skaða gerir hún á húsum. Hrefur hún þau í sundur, sem af torfi og sandi eru bygð, svo þau eru oft alónýt innan fárra ára, en timbur- hús nagar hún þó ný séu bvo að ó- lifandi er í þeim fyrir kulda og drag- súg á vetrardaginn, jafnvel steinsteypa Btenst ekki tennur völskunnar. Hún er óefað sá versti innbrotsþjófur, sem til er. Kkki lætur hún staðar numið þegar Ínn er komið. Þá ræðst hún á allar hirslur og gjörir sig heimakomna, hvað sem í þeim er. Og ekki er að spyrja um óþrifnaðinu; gengur hún jafnt um öll hús og hirslur reglulaus. Má sjá hana húsvitja í einni ferð salerni og safnþrær, þaðan inní eld- hús og upp i matarskápa, eða inní fatahirslur. Ekki kann hún sóttvarnarlögin, því jafnt gengur hún á milli sóttkví- aðra húsa sem heilnæmra; er og tal ið víst að hún hjálpi til að útbreiða sóttir. Þessu hafa menn fyrir löngu veitt eftirtekt í útlöndum, og reynt að koma vörnum við. í Danmörku er rottugangur mikill og þar er heit- ið verðlaunum fyrir hverja drepna rottu. Fær sá er skilar rófunni 10 aura fyrir stykkið. Margar veiðibrell- ur eru hafðar, bæði dýr, vélar og eitur. í flestum eða öllum siðuðum lönd- um mun vera eitthvað unnið að því að útrýma rottunni á einn eða annan hátt. Danskur maður, Zuschlag, hefir barist mjög fyrir því að koma á skipul. alþjóða aðferð til að útrýma rottunni. Var 1902 stofnað alþjóðafélag í þessum tilgangi og var Zuschlag val- inn forseti þess æfilangt, í heiðurs- skini fyrir starfsemi sína í þessu máli. í sumar hefir „The Royal Institute of JPublic Health" átt þing í Paris. Þar var tekið til meðferðar aðferðin til að útiýma rottunni, bæði sem heilsufræðis atriði og fjárhagsatriði. Þangað var Zuschlag boðið. Þar á þinginu var út.býtt dagskýrslu um það sem ynnist á daglega í bar- áttunni við þá móleitu. Ritstjóri dag- skýrslunnar er Zuschlag, og í hana skrifa ýmsir merkir vísindamenn, sem láta þetta efni til sín taka; er hún gefin út á ensku, þýsku og frönsku. Það var samþykt á þinginu að nauðsynlegt væri að halda alþjóðlegt þing um þetta efni, og að rétt væri að halda það sumarið 1914 í Kaup- mannahöfn til viðurkentiingar unt það, að þaðan væri ættuð hugmyndin um alþjóðlega útrýmingaraðforð. Það var talið nauðsynlegt að halda sýningu á veiðiáhöldum og öðru sliku í sam bandi við þetta þing. Svona taka nú aðrar þjóðir í málið. En þegar það var borið fram á alþingi íslendinga 1909, að gera ráðstafanir til að eyða rottunni héf á landi, þá var sú tillaga höfð að háði og sá er hana bar fram. Engin furða þó seint gangi velferðarmálin í þessu landi, þegar menn geta fengið af sér að gjörast liðþjálfar sliks meinvættis sem rottan er. Á víð og dreif. Sýslumaður og Ibæjarfógcti á Akureyri, í stað Guðl. sál. Guðmunds- sonar, er settur Júlíus Havsteen cand. jur. á Akureyii. Lausu frá embætti hefir Sigurð ur Sigurðsson Iæknir í Dalasýslu feng- ið. Laus embættí: Sýslumannsem bættið í Eyjafjarðarsýslu og bæjar- fógetaembættið á Akureyri. Héraðslæknisembættið í Dalasýslu. Umsóknarfrestur til 15. nóv. Rektorsembættið við Mentaskólann er enn ekki auglýst. íslandsgliman verður háð í Reykja- vík 24. sept. í haust. frir útleudir prófessorar hafa verið hérlendis í sumar. Það eru þeii A. Heusler, þýskur jarðfræðingur og 47 íslandsvinur, K. Lorentzen, danskur maður, prófessor í véiafræði við há- skólann í New York, og Russel, frá Spriengfield í Bandarikjunum. Þeim var haldið samsæti er þeir fóru úr Reykjavík. Botnrðrpungur straiulaði við Hjörsey á Mýrum nýlega. Menn bjórg- uðust með naumindum; þeir voru enskir. Stúika druknaði um síðustu mán- aðarmót í Grímsá eystra. Hún var úr Seyðisfjarðarkaupstað og ætlaði upp að Hallormsstað; hún hét Anna Stefánsdóttir. „Eros“, skipið sem sökk á Mjóa- firði á dögunum, er nú komið á flot, björgunarskipið „Geir“ dró það út og til Seyðisfjarðar. Líklega verður skipið gert sjófært aftur. Uppboð átti að halda á fiskinum sem í því var. Tveir vitar nýir hafa byrjað að sýna Jjós í þessum mánuði. Það eru Bjargtangavitinn og Kálfshamarsvit- inn. Báðir eru þeir bygðir úr járni og stjórna sér sjálfir. Þilskipin hafa aflað heldur vel sumarvertíðina. Flest um og yfir 20 þús. vcrslun. Hr. kaupm. Andrés Jónsson, er áður hefir verið hjá kaup- fél. Ingólfur á Háeyri, hefir nú byrj- að að verslá fyrir eigin reikning, í húsi Sigurðar bóksala Guðmundsson- ar hér á Eyrarbakka. Er það vel ef verslun hans gæti orðið til að auka frjálsa samkepni í versluninni og bæta úr ýmsum vöru- skorli hér, sem oft er tilfinnanlegur. Mun hr. Andrés Jónsson hafa i hyggju að hafa á boðangi ýmsar þær vörur, er nú eru taldar sjálfsagðar, 98 Grabricl frændi. 95 væri frábitinn kvenþjóðinni. Hann hafði ekki leitað lengi er hann fanu sömu „ástarþuluna", sem hann var nýbúinn að lesa skrifaða með viðvaningshönd. Hláturinn greip hann á ný. Alt í einu hætti hann, tók bréfið upp og reif það sundur i smátætlur. Það var eins og honum væri svölun í að rífa það í sundur og fleygja því í ösku- bakkann, svo kveykti hann í öllu saman. Þegar síðasti snepillinn var brunninn datt honum i hug að umslagið væri enn eftir. Þegar hann tók það upp, varð hann þess var að lítið blað hafði leynst þar eft.ir. A því voru nokkrar línur með sömu hönd, og voru auð- sjáanlega flýtisverk, og stafsetningin eftir því, og var að því leyti síðra en fyrra bréfið, sem engu var áfátt í þá átt. Línur þessar hljóðuðu þannig: „Eg varð endilega að fara i húsið, þangað sem eg hafði ráðið mig, en það verður ekki nema í nokkra daga, og eg or viss um að þér fyrirgefið mér það þegar þér fáið að vita ástæðurnar, og þær get eg sagt yður á sunnudaginn, ef þér haldið loforð yðar, og svo er eg yðar elskandi t’rúdur. Eftirskrift: Húsnúmerið er Nr. 27 í Rínstræti, ef þér skylduð heldur vilja finna mig þar, en þar sem við töluðum um. Bað er heldra fólk og þér þurfið ekki að óttast að mér sé þar misboðið á nokkurn hátt. Eg á einungis að hjálpa ungfrúnni, hún heitir Kornelía, og er veik, og þessvegna get eg ómögulega neitað að vera hjá henni, að minsta kosti viku, af því annars var enginn til að hjúkrahenni, og nú, þegar þér vitið alt saman, samþykkið þér það. Liði yður sem best og minnist vinu yðar." Hann stökk á fætur í ofboði og æddi aftur og fram um gólfið, og reytti af sér hárið eins og óður maður. Nú var mælir forlag- anna fullur orðinn, á það var ekki unt að bæta, og það hlægilega og sorglega, var svo einkennilega tvinnað saman, að hann gat ekki áttað sig strax. Honum fanst luinn ætla að kafna af sorg ogskömm. Hann þaut út á tröppurnar, en þegar honum hægði ekkert við það, hlióp hann út í hesthúsið, Jagði á hestinn sinn og reið berhöfðaður «>ður á þjóðveginn, sem liggur í löngum bugðuin meðfram ánni. Ráðsmaðurinn, som kom hlaupandi á eftir honum með strá- hattinn hans, varð of seinn og sá bann nú hverfa á næsta leiti. sækja hana. Þarna stóð, til dæmis, stór slagharpa í einni stofunni og í annari gylt fuglabúr, með uppáhaldsfuglunum hennar og alstað- ar var fult af skrauti og öllum þeim þægindum, sem hann vissi að Kornelíu þótti nokkurs um vert. f einu herbergi var ýmsum mun- um raðað á borð, svo það líktist helst jólaborði. Það voru gjafir þær, er hann hafði fengið frá Kornelíu, við ýms tækifæri. — Það var því ekkert ónáttúrlegt þó honum yrði þungt í skapi við að sjá alt þetta. Hann gat hvergi verið í húsinu, svo að ekki yrði alt til að minna hann átakanlega á vonbrigðin og vonirnar dánu. Hjartað barðist í brjósti hans, eins og það ætlaði að springa, og hann varð svo yfirkominn af hugarangri, að hann hneig niður á legubekk og lá þar langa stund og háði þungt stríð við kringumstæðurnar. Hann titraði af þungum ekka og grét eins og barn. Við það létti honum. Þegar hann hafði grátið út, og meiri ró færðist yfir hann, fór honum að verða það Ijóst, að öll fortiðin yrði að grafast í djúpi gleymskunnar, en til þess að það gæti tekist, varð hann að útrýma öllu því, sem mint gæti hann á fortiðina, eða á einhvein hátt vakið endurminningar hans á ný. Hann lét nú loka herbergjunum sem henni höfðu sérstaklega verið ætluð, og ryðja öllu til síðu sem mint gat á hana. Fuglabúrin varð að flytja yfir í bakhúsið, undir því yfirskyni að fuglarnir kvökuðu of hátt. Svo fór hann núaðaðgæta í bókaskápnum í dagstofunni. Hann tók niður hverja bókina eftir aðra, blaðaði í þeim um stund og lét þær síðan aftur á sinn stað. Hversvegna skyldi Þrúði ekki geta orðið þær kærar með tímanum ? sagði hann við sjálfan sig. Og þó það yrði ekki, þá gjörði slikt lítið til. Eins og ekki hafi verið til á umliðnum öldum ágætiskon- ur þótt þær þektu lítt til Goettie og Shakespeare ? Er lifið ekki'til annars en að lesa og skrifa? Er ekki óspilta náttúrubarnið þúsund sinnum meira virði en hinn svo nefndi mentaði maður, sera þegar best lætur getur komið hugsunum sínum i þurrar og leiðinlegar formúlur, sem hverju náttúrubarni er óþarft. Náttúra — náttúrau er alt! Hvaða þýðingu hefði það fyrir mig ef eg byggi á eyðiey, eins og Róbinsson, þótt konan mín gæti hamrað sönglög eftir Beet- hoven? Iívað skyldi vera þvi til fyrirstöðu að eg byggi urn mig hér á óðali inínu, eins og mér sýndist, áu þess að spyija nokkuin að því, þótt eg reisti múr í kring um heimilisgleði mina, svo eng inn af þessum sárfínu og faguðu heimsmönnum gæti þar yfn kom-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.