Suðurland


Suðurland - 06.09.1913, Side 1

Suðurland - 06.09.1913, Side 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála 1Y. árg. Eyrarbakka 6. septembcr 1918. Nr. 18. Suðurland kemur út einu sinni í viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatansson á Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður Guðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnssou (við verzl. Einarshöfn). í Reykjavik Olafur Gíslason verslm. í Liverpool. Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. Samgöngumálin á sjó. Sú var tíðin, að íslendinnar voru ekki í vandræðum með að flytja að sér nauðsynjar sínar frá útlöndum; þeir áttu og gerðu út skipin sjálflr, og fóru kaupferðir landa á milli þeg ar þeir þóttust þurfa. Þetta er fyr- ir löngu breytt. í fleiri aldir hafa útlendir menn haft á hendi sigling arnar milli íslands og útlanda, og meðfram ströndum landsins síðan Þeer ieron uoruat. EoLsa nenr vio- gengist átölulítið fram á síðustu tíina. Eru fyrir því gildar ástæður. Nú er þetta aftur að breytast eftir því sem þjóðinni vex flskur um hrygg og hún kennir máttinn hjá sér. Ánægj- an með frammistöðu útlendinganna í þessu efni er líka á þrotum, sem vonlegt er. Einna þyngst er þó þykkja landsmanna til „Sameinaða gufuskipa félagsins", enda hefir það lengi verið oss þungt í skauti. Þingið heflr oftsinnis reynt að mýkja málin við félagið, en það heftr geng- ið erfiðlega, nema hægt hafi verið að hafa í hótunum, en það hefir ekki æfinlega verið svo auðgert. Nú er sa dagur kominn, að lands- menn „ætla nú að eignast skip“ og bjóða féiaginu byrginn. hóðin h6flr öll tekið þátt í þessu, að vísu ekki hver einasti maður, heldur þjóðin í heild sinni. Hér er átt við „Eim- skipafélagið" fyrirhugaða. Hlutatjár- söfnunin hefir gengið fram yfir allar vonir; var hún 19. f. m. orðin nokk uð yfir 300 þús. kr. Það er meira fé en nokkurn tíma áður hefir verið lagt fram sameiginlega af íslenskum almenningi; enn er ófrétt um hlut töku Vestur-íslendinga. Eftir þessu ætti þá ekki að vanta svó fjarska mikið til þess að félagið geti byrjað með tveimur skipum. Bráðabirgðastjórnin heflr beðið al þingi um styrk, 100 þús. kr., til fyr- irtækisins, og svo árlegan styrk tii rekstursins. Alþingi hefir sett nefnd í báðum deildum til að athuga sam göngumálin á sjó, og þar með þessa málaleitun bráðabirgðastjórnarinnar. Nefndin hefir nú lagt fram álit sitt. Um hluttöku landssjóðs í Eimskipa- félaginu segir nefndin: „Að því er snertir hluttöku lands- sjóðs í „Eimskipafélagi íslands", þá urðu nefndirnar einhuga um að leggja tii, að stjórninni væri heimilað að kaupa hluti í félaginu fyrir alt að 400,000 kr., gegn þvi, að félagið tæki að sér að halda uppi strandferð- um með tveimur eða fleiri nýjum eða nýlegum skipum, á svipaðan hátt og með líkum skipum að stærð og hraða eins og strandferðaskipin „Austri“ og „Yestri", sem hér voru í fórum árin 1911 og 1912 (sbr. þing- skj. 367 og 368). En þó að nefnd irnar vildu binda hluttöku landssjóðs þessu skilyrði, þá var það þó ekki hugsun þeirra, að þessi ríflega hlut- taka ætti að skiljast svo, að hún væri vegna strandferðanna einna sam- an. Nefndirnar álitu sem sé, að strand- ferðanna vegna væri 300,000 kr. hlut- taka nægileg og jafnvel mjög rífleg, þar sem fá mætti tvö góð strand- ferðaskipfyrir 400,000 kr., en 50—60°/° af þeirri upphæð mætti íá með því að veðsetja skipin sjálf og fá lán út á þau. Mundi þannig mega fá að minsta kosti 200,000 kr. að láni út á. olripirx o5ft jaínvrol ö-lfc að 240^000 kr., (sbr. þingskj. 368). Ef miðað hefði verið eingöngu við tvö strand- ferðaskip, hefði getað komið til mála að takmarka hlottöku landssjóðs við 160—200,000 kr., (sbr. ummæli nefndarinnar um landssjóðsútgerðina, þingskj. 368). En með því nefndirn- ar vildu hiynna sem best að „Eim- skipafélagi íslands", vildu þær ekki skera þetta við neglur sér, heldur áætla 300,000 kr. hluttöku í sam- bandi við strandferðirnar, jafnframt með það fyrir augum, að hentara gæti þót.t að hafa strandferðaskipin fleiri en tvö (sbr. „með tveimur eða fleiri strandferðaskipum" í frumvarpi voru, þingskj. 367, 1. gr.). En þar sem nefndirnar þó ekki létu einu sinni við þetta silja, heldur lögðu til, að hluttaka landssjóðs yrði ákveðin, ekki 300,000 kr., heldur alt að 400,000 kr., þá var það hugsun nefndanna, að 100,000 kr. af þessari upphæð skyldi vera hluttaka landssjóðs í félaginu alment tekið, til þess að styðja það til að kaupa millilandaskip og halda uppi millilandaferðum, eins og bráða birgðast.jórn félagsins hafði farið fram á í erindi sínu til Alþingis. En hins vegar vildu nefndirnar þó einnig binda þessa hluttöku landssjóðs því skilyrði, að samningar næðust við félagið um strandferðirnar, og jafnframt að milli- landaskipin yrðu fleiri en eitt, þótt gleymst hafi að taka það fram í hinu fyrra nefndaráliti voru. Hinu sama skilyrði vildi meiri hluti nefndanna binda beinan ársstyrk til félagsins til millilandaferða, sem þeim fanst hæfilega ákveðinn 40,000 kr., Fáheyrð ósvífni! Hið „Sameinaða Gufuskipafélag“ hefir í hótunum við þingið. Brýtur gefið loforð. Vill hræða þingið frá stuðningi við Eimskipa- félag Islands. Ráðherra afhent.i Samgöngumálanefnd í gær þetta símskeyti: „Eor at undgaa misforstaaelse, mcddeles lverved Deres Exellcncc at vort tilbud om Kystfart 1914—1915 trækkes tilbage, saafremt Altingct vedtager ved Aktietcgning eller Subvention at stötte „Eimskipafélag íslands" mellemlandsfart. Forenede". Þingið gefur vonandi viðeigandi svar í verki. — Um það verður enginn ágreiningur. — Þjóðin gerir væntanlega hið sama. Þingmaður Strandamanna fékk í dag skeyti frá Borðeyri um 100 kr. hluttöku í Eim- skipafélaginu, sem svar gegn fréttum. — „Fyririitlegt" skeyti Sameinaða. —• Yon um miklu meira þaðan næstu daga. Þetta er rétta svarið, svona eiga fleiri að svara. (Eítir simskeyti frá Rvík 2. sept). svo að íélagið, ef það einnig tæki að sér strandferðirnar með 60,000 kr. ársstyrk, hefði alls 100,000 kr. árs styrk, einmitt sömu upphæð og „Hið sameinaða eimskipafélag" hefir nú fyrir bæði strandferðir og millilanda- ferðir (þó það hafi auk þess 25,000 kr. fyrir íerðir til Færeyja með sér- stökum skipum). En nefndirnar vildu, þó að félagið gæti fengið þennan 40,000 kr. árstyrk til millilandaferðanna und- ir eins fyrsta árið, sem það byrjaði ferðir sínar (1915), þó að það hefði þá ekki enn tekið að sér strandferðir, ef samningatilraunir um þær milli félagsins og stjórnarráðsins væru þá á svo góðum vegi, að hægt væri á því að byggja, að félagið tæki að sér strandferðirnar 1916. Það sem eink- um vakti fyrir nefndunum í þessu efni, eða meiri hluta þeirra, var það, að stjórnin yrði tímanlega á árinu 1915 að fá að vita vissu sína um það, hvort von væri um að „Eim- skipafélag íslands" tæki að sér strand- ferðirnar næsta ár, því væri vonlaust um það, yrði hún að gera ráðstafan- ir til að koma fót landssjóðsútgei ð, og til þess mætti hún ekki hafa minna en eins árs frest, með því fyrir gæti komið, og enda líklegast, að hún yrði að láta smíða ný skip til strandferð • anna. Auk þess yrði stjórnin, til þess að geta lagt tillögur um rekst urskostnað fyrir þingið 1915, að fá að vita um það með vissu, hvoit landssjóðsútgerðin væri óumflýjanleg, áður en hún semdi fjárlagafrumvarp sitt' fyrir 1916 — 1917.“ fað kom til tals í nefndinni að gera strandferðaskipin út á landsins kostnað. Það ætti að vera hreirm óþarfi, þar sem verið er að koma á fót alinnlendu félagi sem biður um ríflegan styrk úr landssjóði. Lang eðlilegast að það félag tæki líka að sór strandferðirnar svo fljótt sem mögulegt er. Bráðabirgðastjórnin færist raunar undan þessu og telur sig tæplega hafa heimild til þess sam- kvæmt útboðsskjalinu. En einmitt' útboðsskjalið gefur fylstu von um að félagið muni taka að sér þessar ferð- ir líka, þegar það sér það fært. Nú vill þingið gera það fært þegar í byrj- un, og eftir hverju er þá að bíða? Og líka má gæta að því, að það eru lítil líkindi fyrir því að landinu liggí nokkurntíma í náinni framtið eins mikið á aðstoð félagsins eins og nú. Það væri hjákátlegt ef á sama árinu væri stofnað innlent eimskipafélag með almennri hluttöku og ríflegu fjárframlagi úr landssjóði, og lands- sjóður yrði svo að fara að gera út skip á sinn kostnað til að vinna ekki óþarfari helminginn af ætlunarverki félagsins. Um ferðir á flóum og fjörðum seg- ir nefndin meðal annars: „Að þvi er snertir bátaferðir á flóum, fjörðum og vötnum, þá vaið nefndunum Ijóst, að þar væri mik- illa umbóta vant., en upplýsingar um þessar ferðir hins vegar svo algerlega ófullnægjandi, að frágangssök væri fyrir þingnefnd að koma fram með tillögur um gagngerðar breytingar á þeim að svo stöddu. Nefndirnar hafa því í þetta sinn látið sór nægja að * koma fram með ákveðnar tillögur um upphæð styrkvoitingnnna til þessara báta, og hafa þær, að því er hina minni báta snertir (Rangársandsbát- inn, Hvítárbátinn, Hvalfjarðarbátinn, Lagarfljóts- og Austur Skaftafellssýslu- bátinn) að mestu leyti látið hinar núverandi upphæðir halda sér óbreytt- ar. Og sama er að segja um Faxa- ílóabátinn. Hins vegar leggja nefnd-

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.