Suðurland


Suðurland - 06.09.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 06.09.1913, Blaðsíða 3
SUÐU'RL AN’D 51 lýtt! Rýtt! Hýtt! í hinni nýju verzlun minni fæst nú meðal annars: Margskouai ve fnaðar var a — tilbiíinn fatnaður — alklæðt — döniuklæðí — lireinlætfsvörur — ágætis oliufatnaður af öllum stæröum. — Karlm. skinnvestt — kven sklnnvesti og kvcn prjónavesti. — — Margskonar kaffibrauð — kaffl — export — nielis — strausykur — rúsinur — syltetoj — sjókólaði — karamellur. — _ — Margskonar tí r a mnioplion-plöt u r sungnar af Herold og Forsel, og með íslenskum söugvum. -m SKÓFATNAÐUR af ilestum tegundum, frá Firmainu „Lárus G. Lúðvígsson" í Reykjavík, með sama verði fæst nú hjá undirrituðum og margskonar tegundir af gulum og svörtum skóáburði á Boxkalf- og Chevreau skó. Yaselinsverta á vatnstígvél. Ennfremur: allskonar krydd — fægismyrsl — þvottabláina — fiskilím — vaselin — ofnsvertu (universal pasta) — lyftiduft eggjaduft búðingacfni liárþvottaduft — cfni i rauðgrauta og apricotsgrauta — ágæta saft í pottflöskum — soya — fjölda margar tegundir af vindlum og vindling- um — eldspítur og margt margt ficira. Altaf eitthvað nýtt! (xjörið svo vel og komið og litið á vörurnar. Allir velkomnir! Góðar vörur! 'VS Lægsta verð! Virðingarfyllst Andrés Jónsson. farandi. Það eru torfkofarnir ekki þola hristinginn. — ... <s+O°0---- Hvað veldur? n Svo verður manni að spyrja þegar stöðugar umkvartanir berast afgreiðsl- unni um vanskil á blaðasendingunum. Því miður, getur afgreiðslan ekki svarað spurningu þessari fullnægjandi. Blöðin fara héðan með aukapóstinum 1 veg fyrir aðalpóstinn og samkvæmt tilmælum hans sundurlesin þannig, að Árnessýslublöðin eru sér, svo ekki þurfi að lesa þau úr austanpósti. Samt sem áður kvarta Grímsnes- ingar og Tungnamenn yfir því að hvað eftir annað hafi ekki nema nokk- ur hluti af blaðsendingunum komið þangað uppeftir og hítt ekki fyr en seint og síðarmeir, þá úr austanpósti. Hvernig er þessu varið? Póstafgreiðslan í Hraungerði hefir orðið þessa vör, en veit þó ei hvað veldur. Kvartanir hafa og komið um Kefla- víkurpóst, hann komi stundum frá Reykjayík eftir fleiri mán. dvöl ein- hversstaðar. — Póstmenn eru alvarlega boðnir að gæta þess, að blöðin fari ekki í ranga sem átt með póstum og þeir er blöðin taka á bréfhirðingastöðunum að glata ekki né eyðiieggja þau, en greiða fyrir þeim sem best. Kaupendur sem ekki fá blöðin með skilum, gerðu vel í að skygnast um í nágrenni sínu og gera sitt til að komast fyrir vanskilin. Allir hljóta að sjá og viðurkenna, að skilvísir kaupendur eiga heimting á að fá blaðið sem þeir borga, og ekkert blað stenst heldur við að 102 sem hafði fleygt sér niður á stól og snéri baki að henni og starði á gólfið. „Látið þetta ekki fá svo mjög á yður“, sagði hún, „nú er það versta afstaðið, en kvöldið það var hún þungt haldin, og þegar eg kom heim með lyfin, var ungfrúin með ofsalega hitasótt. Pegar hún hafði tekið tnn, hægði henni töluvert, og um miðnættið fór læknirinn og sagði þá að ö!l hætta væri úti og nú svæfi hún vært og Það væri batamerki. Allir í húsinu gengu nú til náða nema eg, og þá gat eg ekki lengur staðist, ekki af forvitni, heldur vegna þess ef eg gæti orðið að einhverju liði með því að gefa frænda hennar bendingu og svo gekk eg hljóðlega að skrifborðinu hennar og lauk upp bréfageyminum. Það var rétt, þarna lá bréf í innsigluðu umslagi; en þegar eg sneri umslaginu við og sá utanáskriftina, varð eg sem þrumulostin, er eg sá að yðar nafn stóð utan á bréfinu. Þá varð mér alt í einu Jjóst hvernig ástatt var, þá skyldi eg hvers- vegna þér höfðuð ekki svarað bréfl mínu. Hin forna ást yðar hafði vaknað á ný í hjarta yðar og þér viiduð ógjarnan skrifa mér ósannindi". Pá stökk hann á fætur, greip hendur hennar og horfði á hana tárvotum augum. „Prúður , sagði hann, „þú ert hjartabesta og elskulegasta ver- an undir sólunni, og þó eg segði þér um daginn að eg elskaði þig af heilum hug, þá sagði eg það satt, og það er óbreytt enn í dag. Pú getur rétt til um það, að eg vildi ekki draga þig á tálar. í bréflnu þarna hefðirðu fengið að vita um þetta alt saman, og að eg unni annari meira en þér, og að eg beiddist fyrirgefningar á því að eg væri neyddur til að taka tilboð mitt aftur, því ætli maður að gifta síg, verða viðkomendui’ að eiga hjarta hvers annars óskift. Nú hefii þú orðið íyrri til, og eg finn að eg er enn auvirðilegri eftir en áður". Hann þrýsti höndum hennar, hvað eftir annað, og snéri sér undan til að leyna geðshræringu sinni. „Þetta er engin minkun fyiir yður“, sagði hún, „þér hafið heldur ekki sært mig neinu holundarsári, því þótt eg gjarnan vildi verða konan yðar, verður það mér ekki að aldurtila þótt sú von brygðist. Eg hefi einu sinni áður verið trúlofuð, og þegar kærast- inn tók aðra fram yfir mig, auðsins vegna, fanst mér eg mundi Gabricl frændi. 99 Hann hristi höfuðið yfir þessum ósköpum og fór heim aftur. En húsbóndinn kom ekki heim aftur þann daginn, og daginn eftir komu aðeins lausleg skilaboð frá honum með hádegis ferð eimferjunnar, að ekki þyrfti að vonast eftir sér þann daginn, hanri vissi ekki sjálf- ur nær hann mundi koma heim aftur. Nú, í uppskeruannríkinu, hefði verið full þörf fyrir návist hans, en svo liðu 5 dagar og ekkert fréttist til hans. Loksins á 6. degi — morgunþokan lá ennþá eins og heljarfarg yfir ánni og hæðunum, og það var eins og sólin ætlaði ekki að geta náð yfirhöndinni í dag — þá heyrðist hófaták úti á veginum og vínyrkjumennirnir sáu nú hvar óðalsbóndinn ungi kom riðandi í hægðum sínum og báru bæði maður og hestur ótvíræð þreytumerki og þörfnuðust hvíld- ar og hressingar. En ráðsmaðurinn, sem spurði húsbóndann ótta- sleginn hvernig honum liði, fékk ekkert svar. Þegar hann rétti honum bréfin, sem komið höfðu á meðan hann var að heiman, þótt- ist hann verða þess var, að húsbóndinn aðgætti, líkt og í angist, utanáskriftina á bréfunum, eins og væri hann hræddur um að rek- ast á hina leyndardómsfullu skrift, og þegar hann sá að það voru aðeins viðskiftabréf, virtist honum hughægra. Nú varð hann að fara, því liúsbóndinn lokaði að sér og settist við skrifborðið og byrj- aði nú á bréfi, sem hann hafði lengi verið búinn að undirbúa í huga sér. Hann var rétt búinn að skrifa kveðjuna „Kæra Geirþrúður", og ætlaði að fara að skrifa hina hjartanlegu og þó svo sorglegu játning sína, sem hann varð að skrifa henni, þegar ráðsmaðurinn barði að dyrum og kallaði að húsbóndinn yrði að fyrirgefa, það væri ung stúlka úti fyrir, sem hefði komið með eimferjunni og þyrfti nauðsynlega að finnna hann í mikilvægum erindum. Hann opnaði dyrnar með skjálfandi hendi, og grunur hans rætt- ist, Prúður stóð þar úti í ganginum í ferðafötum og með litinn böggul undir hendinni. „Með leyfi?“ sagði hún og gekk inn fyrir án þess að bíða eft- ir svari, hann skelti hurðinni þegar aftur en aflokaði þó ekki; engan skyldi þurfa að gruna neitt misjafnt um ungu stúlkuna sem komin var. „Þrúður“, sagði hann, þegar þau stóðu hvort gegnt öðru í her- berginu, „þú ert þá korain sjálf, líttu á, þarna var eg byrjaður á að skrifa þér“.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.