Suðurland


Suðurland - 13.09.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 13.09.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 55 og mætti telja hann mikla bót á skól um vorum, ef hann væri þannig lag aður, að hann byggi nemendurna bet- ur undir að gegna hinurn ýmsu störf um lífsins. Garðyrkja væri einhver hinn þarfasti og^besti skólaiðnaður; það ætti að gera hana að skyidu námsgrein í batnaskólum voruro. Við barnaskólahúsin ættu að vera urta- gaiðar, þar'sem böi nuuum væru kend helstu garðyrkjustörf að vorinu, en að. vetrinum væri^Þeim veitt tilsögn i helstu atriðum til bókarinnar, er við koma ræktun garðjurta. Sveita- kennarar ættu auðvitað að vera skyld- ir til að veita börnunum sömu til- sögn, og ef svo hittist á, að garðar ar væru ekki til á hentugum stöðum í sveitinni, þá væri ekki annað en byggja þá, og græddu viðkomendur og sveitin öll ekki lít.ið á því. Nokkr- urn kann nú að finnast vandkvæði á að hægt væri að koma svona lagaðri kenslu við, en mér flnst þau ekki mikil í samanburði við það gagn og þann hag, sem hin unga og uppvax- andi kynslóö hefði af þessu námi. Kostnaðarsamt kann nú einhverjum að flnnast, að allir barnakennendur væru skyldir til hafa þokkingu í þessari grein, þeir gætu ekki allir veiið garðyrkjumetin; en því svara eg þannig: Að aðalreglur garðrækt- arinnar eru ekki svo vandlærðar, að hver meðalgreindur maður getur lært þær á skömmum tíma, en sá sem ekki gæti það, rnundi tæplega vera fær um að vera barnakennari." Eitthvað svipað þessu mætt.i segja enn í dag, og víst er leiðin ekki ófær, en það er ófært að hafast ekki að í þessu efni. Skömmu síðar í sömu grein segir höf.: jjtaíS ot- fvill »ftu5oyn ó q ð tpnna efnalitlum mönnum og sérstaklega hreppslimum aðra r.auðsynlegri vinnu en þá, að beiðast fjár eða heimta með nokkurskonar sjálfskyldu fé úr hreppa sjóðunum. Engin hentugri vinna er til en garðyrkjan til þess, því jafnframt því sem hún er skemtileg, veitir hún yrkjandanum þrek, sjálfstæða hugsun og löngun til að bjarga sér, nefnilega að komast af með sín litlu efni án þess að þiggja." Hér er höf. eflaust á réttri leið, en íslenskar fátækrastjórnir hafa ekki enn tekið upp þá stefnu að útvega þurfandi fólki vinnu ; þykir brotaminna að veita styrkinn. Hér er ekki rúm til að fara frekar út í þetta mál að sinni, má vera það verði síðar gert af öðrum. Heimilisiðnaður og garðyrkja eiga ágætlega saman, annað skyldi stund- að að vetrinum hitt að sumrinu, hvort- t.veggja í hjáverkum. Garðyrkjan getur stutt heimilisiðnaðinn að ýmsu Jeyti þegar fram í sækir. í garðin- um má með tímanum fá sér spýtu til að tálga, þar má og rækta viði á stuttum tíma, og fást þá tágar til að flótta úr. Hugsanlegt er líka að þetta tvent geti stutt hvað annað að ýmsu öðru leyti þegar til framkvæmda komur. Verði hvorugt reynt, þá er ekki að búast. við neinum árangri. Hvorttveggja á það sameiginlegt, að það eykur vinnusemi og eflir hag leik, skapar heimilisprýði, annað inni, hitt úti. Heimilin verða vistlegri við það og betur lil þess fallin að halda fólkinu heima, og þegar heimilin prýkka, eitt eftir annað, verður sveitin öll sviphlýrri og sælli. Þá eru meiri likur til að fólkið hugsi sig tvisvar urn áður en það flytur sig erindis- laust í kaupstaðina, sem nú er þó kvartað um. Hér er um alvörumál að ræða, sem skiftir miklu fyrir allan almenning, en þó iangmest komandi kynslóð. P. B. Friður á Balkanskaga. Pá er nú loksins kominn á friður eftir hina blóðugu styrjöld á Balkan- skaga. Er sagt að í henni hafl fallið 400 þús. manna, eða fimm sinnum eins margir og fólkið á Islandi, og það alt á hálfu öðru misseri. Hér eru ekki taldir þeir sem farist hafa úr hungri og annari eymd, sem óbein- línis stafar af stríðinu. Herkostnað- ur allur er talinn að nema 5 milj örðum kr. Þetta litla hefir það kost- að að brjóta á bak aftur veldi Tyrkja hér í Norðurálfunni; vonandi fáum vói- falendíngar að vera í íriöi íyrir þeim hér eftir. Friðarsamningarnir voru undirskiif aðir 10. ágúst í Búkarest; þar var friðarfundurinn haldinn og voru þar fulltrúar frá öllum Balkanríkjunum nema Tyrklandi. Var mikið um dýrð- ir í Búkarest er friðurinn var saminn, því Rúmenum þótti það mesta ham- ingjutákn, að friðurinn skyldi komast á heima hjá þeim. Nokkur óvissa var á því fyrst í stað hvort stórveld- in mundu láta sér líka þessi friðar gerð, en Býskalandskeisari tók brátt. af allan efa um þetta og bað hlut- aðeigendur að halda friðinn, sem hann var gerður í Búkarest. Friðargerðin var auðvitað afar- vandasöm, er margir ribbaldar áttu í hlut. Bó fór svo að iokum, að landamerki urðu öll nokkurnvegin á- kveðin nerna milli Búigara og Tyrkja. Heimta Búlgarar það land sem þeiin var ætlað á Lundúnafundinum, en Tyrkir vilja hvergi sleppa Adrianopel. Segja þeir hinar voðalegustu sögur af meðferð Búlgara á landsfólkinu þar sem þeir hafa náð yflrráðum í ófriðinum. Mesta landaukning fá Serbía og Grikkland. Albanía verður sjálfstætt ríki með einhverjum hætti. Montenegro fær aðeins óverulega viðbót af landi en aftur miklar skaðabætur í reiðu fé fyrir það að Skutari var af þeim tekin, og svo fá þeir vonandi það sem þeir hafa lengi þráð: að vera í friði fyrir ofsóknum Tyrkja. Búlgarar fá mikið land, ef þeir fá það sem þeir krefjast, en láta á hinn bóginn nokkra sneið af landi t.il Rúmena; það er undirlendi sunnan við Dóná austur að Svartahafi. Tyrkland er eina land- ið sem ekkert fær en alt missir;það verður nú næst minsta landið á skag anum, aðeins I2V2 Þús. □ krn., en var í fyrra um þotta leyti 169 □ km. Bað er nú aðeins þrettándi eða fjórt- ándi partur þess er þá var. Grikkland fær Krít og mikið af héruðum í Monastir, Saloniki og Jan- ina og sjálfsagt flestar eyjarnar í Grikklandshafi. Var það nær 65 þús. □ km. fyiir ófriðinn, en verður um 120 þús. □ knr. Tóbaksbúðin á Laugavegi 5 selur í haust. eins og undanfarið: niunntóbak, reyktóbak, rjóltóbak og vindla í stórum og smáum kössum óclýrast allra i bænuni. Munið að koma innn á JEaugaveg 5 og spyrja um verðið, það kost- ar ekki neitt, ekki tíma heldur, því allir fara um Laugaveginn. Serbía fær nærri alt Kossovóhérað og nokkuð af Monastir og Novibasar. Var áður 48 þús. □ km., veiður nú 95 þús. □ km þ. e. nærri tvöföld stærð. Búigaría var 96 □ km., en fær í viðbót hálft Salonikihérað og mikið af Adnanopel, ef hún fær sínu framgengt. Vevður þá Búlgaría öll 134 þús. □ km. en annars 119 þús. □ km. Albanía verður nær 20 þús. Q km. og Montenegro 10 þús. □ km. Ekki verður með neinni vissu sagt um mannfjöldann í ríkjunum, alt er á ringulreið og fólkið altaf að týna tölunni; engar skýrslur er að marka ennþá. Talið er að alls hafi fallið í síðari ófriðnum 130 þús. manna, og her- kostnaður þá hafl orðið um 1200 — 1300 miij. Bessi ófriður var alger- lega Búlgörum að kenna og fyrir það varð þeim svo sem ekkert úr hinum íyrri sigurvinningum sínuin. Sannað- ist á þeim, að „illa gefst ofstopinn". Til kennara í Arnes- og Rangárvallasýslum. Svo sém kunnugt er heflr verið gjörð tiiraun til að koma á fólags skap með kennuium í Árnes og Rangárvallasýslum hvorri fyrir sig. Félagsskapnum varð komið á í báðum stöðunum að nafninu tii, en vaila heldur meira. Ekki fórst hann þó fyrir af því menn fyndu hans ekki fulia þörf; hef eg mörg bréf í hönd- um, þar sem kennarar iýsa því skýrt yfir að þeir teiji féiagsskapinn mjög nauðsynlegan og teija sig reiðubúna til að styðja hann eftir mætti. Þörf- in fer ekki minkandi og tilveruskil- yrðin vonandi ekki versnandi. Fyrri félögunum varð það að falli live mannfá þau voru. Kennurum hefir að vísu ekki fjölgað síðan fólögin lögðust niður, en þó má búast við að skilyrðin hafl nokkuð batnað- Pað heflr borist í tal milli nokk- urra kennara í báðum sýslumim, að reyna að koma á íót einu kennara félagi fyrir báðar sýslurnar, sem hóldi einn fund á ári. Með þessu móti ætti félagið síður að leggjast. niður fyrir mannfæð. Aftur er gert ráð fyrir að félaginu yrði skift i smærri deiidir, ef tiltækilegt þykir, og ætti það nokkuð að bæta úr þeim erfið- leikum, sem stafa af fjariægðinni rnilli kennara á fóiagssvæðinu. Nokkrir kennarar sem náðst hefir til, hafa heitið félaginu liði sínu. Bað heflr orðið að sainkomulagi, að róttast væri að ieita undirtekta við hlutaðeigandi kennara og fá álit þeirra á þessu. Verði undirtektir svo góðar sem búist er við, þá verður boðað til fundar, líklega við Rjórsárbrú, um það leyti sein kensla byrjar alment. i haust. Bréfum þessu viðvíkjandi veitir undirritaður móttöku. Fyrir alla rnuni, látið ekki undir höfuð ieggjast að svara — einhveiju; best sem fyrst. Virðingarfylst . Stokkseyri 8. sept. 1913 PálL Bjarnason. Hvaða bók er mest lesin áíslandi ? ___. í ._ Það væri nógu gaman að vita hvaða bók er mest lesin hér á landi. Fyrir einum mannsaidri hafa það lík- iega verið Passíusálmarnir, en þeir voru reyndar sungnir, og svo er um nýju sálmabókina nú. Hugsanlegt væri að Lesbókin svo- nefnda væri lesin bókamest nú á dögum, og þó er það ekki alveg víst. „Suðurland" minnist annarar bókar, ef bók skyldi kalia, sem selst ailra bóka mest árlega og er afarmikið lesin, miðjan úr henni. Bessi bók er Almanakið. Pað er geflð út í Kaup- maunahöfn og heflr Háskólinn einka- ieyfl til þess. Sami maður hefir búið út almanakið nú í 24 ár og mun hann vera margfaldlega mest lesinn allra rithöfunda veldi Danakonungs. Þó mun hann minna þektur en flestir aðrir rithöfundar. Hann heitir C. F. Pechiile og varð sjötugur í vor. Hann er fæddur í Kaupmannahöfn en uppallnn í Róma- borg. Nokkur ár var var hann 1 Hamborg, og siðan fór hann .rann- sóknarför til Vestur-Indía og skrifaði um þá ferð á Frakknesku. Bykir hann vera gætinn og áreiðanlegur stjörnufræðingur og er frægur i sinn hóp fyrir nákvæmar mæiingu á stöðu nokkurra stjarna. Hann var einn af þeim sem dæmdu ferðalag Cook’s og feldu dóminn yfir honum. Sagður er hann stiltur og yfirlætisiaus eins og sjálfar stjörnurnar. Bað er merkilegt hvað fáir hafa veitt nafni hans eftirtekt í öll þessi ár er hann hefir gefið út viðlesnasta og vanda samasta ritið, sem útkem- ur á íslenska tungu. Bíræfnir bófar. Giinsteinaverzlun ein í Now York, stór og mikils metin, skýrði lögrogl- unni frá þvi nýlega að frarnið hefði verið innbrot í verziunina og stolið þar gimsteinum sem kostuðu um 250 þús. dollara. Lögreglan hóf þeg- ar rannsókn i nrálinu og komst að þeirri niðurstöðu að þjófnaðinn hefðu framið einhverjir af þjónum veizlun- arinnar og bárust böndin sérstaklega að einum skiifstofuþjóninum, sem ekki var hoima daginn sem þjófnaðuiinn var framinn. Lögreglustjórinn lét kaila h;uur til

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.