Suðurland


Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IY. árg. Eyrarbakka 20. septembor 1918. Nr. 15. S u ð u r 1 a n d kemur út eiou sinni í viku, á 1 laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 króuur, erlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatansson á Ásgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður G u ð m . E b e n e z e r s o n og verzlm. JónÁsbjörnsson (við verzl. Einarshöf'n). í Reykjavík Ólafur Gíslason verslm. í Liverpool. Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinutn. ••••••••••••••••• m u þingið í sumar. Yfirlit, Þinginu var slitið þ. 13. þ. m., hafði það þá átt setu í 75 daga. Meðan þingið stóð yfir heflr það fengið ýrnsa dóma og þá allómilda, látið i ijósi að þetta mundi verða vesalt þing og gagnslítið, jafnvel fremur en dæmi væru til áður. En slíkir dóm- ar eru fjarri sanni, enda ofsnemma upp kveðnir. Pað er nú fyrst eftir að þinginu er slitið, að hægt er að kveða upp réctlátan dóm um gerðir þess. Og þrátt fyrir allar hrakspárn- ar, og þrátt fyrir allar hinar miklu viðsjár sem verið hafa með mönnum innan þingsins i þetta sinn, verður ekki með sanni sagt annað en að þetta þing hafi að mörgu leyti orðið got.t þing og inerkilegt. Fyrir _þinginu hefir legið mikill fjðldi mála og mörg þeirra merkileg og allumfangsmikil, og þó nokkur þeirra hafi strandað eins og vant er, hafa þó miklu fleiri gengið fram, og aðeins örfá óútrædd. Af frumvörpum þeim, er stjórnin lagði fyiir þingið, hafa 20 náð fram að ganga. Er þar fyrst að telja: 1. Fjárlög tyrir árin 1914—1915. 2. Fjáraukal. fyrirárin 1910—1911. 3. Fjáraukalög 1912—1913. 4. Siglingalög. 5. ]jög um bæjanöfn. 6. Lög um mannanöfn. 7. Lög um bæjarstjórnakosningar. 8. Lög um breyting á lögum um lán úr landsjóði til byggingar íbúðarhúsa á prestsetrum. 9. Eftirlaun handa Stgr. Thorst. 10. Lög um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum. Jl. Lög um málaflutningsmenn. 12. Lög um hagstofu íslands. 13. Lög um breyling á tolllögum. 14. Lög um ábyrgðafélög. 15. Lögum breytinn á ritsímalögum. Ifi- Lög um breyting á lögum um vörutoll. 18. Lög um vitagjald. 19. l.ög um vat.nsveitingar. 20. Lög um samþykt á landsreikn- um. Þingmannafrumvörp, er samþykt hafa verið, eru þessi: 1. Lög um bjaigráðasjóð íslands. 2. Lög um foiðagæslu. 3. Breyting á lögum um korn- forðabúr. 4. Girðingalög. 5. Landskiftalög. 6. Sauðfjávbaðanir. 7. Lög um umboð þjóðjarða. 8. Lög um Landhelgissjóð. 9. Lög um samþyktir um eftirlit úr landi með fiskiveiðum úb lendinga. 10. Lög um skoðun á síld. 11. Lög um samþyktir um hring nótaveiði á Eyjafitði og Skagaf. 12. Lög um hvalveiðamenn. 13. Lög um strandferðir. 14. Hafnalög fyrir Yestmannaeyjar. 15. Lög um einkarétt til að vinna salt úr sjó. 16. Lög um rafmagnsveitu í kaup stöðum. 17. Lög um breytingu á aðflutnings- bannslögunum. 18. Lög um friðun fugla og eggja. 19. Lög um friðun æðarfugls. 20. Lög um að landsjóður leggi Landsbankanumtil lOOþús kr. á ári í 20 ár. 21. Lög um nýja veðdeild við Lands- bankann. 22. Lög um breyting á lögum um bæjarstj. í Hafnarfirði. 23. Lög um breyting á lögum um kosningar til Alþingis. 24. Lög um löggilding á Hagabót. 25. Lög um sölu Reykja í Hrútaf. 26. Lög um sölu á landspildu í Innri Skálavík (í Kolfreyjustaðar- landi). 27. Lög urn lögreglu og byggingar- samþ. fyrir Vestmannaeyjar. 28. Lög um frestun á framkvæmd laga um lánsdeild Fiskiveiða sjóðsins. 29. Lög um breyting á skipulags- skrá fyrir Gjaf&sjóð Jóns Sig- urðssonar. 30. Lög um breyting á lögum um styrktarsjóð barnakennara. Þá er siðast, en ekki síst frumvarp til stjórnarskipunarlaga um breyting á stjórnarskrá íslands. Fallin stjórnarfrumvörp eru: 1. Um laun ísl. embættismanna. 2. Um breyting á lögum um kenn- araskólann (launahækkun). 3. Um breyting á lögum um lands- bókasafnið (launahækkun). 4. Um breyting á lögum um fræðslu barna (launahækkun). 5. Frv. til laga urn verkfræðing landsins (launahækkun). 6. Frv. til laga um laun hrepp- 17. Lög um sjódóma og réttarfar í sjómálum. stjóra. 7. Frv. um skattanefndir. Vefnaðarvara Prjónavara Smávara að ógleymdum Regnkápuniim O góðu fyrir konur og karla, fást hvergi eins að verði og gæðum. Sjölin, vetrar verða seld um tíma með 15—25°/o °g Kjólatauin með 20°/0 afslætti. Af öllum öðrum vörum 10 %. Lítið inn hjá JÓNI BJÖRNSSYNI 4 C0. Bankastræti S þegar þér verðið á ferðinni. 8. Um verðlag. 9. Um tekjuskatt. 10. Um jarðamat. 11. Um manntalsþing. 12. Um sparisjóði. 13. Um fasteignaskatt. 14. breyting á tilskipun um mála- flutningsmenn. 1‘ingmannafrumv. vísað til stjórnar- innar: 1. Frv. um ísl. fána. 2. Frv. um breyting á ábúðarlögun- um. 3. Um sölubann- á tóbaki til barna og unglinga. 4. Um sölu á þjóðjörðinni Foss í Baiðastrandasýslu. 5. Um sölu á þjóðj. Undiifell. Feld Jnngmannafrumvörp. 1. Um kosning borgarstjóra í Reykja- vík. 2. Um að leggja jarðirnar Skildinga- nes og Bústaði undir Reykjavik. 3. Um sétstaka dómþinghá í Öxna dalshreppi. Óútrœdd þingmaunafrumvörp. 1. Frv. um veiðiskatt. 2. Um dómtúlka og skjalaþýðendur. 3. Um löggilta endurskoðendur. 4. Um járnbrautarlagningu. 5. Um verðhækkunarskatt útaf járn- brautarlagningu. 6. Frv. um líftrygging sjómanna. 7. Um breyting á fátækralögunum. 2 eða 3 frumv. hafa verið tekin aftur. l'ingsályktunartillögur hafa verið samþyktar 8 alls, flestar minni hátt- ar. Merkilegasta og þarflegasta þings ályktunartillagan, sem upp var borin á þessu þingi: tillaga um skipun milliþinganefndar í slysfaiamálum, féll í neðri deild þingslitadaginn. Þings ályktunartillaga uin nýja atkvæða greiðslu um bannlögin féll eins og kunnugt er í neðii deild, við lítinn oiðstír. Þar var einnig feld tillaga urn að skoia á stjórnina að leggja fyrir næsta þing frv. um ísl. fána. Bökstuddar dagslcrár hafa verið bornar upp nokkrar, og hefir um þær oltið á ýmsu. Verður þeirra ekki getið hér frekar að þessu sinni. Rúmsins vegna verður að þessu sinni ekki minst á einstðk lög frá þinginu, en það mun gert smámsam- an í næstu blöðum. í næsta blaði mun verða birt samandregið yfirlit yfir fjárlögin, og getið sérstaklega nokkurra fjárveitinga. Ýmsir hafa haft orð á því, að þetta þing hafi staðið óþarflega lengi. Ekki skal því neitað, að nokkru greiðara hefðu þingstörfin átt að geta gengið frainan af en raun var á, og nokk- urri truflun hlýtur það altaf að valda í svip, er svo miklar viðsjár eru með mönnum í þinginu sem nú var, og þegar samvinnu þings og stjórnar er svo varið sem nú á þessu þingi. En hinu þarf varla neinn að furða sig á, þó þingin standi nú 1 eða 2 vikum lengur yfir en fyrir 10 árum síðan, því ólíku er saman að jaftia þegar á verkefnið er litið. Þá voru útgjöld landsjóðs ekki meiri en J/r af því sem nú er, og viðfangsefnin smá og fábroytt-. Og hitt er vitanlegt, að eins og hér er ástatt, fer verkefni þingsins aJtaf vaxandi; og sú varð raunin á á þessu þingi, að seinustu vikurnar varð að afgreiða málin með meiri hraða on holt er. Umfangsmestu og meikustu málin, sem þetta þing hefir afgreitt, eru stjórnarskrárírumv. og frumv. um strandferðir, og yfir höfuð gerðir þings- ins um samgöngumál á sjó, þá má nefna landhelgissjóðinn, bjargráða- sjóðinn, lögin um efling Ijandsbank- ans, Röfnina í Vestmannaeyjum o. íl., er nánar veiður get-ið síðar. Þegar á alt er litið, er áranguiinn af starfl þessa þings allverulegur, þrátt fyrir allar 'misfellur, og sá mun verða dómur almennings við rólega íhugun málanna, og á rólegri athugun á geið-

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.