Suðurland


Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 59 er ekki gott að segja, en það er víst að hann er mikill. tíg boini því til allra þeirra, sem vilja nppræta þúf urnar og fluna hvert böl þær eru fyr- ir notkun bættra vinnuáhalda, að at huga ástand ræktaða landsins síns með tilliti t.il vatnsins. Frh. Kosningar á þingi. u ___ n n Þjóðvinafélagið. Kosnir voru í stjórn þess á fundi þingmanna 12. þ. m. og urðu þau úrslitin að forseti var kos- inn Tiyggvi Gunnarsson með 26 atkv. Varaforseti Eirikur Briem moð lGat.kv. Meðstjórnarnefnd Hannes Þorsteinss. með 39 atkv. Benedikt Sveinsson og L. H. Bjarnason með 20 atkv. hvor. Sumum þykir kosningin skringileg en — alt hefir sínar orsakir, MillJ>ingaforseti efri deildar var kosinn fyiir þinglokin Júlíus Havsteen fyrrum amtm. Jón Ólafsson gegnir forsetastörfum fyrir neðri deild sem 2. varaforseti. Framkvcemdarstjóri Söfnunarsjóbsins var kosinn í sameinuðu þingi E. Briem með öllum atkv., þinglokadaginn. Gæslustj. var kosinn í efri deild, nokkru áður, J. Havsteen (endurk.) Endurskoðunarm. Landsreikninganna voru kosnir Eiríkur Briem í efri d. og Skúli Thoroddsen (endurk.) í n. d. Verðlaunanefnd Jóns Sigurðssonar. í þessa nefnd voru kosnir í samein. þingi 11. þ. m. B. M. Ólsen með 37 atkv. Jón Jónsson dósent með 32 atkv. og Dr. Jón Borkellsson með 21. atk v. Hannes Þorsteinsson fékk 20 atkv. Sú breytiug hefir orðið á þessari nefnd við kosninguna að Jón Jónsson kom i stað Hannesar I’orsteinssonar. Endurskuðandi Landsóankans var kosinn sama dag Benedikt Sveinsson með 24. atkv. Jón Laxdal fékk 15 atkv. lvristiiiii Ögmundsson frá Hjálm- holti dvelur í Noregi í sumar og vet- ur, við verklegt búnaðarnám. í sum- ar hefir hann vorið á Hognestad á Jaðri og þaðan skrifar hann 24. þ. m. Segir hann verið hafa þar stöð- uga þurka og góðviðri í alt sumar, en þá byrjað votviðri nokkra daga. Ólikt sumar þar og hér. -------0-0~0------ Þhigvísa (útaf fánahneykslinu í efri deild). Aður var hann innskeifur af afturhaldi og vana. Nú er hann orðinn útskeifur í áttina til Dana. Stiídentsifélagið í Iteykjavik sendir mann á aldaraftnæli háskólans í Kristjaníu. Var Bened. Sveinsson kosinn til þeirrar farar, en vildi ekki fara þegar til kom. Ófiétt enn hver farið hefir — voru helst tilnefndir þeir Ólafur Björnsson ritstjóri og Matthías Þórðarson forninenjavörður. Alþingi veitti 600 kr. til fararinnar. -------o-o ------ i Hvað Balkanófriðurinn kostaði Franskir fjármálamenn hafa reikn- að herkostnaðinn þannig: Fallnir og særðir Milj. kr. Búlgaria 140,000 1640 Serbía 79,000 910 Grikkland 30,000 455 Montenegro 8,000 15 Tyrkland 100,000 1450 Alls 348,000 menn fallnir og særð- ir, og skaðinn 4470 miij. króna. Á víð og dreif. Veðráttan enn við sama, rosar og óþerrar, heyafli hér eystra víða afskaplega rír. Aflalaust hér á Eyrum enn sem fyr, ekkert fengist úr sjó í alt sumar. Kjötvcrð er mælt að muni verða mun hærra nú í haust en verið hefir að undanförnu; kemur sér vel fyrir þá er fækka þurfa fénaði vegna hey- skorts. Smjörsala smjörbúanna hér eystra hefir gengið allviðunanlega í sumar, verður þó mun lægra en í fyrra. Utflutnlngur sauðfjár. Talað hefir verið um kaup á sauðfé hér syðra til útflutnings á fæti, en óvíst er um hvað úr því verður. Líklega verður|það ekki að mun meðan inn- ílutningsbannið stendur á Englandi. Ráðherra gat þess í sumar, að hann hefði svarað svo málaleitun um hlunn- indi fyrir ensk fiskiskip hér við land, að um þau væri ekki að tala meðan sauðfjárinnflutningsbannið þar væri ekki upphafið, en'litlar líkur munu til þess að svo verði. skilvísir kaupendur Suður- lands, sem ekki hafa feng- ið kaupbætisbækurnar, eru vinsamlegast beðnir að vitja þeirra eða láta vitja á prentsmiðjuna. Nýir kaupondur fá þær um leið og þeir borga blaðið. Kaupendur beðnir að gjöra vart við sig á prentsmiðjuna og taka blöð sín, sérstaklega væri æskilegt að þeir sem næst búa, vildu vitja blaðsins sjálfir þegar þeir eru á ferð. Munið eftir að borga Suðurland í haust, þægilegast í haustkauptíðinni. Peir sem skifta um heimili, ættu að gera afgreiðslunni aðvart, ella verður utanáskrift ekki breytt. Segið til vanskila, úr þeim verður bætt svo sem unt er. Úrsagnir til blaðsins eru því aðeins teknar gildar, að kaupandi sé skuldlaus og afhcudi skriflcgaúvsögn afgreiðsl unni sjálfri. Allir þeir, sem hafa bækur að láni frá Lestrar- félagi Eyrarbakka frá síðastliðuum vetri, eru beðnir að skila þeim sem fyrst. 107 fyrnast fornar ástir“, og mig tekur lika svo sárt til litla angans með gullgulu lokkana, hann heitir Fran3 og er ársgamall. Líði yður nú sem best; móðir tnín biður líka lotningarfyllst að heilsa yður, og þó eg færi frá yður, var mér það óljúft, en eg gat ekki anuað. Og hugsið nú endur og eins um hana, sem aldrei mun gleyma yður. Yðar auímjúka þénustureiðubúna Geirþrúður Wendelin. E. S. Ef þér álítið það ekki altof mikla dyrfsku, vil eg biðja yður að heilsa frá mér yðar heiðraða brúðguma, þótt hann sé mér ókunnugur8. Meyjan fagra hafði brotið bréfið saman aftur og virtist bíða eftir því, hvað unnusti hennar mundi segja um þetta. „Nú?“ spurði hún um síðir. „Þú virðist ekki hafa mikinn áhuga fyrir hjúkrunarkonunni minni góðu. Hefðirðu aðeins séð hana! Bréfaskriftir eru henni ekki eiginlegar. Hún er sannarlegtnáttúrubarn". „Kornelía", sagði hann og snéri sér að henni, „þetta náttúru- barn hefir leikið á þig — hún er ekki eins mikill einfeldningur og þú hyggur." „Tlvernig þá, Gabriel?" „Hún biður að heilsa mér, „þótt eg sé henni ókunnugur", litla hræsniskollan. Og þó erum við sæmilega kunnug! En sú viðkynn- ing er henni til mesta sóma, og þó stílsmáti hennar sé ekki sem fullkomnastur; veit hún þó upp á hár hvað segja skal og um hvað þegja ber. Komdu, elskan mín! Hérna er mátulega dimt fyrir mig til að skrifta fyrir þér, svo þú sjáir ekki hvernig eg roðna af blygðun fyrir framíerði mitt." Hann settist hjá henni, þrýsti henni fast að sér og hallaði höfði henuar að brjósti sér, svo hún gæti ekki séð framani hann. Svo sagði hann henni alt. Ekki vitum vér. hvort hún lagði á hann nokkra refsingu. En hitt vitum vér, að þrem dögum síðar var sendur stór kassi með allskonar biúðargjöfum, hæfilegum fyrir sveitafólk, og utan á var skrifað til Þrúðar. Efst lá lítil askja og í henni voru tvö bréf, full af hjartanlegum heillaóskum og kveðju og fylgdu þar með tveir hring- ir vafðir í silkipappír. Annar var frá Kornelíu, sem hún hafði áður borið og sendi nú til minningar, en hinn var litili og óásjálegur steinhringur, og við hann var festur miði með þessum orðum: „Til systur minnar elskulegrar, frá trúföstum vini hennar og bróður Gabrí e1.“ (Lauslega þýtt af K. H. B.) Gabrícl frændi. 103 ekki geta lifað það af, samt sem áður hefi eg þó aftur fundið ánægju í að lifa, og lífsþráin gjörir enn vart við sig. En nú verðið þér endilega að hugsa um ungfrúna og stuðla til þess að hún verði hress og glöð sem fyrst aftur. Þessvegna er eg nú komin. Eg vissi strax í gær hvað gjöra skyldi, og eg varð að nota ósannindi — út úr neið þó — til að komast i burtu. Eg þóttist hafa fengið bréf frá móÖur minni, sem bæði mig að koma strax heim og ráð- stafa með sér arfi sem okkur hefði fallið. Guð minn góður, eins og það sé um arf að tala hjá okkur, en mér datt nú ekkert annað til hugar í svipinn. Svo fékk eg í morgun þriggja daga heimfararleyfi, en eg hugsaði ekki, þegar eg kvaddi, að eg væri að fara alfari. En nú, þegar ungfrúin er orðiu frísk aftur og fer að gifta sig, hugsar víst enginn um það, hvort vinnukonukindin er farin eða ekki. Hálfa mílu héðan, í F., á eg gamla frænku. Til hennar fer eg í dag, og svo fer eg þaðan alla leið heim til mín og þér þurfið ekki að bera neinn kviðboga fyrir framtíð minni. Mamma lokar mig ekki úti, hún hefir lengi þráð það að eg kæmi heim aftur, og nú er eg ferð- búin! Þarna", sagði hún og tók litinn böggul upp úr vasa sínum og lagði á borðið, „er hringurinn yðar. Fáið mér rninn aftur; tg sé að þér hafið ekki heldur viljað bera hann“. „Lofaðu mér að hafa hann svolítið ennþá“, sagði hann. „Eg skal senda þér hann og skrifa þór um leið alt það, sem eg get ekki sagt þér núna. Og trúðu mér til þess, Þrúður, að þig skal ekki iðra þess þótt svona færi. Hafirðu mist unnusta, hefiiðu eignast bróður í staðinn, og hann skal aldrei bregðast þér. Eg get ekki sagt þér meira núna, og að bjóða þér skaðabætur, væri móðgun við þig. Eg bið þig ekki heldur að vera“, sagði lrann, þegar hún bjóst til ferðar. „Eg þrái sjálfur að komast sem fyrst þangað sem mín er mest þörf. En eg skal skrifa þér strax á morgun og láta þig vita hvernig liður. Jæja, Guð fylgi þér, elskulega barn, og geri þig hamingjusama og sæla. — Ef til vill getum við, systir mín goð, einhverntíma síðar, þegar við erum orðin gömul og grá fyrir hær- um, talað um þetta, og þá sjáunr við líka, ef t.il vill, að alt hefir farið best sem fór, og þá þökkuin við Guði fyrir handleiðslu sína.“ Hann þrýsti hönd hennar og kysti hana hjartanlega og bróður- lega, stóð svo við gluggann og horfði á eftir henni, þar sem hún gokk niður stíginu frá húsinu, léttíætt og yndisleg. Ilún snéri sér

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.