Suðurland


Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 20.09.1913, Blaðsíða 4
60 SUÐURLAND Tóbaksbúðin í Laugavegi 5 selur í haust eins og undanfarið: mnnntóbak, reyktóbak, rjóltóbak og rindla í stórum og smáura kössum ódýrast allra í bænum. Munið að koma innn á JSaugavQg 5 og spyrja um vorðið, það kost- ar ekki neitt, ekki tíma heldur, því allir fara um Laugaveginn. íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jönsson fráMinna-Núpi. Y. |>áttur. Ke 1 dn aman n a j) áttu r. Prh. Páll á Keldum var vel að sér, búhöld- uu orðlagður og drengur góður. Þó þótti mági hans, Páli skálda, hann eigi svo ör- látur við sig, sem hann þóttist mega ætl- ast til. Kvað hann margar ófagrar níðvís- ur um mág sinn. Þá er Páil á Keldum kom út í Vestmannaeyjar til verzlunar, kvað Páll skáldi: Vaxa taka vandræðin(n). Virðist möx’gum bágur; Kemur að fremja kaupskapinn Keldna-Porri mágur. dluglýsing. Barnakennara vantar í Ásahropp (Þykkvabæ) næsta velur. Menn snúi sór sem fyrst til undirritaðs. Kálfholti 15. sept. 1913 Ólafur Finusson. J’ví kallaði hann „Porra“, að Páll á Keldum var oinsýnn. Eitt sinn, er hann var vcikur, kvað Páll skáldi: Liggur Porri’ og lysir því að lát hans só í vændum. Vorsnar kur, — scm von or, — í Vítis sveitar bændum. Margt því líkt og eigi betra kvað hann um mág sinn, þó eigi sé það hér ritað. Sú saga gekk, að veturinn 1822 hefði ókenndur maður komið að Keldum og bcðist gist.ingar. Eigi þótti meiga úthýsa manninum; en mjög stóð ölium stuggur af honum, svo var hann illilegur og ískyggi- legur. Hann var spurður hver hann væri og hverra erinda hann færi. Hann sagð- ist vera af Vesturlandi- og ætla að heim- sækja séra Vigfús Bonediktsson. Pleiya féklcst ekki úr honum. Er hann kom inn, vildi hann hvergi sitja nema þar, sem Ijós skein ekki á liann. Páli bónda þótt.i hann þjófslegur, og bað cinn af vinnu- mönnum sínum að fylgja honum út og inn og víkja aldrei frá honum. Maðurinnvar hraustur og hugaður vcl og tók þetta að sér. A vökunni fóru þeir út í kirkjugarð. Gesturinn gekk að hverju leiðinu eftir annað, rak fótinn í það og spurði: „Hver liggurhér?11 Ensvobeið hann aldrei svars, en sagði sjálfur hver þar lægi. Stóð það hcima um öll þau leiði, sem fólk vissi um hveriir undir láu. Inn 'fóru þeir aftur. Þá er farið var að losa húslesturinn, ætl- aði gesturinn út. íln húsfrcyja sagði, að þar yrði hvcr gestur að hlýða húslöstri, Settist hann þá niður aftur, tók úr barmi Prjónavél í hveijn heimili or bið gngnlegasta áhald, serri unt er að útvega því. Lindélis Jiciuiilisprjóliavél, sem einkarótt hefir um allan heim, er ein- földust, hentugust og ódýrust allra prjónavóla. Á hana iná jafnt prjóna munsturprjón og sokka, brugðna kvensokka, treyjur, nærföt, vetlinga o. s. frv. I fyrra hlaut vélin tvenn verðlaun úr gulli. Hún kostar að eins 55 kr. Hverri vól fylgir nákvæmur leiðarvísir. Einkasali *3aRo6 <3unnlögsson, Köbenliavn K. ooooooooooooooooooooooooooo sér blaðaskæður og hélt þeim fyrir vitum sér um lesturinn. Um morguniun fór hann. Eigi spurðist til ferða hans eða náttstaða fyi-ir eða eftir komu hans að Keldum. "Var þó spurst fyrir um það. Seinna kom sú frcgu, nær þossum tíma eða litlu síðar hefði sóra Vigfús, móðurbrúðir l’uríðar á Keldum, dáið og cigi þótt alt mcð feldu um lát hans. En hann var haldinn fjöl- ltunnugur meðan hanu lifði. Er því get- andi til, að eftir lát hans hafi þessi fregn myndast, sem niðurlag galdrasagnanna, sem um hann höfðu gengið, og verið sett í samband við það, að á Kcldum hafi gist sérvitur flækingur og verið sagnafár um liagi sína. Prh. Á Merkurhrauni á Skeiðaveginum fundust í vor stígvéiagariuar. Vitja raá til Odds Loftssonat' í Þrándarholti í Gnúpveijahreppi gegn fundarlaunum og borgun á auglýsingu þessari. Atvinna í boði! Duglegur maður og áreiðan- legur óskast í haust til að fara bókasöluferðir, með ýmsar góð- ar og ódýrar bækur. Lysthafendur snúi sér til Afgreiðslu Suðurlands Eyrarbakka, Peiliiiftabutlda, með kr. 7.78, tapaðist á veginum frá Þjórsárbrú að Skeggjastöðum. Skiiist gegn fundar- ianrnini á pi-entsrrn Suðurlands. Ritstjóri og ábyrgðarniaður; Jón Jónatansson, alþiugism. l’rontsmiðja Suðurlands. 104 við og veifaði til hans í kveðju skyni og roðinn í andliti hennar bar vott um afturfundna lífsgleði og göfuga sál, sem horfði ókvíðin móti framtíðinni. Uppskeran var fyrir löngu gengin um garð, brúnu óg skræln- uðu blöðin voru fokin af vínviðinum og sá timi kominn, sem fáum er kærkominn, öðrum en hamingusömum elskendum, sem spyrja lítt um veður og vind, vegna þess að þeir sjá sér sjálfir fyrir sól- skyni og regni. í stóra salnum í Rínstræti 27 loguðu giæður á arui, svaladyrnar stóðu ennþá opnar og pálmarnir tveir höfðu verið færðir lítið oitt innar. Það var farið að skyggja, og ennþá einu sinni auðnaðist Gabríel að sitja hjá frænku sinni og njóta návistar honn- ar, en nú sátu þau ekki hátíðleg og ókunnugleg hvort gagnvart öðru. Nei, nú sátu þau hvort í annars örmum í legubekknum und- ir stóra landslagsmáiverkinu og voru að byrja að opna heillaóska- skeyti víðsvegar að, aí þeim hafði borist fjallhár hlaði síðan um morguninn. Því verður ekki neitað, að mörg önnur bróf eru efnis- ríkari og tilbreytingameiri, en fá bréf eru lesin með meiri ánægju en slik bréf. Alt í einu tók Kornelía bréf, sem var næsta ólíkt hinum öli- um. „Sko, Gabríel", sagði hún, „þarna kemur víst betlibréf, sem iiefir notað tækifærið að smokka sér hingað inn, af því það er ai- kunnugt, að hamingjusamir elskendur geta naumast neitað nokkurri bón. „Til hávelborinnar ungfrú Kornelíu —“, „þessa lrönd þekki eg ekki, og eg er viss um að hún skrifar ekki ineir en tvö bréf á ári“. Hún hélt bréfinu hlægjandi móti kærastanuin, án þess að veita því eftírtekt að hann tók engan þátt í kæti hennar, og þegar hann hafði litið á það fljótlega, stóð hann alt í einu á fætur, eins og hon- um væri orðið ofheitt. fessi hönd hafði líka áorkað það, að blóðið steig honum til höfuðs og liann blóðroðnaði. Hann hafði ekki séð þessa skrift nema í þetta eina skifti, fyrsta og síðasta sinn, sem hann hafði fengið bréf með þessari hönd. Daginn eftir að Þrúður hafði komið til hans, hafði hann að vísu skrifað henni larigt og ástúðlegt bréf, en hún hafði engu svarað aftur. Þegar ekkort bréf kom frá henni aftur, hefði hann talið víst að hún væri í góðum höndum og liði vel og saknaði hans ekkert frekar, fyrst hún lét ekkert til sín 105 hoyra. Hin forna ást hans hafði líka gagntekið hann og síðan hvað af hverju, gleðiríkir endurfundir eftir allar hættur og kvalir aðskiln- aðarins, hann hafði því ekki haft tíma til að grenslast eftir hvernig Þrúði liði og hvort hún þarfnaðist aðstoðar hans. Hann stóð nú hugsandi við slaghörpuna og horfði þungbúinn útí kvöldskímuna. „Heyrðu til, elsku Gabríel minn“, sagði Kornelia, sem nú var búin að lesa bréfið. „Þegar eg veiktist, fengum við nýja stúlku, og þó mér liði svona illa, varð eg strax hrifin af henni; hún var ötul- asta, trúasta og elskulegasta sveitabarn sem eg hefi nokkurntíma þekt, og svo framúrskarandi umhugsunarsöm og nákvæm, eins og hún hefði verið fóstursystir mín. Kg hefði áldrei slept henni, jafn- vel þó eg hefði óttast það að hún gæti orðið þér hættuleg. En alt í einu kom þetta undarlega barn og bað um leyfi til að finna móð- ur sína og vera í burt í tvo daga. Við ieiíðum henni það, af því okkur þótti svo vænt um hana, en hún stóð ekki við orð sin. í stað hennar kom frænka hennar, sem or gift krármanninum hérna í þorpinu, og bað afsökunar á því að hún gæti ekki komið aftur, þvi móðirin vildi ekki sleppa henni til bæjarins í annað sinn, en við gátum okki skilið í því, hversvegna hún vildi alt í einu komast á brott. Nú sé og að fornar ástir hafa þar haft hönd í bagga, þótt hún játi það ekki beiniinis. Heyrðu nú hvað hún skrifar:“ „Kæra náðug ungfrú!“ — (ójá, hún er ekki sterk í málfræð- inni) — „Eg hefi séð það í blöðunum að þér séuð trúlofaðar, og af því þér voruð altaf svo góð við mig og eg fór nauðug frá yður, hefi eg hugsað að þér Lækuð það ekki illa upp þó eg skrifaði yður fáeinar línur og óskaði yður allraundirgefnast til hamingju. Guð gefi að þér og unnusti yðar hljóti alla blessun og hainingju i ríkum mæli. Eg heyri sagt að unnusti yðar'sé elskulegur og lærður og mentaður maður, og að þór hafið lengi þekt hann. Það er víst iíka best, því hafi menn þekst lengi, verður ástin varanlegust. Svo verð eg nú iíka að segja náðug ungfrúin, að eg ætla að gifta mig á allra heilagra messu, manni, sem eg hefi iíka lengi þekt. Hann hefir vorið giftur áður, en misti konuna eftir að hún hafði fætt hon- um svolítinn strákorm, og nú er hann móðurlaus — og af því við erum gamalkunnug og liann átti þessa konu, sem var rík, aðeins til að þóknast föður sínum, hefir hann nú spurt mig hvort eg vildi koma til sin, og eg lieíi sagt já, því hann kemst vel af og „seint

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.