Suðurland


Suðurland - 27.09.1913, Qupperneq 1

Suðurland - 27.09.1913, Qupperneq 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IY. árg. Eyrarbakka 27. septcmbcr 1918. Nr. 1G. Suðurland • kemur út einu sinni í viku, á laugardðgum. Argangurinn ltost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatansson á Ásgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður Guðm. Ebenezerson og verzlm. JónAsbjörnsson (við verzl. Einarshöí'n). í Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Liverpool. Auglýsingar sendist í prent^ smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1,60 fyrir þuml. á fyrstu síðu, ™ 1,26 á hinum. I : 9 8 i i Stjórnmálaliorfur. Út úr þokunni, Síðustu Arin hafa verið óhappaár í stjórnmálasögu vorri að því leyti, að vér höfum staðið sundraðir þar sem vér framar öllu óðru hefðum átt að standa sameinaðir. Þjóðin heflr skifst í tvo andvíga flokka um það málið, sem mestu varðar: sjálfstæði. þjóðarinnar út a við. Og flokkaskip Un í stjórnmálum heflr að því leyti verið svo óeðlileg sem framast má verða, að hún hefir verið bygð á þess- um málum einum, en að öðru leyti verið á reiki. Menn með gagnólíkum skoðunum í mikilvægustu innanlands málum hafa staðið í flokki saman, og heflr því samvinnan í þeim málum örðið allmjög á annan hátt en æski- legt væri. fví verður ekki neitað, að engar líkur eru til þess, að því málinu, sem ráðið hefir flokkaskipuninni síðustu árin, sambandsmálinu, veiði til lykta. ráðið á viðunandi hátt í náinni fram- tíð. Og nú ríður á því að vér snú um oss með alvöru og athygli að innanlandsmálunum og reynum á þann hátt að styrkja og treysta grund- völl þjóðarsjálfstæðis vors. Efnalegt sjálfstæði og menning þjóðarinnar er sá grundvöllur sem á verður bygt sjálfstæði vort út á við. Yaxi þjóð- inni máttur og megin heimafyrir, verður oss auðveldara að sækja rétt vorn í hendur þeirrar þjóðar, sem vér nú eigum í höggi við um þjóðar- sjáifstæði vort. Þegar nú svo er komið málum vorum, að það málið, sein áður heflr ákift þjóðinni í flokka: sambandssátt- htálagerð við Dani, er úr sögunni um s'nn, þá er það einsætt og auðsætt ^verjum manni, að flokkaskifting í áfjórnmálum verður að byggjast á 'nnanlandsmálunum, byggjast á þeim verkefnum sem fyrir liggja. Viðfangs efnin eru þar ærin og allmargbreyit, hiargt að vinna, margt. aðfæiaílag, og á mörgu að sigrast, en auðvitað greinir menn á í þessum máltirn, og um þau hlýtur því að myndast flokka- skifting. En það er óeðlilegt og illa farið að þjóðin skiftist í fjandsamlega flokka um sjálfstæði sitt út á við, um til- verurétt sinn sem sjálfstæð þjóð. Þetta mál, sjálfstæðismál þjóðarinn- ar, á að vera hafið yfir allan flokka- ríg, í því niáli eiga allir íslendingar að skipa sér í eina fylkingu. Sumum virðist þetta ef til vill fjarstæða, flnst. það óhugsandi að vér getuin nokkurntíma orðið sammála um þetta mikilvægasta mál vort. En hvers vegna? Er ekki takmarkið í raun og veru eitt og hið sama fyrir öllum þorra íslendinga að minsta kosti: fult og óskert sjálfstæði þjóð- arinnar? Ágreiningurinn heflr verið um milli- sporin, áfangana á leiðinni að þessu takmarki, og sá ágreiningur hefir orðið meiri en vera þyrfti, einmitt af því að þetta mál heflr verið gert að flokkamáli. En hér skal ekki farið út í gamlar væringar, ekki farið að rifja upp gamlar deilur. Pað er oss sjálfum fyrir bestu að láta þessar deilur falla niður. Dess munu varla dæmi annarstað- ar í heiminum að flokkaskipun í stjórn- málum sé bygð á utanríkismálum ein- göngu. Nei, flokkaskipunin er hver- vetna bygð á innanlandsmálum, mis- munandi stefnum í þeim málum er fyrir liggja, þó ýmislegt, er utanríkis- mál snertir, kunni stundum að ráða nokkru í þessu efni. En j&að eitt er víet, að hver óspilt þjóð, sem á rétt á að vera til sem sjálfstæð f jóð, lilýtur að standa saman sem einn maður þegar um það er að rœða að vinna eða verja sjálfstæði sitt út á við, og geri hún ]mð ehki, er liún dauðadæmd. Nægir oss ekki í þessum efnum að líta til Dana, þeirrar þjóðar, sem vór eigum rétt vorn í hendur að sækja? Standa þar ekki allir stjórnmálaflokk- ar saman á móti oss? Sjá menn ekki hvílíkur geysimunur er á því, að sú þjóðin sem sterkari er og voldugri stendur í gegn kröfum vorum óskift og einhuga, en vér stöndum droifðir og ósammála? Er nokkuð að vinna með þessu háttalagi? Nei. Oss hlýt- ur að skiljast það, að í þessum mál um verðum vér að standa sameinað- ir. fað er óhjákvæmilegt, þaðerlífs- nauðsyn. Hvernig sem flokkar skift- ast og hversu mikill ági'einingur som vera kann milli vor innbyrðis uin önnur mál, þá megum vér ekki missa sjónar á þessari nauðsyn. Látum því deilutnar um sjálfstæð- ismál vott falla og munum að hið eina rét.ta og sjálfsagða í þessu máli er: samvinna allra flokka im sjálf' stæði þjóðarinnar út á við. Að þessu vetður að vinna með festu, gætni og hyggindum, í því felst eina sigurvonin. k Vefnaðarvara Prjónavara Smávara að ógleymdum Regnkápunum góðu fyrir konur og karla, fást hvergi eins að verði og gæðum. Sjölili, vetrar verða seld um tíma með 15—25% og Kjólatauin með 20% afslætt.i. Af öllum öðrum vörum 10%. Lítið inn hjá JÓNI BJÖRNSSYNI & C0. líankastræti 8 þegar þér verðið á ferðinni. =a Hér er ekki alt komið undir óða- goti, hávaða og stóryrðum, vér náum hvort sem er ekki takmarkinu í einu stökki, og því megum vér ekki gleyma, að eins og sambandi voru við Dani nú er varið, getum vér tekið öllum eðlilegum framförum þeirra vegna ef oss brestur ekki samtök, vit og vilja. Með hyggilegri skip- an innanlandsmála vorra getum vér lagt. tryggari grundvöll að þjóðarsjálf- stæði voru en með nokkurri sáttmála eða samningsgerð við Dani. Á öllum sviðum er ærið að vinna: í mentamálum, atvinnumálum, sam- göngu- og verslunarmálum, og sitt- hvað er það sem bendir til þess að við séum að finna sjálfa okkur betur en áður, og á því að oss takist það, má byggja nokkrar vonir. Það hlýtur því öllum að veraljóst, að það sem nú hlýtur að verða efst á baugi í stjórnmálum vorum er ekki sambandsþjark við Dani, heldur hitt, að vinna oss áfram inn á við af al- vöru og kostgæfni, og svo hitt, að leiða hugina saman t.il einhuga sain- vinnu út á við, það kann að ganga nokkuð seint, en það hlýtur þó að vinnast. Þetta er það sem þjóðin þarf að hafa í huga við næstu kosningar. ------OoO«-<>-- Heyskorturinn austanijalls. Sumarið þetta heflr verið óminni- lega óhagstætt; heyfengur almennings hér um sveitir afar rír, og hjá fjölda manna svo lítill, að slíks munu varla dæmi i þeirra manna minnnm er nú lifa. Allmikil fénaðarfækkun er því óhjákvæmileg, því fénaðnr mun víða vera með langflesta móti, selt í minna lagi í fyrra haust. Nokkuð bætir það úr þó fækka þurfi, að horfur eru á því að kjötverð verði hátt nú í haust. En óálitlegt er það að menn þurfi að að ríra svo bústofn sinn sem þurfa mun ef setja ætti á heybyrgðirnar einar, og dýrt að kaupa búfénað aftur í vor. Nú hefði verið þörf á úrræðum og samtökum í tíma um fóðurkaup, því engum getur blandast hugur um það, að réttara væri að reyna að komast hjá altof snöggri fénaðarfækkun með því að verja nokkru af andvirði þess fénaðar sem seldur er, til þess að kaupa kraftfóður og geta haldið nokkru fleira á fóðrum, heldur en að ríra af- skaplega bústofn sinn og eiga mjög í óvissu um hve greiðlega tekst að koma honum upp aftur. Heyrst heflr að verslanir hér hafl verið beðnar um að panta eitthvað af kraftfóðri, en það mun vera miklu minna en þörf er á, því varla hefði mátt minna vera fyrir þessar tvær sýslur hér, Arnes- og Rangárvallas., en að fenginn væri 1 skipsfarmur af fóðurbæti. Annars mun að þessu nánar vikið síðar, Formaður Bfl. ísl. heflr spurst fyr- ir um kaup á síldarmjöli norður á Siglufirði og um síldarkökur, en óvíst var hvort fáanlegt mundi vera þar nú orðið. Hefði verið æskilegt að fá dálitið af þessu fóðri til reynslu i vetur; gat sú reynsla orðið til bend,- ingar fyrir menn síðar, því nokkuð eru menn í óvissu um það hverskon- ar fóður best er að kaupa. Margir nyiðra láta vel af þessu kraftfóðri sem unnið er úr síldinni, þó misjafnt sé það að gæðum, eins og gefur að skilja. Þess mun helst til seint hafa verið gætt, að gera ráðstafanír til fóður- kaupa, og rnætti ef til vill nokkuð úr því bæta enn ef bráðlega væii að undið. Sumir hafa ef til vill treyst því, að haustveðráttan mundi voiða góð og eitthvað rætast úr með bey-

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.