Suðurland


Suðurland - 27.09.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 27.09.1913, Blaðsíða 2
62 SUÐURLAND ■IXBXBX mxmxmxmmxmxmxmxmxmxm 15"25{\ afslátíur verður geflnn af öllum v.etrar- SJÖLUM í haust. Ennfremur: 20% afsláttur af F a t a 1 a u u m og K j 61 a t u u u m ullar og hálfullar. Af ölluin öðrum Yefnaðarvörum 10%. Lítið því fyrst inn þar, sem bezt borgar sig að kaupa alla Ycfnaðarvöru en það er ávalt hjá VERZLUNIN BJÖRN KR1STJÁNSS0N I Itcykjavik. X ■ X 5 X i 5 nxBXBXBXHxaxaaxaxaxaxaxaxia <3?appír os ritföng er nú orðið alknnnugt að livergi cru bctri né ódýrari að fá en hjá Verzluniu Björn Kristjánsson. skapinn í septembermánuði, en þær vonir hafa þó einnig brugðist. Eitt er víst, að nú er þörf á gæti - legum ásetningi og úrræðum í tíma til þess að reyna að draga svo sem unt er úr þeim afturkipp sem þess i óáran hér í sumar hlýtur að valda. Lögin um forðagæslu, frá þinginu í sumar, sem að vísu enn eru ekki komin í gildi, gera ráð fyrir rækileg- um fóðurskoðunum á haustin. Slíkar skoðanir vœri nauðiyn á að taka upp nú þegar og vanda til þeirra svo sem unt er. Með því móti fá sveitastjórn - ir ábyggílégri vitneskjn um ástandið en fengist getur á annan hátt, og á þeirri vitneskju þarf að byggja ráð- stafanir til bjargráða þar sem þörf er á. Annars mun að þessu máli vikið nánar innan skamms. Suðurland vill að þessu sinni aðeins vekja at,- hygli á nauðsyn þess að taka ráð í tima. Því er ekki kunnugt um onn- l’á, hverjar ráðstafanir kunna að hafa vorið gerðar, vera má að eitthvað hafl verið gert, en þó likloga minna en vera ætti. Stjórnarskrárfrumvarpið, Frumvarp það um breyting á stjórn • nrskránni, sem samþykt var nú á þitiginu, og prentað verður neðanmáls í næsta blaði, ættu lesendur blaðsins að klippa frá og geyma og athuga vandlega fyrir næstu kosningar. í stjórnarskrárfrumv. því, er sam- þykt var á þinginu 1911, voru ýms akvæði sem valdið hafa allmiklum deilum. Dessum atriðum flestu m hefir nú verið vikið við þann veg, að samkomulag heflr nú orðið um þau, og frumvarpíð í öllum meginatriðuin þannig úr garði gert, að það verður a.ð teljast fullvel viðunandi, og æt.ti því að samþykkjast óbreytt á auka- þinginu. Það er að vísu vitanlegt, að ýms atriði í þessu frumvarpi eru þarinig vaxin, að um þau getur orðið tals verður ágreiningur. En þess ber að gæta, að enginn þarf að vænta þess að nokkurntíma verði það stjórnar skrárfrumvarp samþykt, er hver ein- stakur maður gæti sagt um að það væti í öllum atriðum eins og hann heist vildi kjósa. Menn verða jafnan að sætta sig við þó eitthvað megi að ýmsum smærri atriðum finna, ef svo er gengið frá því sem verulegtast er að vel megi við una. Og það er einmitt gert í þessu frumvarpi, og þess er ekki að vænta að frumvarpið yrði að heinu leyti betra eða þjóðinni hag- kvæmara þó farið væri að breyta því á ný. Hitt miklu liklegra að breyt- ingarnar yrðu aðeins til þess að vekja nýjar deilur, og ef til vill til að færa það í þann búning er miklu síður væri viðunandi en sá, er það nú hefir fengið. Að þessu sinni þykir ekki þörf á að ræða ýtarlega einstök atriði frum- varpsins; mun það gert síðar smám- saman. En bont skal þó á það sem mest er um vert í þessu frumvarpi. Eins og öllum er kunnugt, hefir það ákvæði í stjórnarskránni, að ráð- herra skuli bera íslensk inál upp fyr- ir konungi í rikisráði Dana, valdið allmiklum deilum, og þegar þetta ákvæði var samþykt á alþingi 19Ö3, var af miklum þorra þingmanna litið svo á, að hættulaust væri þó þett a kærnist inn í stjórnarskrána, því henni hofðum vér altaf fullan rétt til að breyta, og gætum því numið ákvæði þetta burtu aftur síðar. En nú hefir sú orðið reyndin, að Dönum hefir verið óljúft að þetta ákvæði yrði numið burtu, og lausleg skilaboð konungs til þingsins 1912 gáfu það ótvírætt í skyn að hann væri ófús á að staðfesta stjórnarskrárfrumvarp þar sem þetta ákvæði væri felt burtu. Af þessu hefir það leitt, að ýmsir litu svo á að árangurslaust væri að af- greiðafrá þinginu stjórnarskrárfrumv., þar sem ríkisráðsákvæðinu væri slept, það mundi eiga vissa staðfestingar- synjun. En hinsvegar mun þó fáum hafa komið til hugar að hopa til baka frá þeirri stefnu sem þ9gar var upp tekin um að feila burtu þettaákvæði í stjórnarskránni. Þingið í surnar átti því um þrent að velja: að h'alda óbreyttu ákvæði frumvarpsins frá 1911 um þetta atriði og halda málinu til kapps hvernig sem við yrði snúist frá Danu hálfu, að afgreiða ekkert stjórnarskiáifrumvarp, eða þá í þriðja lagi að reyna að íinna samkomuiags- ieið í máiinu. Og niðurstaðan hefir nú orðið sú, að fara hér miðlunar- veg, með því að ákveða að ráðherra beri upp máiin þar sem konungur ákveður. Pessi úriausn er vel við • unandi, lítt hugsanlegt að nein fyrir- staða verði á staðfestingu konungs i nú, er þessu ákvæði er þannig breytt, og hinsvegar er þessi úrlausn á mál- inu osa íslendingum vansalaus. Þá er rýmkun kosningarréttarins, af- nám konungkjörinna þingmanna og skip ■ un efri deildar. Um þessi atriði hefir verið talsverður ágreiningur, en eins og þeim er fyrir komið í þessu frum- varpi, m'á fullvel við þau una. Kjós- endafjöigun færist hægt yfir. Hlut- fallskosnir þingmenn efri deildarkosn- ir fyrir alt land, eiga að vera aðeins 6, í stað þeirra konungkjörnu, og þarf því eigi að breyta kjördæmaskipun- inni þó stjórnarskrárfrumvarp þetta nái lagagildi. Til bóta er og það ákvæði um skipun efri deildar, að þá þingmenn, er sameinað þing kýs til efri deildar, má kjósa hlutfallskosn ingu. Ötlum þessum meginatriðum, sem hér hafa verið nefnd, er í þessu frum- varpi þannig fyrir komið, að vel má við una. Þá eru og í frumvarpinu ýms at- riði önnur er mikilsverð eru, I.. d. að afnema má eftirlaun, aðskilja ríki og kirkju, fjöiga ráðherrum með einföld- um lögum, og þarf því ekki að hreifa neitt við stjórnarskránni á ný þó eitt- hvað af þessu skuli gera. Ýms fleiriákvæði í Þessu frumvarpi mætti nefna, Þau er til bóta eru, en verður að teljast óþarft að svo stöddu. Annars ættu kjósendur að kynna sér frumvarpið vandlega og athuga það með gaumgæfni, muti þá sú verða reyndin á, að þetta stjórnarskrárfrum- varp verður samþykt á aukaþinginu í sumar, og með því verður þessu mikilvægasta máli Þjóðarinnar bjarg- að í höfn með heilu og höldnu, og væri þá vel, því óvíst er að svo vel farnist ef enn á ný er lagt út í deil- ur og æsingar um þetta mál. Fá orð um vatnið í jarðveginum og mýrarræktina á Jaðri í Noregi, Niðurl. Eins og eg hefl áður drepið á, eru það aðallega opnir skurðir, sem vér höfum gert hingað tii, en ýmsa galla hafa þoir nú eins og svo margt annað. Þeir taka mikið rúm áyfirborðinu, liérumbíl % af því landi sem þurka skal ef landið skal ræsast vel. F’eir þuifa mikið viðhald, því leðja sest í þá og fyllir. feir eru sáðreit.ur ill- gresis, því þess or sjaldan gætt að hreinsa kantana svo oft sem þöif er á. t’eir tefja fyrir vinnunni, einkum notkun stærri véla. Peir leiða vatnið illa nema þeim sé haldið vel við, einnig geta þeir orsakað að jörðin verði of þur, þar eð stormur og Ijós leikur óhindrað uin skurðahliðarnar. En ekki verður hjá því komist að hafa þá með, einkum hjá oss, þar sem úrkomur eru svo miklar, og myndast oft mikið afrensli í rigningatíð og vetr- arhlákum. Opna skurði skal nota til að leiða mildð vatn, sem rennur að afstærra eða minna svæði (afleiösluskurðir) sem jaðarskurði í blautum mýrum og á landi sem liggur mjög lágt þar sem kyrstaða myndast eða vantar afrensli. Að lýsa hinum mismunandi ræsum ætla eg ekki; vil þó aðeins nefna þau. Iiin veujulegu eru: steinræsi, rör, tié og hnausræsi. Eins og eg hefi áður drepið á, höfum vér sýnt lit á að gjöra þau, að undanteknum tré- ræsunum, sem varla geta komið til greina hjá oss í skóglausu landi. Af steinræsunum höfum vér gert inest, og er það eðlilegt, þau taka til sín mikið vatn, en leiða það ekki eins fljótt og pipuræsi, þau endast mjög lengi séu þau vel gerð í fyrstu. Um pípuræsin er það að segja, að frá mínu sjónarmiði ættu þau alls ekki að eiga sér stað hjá oss, af þeirri einföldu ástæðu, að þau eru of dýr, undir flestum kringumstæðum. Vér verðum að gæta að því, að þó einhver hlut- ur sé góður og gagnlegur í sjálfu sér, þá má samt kaupa hann of dýrt. Að bera saman stein- og pípuræsi hjá oss og Norðmönnum er ekki rétt, vegna þess að þar oru svo ólík skil yrði. Pípuræsin gera þeir af sinum leir í sínum verksmiðjum sem geta selt þau rnjög ódýr, en vér verðum að gera þau af sterkri cementsteypu. Cemontið veiðum vér að kaupa frá útlönduin og svo verðum vér að kaupa vinnuna og flytja þau langan veg o. s. frv. Norðmenn segja einnig: Cementspípur notum vér ekki, það er of dýrt. Hvað megum vér þá segja? En svo kem eg að því sem eg tel þýðingarmest, og það eru hnausræs- in. Þau gera ekki háar tölur í bún- aðarskýrslum voruin, en þau eru moira notuð hér á Jaðri en oss grun- ar alment. Dau eru hérumbil notuð eingöngu með opnum skurðum, stein- ræsi lítið eitt. Hnausræsin eru gerð þannig: Skurðvíddin, breiddin að ofan sé ekki minna’ en 50 cm. og dýptin um 30 cm. Þetta er gert með venjulegri skóflu, en svo er notuð lítil skófla, blaðið er 12 — 15 Cffi. breitt, og 30—40 cm. langt. Þessi renna liggur eftir miðjum skurðbotn- inum, hún skal vera svo bein og með svo siétturn hliðum sem framast er hægt. Fegar byrjað er að grafa, er grasrótin stungin af fyrst og lögð á nnnan skurðbakkann, þannig að gras- ið snúi upp, ruðningurinn er lagður á hinn bakkann. Um hnausræsin er það að segja ennfremur, að þau sem önnur ræsi skulu standa opin a. m. k. 2. mánaða tima til þess að bakk- arnir fái að síga áður en ræsið er fylt. Svo er lagt niður, fyrst hnaus- inn, þannig að grasið snýr niður þvers um yflr hina mjóu rennu og þjappað fast til hliða ræsisins, og skal renn- an undir hnausnum vera ca. 30 cin.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.