Suðurland


Suðurland - 04.10.1913, Síða 1

Suðurland - 04.10.1913, Síða 1
SUÐURLAND =—==?: Alþýðublað og atvinnumála IV. íírg. Eyrarbakka 4. oktobcr 191B. Nr. 17. 8 u 5 n r 1 a u d kemur út einu sinni í viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj. Jón Jónatansson á Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður öuðm. Ebcnezerson og verzlm. JónAsbjörnsson (við verzl. Einarshöfn). I Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Liverpool Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu siðu, en 1,25 á hinutn. i Fjárlögin. Útgjaldahækkanir þingsins. Suðurlandi hefir ekki þótt ástæða til að minnast á fjárlögin meðan ekki varð séð hvernig þau litu út að síðustu. Pjárlagafrumvarps stjórnar- innar var getið í 5. tölubl. Suðurl. Var þar skýrt frá helstu tekju- og Útgjaldaliðum. En eins og vant er hvöyttust fjárlögin allmikið við með- ferð þingsins og tekjuhalli varð að lokum allmikill. Fingið var allörlátt á fjárveitingar. Sjálfsagt er mörgum forvitni á að vita til hvers þingið sérstaklega hefir hækkað útgjöldin, þykir því rétt að geta hér helstu breytinga er orðið hafa á fjárlögun- um við meðferð þingsins, og verður þeirra getið við hverja grein þeirra fyrir sig, er þá fljótlegra að átta sig á því, hvert örlæl.i þíngsins helst stefnir. Tekjurnar voru í frumvarpi stjórn- arinnar áætlaðar 3,706,470 kr. Fjár- luganefnd neðri deildar hækkaði tekju- áætlunina um 128 þús., en feldi burt 116 þús., er talið var með tekjum í frumvarpi stjórnarinnar. Er sú upphæð afborgauii' af útlánum við- lagasjóös, og þykir ekki rétt að telja þær til tekna á fjárlögum, onda hefir svo eigi verið gert áður. Þessar til- lögur nefndarinnar voru samþyktar, og ei u því tekjurnar nú á fjárlögun- um áætlaðar 3,718,470 kr., eða 12 þús. kr. hærri en í frumvarpi stjóin arinnar. Alllíkiegt er að tekjurnar reynist enn sem fyr nokkru meiri en áætlað er, og því ætti að mega treysta sam kvæmt reynslunni að uudanförnu, en bó getur svo farið að boginn reyuist öú fullhátt spentur ef verulegur mis- brestur yrði á árferðinu. Tekjurnar byrftu líka að reynast æði miklu hieiri en áætlað er, þar sem þingið hefir skilað íjávlögunum frá sér með þús. kr. tekjuhalla. Sumum virðist nú að vísu þessi ^kjubitíli lítt ægilegur, og bera fyrir sig reynsiuna af þessu fjárhagstima- bili sem yfir stendur. Fingið 1911 skilaði fjárlögunum með um 700 þús. kr. tekjuhalla, en nú eru allar horfur á því, að í lok fjárhagstímabilsins verði enginn tekjuhalli, heldur tekju afgangur ef til vill yfir 100 þús. kr. En þess ber að gæta, að það eru vörutollslögin frá þinginu í fyrra sem jnfnað hafa hallann í þetta sinn, og því verður varla neitað að varhuga- vert er að treysta mjög djarft á að tekjurnar reynist svo miklu moiri en áætlnð er, enda þótt áætlunin sé fremur varleg. Og hver sem reynsl- an verður í þetta sinn, er það víst að tekjuhallinn í þessurn nýju fjár- lögum hefði áit að vera og getað verið minni. Þó verður því ekki neitað, að mest stafa útgjaldahækkan ir þessa þings af nauðsynlegum fjár- veitingum, eins og sóst á efiirfarandi yftrliti: Helstu útgjaldahækkanir þingsins eru þessar (upphæðirnar taldar fyrir fjárhagstímabilið alt): 11. gr. fjárlaganna (dómgæsla og lögreglustjórn) hefirhækkað um 11,000 kr. Þeirii upphæð allri er ætlast til að varið sé til eftirlits úr landi með fiskivoiðum útlendinga. 12. gr. (útgj. við læknaskipunina) hefir hækkað um 9,200 kr., þar af styrkur til 3ja afskektra hreppa t.il læknisvitjunar, 600 kr. til hvers. Til Heilsuhælisins 3000 kr., til sjúkra- skýla 400 kr., til sjúkrasamlaga 800 kr., utanfararstyrkur til Rögnvaldar húsameistara Ólafssonar 1200 kr. til að kynna sér erlend geðveikrahæli, í því skyni að hann geri síðan upp drætci og kostnaðaráætlun fyrir stækkun Kleppshælisins, sem oiðið er altof lítið. 13. gr. (til samgöngumála). Hér er hækkunin langmest. A liður þess- arar greinar hefir hækkað um 31 þús. Hækkunin stafar af 35 þús. kr. fjárveiting til pósthúsbyggingar. Aftur hafa útgjöld þau, er talin voru á þessum lið í irumv. stjórnarinnar lækkað um 4 þús. B liðurinn (vegabætuij hofir verið hækkaður um 70 þús. og 600 kr. og þó var felt í burt 70 þús. kr. fjávveiting lil brúar á Eyjafjatðará. Útgjaldahækkanii' þingsins á þessum lið eru: Eyjafjarðarbraut 20 þús., Grímsnesbraut 20 þús., Rangárbrú (eystri) 18. þús., brú á Fáskrúð í Dalasýslu 10 þús., brú á Langadalsá í ísafjarðarsýslu 8 þús. Til þjóðveg- ar í Austur-Skaftafeílssýslu 5 þús. Liðurinn aðrar vegabætur og við hald var hækkaður um 32 þús. kr. Er það fó ætiað til ýmsra vega og brúa á Austfjörðuni og norðanlandK. Þá er lagfc til ýmsra vega og brúa gegn ákveðnu framlagi frá héruðun- um 23 þús. 800. 0 liðurinn (samgöngumál á sjó). -Útgjöldin á þessum lið hafa hækkað um 77,500. Þar af: Styrkur til Eiinskipafélags fslands 40 þús. Bteiða- fjarðarbátur 8 þús. ísafjarðar- og Húnaflóabátur 8 þús. Til bátaferða milli Eyrarbakka, Stokkseyrar, Víkur og Vestmannaeyja 12 þús. Hvítár- bátur 400 kr. Lagarfljótsbátur 100 kr. Til bátaferða milli Patreksfjarð ar og Rauðasands 600 kr. Til und itbúnings samgöngumála 4 þús. kr. D liður (símamál). Hækkun á þess um lið er 14 þús. kr. til að kaupa símstöðvarhúsið á Akureyri. Útgjaldahækkun þingsins til sam- göngumála nemur alls 191,050 kr. 14. gr. (kirkju- og kenslumál) hefir hækkað um 119,370 kr., en sú hækk- un stafar allmikið af því, að í þessa grein er flutt útgjöld til verklegrar kenslu, er áður voru talin í 16. gr. 15. gr. (bitlingagreinin svonefnda) hefir hækkað um 28,530 kr. Þar af fá: Landsbókasafnið 2700, Landsskjala- safnið 1240 og Landsbókasafnshúsið 2550 kr. Hitt er ætlað einstökum mönnum eða félögum í þarfir lista og vísinda, og er oflangt mál að rekja það frekar hór. 16. gr. (til verklegra fyrirtækja) hefir hækkað um 29,350 kr. og þó voru útgjöldin til verklegrar kensiu flutt þaðan í 14. gr. Helstu utgjaldahækk- anir eru: Styrkur til búnaðarfélaga 4000. Til fyrirhleðslu í Álftaveri 1000 kr. Til fyrirhleðslu við Holtsá 3700. Til skógræktar 4000. Til húsabóta á skógræktarjörðinni Vögi- um 2500. Til Fiskifél. ísiands 21,500. Til 2 erindreka til að annast sölu land- og sjávarafuiða, 4000 kr. til hvors. Heimilisiðnaðarfélagið 500 kr. Bifreiðastyrkur 5000. Til hús- byggingar Hjáipræðishersins 1000 kr. Námstyrkur til 2 manna að nema vélafræði 2000 kr. Skaðabætur til herteknu valdsmannanna í Barða strandasýslu 1000 kr. Til bryggju á Sauðárkróki 6000. Til brimbrjóts í Bolungavík 20 þús. Til bátauppsát- urs á Blönduósi 1000. Til rannsókna og áætlunar um lending við Ingóifs- höfða 800. 18. gr. (eftirlaun og styrktarfé) hefir hækkað um 15,800. 19. gr. (óviss útgjöld) hækkuð um 10,000. Af því sem hér er bent á séstljós lega að mestur liluti tekjuliallans staf- ar af nauðsynlegum útgjöldum, og að miklu leyti óhjákvæmilegum, og það hlýtur að vera öllum ijóst, að þingið verðui' að sinna að svo miklu leyti sem það sér sér frekast fæit, óskum og kröfum þjóðarinnar. Og kröfurnar voru hvorki fáar né smáar í þetta sinn. Fyrir þinginu lágu eitt- hvað yfii' 150 eiindi um fjárveiting ar, þaifar og óþarfar. Vitanlega hefir sitthvað flotið með inn á fjárlögin nú eins og fyrri, sem þangað hefði alls ekki átt að komast, og ýmislegt af því tagi er áður orðið þar svo heima- vant, að ekki verður um þokað, síst í snöggu bili. Mun að þessu nánar vikið síðar við tækifæri. Á allmörgum þingmálafundum í vor var skorað á þingið að verja fé landsins sem mest til atvinnu- og samgöngumála. Þetta hefii þingið einmitt gert eins og sést á þessu yfirliti. Að vísu er ekki ólíkiegt að eitthvað af fjárveitingum til vega og brúa hefði ef til vill mátt bíða, en þeim sem hlut eiga þar að máli mun þó hafa þótt allbrýn nauðsyn á að fá þessum fyrirtækjum hrundið áfram. Þess ber og að gæta, að stjórnin hafði í fjárlagafrumv. ætlað 88 þús. minna. til samgðngumála en veitt er til þeirra í gildandi fjárlögum. Útgjaldahækkanir þær er þingið hefir gert við 11. og 12. gr. og sem getið ■ er hér að framan, verða líka að telj- ast allar nauðsynlegar. Sama má yfiileitt segja um hækkunina við 16. gr. og um allmargar upphæðir í 14. og 15. gr., en hækkanir þeirra greina munu þó orka mest tvímælis, og er þar að finna einkum þær fjárveiting- ar er miður þarfar eða með öllu Ó þarfar mega teljasf. En þó mun þetta þing hafa lieldur færri slíkar syndir á baki sór en hin síðustu undanförnu, og þess var varla að vænta að veru- leg gagngerð breyting yrði á þessu í þetta sinn. Til þess þarf svo margt, meðal annars nýjar kosningar. Og fastara skipulag þarf að komast á fjármál vor en nú er, og meðfeið fjárlaganna í þinginu þarf að breyt- ast, þaif í því skyni að breyta þing- sköpunum til þess að fyrirbyggja það háttalag sem nú var haft við eina umræðu fjái laganna í neðri deild, þar sem tekjuhallinn var aukinn þá á síðustu stundu um 40 þús. og sumpart moð nýjnm fjárveifing- um, semekki höfðu komið til tals áður. — Suðurland mun síðar minnast nán* ar á ýmislegt er fjármál vor snertir. Þotta fjárlagayfirlit, sem hér er ritað, ætti að geta orðið lesendum blaðsins nokkur leiðbeining til þess að geta dæmt létlilega um gerðir þessa þii gs að þessu leyti. Þeir sem kynnast vilja þessu nánar verða að lesa fjárlögia sjálf. Arinars ættu allir kjósendur, er fylgjast vilja með í geiðum þings- ins að iesa rækiiega skjalapart þing- tíðindanna, mun alment gert alt of lit-ið að þvi. Eti þar er oft núkiu moiri sannfróðleik að finna um geið-. ir þingsins og framkomu ýmsra þing rnanna en í umræðukaflanum. Surnir láfa sér að visu mest um það hugað hvernig þingmönnum hefir tekist a5 munnhðggvast hver við annan, en það skiftir ininnstu og er alloft mark- litið. ....--------------

x

Suðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.