Suðurland


Suðurland - 15.11.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 15.11.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND --z==æ. Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 15. nóvembcr 1918. Nr. 28. 8 u ð u r 1 a n d kemur út einu sinui í viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, eriendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson á Ásgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósmiður Guðm. Ebeuezerson og verzlm. JónÁsbjörnsson (við verzl. Einarshöi'n). í Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Liverpool Auglýsingar sendist í prent smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. Að líkindum veiður stilfc svo til um förina að henni verði lokið um eða skömmu eftir sláttubyrjun. Vel væri þá ef ekki yrðu það að- eins yngri bændurnir er færu för þt-ssa, heldur taki þeir sig til líka einhverjir hinir eldri búhöldar vorir, og'sláist í förina. Fyrir þá sem ekki hafa áður á Noiðurland komið, er það ekki síst. ómaksins vert að bregða sér þangað og viiða fyrir sér fólkið og sveitirnar, og hinir, sem þangað hafa komið áður, eiga sjálfsagt þang- að vitja góðvina og kunningja. En það ætti annars að vera óþarft að eyða orðum um það, hvort menn muni vilja fara þessa feið. Það seg ir sig sjálft, að svo hlýtur að veia Norðurför sunnlenskra bænda. Búnaðarsamband Suðurlands heflr ákveðið að gangast fyrir því að farin verði bændakynnisför héðan úr aust- ursýslunum norður á sumri komanda til að endurgjalda heimsókn norðlensku bændanna hingað á Suðurland 1910. Búnaðarsambandið veitir dálítinn styrk til fararinnar, sbr. auglýsingu frá formanni sambandsins hér í blað inu í dng. l’egar efnt var til bændafararinnar hingað suður 1910, var það tilgang ur forgöngumanna að koma á meiri kynningu milii norðlenskra og sunn lenskra bænda, og gefa þeim tækifæri til að kynnast nokkuð af eigin sjón búskap og búnaðarháttum hverjir hjá að miklu fleiri vilja fara en því geta viðkomið. Sjálfsagt. ei að allir bænheitir menn verða nú að leggjast á eitt og fara fram á það við forsjónina, að hún stilli svo til að hafisinn láti Norður- land í friði í þetta sinn, svo þoir sem förina fara fái að sjá það í sólskini og sumaryl, en ekki í hríðbörðum harðindastakki. Og þetta verður auð vitað gert, og réttast er að svo stöddu að gera ráð fyrir því að þessar bæn- ir verði heyrðar. ----<-0-0-— Landstjórnin og landbúnaðurinn. öðrum. Enginn vafl getur leikið á því að talsvei t, gagn mætti að þessu verða, og er því vel til fallið að slík- ar bændakynnisfarir væru farnar stöku sinnum. Og nú er ekki vert að draga það lengur að gera heímsókn Norðlending um. Við höfum nú verið að ráðgera þetta ferðaiag nú á annað ár, og ætti það að vera okkar sunnlenska sein- læti meir en nógur undirbúningstími. Sjálfsagt má búast við því að marga muni fýsa að fara þessa för, svo það getur ekki verið nein hætta á að hún þurfi að farast fyrir af því að of fáir gefl sig fram. Hér er eigi heldur um það að gera að draga saman mik ið fjölmenni, það gæti jafnvel oiðið til þess að draga úr ánægjunni og gagninu af förinni, 12—15 menn væri fullnóg, og ættu helst ekki íleiri að vera. Þeir sem hafa i huga að taka þátt í förinni, ættu mi að gefa sig fram sem fyrst, því ekki er unt að ákveða hánar uin förina fyr en næg þáttaka fengin, en þá ákveður stjórn Bún- aðarsambandsins hvenær hefja skuli ^i'ðina og hveinig henni skuli haga, eh það verður að ákveða í samráði V'Ö menn þar nyrðra, og þarf þá all þ'hgan fyrirvara til þoirra ráðagerða. Þegar manntalið fór fram, 1910, taldist svo til að af hverjum 1000 manns hér á landi lifðu: 509,6 á landbúnaði 186.5 — sjávarútvegi 70,8 — iðnaði 46,3 — verslun 30.5 — „ólíkamlegri vinnu* 19.5 — styrk af almanna fé ' 10.6 — eftirlaunum og eignum 118.6 — ýmsu og 7,6 — einhverju ótilgreindu. Lessir voru þá atvinnuvegir þjóð arinnar, og enn eru þeir hinir sömu og líklega mjög lítil breyting á hlut- fallinu milli flokkanna. Það sést af þessu að yfir helmingur af öllum landsmönnumliflr á landbúnaði. Land ið er því bænda land og landbúnað arland, og enn er bóndinn bústólpinn en búið landstólpi. Flestir nýtustu menn þessa lands eru líka bornir og barnfæddir í sveit inni. Vagga þeirra hefir staðið í döl- um landsins og þeir eru vaxnir upp í bændalofti og sveitabasli. Þar hafa Þeir lært að þekkja þjóðina í réttri mynd og kynnast, högum hennar. Sumir segja að nú séu það kaup staðabúarnir sem mest velti á, því frá þeim fái landsjóður mestar tekjur. En slíkt er fjarri sanni. Sveita- og sjávarlíf er svo inntvinnað hvað í annað, að ilt er að greina gagn ann- ars frá hinu, en það þori eg að segja, að væri enginn sveitabúskapur, þá væri landið ekkert land heldur eyði eyja. Og hvað tekjum landsjóðs líð- ur, þá er það satt að á pappírnum koma þær flestar frá sjávarútvegnum, en enginn lelur innanlands viðskiftin og segir hversu mikið kaupstaðarbú- inn fær úr sveit. Auk þess er þorr- inn af núverandi kaupstaðarfólki úr sveit komið og hefir flutt, með sér efni í kaupstaðinn og á þeim lifa margir fyrstu árin. Landið er því fyrst og fremst land búnaðarland og svo útgerðarland. Nú mætti ganga að því vísu að á þingi þjóðarinnar sæti menn sem vætu góðir „representantar* fyrir atvinnu- vegitia. Menn sem hefðu alist upp við þá og reynt þá sjálflr-, og gætu því aí sjálfsreynslu vitað hvað best hentaði. En þessu er ekki þannig farið. Bændur og útgerðarmenn hafa fáir setið á þingi og litlu ráðið. Ár- nesíngar éru þar að vísu betur stæð- ir en flest önnur kjördæmi landsins, þeir hafa nú seinast sent á þing menn sem fullkomlega þekkja bóndastöðuna og vita hvað henni hentar, en það eru fæst kjördæmin sem svo skyn- samlega hafa valið Öll mál, sem fyrir þingin koma, hafa lagalega og sérfræðislega hlið. Og öllum ntálum, sem fyrir þingin koma, á að ráða þannig til lykfca, að lagalega hliðin sé formleg, og sérfræð- ishliðin þannig löguð, að hún sé sniðin eftir þjóðlífmu og verði því að sem allra fullkomnustum og bestum not- um. Þingin standa stutt, og þó þau séu lengd, eru þau samt stutt, því er það að stjórnin undirbýr málin undir þing. Stundum ákveður þing að stjórn- in skuli undirbúa ákveðið mál undir næsta þing, en landstjórnir okkar hafa ekki nærri altaf sint slíkum þings ályktunartillögum. En úr því eitt hlutverk landstjórnarinnar er aðund irbúa mál undir þing, liggur líka í augum uppi að hún landstjórnin verð ur að bera skyn á málin. í öðrum löndum eru mörg ráða- neyti og heflr þar hvert sitt hlutverk. Hér svara skrifstofurnar að nokkru leyti til ráðaneytanna erlendis. En sá annmarki er á þeim, að á þeim silja ekki menn sem hafa sérþekk ingu á sérfiæðislegu hlið lagannn. Allir kannast við skrifstoíustjórana Og enginn nema að góðu. Þeir eru valinkunnir sómamenn. En enginn þeirra þekkir af eigin reynd nvernig best sé að girða, best að haga ábúð arlöggjöfinni, best að komafyrirákvæð um um vatnsveitur o. s. fi v. Alt eru þetta atriði sem lifið veiður að kenna, og það kennir ekki öðrum en þeim sem sjálflr reyna. Þessvegna undrar mig ekki þó það sé satt sern eg hefi heyrt, að ráðherra hafi átt að segja, þegar efri deild ályktaði að skora á stjórnina að undirbúa ábúð- arlög undir næsta þing; en svo sagði mér þingmaður, að hann hefði sagt við framsögumann: „ Það er ekki til neins að vísa þessu til stjórnarráðs- ins, því í stjórnarráðinu er ekki einn einasti maður sem hefir vit á ábúð- arlöggjöflnni*. Þegar átt er við sérfræðislegu hlið- ina á ábúðarlögunum, er þetta nátt- úrlega satt, hvort sem ráðherra hefir sagt það eða ekki. Á gjörðum landstjórnarinnar fyr og síðar (ekki frekar þessarar en fyr- irrennurum hennar), má lika sjá þessa ljós dæmi. Skal eg nefna tvö sem sýna berlega afstöðu hennar til land- búnaðarins. Ungmennafélag norður í Eyjafirði vildi fá holt í landi þjóðjarðar til að gróðursetja í því skóg. Holtið var í órækt og landseti landsjóðs vottaði að það væri jörðinni ónýtt, og mældi . eindregið með því að félagið feDgi að girða 2—3 dagsláttur að rækta þar skóg. Stjórnarráðið leyfði félaginu líka að rækta skóg, en í leigu eftir holt- ið átti það að gjalda 2 kr. eftir hverja dagsláttu á ári og eftir 100 ár átti landið aftur að verða eign jarðarinn- ar. Hér er staða stjórnarráðsins ein- stæð (þetta var fyrir Hannesar tið (seínni) og undraverð. Ætla mætti að það öllum öðrum fremur ætti að hvetja menn til skógræktar. 99 bændur af hverjum 100 mundu hafa sagt sem svo: Þið megið gjarnan girða af í holtinu land til skógrækt- unar og þurflð ekkert að borga eftir það meðan félagið starfar á þjóðleg- um grundvelli og vinnur að skógrækt í landinu. En hætti félagið að starfa að skógrækt áður en landið er orðið skógi vaxið, eða leggist það niður, þá er landið aftur eign jarðarinnar. Þetta svar hefðu bændurnir gefið, og betra var að slíkur hefði setið á skrifstofu stjórnarinnar, þá væri skógarvísir í holtinu nú. Hitt dæmið sem eg vildi nefna er af manni norður í landi. Hann er oiðinn aldiaður og hættur búskap, en er nú hjá syni sínum i kauptúni. Hann langaði að rækta upp móa sem eru í kring um kaupstaðinn og gera þá að túui. Jörðin er lands- sjóðsjöið og bað hann því stjórnai- ráðið um nokkrar dagsláttur í eifða- festu. En stjórnarráðið synjaði um leyfið, Þorri bænda mundi hafa sagt hon- um landið velkomið til ræktunar. Margir endurgjaldslaust fyrstu 20—30 áiin, en úr því 5—10 kr. eftir hverja dagsláttu á árí. Allir hefðu auðvit- að sett inni ákvæði um að landið yrði tekið aftur ef kaupstaðurinn yxi svo það þyrfti til að byggja á því eða þvi um likt, en að neita um

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.