Suðurland


Suðurland - 15.11.1913, Blaðsíða 3

Suðurland - 15.11.1913, Blaðsíða 3
SUÐURLAND 91 Bún&ð&rs&ihiid Suðirl&nds veitir dálítinn ferðastyrk alt að 12 bændum til búnaðarlegrar kynnisfarar norður næsta sumar. Umsóknir sendist undirskrifuðum fyrir 1. febr. 1914. Birtingaholti 31. okt. 1913 Ágást Helgason. Nýkomið í „Hekln": Unglinga ©Fataofni, .... cffiápiiéúfiar, Kulda V/fírfiafnir, cJCúfur. éfiápur fjölskrúðugt úrval. dCvensRófaínaður vænn Og álitlegur. cS aflsRór og- ýmsar þarfiegar Jól&gj&fir. Framkviða. Hreykinn setur fund í „Fram“ — Villir hann, stillir hann — Heimastjórnar Zariam — far rauður loginn brann. Kýmnir lögðu kollhúfurnar kallarnir :;: í Fram. Fór þá inn hinn fyrsti, — skolt og skalla hristi. Rauk þá inn hinn annar, alla mælgi bannar. Þaut þá inn hinn þriðji, í’orláks helga niðji. Fauk þá inn hinn fjórði Forsetans að borði. Gustmikill hinn fimti’ inn fór, hafði á lofti handjárn stór. Zariam hendur keyrði’ í kross: Fógetinn nú fylgi oss. Bliknuð er mín bláa rós. — „Sannsöglin" er sett í fjós. — Hannes sinar hendur þvær, — Villir hann, stiliir hann — en „Árvakur" hinn ungi hlær. — Þar rauður loginn brann — :;: Kýmnir lögðu kollhúfurnar kallarnir :;: i Fram. Krummi. fóðurrófum, en því miður er ekki stærð rófnagarða og kartöflugarða sundurliðuð og verður því ekki sagt hve mikið fæst af hverju fyrir sig, rófum og kartöflum úr ákveðnu flat- armáli. Kartöflur eru alstaðar sett.ar í b^ð og djúpar götur mokaðar milli þeirra, nema á Buifelli hjá Jóni bónda Sig urðssyni, og að sumu leyti á Spóa- stöðum hjá Þorfinni Þórarinssyni bónda. Feir moka ekki götur, en setja niður í beinar raðir í sléttan gaiðinn. Að setja í beð og moka þessar djúpu götur er aðallega gert til þess að moldin þorni betur í garð- inum og til þess að þægilegra verði að taka arfann, því að enn þá er arfinti því nær alstaðar reyttur með höndunurn, og því er þægilegra fyrir þann er reytir að vera sjálfur niðri í þessum djúpu götum á meðan og fleygja svo arfanum ofan í þær. Eg tel þó lítinn vafa á að þessi beð og djúpar götur rauni leggjast niður með tímanum, eftir því sem verkfærum fjölgar við garðiæktina, því það er blátt áfram skilyrði fyrir aukinni verkfæranotkun. Garðar eru viðast hreinsaðir tvis- var. Kartöflur eru þó sumstaðar aðeins hreinsaðar einu sinni, en gul- rófur eru hreinsaðar þrisvar á stöku bæ. Um leið og kartöflurn- ar eru hreinsaðar í síðara skiftið, er víðast sá siður að sópa moldinni að grösunum með höndunum. Arfajárn eru þó til á 6 bæjum, en litið munu þau vera notuð við hreinsun og hreyk- ingu nema á Kiðjabergi og Búríelli. Ættu þessi arfajárn (eða. aifagref) að vera til og að vera notuð á hverjum bæ. Þau kosta ekki fulla hálfa aðra krónu, en gera garðavinnuna bæði hreinlegri, léttari og fljótlegri. Arfaplógur er hvergi til, en er þó sjálfsagt áhald sem mundi borga sig að kaupa og nota á hinum stærri görðum. Annars geta menn alveg komist hjá allri arfahreinsun með því að fara að dæmi Þorfins Þórarinssonar á Spóa stöðum. Hann isektar kartöflur í beði í túninu og flytur þær til ár frá ári, með því að rista ofan : f næsta beði og þekja gnrðinn með þökunum, en pæla síðan flagið upp, er þökurn- ar voru fluttar af og setja kartöflur þar niður og svo koll af kolli. Þetta getur verið ágæt sameining garðrækt ar og þúfnasléttunar. Frh. Frambjóðendur til þings heyrist enn fátt um, síst svo ábyggi- legt sé. Fyrsta nýja þingmannsefnið sem nefnt er með fullri vissu er Jón Stefáusson ritsjóri á Akureyri, ætlar hann að velta Stefáni í Fagraskógi, en ofraun mun honum það verða. Stefán er þéttur á velli og þéttur í lund, fylginn sér ve), vandaður maður og samviskusamur og drengur hinn besti. Mun Eyfirðingum engin nauð- syn á að skifta þar um. Hefir Stefán jafnan fylgt fram áhugamálum þeirra á þingi með miklu kappi og dugnaði og skipað sæti sitt með sóma. En eyfirskum bændum væri það lítil sæmd að velta honum úr sessi og taka ritstjóra af Akureyri í staðinn. Úr öðrum kjördæmum eru það að- eins óákveðnar lausafregnir sem enn hafa heyrst um frambjóðendur. í Dalasýslu er mælt að þeir hafi báðir hug á þingmensku, séra Ólafur í Hjaiðaiholti og séra Ásgeir í Hvammi, og jafnvel að sýslumaður Dalamanna muni fara á stúfana á ný. í Borgavfirði mun alt enn óráðið um frambjóðendur. Heyrst hefir að margir þar vilji fá Halldór skólastj. til að gefa ko3t á sér. Væri vel ef þeim tækist það, því slíka menn sem hann þurfum vér að fá á þing nú sem flesta. Sjálfsagt á Halldór vísa kosningu ef hann gefur kost á sér, stendur liklega helst á því að hann sjái sér fært að vera að heiman um sláttínn. Nokkra von má gera sér um það, að Mýramenrr þurfi ekki að leita á náðir Reykvíkinga um þingmannsefni þó Magnús prófastur á Gilsbakka láti i af þingmensku, svo sem mælt er að hann muni gera. Þeir voiu eigi minstir fyrir sér á þingi til forna Mýramenn. Væri þeim þá illa í ætt skotið ef enginn væri sá Mýrabænda er þeim þætti liðtækur til þingfarar. „Slagta" — slátra. Vestri finnur að því að þar vestra kunni monn varla að nefna íslenska orðið slátra, heldur sé dönskusléttan „slagla" í hvers manns munni. Blaðið kvartar uudan skeytingarleysi manna um að halda málinu hreinu og segir, sem satt er, að leiðin er greið niður á við ef haldið er áfram með aðfestaímál- inu útlendar slettur og orðskrípi. Ekki eru þeir einir um það ísfirð- ingar að nota dönskusléttuna „slagta", það er því miður einnig mjög algengt hér syðra, kveður svo ramt að, að bændurnir sumir hérna eystra, sem stofnað hafa „Sláturfélag Suðurlands", nefna aldrei þetta félag sitt annað en „Slögtunarfélagið" og þeir tala um að reka fé sitt í „Slögtunarhúsið". Vaila getur mönrmm fundist neinn frami í þessum dönskuslettu npaskap, ekki er því heldur um að kenna, að því er þetta snertir, að ekki sé það til í málinu. Nei, það sem þessu veldur er skeytingarleysi og viiðing arleysi manna fyrir móðurmáli sínu, og það er ' þjóðlöstur sem þarf að uppræta. --------<^>s>------- Stjórnarráðfð og ábúðarlögin. í grein „Bónda" hér í blaðinu í dag er getið ummæla ráðherra, er hann á að hafa haft við framsögu- mann nefndar þeirrar i efii deild, er h ifði ábúðarlögin til meðferðar. Það er létt að ráðherra fórust orð eitthvað á þessa leið er eg sýndi honum upp- kast að tillögu er fór í þá átt að fela sljörninni uudirbúning málsins fyrir næsta þing. Og mér kom svarið alls ekki á óvart. 7. 7

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.