Suðurland


Suðurland - 22.11.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 22.11.1913, Blaðsíða 1
SUÐURLAND ::z::zzzzz Alþýðublað og atvifinumála == IV. árg. Ey rarbakka 22. nóvcinber 1913. Nr. 24. Snðurland kcmur út einu sinui í viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlcndis 4 kr. Ritstj J ó n J ón at ans s on á Asgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlauds eru hér á Eyrarbakka: skósmiður Gruðm. Ebenezerson og verzlm. J ó n A s b j ö r n s s o n (við verzl. Einarshöfn). í Reykjavík Ólafur Gíslason verslm. í Liverpool. Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. Og kosningarnar næstu hljóta ein göngu að snúast um innanlandsmál, fjárhagsmál, samgöngumál, atvinnu- mál o. s. frv. Sambandsmálið getur ekki ráðið kosningum í þetta sinn. Danir hafa lokað samningaleiðinni að sinni, það er svo auðsætt sem verða má. Og meginþorri allra kjósenda verð ur óefað því fylgjandi að samþykt verði á aukaþinginu stjórnarskrárfrum- varpið frá í sumar óbreytt, það er svo sjálfsagt-að um annað getur ekki verið að ræða. Stórroálin tvö, senr ráðið hafa kosn- ingum nú uin nokkurt skeið, ættu ekki að þurfa að valda neinum ágrein- ingi í þetta sinn. Mikill meiri hluti Kosningahugleiðing'ar. ii. Hvað hefir þjóðin lært af reynslunni í stjórnmálum nú á seinni árum? fessari spurningu á hún að svara við næstu kosningar. Kosningarnar eiga að leiða það í ljós hvort þjóðin hefir komið auga á orsakirnar lyrir misfellunum í stjórnmálaástandinu nú undanfarið, og hvort hún hefir festu og þroska til að taka svo í taumana sem þörf er á, Mikið mein er það hve landsmál eru lítið rædd í héruðum alment milli kosninga. Fjöldi kjósenda gerir sér í raun og veru litla eða enga grein fyrir því sem gerst hefir, né heldur fyrir þeim verkefnum er fyrir liggja, þessvegna verður það alloft hending ein sem úrslitunum ræður, en ekki fastur og einbeittur þjóðar vilji. Meðan svo er ástatt, er alt umtal um þjóðarviljann litið annað en tóm orð. Væri áhuginn meiri og almennari, og ef í hverju kjördæmi væri komið á samtökum og félagsskap í því skyni að gera kjósendum hægra fyrir alment að fylgast með í landsmálum og geta myhdað sér fastar og ákveðnar skoð- anir um þau, þá mundu kosningarn ar víða takast betur. En það er til lítils að tala um þetta, það er mál sem enginn vil heyra minst á — ennþá. En það koma þeir tímar að þjóðin kemur auga á þann sannleika, að kosningarrétturinn er ekkert leikfang, en að honum fylgja skyldur, alvarleg- ar skyldur sem með engu móti má gleyma. Það er nokkur vorkun þó kosning- arnar hafi stundum farið nokkuð í handaskolum, þegar kosið er um þau málin sérstaklega sem fjöldinn allur af kjósendum á örðugt með að gera sér grein fyrir eða mynda sér sjálf- stæða skoðun um, Sambandsmálið 1 eu þegar kosið er um innanlandsmál eingöngu, þá er illa fyrir séð ef mikill hluti kjósenda þarf að kasta frá sér atkvæðum sínum í blindni. þjóðarinnar ætti að geta orðið sam mála um það tvent, að samþykkja stjórnarskrárfrumvarpið óbreytt, og að lofa sambandsmálinu að bíða. Fess verður þjóðin að krefjast af þeim sem hún kýs á þing í þetta sinn. Því er haldið fram af sumum að það skifti ekki svo miklu með þessar næstu kosningar, nema að því er stjórnarskrána snertir, þær eigi ekki að gilda nema fyrir eitt þing, auka- þingið í sumar. En þótt svo sé að segja megi að ekki sé tjaldað nema til einnar nætur með þessum kosn- ingum, þarf eigi að síður að vanda til þeirra — þjóðin má aldrei kjósa gálauslega. Fjárhagsmál vor verða alvarlegustu og umfangsmestu viðfangsefnin í inn- anlandsmálum, á þeim veltur svo margt annað, og þessi mál eru nú í því horfl, að þau þarfnast mjög svo alvarlegra afskifta. Flestum ætti að geta komið saman um það, að í raun og veru liggi okk- ur opinn vegur til þess að taka hvers- konar framförum sem þjóð þótt slitn- að hafl upp úr samningunum við Dani, og á þeim vegi séu engir danskir þrösk uldar sem vér ekki fáum komist yflr. Það er líka háskaleg villa að halda því fram að það á nokkurn hátt þurfi að skerða efnalegt sjálfstæði vort og þjóðarþioska þótt ekki séu gerðir samningar við Dani um samband landanna. Vér ættum að geta farið allra vorra ferða þessvegna, að halda fram hinu gagnstæða er aðeins til að skaða sjálfa okkur og skemta — dansk- inum. En þá hlýtur það að vera oss al- varlegt áhyggjuefni, að um leið og vér höfum viljað heimta réttinn til að ráða oss sjálfir, úr höndum Dana, höfum vér sjálfir hnýtt önnur bönd, skuldaböndin, sem geta gert oss þeim engu síður háða en sambandssamn- ingarnir sem mest heflr verið riflst um. Verði haldið áfram úr þessu að auka til muna skuldirnar hjá Dönum, gæti svo farið að þeim mætti næst- um á sama standa hve ríflegt sjálf stæði þeir viðurkendu oss til handa á pappírnum. Þeir hafa þá ráð vort 1 hendi sér eigi að siður. Meðan svo er, eða ef svo er að vér getum hvergi fengið fé að láni nema hjá Dönum, þarf að gjalda var- huga við auka skuldir landssjóðs. Það eru óneitanlega hálfgerð mannalæti að þykjast geta siglt sinn eiginn sjó hvað sem Danir segja, og þurfa svo á hverju ári eða því sem næst að leita til þeirra um peningalán. Annars er það vandi ekki síst fyrir fátæka smáþjóð að vinna með erlendu lánsfé. Þar er skamt öfganna á milli. Og eins og nú er ástatt hjá oss, væri fylsta þörf á að taka til gagn- gerðrar rannsóknar alt vort fjárhags ástand og varast að auka skuldirnar á meðan vér ekki höfum gert oss betri grein fyrir því en nú er hvort oss rekur svo mikil nauðsyn til að taka ný og ný lán. Verkfæri. II. Herli. Fau hafa náð dálítilli útbreiðslu hér eystra seinni árin, en þó er það hin mesta furða hve óvíða þau enn eru til. Algengustu herfln eru tindaherfi ýmiskonar. Fau eru fullnægjandi til að herfa otanafrist flög, þau má einn- ig nota til að herfa seinni herfingu á grasrótarplægju, herfa niður hafra og áburð, en þau eru með öllu einskis nýt til þess að herfa fyrstu herfingar á landi sem plægt er með grasrót Til þess þavf að nota diskherfi eða spaðaherfi, alt annað er kák. Tindaherfi þau sem hingað hafa verið keypt eru flest þannig gerð, að breyta má stefnu tindanna, ýmist láta þá standa beint niður eða hallast fram eða aftur, eftir því sem við á, er þetta hentara en að tindarnir séu óhreyfanlegir. Sé tindunum hallað fram, rifur herfið meira upp og geng ur dýpra, hallist þeir aftur, gengur herfið grynnra, en sléttar þá meir og jafnar. Herfi þessi eru létt og getur því oft verið ástæða til að þyngja þau niður til þess þau vinni betur. Fjaðraherfi eru einnig góð til herf ingar á ofanafristum flögum, og eru til þess jafnvel fljótvirkari en tinda herfin, þau eru og hentug til ýmsra annara starfa. Benda má t. d. á það, að matjurtagarðar þiðna oft og þorna helst til seint, á vorin svo unt sé að plægja þá og setja niður í þá í tíma, moldin er föst og samansigin og þorn ar seint, en plægingin verður ekki góð fyr en moldin er hæfilega þur Til þess að bæta úr þessu er ágætt að herfa garðana að vorinu með fjaðraheifi, þegar svo er þiðnað að 6—7 þuml. oru niður að klaka, herf ið losar moldina mjög vel, þiðnar þá klakinn fyr úr garðinum og mold in þornar fyrri. Ef þurviðrasamt er að vorinu og moldin þornar vel eftir plæginguna, er gott að herfa garðana með fjaðra- herfi eftir að þeir hafa verið plægðir og láta þá herfið ganga svo djúpt sem unt er, garðurinn myldist við það og losast og moldin blandast. Frá einstöku mönnum sem reynt hafa fjaðraherfi, hafa heyrst umkvart- anir um að þau þættu vinna illa, en þessar umkvartanir eru ástæðulausar ef herfin eru rétt notuð. Þau eru að vísu eins og tindaherfin litt nýt á giasrótarplægju, enda ekki til þess ætluð. Hæfilega stór fjaðraherfi eru með 7—9 fjöðrum. fessi smærri herfi, tindaherfin og fjaðraherfin, þurfa sem flestir að eiga, en þar sem einstaklingnum þykir sér ofvaxið að kaupa, getur farið vel á því að 2—4 nágrannar eigi herfið í félagi. Hinsvegar nær það engri átt að þessi smærri herfi séu eign bún- aðarfélaga, það er með öllu ófull- nægjandi, aftur getur farið vel á því að búnaðarfélög kaupi stærri og dýr- ari herfin — diska eða spaðaherfi, enda verkefnið ekki meiri en svo fyrst um sinn fyrir þau herfi víðast hvar, að komast má af með 1 herfi af þessu tagi innan hvers félags. Diskaherfi — 10 diska — og spaða- herfin finsku hafa verið keypt á nokkr- um stöðum hér eystra, og hafa þau gefist vel. Við það að nota þessi verkfæii hafa menn getað sannfærst um það af eigin reynd hvílík fásinna það er að vera að káka við grasrót- arherfingar með ónýtum heifum. Og það er ekki til neins að setja það fyrir sig þótt þessi stæni herfi séu þung í drætti svo að beita þarf þrem til fjórum hestum fyrir. Séu herfin léttari, eru þau ónýt, vinna fyrst vel þegar þunginn er nægur, og flestum verður eitthvað til um að fjölga hest- unum, enda eru hestarnir betur farn- ir að vinna 3—4 saman fyrir herfinu, og fá með því léttan drátt, en að vera píndir áfram til að draga 2 létt- ara herfi, og vinnan með létta herf- inu verður þá einnig oft til lítils gagns — mest hestaslit, og tímaeyðsla. Ferðaskýrsla eftir Pál Jónsson kennara á Hvanneyri, Frh. Af öðrum matjurtum en rófum og kartöflum eru menn allvíða farnir að rækta rabarbar, en þó víst lítið meira en á þriðja hverjum bæ. Flestar matjurtir eiu ræktaðar hjá séra póni Thorsteinssyni á Þingvöllum. Hann ræktar auk rabarbaians, salat, körvel,

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.