Suðurland


Suðurland - 29.11.1913, Blaðsíða 2

Suðurland - 29.11.1913, Blaðsíða 2
98 SUÐUR'L AND Ósvifin gróðabrögð. Notadrýgsta féþúfa óhlutvandra gróðabrallsmanna er trúgirni og tal- hlýðni almennings. Og það er stór- furðulegt hve slíkum mönnum tekst að gabba almenning, en reynslan sýnir að þeim veitist það oft ærið lótt. Það er svo sem ekki lakasti at- vinnuvegurinn í heiminum að tarna, heldur öllu fremur einhver hinn allra auðveldasti og arðmesti. í’eir sem hann stunda verða oft á auga bragði stórríkir menn, mikilsmetnir ríkisborgarar, uppáhaldsmenn þjóðar sinnar, þeir eru sæmdir titlum og heiðursmerkjum o. s. írv. Og alla þessa upphefð eiga þeir því að þakka að þeim datt það snjallræði í hug að reyna að búa sér til iykil að fjár- hirslunni stóru sem aldrei verður tæmd — auðtrygni og fáfræði almenn. ings. — Dæmi sem sýna og sanna átakan laga hve vel þessum mönnum hepn ast þessi atvinnuvegur er ekki vand* að finna og benda á. Hér á land] mun fátt kunnara en kynjalyfin1 „Braminn", „Voltakrossinn" og „Kína! lifsexírinn" og ýmist fleira af þv( tagi. Það væri ekki ófróðlegt ef hægt væri að sýna með tölum hve miklu fé islensk alþýða hefir ausið út fyrir slikan einskisverðan hégóma. Én því miður er það ekki hægt, þessi skatt ur er hvergi skráður. Um hann eru engar skýrslur til. Því væri sennilega borgið Heilsu- hælinu okkar ef hægt væri nú að stinga að því aurunum þeim sem is- lensk alþýða hefir greitt fyrir einskis- tiýt kynjalyf og aðra slika vitleysu og stungið í vasa útlendra brallara, tem haft hafa hana að ginningarfifli. Vitanlega höfum við íslendingar í þessu efni þá vesölu huggun að við sl.öndum ekki einir uppi með þessa vitleysu — séum ekki vitlausari en allir aðrir. Þessi kvilii, auðtrygni iilmennings einkum gagnvart kynja lyfum og undralækningum, er meir eða minna algengur um allan heim. Og brallararnir eru hugvitssamir að finna upp ný og ný undur til að gabba fólkið, og alloft er hégóminn svo augljós, að það sýnist vera of- ætlun heilbngðri skynsemi að gína við flugunni. En samt verður *sú teyndin — við trúgirnina fær skyn- semin ekki ráðið. — Einhver allra ósvífnasta tilraun sem getð hefir verið til þess að nota sér tii fjárgróða trúgirni almennings er það sem danskt „firma" nokkurt tók upp á nú í 'sumar. Þetta „firma" eða félag þykist hafa fundið upp áhald til þess að — ja, lesendurnir trúa þvi kanske ekki — til þess að lata menn vaxa. Þetta undraáhald er aug- lýst í ýmsum erlendum blöðum, kem- ur væntanlega bráðum í íslenskum blöðum. Heima í Danmörku auglýs- ir félag þetta ekki, þykir líklega ekki hyggilegt að „bíta nærri grenina". í auglýsingunni stendur, að með því að nota þetta áhald geti menn, eldri sem yngri, aukið vöxt sinn á skömmum tíma. Segir þar að þetta sé margprófað og sannreynt í viður- vistlækna! og vísindamanna!!, og sagt, er það fullum stöfum að fólk á fertugsaldri hafi á 3 mánuðum hækk að um 6—7 sentimetra með þvi að nota áhald þetta. Áhaldið þykist „firmaið" hafa selt svo þúsundum skifti og hafi engin umkvörtun kom- ið fram um það. Áhaldið kostar með leiðarvísi 27 kr., 10,000 kr. trygging er boðin — ekki fyrir því að áhaldið reynist eins og lofað er, heldur fyrir því að hættu- laust, só að not.a það. Og það er auðvitað ekki óhugsandi að áhaldið sé hættulaust nema fyrir pyngjur manna. Auglýsingunni fylgja myndír af fólki sem á að hafa orðið hálfu höfði hærm við notkun áhaldsins. En ekki er áhaldinu lýst í auglýsingunni og ekkert um það sagt hvernig það eigi að nota, það fá menn fyrst að vita i leiðarvísi sem fylgir áhaldinu, og hann veiða menn að kaupa. Annars er áhald þetta ekki annað en 1 belti, 2 axlabönd upp úr belt- inu, 2 ístöð og á þeim að utan dá- litlar blakkir, og snúrur tvær sem festar eru í hringi úr beltinu og í gegnum blakkirnar á ístöðunum, en á öðrum enda þeirra eru handföng sem sá á að taka í er notar áhaldið og vill teygja á sér skrokkinn. Þetta er riú allur úthúnaðurinn og líklega er fólagið sæmilega haldið af því að fá fyrir þetta dót 27 kr. í leiðarvísinum er ekki annað en bull og endileysa sem enginn skilur. Líklega tekst samt félagi þessu að næla drjúgt á fyrirtækinu. Blaðavanskil. Frá kaupendum Suðurlands á Yest- ur- og Norðurlandi berast sífeldar kvaitanir um að blaðið berist þeim í hendur seint og óreglulega og et-und- um koma blaðasendingar alls ekki til skila. Það er hart að búa undir slíku ástandi þegar blöðin eru reglulega af- greidd í póst og burðargjald greitt. Póstmönnum vorum er þó ekki minna ætlandi en að vita að burðargjaldið er greitt fyrir það að póstsendingum sé komið til skila, en það er ekki greitt sem húsaleiga til þess að geyma þær á póststöðvunum um aldur og æfi Varla getur verið vanþörf á þvi að póstmeistari taki hér í taumana og áminni póstafgreiðslu- og bréfhirðinga. menn um að gæta skyldu sinnar, og séu þeir einhverjir sem Þykjast upp úr því vaxnir, ættu þeir að geta feng- ið „lausn í náð“ að minsta kosti. Þelta sleifarlag er óþolandi. Sem sönnun þess að „Suðurland" kvartar ekki að ástæðulausu, skal þess getið t. d. að í fyrra vetur kom- ust sendingar af blaðinu upp í Borg- arfjörð 1 — 2 póstferðum seinna en vera átti. Vest.ur á Snæfellsnesi hafa sumir kaupendur blaðsins ekki séð það síðan í ágústmánuði i sumar o. s. frv., og þó er það sannanlegt að blaðið hefir verið afgreitt reglulega með hverri póstferð.1 Hvernig á þessu stendur eða hvar blaðið er geymt svona lengi, skal engu um spáð, en það er hlutverk pósfstjórnarinnar að ráða þá gátu og það er skylda hennar. Suðurland verður iíklega að una því þó seint gangi að koma því til Norður- og Vesturlands, að því leyti sem þetta stafar af því að póstferðum er svo vísdómlega fyrir komið, að blöð sem send eru héðan með pósti áleiðis þangað til Reykjavikur, veiða að biða þar 2 — 3 vikur eftir næstu póstferð, en hitt er óþolandi ef blaðið er alis ekki sent þaðan eða fer for- görðum einhversstaðar á leiðinni. Því er ekki skylt að una. Útsvör og skólagjóld í Stokkseyrarhreppi 1913. Alls er jafnað niður 5800 kr. Gjald- endur eru 241. Hér eru þeir taldir sem hafa 25 kr. og yfir: Kaupfél. Ingólfur St.eyri 1312 kr. Jón Jónasson kaupm. 298 — Ólafur Árnason framkv.stj. 246 — Bjarni Grímsson versl.m. 221 — Magnús Gunnarsson kaupm. 158 — Jón Jónsson Holti 126 — Sig. Einaisson versl.m 98 — Helgi Jónsson sölustj. 81 -- Guðm. Jónsson Baugst. 61 — Guðrún Helgad. Kaðlast. 64 — Sig. Hinriksson Ranakoti 54 — Snorri Sveinbjörnss. Hæringsst. 54 — Gísli Pálsson Kakkarhjál. 54 — Ásm. Gíslason Gljákoti 53 — Gísli Gíslason Brattholtshjál. 52 — Vilhj. Einarss. Gerðum 52 — Hannes Magnússon Hólum 51 — Þuríður Gunnarsd. Brattholti 51 — Júníus Pálsson Seli 51 - Eiríkur Eiríksson bakari 50 — Ágúst Jónsson Brú 49 — Þórður Gíslas. Hæringsst.hjál. 48 — Björn Filippuss. St.eyrarseli 47 — Jón Guðmundss. Oddagörðum 46 — Grímur Ólafsson Móakoti 46 — Síijárr. NTkuIásd. Starkarh. 48 — Þórður Jónsson versl.m. 45 — Jón Þorkelss. Móhúsum 45 — Jón Sigurðss. Bræðratungu 45 — Jón Þórðars. Traðarholti 43 — Ketill Jónass. Kaðlast. 42 — Markús Þórðars. Grímsfjósum 40 — Lérih. Sæmundss. Nýjakastala 40 — Pálmar Pálsson Stokkseyri 39 — Stefán Bjarnas. St.eyrarseli 39 — Jón Þórðars. Útgörðum 38 — Jón Jónatanss. alþm. 38 — Ingvar Hannesson Skipum 37 — Gamalíel Jónss. Tjarnarkoti 35 — Grímur Grímsson Miðkekki 35 — Pétur Guðmundss. Kotleysu 34 — Stefán Þorsteinss. Breiðum.h. 33 — Jón Adólfsson oddviti 33 — Eyj. Sigurðss. Björgvin 32 — Ingim. Eiríkss. Brekkholti 32 — Bjarni Jónass. St.eyri 31 — Bjarni Bjarnas. St.eyrarseli 30 — Einar Gíslas. Borgarholti 26 — Einar Sveinbj.s. Merkigarði 28 — Símon Jónss. Aðalsteini 26 — Gunnar Sigurðss. Götu 26 — Markús Guðrnundss. Bræðrab. 26 — Einar Jónss. Aldarminni 25 — Guðm. Helgas. Hól 25 — Gísii Gíslas. íragerði 23 — Sveinn Pálss. Bræðrab. 25 — — -<>«<>•<>— — Kaupskapur. Ja, þetta eru nú menn! Það eru karlar sem kunna tökiu á því að lifa. Svona mönnum eigum við ekki að venjast hérna í deyfðinni og vesöld- inni. Já, mikið dæmalaust var eg annars heppinn að þeir skyldu loks- ins koma hingað, — bara að þeir hefðu komið fyrri. — Ja, þetta eru nú menn!“ „Hvaða menn ertu að tala um, Atli ?'• Sigga sagði þetta eitthvað svo ót.æt- islega og setti um leið upp argvítug- asta ólundarsvipinn sem hún átti í eigu sinni — og hún á til skiftanna af því taginu. „Hvaða menn, segirðu! Hvaða menn heldurðu eg sé að tala um, nema þá þarna „forretningsmennina" að sunnan, sem voru hérna á ferð- inni í dag? „Hvað, prangarana?" „Prangarana, það eru svei mér engir prangarar, það er bara b....... lýgi úr þeim hérna á Eyrinni. Þeir, þessir vesalingar hérna sumir, sem aldrei hafa átt málungi matar og aldrei haft lag á því að lifa, þeir öf- unda þessa menn og kalla þá prang- ara. En þetta eru einmitt bestu menn, þöifustu menn í landinn, skal eg segja þér, menn sem til einhvers er áð eiga viðskifti við.“ „Ætlar þú kannske að fara að versla við þá? Það yrði fallegur kaupskap- ur.“ „Já, þú getur reitt þig á að það er kaupskapur sem vert er um að tala, eg ætti kannske að hafna öðr- um eins kostaboðum? Ekki nema það að hanga við þennan búskap hérna á þessu b..... öreiti og þræla sér út til einskis. Mikill dæmalaus asni mætti eg þá vera og eiga kost á að selja kotið með öllu saman og fá í staðinn húseign með lóð í Reykja- vík, sem græða má á margar, marg- av púouiidír á ái l. Ja, Iteykjavík, það er eitthvað annað en eymdarrolufá- ráðlingsbaslið hérna. Hvað — þú ansar ekki, Sigga! Heyrirðu ekki hvað eg var að segja? Eg á kost á að selja kotið, ogfyrir hvað heldurðu? Fyrir svo sem 100 kr. hundraðið? Ónei, kelli mín gettu betur. Fyrir 30 skúfhólka, skal eg segja þér — þrjátíu skúfhólka hundraðið —- gylta silfurhólka, sem eru að minsta kosti 10 kr. virði hver. — Heyrirðu til mín? Þór finst það kanske ekki boð- legt, eða hvað? Og fénaðinn get eg selt þeim fyrir hátt á annað þúsund krónur, skal eg segja þér, og fyrir hann fæ eg svo hús í Reykjavík — stórt timburhús, sem er 6—7000 kr. virði — 7000 kr. virði í' fasteign í Reykjavík fyrir tæp 2000 kr. í skjátum og skrani. Hvernig líst þér á?“ „Þú þarft þó líklega að borga mis- muninn á húsverðinu, maður, og þá sé eg ekki hvað unnið er.“ Borga! ert.u alveg vitlaus? Já, svona eruð þið kvennfólkið. Borga! „nei takk“. En það er annars ekki von að þú skiljir þetta. En þeir þarna að sunnan, þeir hafa vit á Þessum hlutum. Það eru kallar sem kunna að fást við kaupskap. Þetta sem húsið er meira vert það er svo sem hægt að ráða við, það er sem sé skuld sem hvílir á husinu um aldur og æfi og aldrei3ai'f borga. Húsið stendur fyrir henni og meiru til, sérðu — en þú skilur þetta ann- ars ekki. En svo ætla eg auðvitað að selja þetta hús og þeir ætla að

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.