Suðurland


Suðurland - 29.11.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 29.11.1913, Blaðsíða 4
100 SUÐURLADN una getur onginn maður ráðið, en eg held að hægt só að koma í veg fytir margar hinar skaðlegu afleiðingar hennar, ef samhuga vilji, framsýni og dugnaður héldust í hendur. Mjög víða hagar svo til að iækur eða smáá rennur í gegnum engjarnar, oft er tiltölulega mjög auðvelt að ná þessu vatni yfir engið. Stærri eða minni svæði gætu við það fengið skjól og vökva og jurtagróðrinum þar með gart hægt að halda áfram að þrosk ast og vaxa hvernig sem viðrar. Flestir munu hafa heyrt nefndar áveitur, margir sóð þær eða kynst þeim, og þótt menn, að minsta kosti sumir, hafi litla trú á þeim, þá geta menn ekki annað en viðurkent þann undramátt sem vatnið hefir í sér fólginn, er þeir sjá mismuninn á því landi sem hæfilegt vatn hefir flóað yfir, og hinu sem nakið hefir verið fyrir frosti og næðingum. Munuiinn er geysi mikill. Vatnið getur breytt grárri mosaþjóttu í skrúðgrænt engi. Þar sem ekki eru uppsprettu- eða sírennandi iækir, þar verður að nota regnvatnið. Að vísu þrýtur það ef til vill þegar verst gegnir, en það hjáip ar samt mjög mikið ef hlaðið er fyr- ir, svo það geti flóað yflr og stað- næmst. Það þornar smámsaman og þrýtur alveg ef langvarandi þurkar g tnga á vorin, en jörðin verður ekki eins lengi þur eins og ef vatnið fær að renna tafarlaust áfram. Eg hefi iítilsháttar reynslu fyrir mér hvað áveitu snertir, bæði með sírenn- andi uppsprettuvatni — og eins þar sem ekki er kostur á því — með regn- vatni, og hefir í báðum tilfellunum gart gott gagn. Þá er aftur annað sem einatt veld- ur mönnum áhygg,u, erfiði og skaða, að minsta kosti sumstaðar hér í Með aliandi, og eg hygg víðar, það eru v.itnsfyllingar um sláttinn. Hér í suðurhluta Meðallands er landið halla- litið og lágt, sandurinn heftir að mestu leyti framrás vatnsins, svo þegar losatíð er þá er ekki mögulegt að ná í grasið fyrir vatninu sem stendur | ar fyrir. Af þessum ástæðum deyr oft úti óslegið meira eða minna af brsta engi sem ekki er hægt að slá fyrir vatni, verða menn þess í stað að slá graslitla mosamóa. Svona er það hér og eg býst við að viða sé vatn til baga um sláttinn þegar regn tið er. — Að sjálfsögðu má bæta úr því með samtökum, veita vatninu af. Veit eg að það mun kosta talsverða fyrirhöfn, ou mikið má ef vel vill. Eg held það tækist að þurka mýrarnar að mikiu leyti ef áhugi og samvinna haldast 1 hendur. Bændur þurfa að fá leiðbeiningu í þossum efnum. Búnaðarfólögin þurfa að útvega mann sem getur leiðbeint mönnum í þessu. Væri æskilegt að slik leiðbeining gæti verið jafnhliða juðabótamælingum. Mælingamaður inn ætti að geta gert minniháttar hallamælingar og gefið bændum ýms- ar leiðbeiniligar sern þeir þurfa með •rð jaiðrækt og búskap lútandi. Þá er túnrækt.i : ••r ‘,t.uð tún bregðast tæple. slægju hvernig seih fyrsta stigið að huða drýgja hann sem mest o. á túnin á réttum tíma og a léttau hátt. Detta hygg eg að verði að hafa rrokkuð mismunandi eftir því sem til hagar á hverjum stað, best að láta reynsluna kenrfa sór hvað best er. Túnin mega ekki vera of blaut, þá kala þau, vel ræktuð tún er ánægju- leg eign, en illa ræktað tún ber vott um hirðuleysi og ómensku. Bændur þurfa að taka höndum saman betur en þeir ennþá hafa gert, vinna í félagi og leiðbeina hver öðr- um. Einn veit þetta, annar hitt. Deir þurfa að keppast hver við annan í því að bæta jarðir sínar, allar jarð- ir má bæta. Jaiðræktin er undir- staða búsældar, og búsæld einstakl- ingsins er undirrót hagsældar allrar þjóðaiinnar. Flestir viija heita föður- landsvinir, og sá sem ræktar vel þann jarðarskika sem hann hefir til um- ráða, hann viunur ættjörð sinni mikið gagn, og niðjarnir munu blessa minningu hans. En sá sem ekki hiiðir um að rækta sinn jarðarblett, heldur rænir hann skrúða sínum án þess að bæti jörðinni aítur það sem hann tók af henni, hann er ekkj ætt jarðarvinur og á ekki þann heiður skiiið að heita bóndi. ísland er gott Jand ef því er sómi sýndur, og íslenska moldin borgar margfaldlega þann kostuað sem geng ur í að rækta hana. Dað dugar ekki að láta „fljóta sofandi að feigðarósi", að hoifa aðgjörðalausir á kuldanæð- inginn heyja orustu við nýgræðinginn og hindra að miklu leyti grasvöxtinn það árið, það má ekki lengur við gangast. Nei, hjálpið þeim sem minni máttar eru. Hjálpum hver öðrum með ráðum og dáð og trúum á fram tíð lands vors og framfaramöguleika þess. Á meðan trúna á framtið landsins vantar hjá svo mörgum, á meðan er Útlitið slæmt, á meðan lítið er gert að því að tryggja sér allgóða slægju hvernig sem árar, á meðan menn alment eru tregir til að færa sér í nyt leiðbeiningar annara í ræðu og riti, já, meira að segja virða reynsl- una lítils, er útlitið í sannleika slæmt. En vonandi fer bændalýð landsins fram í því að skilja hlutverk sitt og skildu, og áhuginn á jarðræktinni smá vex, samvinna og félagsskapur þarf að fara í vöxt og sönn ættjarð- arást. I’á batnar útlitið. J>æt eg svo úttalað um þetta rnál að sinni. Einar Sigurfinsson. Jarðarí'ör Gíslabónda Hannesson- ar frá Dalbæ fór fram þann 25. þ. m. að viðstöddum fjölda fólks. Frí- kirkjuprestur Gaulverjabæjarsafnaðar ílutti ræðu á heimiii hins iátna, síðan var iíkið borið í Gaulverjabæjarkirkju og þar flutti ræðu séra Ólafur Briem á Stóra-Núpi. Að því búnu varlikið flutt að Stokkseyii og jarðsungið þar af séra Gísla Skúlasyni, sem einnig flutti ræðu þar í kirkjunni. í haust var mór dreginn hvítur ‘ii-útur með mínu marki sneitt -ueiðrifað a. v. Eigandi þess j| við mig um markið og borgi laiii in kostnað BerghyliHrunam.hr. 16. nóv. 1913. Sæmundur Eiríksson. íslenzkir sag-naþættir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson fráMinna Núpi. ■> V. Jráttur. Keltln ainan naj> áttur. —:o:— Frh. Blómgaðist nú hagur Guðmundar og varð hann auðmaður. Þorgils á Rauðnefs- stöðum mælti þá eitthvert sinn við haun: „Nú er þér ekki orðiu vorkun að gefa með henni Gunnu litlu, stjúpdóttur þinni“. Þá svaraði Guðmundur fyrst í gamni: „Eg gef þór ekkert með henni. Konan mín segir þú eigir hana“. l’ó gaf hann I’orgilsi eftir hálft afgjald af Rauðnefs- stöðum i meðlagsskyni um tvö ár. Síðan tók hann Guðrúnu að Keldum. Olst hún þar upp, og átti siðan Árna stjupbróður sinn. Tóku þau Reynifell er Böðvar fór þaðan. Bjuggu þau þar við góð efni með- an Arni lifði. Eftir lát hans tók Jónas, son hans, jörðina og giftist Sigríði Helga- dóttur frá Árbæ íHoltum. Yar Guðrún hjá þeim til þess er húu dó, 1905, hún var fróð, minnug ogáreiðanlpg. Var það oftar enn eínu sinni, að sá, cr þetta ritar, heim- sótti liana til að fræðast af henni. Mcð Guðrúnu Pálsdóttur átti Guðmund- ur Brynjólfssou 3 sonu: Pál, Brynjólf og Teódór. Páll hjó á Selalæk og átti I’uríði Þorgilsdóttur 'frá Rauðnefsstöðum. Son þeirra er Árni hreppstjóri á Hurðarbaki í Elóa. Brynjólfur bjó á Ströud í Ut Land- eyum og átti Guðrúnu Böðvarsdóttur frá Reyðarvatui. Hanu drukknaði í Vest mannaeyjaför. Son þeirra er Guðmundur bóndi á Sólheimurn íYtri-Hrepp. Teódór lærði unðir skóla, en hætti námi. Hann dó miðaldra, ógiftur og barnlaus. Guðrún Pálsdóttir dó lb52. Eftir það fékk Guðmundur Brynjólfss. Þuríðar Jóns- dóttur, bónda á Stórólfshvoli, dugnaðar og manukostakona. i’au áttu 13 börn. Lifðu 8 þeirra föður sinu, Meðal þeirra eru: Sigurður bóndi á Selalcekj stórvítUl' máð- ur. Koua hans er Ingigei'ður Gunnars- dóttir frá Kirkjubæ.— Jónbóndi á Ægi- síðu, vitur maður, kvæntur Guðrúnu Páls- dóttur frá Selalæk, bróðurdóttur sinni. — Skúli býr á Keldum eftir föður sinn, fræði- maður, Kona hans or Svanborg Lýðs- dóttir hreppstjóra í Hlíð, bróður Gunnars á Stokkalæk, sem fyr er nefndur. — Vig- fús, bóndi í Haga og Engey, bókmentamað- ur og þó búhöldur góður. Kona hans er Sigríður Halldórsdóttir frá Háakoti og lugvcldar Porgilsdóttur frá Rauðnefsstöð- um. — Júlía er kona Ingvars prests Niku- lássonar. — Guðrún átti Eilippus bónda á Gufunesi. Alls átti Guðmundur Brynjólfs- son 25 börn með öllum konum sínurn, þrem- ur. Auk þess var honum kcnndur óskil- getiun sonur. Það var Jón bóndi í Hlíð í Selvogi. Er mikil ætt frá Guðmundi komin, Hann dó 12 apríl 1883 og var þá nær 89 ára. Frásagnir þessar eru í fyrstu ritaðar ujrp eftir Arnheiði Eyjólfsdóttur, fróðri konu er á yngri árum sínum var á Rangárvöll- urn, og vina Sigríðar Bárðardóttur. Hafði hún flest eftir frásögn heunar. Síðan hafa frásagnirnar verið hornar undir Bárð Sig- urðsson, Bárðarsonar, Guðrúnu fróðu á Reynifelli og Jórunni í Hólmsbæ á Eyr' arbakka, Porgilsdóttur frá Rauðuefsstöðum. Töldu þau rétt frásagt; eu bættu ýmsu við. Sumt cr þó tekið eftir öðrum kunn- ugum mönnum og fátt eitt cftir munúmæl' um, sem týml cr heimild fyrir. Elest ár' töl oru fongin frá landskjalaverði. Tapast lrclir trá Hjálrnholti grár hestur 9 vetra með maiki: bófbiti aftan vinstra? vakur, gamaljámaður með körtuskeifum. Utan úr heimi. Frakkar hafa gripið til alvarlegra og skynsamlegra ráða til þess að stilla t.il friðar á Balkanskaganum. Franska'stjórnin hefir sem ' sé'* iátið Balkanrikin vita, að á^ meðan þau hafi ekki öll samið frið milli sín til fulls, fái þau ekki einn eyri að láni þaðan. Detta hefir sjálfsagt liaft eigi lítil áhrif í þá átt að sefa óeirðirnar, enda tími til kominn. „Spilaliclvitið" svo nefnda, eða spilabankinn í Monte Carlo er ill- ræmdur um allan heim. Aískapleg- nm auðæfum er þar sóað buttu. Stór- ríkir menn verða öreigar á svipstundu er spilasýkin heflr náð á þeim tökum. Gróðavonin lokkar og dregur, en af- leiðingin verður hjá fjölda manna að síðustu örvænting, vitflrring og sjáifs- morð. En bankinn græðir á tá og fingri. Hingað til hefir verið litið svo á að það væri hepni eða óhepni manna ein sem úrslitum réði. En nú í sum- ar heflr danskur maður, er þarna var staddur, þóst verða þess var að þar séu ailalvarleg svik í tafli frá bankans hálfu. Hefir hann ritað all ýtarlega um þetta og heflr slegið óhug á rnarga við þá fregn, en tvísýnt mun hvort nokkuð af þessu verður sannað. Bankinn drotnar yfir lögreglunni þar syðra, og finnur sjálfsagt nóg ráð til dylja sviksemi sína. Fjársvlk og stórþjófnaöur heflr verið svo tíður í Danmörku í sumar, að undrum sætir. Eru dönsk blöð full af slíkurn frásögnum. Eru mikil brögð að því að ýms stórnienni þar í landi sem iifað hafa í „veiiystingum pragtuglega" reynast alt í einu hinir mestu þjófar og bófar. Nýjasta stór- hneykslið af því tagi er það, að upp víst varð um einn mikilsmetinn mála- flutningsmann, Ludvig Holberg, að hamr tuirðl nart l rramrm gifurlegustu svik og féglæfia, og stungið að sjálf um sér svo hundruðum þúsunda skifti af nnnara fé. Meðan hann var á lífl halði honum tekist að dyija klæki sína, en svo dó manntetrið. Blóð landsins fluttu langar lofræður um hirin látna, og svo nokkrum dögum seinna komust svikin upp. Jörð til sölu. Nánari uppl. gefur Páll Bjarnason kennari á Stokkseyri. Jörðin Hjálinholtskot fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1914. Semja ber við ábúandann Guðm. Jónsson. .....t •...•■ irr-'g —l■■ ■■ -'.22!.-.'-'.m-u--'■ l|l|'rT‘" AMáttarhestur til sölu nú þegar. Uppl. á prentsmiðjunni. IIús til lcigu og sölu hjá Guðm. Jónssyui í Heklu. Af hrærðu hjaita votta eg mitt innilegasta þakklæti öllum þeim mörgu er auðsýnt hafa inér hjálp og huggun nú í mínurn sorglegu kringumstæð- um, bæði á meðan minn elskaði eig- inmaður Gísii Hannesson varaðberj- ast við sitt kvalafulla banamein og eitrs eftir andlát hans. öllum þessum mörgu mönnum,bæði skyldum og varidalausum, sem svo að segja keptust um að létta mér sorgina á allan mögulegan hátt, bið eg góðan Guð að launa þá er þeim liggur á. Dalbæ 29. nóv. 1913. Margrét Jónsdóttir. Ritstjóri og ábyrgðarmaðuv: Jón Jónatansson. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.