Suðurland


Suðurland - 06.12.1913, Qupperneq 1

Suðurland - 06.12.1913, Qupperneq 1
SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakkii 6. descmbcr 1913. Nr. 26. f” S u ð u r 1 a n d kemur út einu sinni í viku, á laugardögum. Argangurinn kost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson á Ásgautsstöðum. Innheimtumenn Suðurlands eru hér á Eyrarbakka: skósraiður Guðm. Ebenezerson og verzlm. JónÁsbjörnsson (við verzl. Einarshöfn). I Reykjavík Olafur Gíslason verslm. í Livorpool Auglýsingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1.50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. J5 •••••••••••••••••••••• CiríKur Cinarsson yfirdómsiögmaður Laugavcg 18 A (nppi) Kcykjavík. Talsími 433. Plytur mál fyrir undiriétti og yflrdómi. Annast kaup og sölu fasteigna. Venju lega heima ki. 12—1 og 4—5 e. li. Fánamálið. Konungsúrskurður. Arangurinn af meðferð ])ingsiiis á málinu. Þes3 var getið í síðasta blaði eftir símfrétt fr.á Reykjavík, að konungur hefði heitið að staðfesta lög um ís lenskan fána. Þossu víkur þó nokk- uð annan veg við, að því er nýrri og áreiðanlegri fregnir segja. Á ríkisráðsfundi í Kaupmannahöfn 22. f. m. var útgefinn konungsúr- skurður um málið. Er úrskurður sá svohljóðandi: danncbrogsfáiiaiiu cins og að undanförnu." Því var haldið fram í sumar þegar deilurnar á þingi um fánamálið voru sem harðastar, að líkur væru til þess að fá mætti staðfestingu konungs á lögum um íslenskan fána, miklu víð tækari en frumvarp það, er nærri lá að snmþykt yrði á þinginu. En til þess væii nauðsynlegt að bera máiið fyrst undir konung áður en samþykt'vævi í lagaformi af þinginu. Ef þessu hefði mátt treysta mátti segja að þeir hefði nokkuð til síns máls er svo mællu, að eigi væri það nema tillátssemi nf þinginu að fresta málinu í þetta sinn og bíða átekta. En sumir voru vantrúaðir á söguna, vildu heldur, úr því þetta mál á ann- að borð var upp tekið, samþykkja það í frumvarps formi. Nú fór svo að engin lög urðu samþykt, og var þá vegurinn opinn til þess að ná öllum þeim góðu kost- um í málinu, sem sumir töldu spilt með því að samþykkja frumvarpið. Og þegar svo var komið var ekki annað að “gera að sinni en bíða átekta, sjá hve sannspáir þeir reyndust er töldu málinu betur borgið með því að fara þessa leiðina. Og nú er árangurinn kominn i Ijós. í fljótu bragði vorður ekki séð að í konungsúrskurðinum sé neitt annað en það sem oss að guðs og manna lögum var haimilt áður. Um formið — konungsúrskurð í stað laga, má búast við að sitt sýn- ist hverjum — en ekki verður hér farið út í þá sálma að þessu sinni. En nú þarf enginn að vera í óvissu lengur um árangurinn af meðferð þingsins á máiinu. Hann er kominn í Ijós í konungsúrskurðinum. Þakki nú hver svo sem honum þykir vert. „Vér Krlstjáll liliin tiundl o. s. frv. gcrum kunuugt, að sam kvæmtþegnlcgumtlllögum stjórn arráðs íslands liöf'um Vór allra mlldllcgast úrskurðað þannig: Fyrir Island skal vera löggilt- ur sérstakur fáni. tícrð lians skal ákvcðin með nýjum konungs- úrskurði, þcgar ráðherra lslands lielir liaft tök á að kynna sór óskir maiina á íslandl um það atriði. Þennaii fána má draga á stöng hvarvctna á Isiandi, og íslcnsk skip mcga sigia undir lionum í landhelgi Íslands. Þó cr það vllji vor, að á húsi cða ióð stjórn arráðs Íslands só jafuframt dreg J*in upp hinn klofni danncbrogs J’áni á ekki óvcglcgrl stað iié r^rari að stærð licldur cn íslenski fáiiiim. tcssi vor ailramildilcg asti úrskurður skcrðir að cngu rótt manna til að draga upp Ábúðarlögin. Þingið hefir öðiuhvoiu verið að reyna að fást við breytingar á ábúð ariögunum, en allar þær tilraunir hafa orðið að engu. Á þinginu í sumar fór enn á sömu leið, og annars var varla heldur að vænta um svo umfangsmikið mál og vandasamt, þegar alla nauðsynlega rannsókn og undiibúning vantar. Stundum hefir virst svo sem þing og stjóm væii hiætt, við að snerta nokkuð á þessum lögum, heíir jafnvel virst, svo sem þingið hafl álitið ábúð arlögin frá 1884 einhverja alfullkom leikans og óskeikulleikans völundar- arsmíð, srm ekki yrði umbætt. Er það reyndar falleg viðui kenning á vandvirkni, þekkingu, hyggindum og framsýni þeirra er þessi lög sömdu, og um leið hreinskilnisleg játning þingsins á sínum eigin vanmætti. Á þinginu síðasta voru þó undir- tekt.irnar undir þetta mál nokkuð á annan veg. Meiri hluti beggja deilda viðurkendi að þörf væri á að breyt.a lögunum, þó hiusvegar yrði allveru- legur ágreiningur um það hve veru- legar breytingar skyldi gei a. Og end- irinn var sá að ekkert af breytingum gekk fram, rn málinu var vísað til stjóinarinnar til undirbúnings. Ábúðarlög verða ekki sett svo nokkur mynd sé á nema með mjög rækilegum undirbúningi, og sá undir- búningur er hlutverk stjórnarinnar. Stjórnin taldi alimikil vandkvæði á að afla þeirra upplýsinga sumra er nefndin í efri deild taldi nauðsynlegt að fá, og taldi annars mikil vand kvæði á að fást við það mál, og hvort hún sinnir málinu nokkuð frek- ar, skal ósagt látið. En um það verður ekki iengur deilt að brýn þöif er á að breyta þessum lögum allverulega, og það er eitt af þeim verkefnum í landbúnað- arlögggjöfinni sem bráðast kallar að. Það er kunnugt flestum sern nokk- uð eru kunnir íslenskum landbúnaði, að leiguliðaábúðin með þeim ábúðar- lögum sem nú gilda, er meingallað fyrirkomulag, sem stendur búnaðar- framförum allverulega í vegi. Ábúð arlögin eru að ýmsu leyti úrelt orðin og á eftfr tímanum, og yfir þeim er miklu minna kvartað en ástæða væri til. Yenjan er búin að sætta menn við rangindin og misfellurnar á þess um lögum, svo að þeir eru hættir að vænta þess að þetta geti öðruvísi verið. Skoðunarmenn jarðabóta og aðrir þeir er náin kynni fá af ástandinu, reka sig hvervetna á áþreifanleg dæmi þess hve þessi lög eru ranglát og óheppileg orðin. Um þörfina á því að breyta þess um lögum þarf því ekki orðum að eyða. Vandinn er sá er til þess kemur að semja ný ábúðarlög, að með þeim sé hagsmunir leiguliða sem best trygð ir án þess að þó sé gengið of nærri rétti jarðeig9nda. Og meðalvegurinn sá kann að verða vandfarinn. En ástæðulaust er fyrir þingið og stjórn- ina að gefast upp að óreyndu. Þing- ið heflr reyndar áður tekið þann kost- inn fremur með þjóðjarðirnar að selja þær ábúendum heldur en að royna að koma fyrir hagkvæmri leiguábúð á þeim. Það hefir ekki treyst sér Lil að sannýma hagsmuni landssjóð* sem landsdrottins og hagsmuni leigu liðanna. Sú skoðun hefir þar oiðið ofaná, að sjalfsábúðin væri hið eina rétta, leiguábúðin yrði alt.af galla gripur hveruig sem henni yrði fyrir komið. Þessvegna væri það bein aíleiðing af gerðum þingsins í þjóðjaiðasölu- málinu, að það héldi fram sömu stefnu að því er snertir jarðeignir einstakra manna, stuðlaði að því að þær einnig kæmust í sjálfsábúð. Og vilji þingið vera sjálfu sér samkvæmt í þessu rnáli, hlýtur það fyrst og fremst. að lita á hagsmuni leiguliðans. Þeir sem landið nota og landið rækta eiga að hafa mestan réttinn. Þeir eiga að fá að geta notið sin óhindr- aðir. En þótt þetta sé viðurkent og þeirri stefnu haldið, ætti að mega takast að búa svo um að landsdrotnum sé eng- inn óréttur ger. Og þótt sií yrði af- Jeiðingin að ýmsir jarðeigendur kysu heldur að selja ábúendum jarðir sín- ar en að leigja þær eftir hinum nýju ábúðarlögum, væri enginn skaði skeð- ur, heldur þvert á móti, svo framar- lega sem svo er um búið að jarðeig andi ekki neyðist til að selja jörðina undir sannvirði. Til þess að geta metið sanngjarn- lega milli hagsmuna leiguliða og lands- drotna í ábúðarlögum, þyrfti að vanda mjög til undirbúnings slíkra laga. Nefnd sú er fjallaði um þetta mál í sumar í efri deild, benti í áliti sínu á nokkur at.riði er útvega þyrfti upp- lýsingar um. Yrði slikum upplýsing- um safnað mundi greiðar takast að koma fram nauðsynlegum umbótum á þessum lögum. En hvernig sem fer um þennan undirbúning,^ þá er það víst að þetta mál ætti að vera rniklu meiia rætt og athugað en raun er á orðin. Það ætti að vera eitthvert mesta áhugamál allia þeirra sem bera framtiðarhag landbúnaðarins fyrir brjósti. Sýni stjórnin einhverja viðleitni til að undirbúa þetta mál, ætti Búnað- arfélag íslands og Búnaðarsambönd að veita henni aðstoð sína af fremsta megni. En geri stjórnin ekkert í mál- inu, væri það eigi síst hlutverk þess- ara félaga að reyna þá að láta eitt- hvað til sín taka til undirbúnings mál- inu. Á búnaðarmálafundum og búnaðar- námsskeiðum ætti að taka þetta mál til unrræðu nreir en verið hefir, gæti að því orðið talsvert gagn fyrir fram- gang málsins síðar. Annars er það dálít.ið einkennilegt að þetta eitt af hinum allra mikil- vægustu búnaðarmálunr vorunr skuli vera svo ofurselt afskiftaleysinu og vanadeyfðinni sem raun er á. Suðurland num síðar nrinnast á þær breytingar á ábúðarlögunum sem ftanr komu á siðasta þingi, og þá jnfnframt minnast nánar á þau lög, benda á helstu gallana.

x

Suðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.