Suðurland


Suðurland - 06.12.1913, Side 2

Suðurland - 06.12.1913, Side 2
102 S'UÐURL ADN Jgg- Verkfæri. II. Síðan flagsiéttan eða rótgræðsla fór að ryðja sér til rúms, hafa menn eigi síst fundið til þess að nauðsyn- legt var að fá mikilvirkri og fljót- virkri herfi en tindaherfin sem hér voru áður notuð eingöngu. Og þar sem slóttað er með þessu móti koma diska og spaðaherfin eigi síst í góðar þarfir. Nokkuð hafa menn verið í vafa um það hvort hér mundi alment betur henta diskaherfl eða þessi nýju finsku spaðaherfi, og sýnist margt 'mæla með því að finsku spaðaherfin verði að ýmsu leyti hentugri. Þau eru mun auðveldari í flutningi, og er það mikill kostur, þar sem hér þarf alment að flytja slík verkfæri milli bæja og oft yfir torfærar leiðir. Yikið var að því hér í blaðinu í fyrra vetur, að ef tii vill kynni að mega nota þessi finsku herfi til mýra- sléttunar — til að herfa vond mosa þýfi í mýrum — þar sem veita ætti vatni yfir og fá með því engið fljótt siéttað og véltækt. Nú í haust lét Búnaðarsamband Suðurlands gera smá tilraun með þetta á Seli í Hruna- mannahreppi, en ekki lánaðist sú til raun, að því er sagt er, herfið skar þúfurnar sundur en bitarnir sitja fast- ir, stararræturnar svo seigar að ekki vanst til fulls. Hafi þessi tilraun annars verið gerð svo marka megi, sera eg tel líklegt, virðist svo sem heifið sé ekki fuilnægjandi til mýrar ræktunar þar sem rótin er mjög seig. Er þá að leita nýrra ráða um verkfæri til þess starfs, og verður okki út í það farið hér að sinni. Búnaðarsambandið iét einnig gera filraun til að herfa óplægða valiiend ismóa, og þar vann herfið ágæt.lega, gi.-kk verkið bæði fljótt og vel. Er þ ir með sýnt að þar sem taka á slíkt land til sléttunar rseð rótgræðslu og enda þótt grasfræí sé eitthvað sáð iil hjáipa, er hægt að spara sér plæg- inguna með því að nota þessi herfi, er það verksparnaður mikill og upp- græðsla gengur fljótar. Það er helst að athuga við þessi spaðaherfi, að spaðarnir þurfa að bíta vel, að öðrum kosti vinnur herfið illa. Sjá þarf einnig fyrir nægu drátt- arafli svo að aka megi herfinu frem- ur hratt, að öðrum kosti festast í þ-í hnausar og rótatægjur og þá vinn- ur það illa. Þessi horfi eru svo iétt í sjáifu sér uð þau verður að þyngja með því að loggja ofauá þau t. d. sandpoka, og þarf að þyngja þau því meira sem jarðvegurinn er seigari. Þó veiður þoss að gæta að þyngja ekki herfin meir en svo, að hestarnir geti dregið það sæmilega hratt, á grasrótarherf ingu þarf að beita 3—4 hesturn fyrir þj3si herfl, en til léttari herfinga geta 2 hestar vel dregið þau, en þá. þarf heldur ekki að þyngja þau niður. Verðið á þessum finsku spaðaherf um er hérumbil hið sama og á 10 diska diskherfum. Á það hefir verið bent áður hér í blaðinu, að hentast mundi við rót- græðsluaðferðina að plægja landið alls ekki, ef aðeins er um smáþýfl að ræða, en herfa aðeins. Til þess- arar herfingu sýnast finsku spaða- herfln öilum öðrum hentari. Ættu þeir sem fást við sléttun með rót- græðsiu, að reyna rækilega fyrir sér með þetta. Herfl þessi eru miklu einfaldari að gerð en diskaheríi, auðvelt að taka þau sundur og setja saman. Athugaverðar tölur. fað mun satt vera að verslunar- skýrslurnar okkar séu ekki allskostar nákvæmar, en margt má þó eigi að síður af þeim iæra. Við fljótan yfir- lestur á aðalskýrslunni um aðfluttar vörur, rekur maður sig fljótt á tölur sem ósjálfrátt vekja sérstaka athygli manns, þær standa í skýrslunni blátt áfram og óauðkendar, og þó hlýtur maður að verða þeirra var sérstak- lega, eins og þær væiu prentaðar með stærra letri, og haíi maður veitt þeim eftirtekt er erfitt að gieyrria þeim, þær ónáða hugann aftur og aftur, þær eru áleitnar eins og vond sam- viska. Og hvað sýna svo þessar tölur? Þær sýna ýmiskonar sleifarlag á versl- un vorri og atvinnuvegum, sem við höfum ef til vill ekkert hugsað um áður, en lifað í þeirri sælu trú að alt þetta væri í lagi. Þær eru margar og margskonar upphæðirnar í verslunarskýrslunum sem þetta sýna. Hér skal bent á fá- einar upphæðir sem vert er að t.aka eftir þó þær séu af smærra taginu og megi telja óverulegar í samanburði við ýmsar aðrar athugaverðar tölur í þessum skýrslum. Árið 1911 var flutt hingað til iands 38,741 tn. af rúgmjóii og 19,384 tn, af hveiti. í mölunarlaun á þessu korni hefir verið borgað út úr landiuu 87 þús. kr. ef reiknað er 1,50 fyrir hverja tunnu. Er þelta ekkiómótmælanlegaóþarfi? Er ekki nóg vinnuafl til í iandinu til þess að mala þetta korn? Á því er enginn efi. Þarna væri samvinnu- félagsskaparverkefni. Sama ár eru fluttar inn kartöflur fyrir 68 ]>ús. kr. Sá innflutningur fer vaxandi, þveröfugt við það sem vera ætti, því þessa vöru ætti alls ekki að þurfa að flytja inn í landið. Niðursoðin mjólk er flutt inn fyrir 33 ]>ús. kr.t og sá innfiutningur fer dijúgum vaxandi. Útlend sjóklæði er innfluit fyrir 83 ]>ús. kr. Líkiega kostar efnið i þau ekki meir en ca. 30% af þessu, hitt væri þá vinnulaun og verslunarhagn- aður útiendinga. Eru ekki tii vinnuþuifandi höndur í landinu til þess að vinna eitlhvað af þessu að minsta kosti? Svona mætti halda áfram að benda á athugaverðar tölur, tölur sem virð- ast sýna að vér borgum útlendingum ærið fé fyrir það sem vel mætti vinna hór heima, og sem að likindum næg ur vinnukraftur er til að vinna heima. íin þessar upphæðir sem hér hafa verið nefndar, eru dágott sýnishorn af ástandinu og umhugsunarefni, þær nema þó samtais nær ^/4 nrilj. á einu ári, og hér á landi munar um minnn. Á víðaYangi. Rað heflr lengi vevið sagt að fátt beri fyrir augun hér á Eyrum sem merkilegt, er í ríki náttúrunnar, nema það er til hafsins horfir. Enginn getur þó neitað því, að himininn höf- um við yflr okkur sem aðrir, með sólu, tunglj og stjörnum, enda vetrar- braut og norðurljósum, þó dauf kunni þau að þykja Norðlendingum. Skýin eru hér alkunn og alt það veður sem þeim fylgir á iandi voru. Fjallsýn er hin fegursta hvei t sem litið er á iand upp, bæði jökiar, eld fjöll og heiðar. Tjarnir eru og nóg- ar og mýrarflóar, en það þykir ferða- mönnum ekki næsta girnilegt, og sama er að segja um sandana, svarta og gráa. Pað er þó sanni næst að vér mundum naumast vilja skifta þeim fyrir eyðiheiðar eða bera blá- giýtishamra, þó einhver kaupahéðinn vildi gerast svo lítiiþægur og „ganga á milli“ og gofa skúfhólka og úrfest- ar til sátta. En þó náttúran sé hér einrænings- leg til iandsins, ekki glaðleg á svip- inn, þá fer þó fjarri að hún sé aila- jafna eins. Veðrabrigði munu hér tíðari en víðast annarstaðar, og fylgir þvi auðvitað sitthvað. Allir vita að vetrar eru ekki allir jafn snjóasamir, eða sumur jafn þurkasöm; mikill er og munur vinda, hita og kulda, ekki: þó fremur á Eyium en hvar annars staðar. Kölium vér þetta tiðaríar, og þykir mikið undir því komið fyrir alla framleiðslu og velliðan, sem von er. En eins og veðuráttan er breytileg, þannig er gróður jarðarinnar ekki alt af samur og jafn, svo er og um dýraiíf bæði á sjó og landi. Er þetta mjög bundið við veðurfar. Menn kannast alment við töðubrest, þó út.jörð sé sæmilega sprottin eða jafn- vel betur, og sjaidan er það að öil jörð er jafnsprottin, valllendi og mýr- ar. Líka er æðimunur á flskigöngum í sjó, og á mergð fiskjtegundanna í ýmsum árum ; mega menn oft sanna það hér á Eyrum; sum árin gengur nægur þorskur, önnur nærri eingöngú ýsa, stundum hvorttveggja, stundum hvorugt, að ráði. Svipað er að segja um marga aðra fiska. Fuglarnir eru sjálfsagt að nokkru leyti sömu lögum háðir, þó mismunurmn sé þar miklu minni. Fuglalíflð hefir veiið betur athugað hér en víða annarstaðar. Hefir hr. P. Nielsen fyrrum verslun- arsljóri gert það og orðið margs vís- ari, enda er hann manna gjörhugul- astur um alt dýialíf og einkar árvak- ur. Hefir hann verið mjög þarfur fuglafræði landsins, og sýnt það fyrir löngu að fuglalífið á Eyium er næsta fjölbreytiiegt, þó fáir virðist gefa því gætur. Sjást hér oft fugiar sem eru lítt kunnir annarstaðar og verpa hór sumir í giendinni, t. d. þórshani og hettumáfur. Vopjur eru hér oft á vetrum, og smáir hrafnar (bláhrafnar) suma vetur. Starrar og svölur sjást hór stöku sinnum. Svartir þrestir hafa verið hér eitthvað á hverju hausti nú í samfleytt 5 haust, og auðvitað margoft áður, en þó langfæstir i haust, aftur fjölmargir haustið 1911 og þá fram eftir öllurn vetri. Skógarþrestir hafa verið með langfæsta móti í haust. Aftur hafa spóar verið með flesta móti, einkum stóri spói, sem annars er hór sjaldgæfur. Var hann hór í stórhópum við sjóinn um miðj- an oktobermánnði^og'sást fram und- ir síðustu mátiaðarmót. Það er illa farið er menn fá sig til að ræna eða drepa sjaldgæfa fugla, ætti það að varða sérstökum" sektum er menn gereyða meinlausum fuglum sem eru að setjast að. Skordýralíflð er hér ekki fjölbreytt, og er það ekki mikið rannsakað. Vita þó allir að fiskiílugan er kátari og meira á stjái þau~vorin sem sól- skinsdagar eru margir og eins hitt, að gráu grassmíglarnir láta meira á sér bera þegar rigningar ganga (þeir e:u ekki skordýr.) Hér hefir lauslega verið minst nokk- uð á líf ótamirina dýra, en engu síð- ur væri ástæða til að minnast nokk- uð á jurtirnar. Peir munu enn vera harla fáir hér um slóðir sem gefa þeim verulegan gaum, nema fóður- jurtunum. Hljóta þó ailir að sjá að mikill er munur á blómrikum jurt- um, eftir árforði. Sér oft mikinn mun á raöðrum og heiluhnoðia hérna á melflánum og móunum. Getur verið að slíkt þyki ekki mikilsvirði, en ómótmælanlega er það mikilsvirði að að veita helstu nytjurtum nána eftir- tekt á allan hátt. Margir láta sér nægja að þykjast góðir, ef þeir geta gei t sér ijóst hvort yfirieitt hafl sprott- ið betur rófur eða kaitöflur þetta sumarið. Hér þarf betur að vera. f>að er nauðsynlegt og besta skemtun að virða fyrir sér hver tegund kar- taflmna hefir þrifist best eða lakast undir hinum eða þessum skiiyrðun- um. fað er/alment álitið að i sum- ar hafi kartöflur þrifist illa í öilum moldargöiðum, og eru fyrir því eðli- legar ástæður. Betur var vaxið í sandgörðum. Ein kartafla var vegin á Stokkseyii, sem vóg full 73 kvint; hún var drifhvíþ og alóskemd utan og innan, og fallega vaxin. Ilún var úr garði Bjarna Grímssonár óðals- bónda. Er þessa hér getið til saman- burðar, því vel getur verið að einhver hafi fengið stærri kartöflu, en fróðlegt að vita hvað- miklum vexti slik nyt- semdarjurt getur tekið á þessu svæði með góðri ræktun. Þulan verður nú ekki lengri að þessu sinni, væri vel ef Suðurland reyndi að vekja athygii manna á fyrirbrigðum náttúrunnar, eigi síst hinum ómerkari, sem svo eru köiluð. Mundi það eigi minna viiði en marg- ur hégóminu sem blöðin lepja hvert efLir öðru í „fréttaleysinu". 2. --------------- TÞraumvísur, í blaðinu „Reykjavík,, í dag er ver- ið að segja frá draumvísum. F*egar eg las greinarkorn þettavarð það til þess, að mér datt í hugað framkvæma það, sem eg reyndar hafði ætlað mér að gera einhverntíma: að segja frá dálítið einkennilegum draumi, er fyrir mig bar í fyrravetur á ísafirði, þ)tt ekki sé heil vísa i. Eg lá vakandi iitla stund en sofnaði svo aftui undir morguninn aðfararnótt hins 23 nóvember 1912. Mig dreymdi þá að eg var staddur á alfararveginum

x

Suðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.