Suðurland


Suðurland - 06.12.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 06.12.1913, Blaðsíða 4
104 SUÐURLAND Gjalddagi Snðurknds er liðinn! Kaupendur*%Suður]ands" á Eyratbakka og í grend, sem ekki eru búnir að borga, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst, geta þeir þá vitjað kaupbætisbókanna um leið og þeir borga blaðið til gjaldkerans íjí- ii ð 111 u 11 (t ar Ebenezerssonar skósmiðs á Eyrarbakka. &jalööacji „Suéurlanés" var 1. nóvem6er. uuuunuuuuuuuunuuunuuuunuuuu Ritstj. Suðurlands hefir séð sýnis- horn af valhvvíuxgrasi hjá kaupfél. Ingólfur, og list, mjOg vel á. hlaupist á brott áður en hann rændi nokkru. Þó var lögreglan sótt og í viðurvist hennar var svo skápurinn opnaður. Má nærri gota hvort þeim hafl ekki brugðið í brún er þeir sáu hver dýrgripur hafði þar bæst við fjársjóðuna er fyrir voru. Snjallræði. í rúm tuttugu ár liafði Andersen borðað á sama veit- ingahúsinu og altaf sat hann í sama stað, við lítið borð úti í horni. En einu sinni þegar hann kom til að borða, er ókunnugur maður í sæti hans og les þar í blaði. Andersen vissi nú ekkert hver ráð hann átti að hafa til þess að koma manninum burt, en hitt vissi hann, að matar- lyst mundi hahn enga hafa fyr en h.inn settist í gamla sætið sitt. En svo datt honum ráð í hug. llann gekk þangað sem gesturinn sat. — Góðan daginn, hr. Andersen! sngði hann vingjarnlega. — Fyrirgefið þér, svarar ókunni inaðurinn. En eg heiti ekki Andersen. Yður hlýtur að skjátlast. — Nei, þór þurfið ekki að gera gys að mér, svaraði Andersen. And ersen hefir nú setið við þetta sama borð í rúm 20 ár, og eg veit að enginn dirfist að ræna hann sætinu, og hann borðar allaf á þessum tímn. Þér hljötið að vera Andorsen. Ókunni maðurinn reis nú á fætur og settist við annað borð. — Eg vissi alls ekki að þetta sæti væri ætlað vissum manni, sagði hann, on eg fullvissa yður um það, að eg heiti alls ekki Andersen. — Nú, þá er það líklega eg, sem hoiti Andersen, svaraði hinn og sett- ist. Taskan dýrmæta. Bóndi nokkur kom inn í járnbrautarvagn og hafði lösku í hendi sér. Hann gat þess við þá er fyrir voru í vagninum, að hmn hefði fundið þessa tösku, og af þvi að í henni væri ýmislegteinkenni. Ifgt smádót, þá ætlaði hann nú með liana til borgarinnar og vita hvort hann fyndi ekki eigandann. Sagðist h mn vonast til þess að fá há futidar- l.iun fyrir hana með öllu sem í henni væri. „Meðal annats" sagði hann, „er hér blað" sem íitað er á með blóði. Það er eitthvað leindardóms- f.ilt við það, annaðhvort samsæri eða annað verra". Þegar hann kom til borgarinnar, sett i-st bjndinn að í gistihúsi nokkru og geymdi töskuna vandlega. Næstadagkemur einn samferðamað- ur hans frá deginum áður, og vilj kaupa töskuna afbónda. Hann hafðj þá um morguninn séð auglýsingu í blaði, Þar sem lýst var eftir töskunni og heitið 500 frönkum í fundarlaun BJiUÖ hana því bJuda lOfranka fyrir gripinn, en það þótti honum of lítið. i Að lokum sætti hann sig við það,að fá fyrir töskuna 100 franka og lagði nú kaupandinn á stað og hrósaði happi. En honum brá eigi litið í brún, er hann fann alls eigi götuna, hvað þá heldur manninn sem auglýst hafði í blaðinu þá um morguninn. Þaut hann nu aftur til gistihússins og ætlaði að taka í lurginn a bónd- anum, en greip auðvitað í tómt. (Morgunbl.) Grasfræ. Suðutland vill vekja afhygli á aug- lýsingunni frá kaupfél. Ingóifur um grasfiæplöntur. Ættu þeir sem þurfa á grasfræi að halda í vor, að sinna þessu tilboði og sjá hvernig gefsf. Eins og kunnugt er liefir alment verið kvartað yfir því að grasfræ fiá Danmörku, sem hingað til hefir verið notað hér eingöngu, væri dýrt, og sú kvörtun er ekki að ástæðulausu, hitt er þó meira um vert, að sumt af því sýnist miður harðgert en skyldi. Um þetta var talsvert rætt í sum- ar á Búnaðarþingi og skorað á Bún- aðaifólagið að taka að sér að bæta úr þessu. Má vera að það hafi eitt- hvað loitað fyrir sér, en það er Suðurl. ókunnugt um. Míklu skiftir að fræið sem keypt er hingað sé þar ræktað sem nátt úruskilyrði eru sem líkust því sem hór er, eða að fiæið sé sem harð- gerðast. Eru miklar likur til að annað fræ sé oss hentara en danska fræið. Reynsla sú sem fengin er af sáð sléttunum hér sýnist benda á að það séu einkum 2 tegundir sem menn ætfu að sá, sem sé vallarfoxgras og háliðagras, um hinar tegundirnar flest- ar, er notaðar hafa vorið í fræblönd- un, er litilsverf. Þó ef til vill væri rétt að nota eitthvað örlítið af 1 eða 2 þeirra. Grasfræ eiga menn að kaupa óblandað en blanda tegundunum sam- ar. sjálftr. Er þá hægra að fullvissa sig um að nienn fái |>ær tegundir er um var beðið og ekki aðrar. Um þessar tvær giastegundir, sem best hafa gefist^ hór, rná geta þess, að önnur þeirra mun vora oinhvor hin ódýrasta en hin einhver hiri dýr asta af þeim tegundum er veiið hafa í fiæblöndun þeini sem hér hefir ver- ið notuð. En aí dýrari tegundinni er fræið afar lótf. Af þessu geta menn nokkuð sóð hver áhrif það hofi.i á vei ðið (.-f miðað er við það verð sem hér hefir verið á grasfiæi í blöndun) ef þessar tegundir væru notaðar nær eiugöngu. Drauinurinn. Draumur Guðm. Guðmundssonar er hér birtur eftir blaðinu „Visir". Hefir Suðurlandi þótt rétt að gefa sem flestum hór á svæðinu, þar sem draumurinn gerist, kost á að leaa hann. Draumur þessi er að vísu efnislítill, og galli er það að Guðmundur mundi ekki visurnar báðar. Annars er draumurinn skiít- inn og gaman að lesa hann. Taki þeir sig nú til sem draum spakir eru og setji höfuðið á vísuna og ráði drauminn. íslenzkir sagnaþættir. Eftir dbrm. Brynjúlf Jónsson fráMinna Niipi. V. þáttur. Af Magnúsi Kristjánssyni. mormóna. Kristján hét maður, Kristjánsson bónda á Scli í Stokksoyrai'hreppi og Salgorðar, systur Þuríðar forraanns. Kristján yngri bjó á Kekki í Stokkseyrarhreppi. Katrín hét kona hans, Magniisdóttir. Magnús hét son þeirra. Fleiri börn áttu þau, er okki koma við þessa sögu- Magnús misti móður sína ungur, en faðir hans giftist aftur. Olst Magnús upp hjá föður sínum og stjúpu við heldur harðan kost, því þau voru fátæk, Um upplýsingu var ekki að ræða. Var það bæði, að þau höfðu ekki efni á að kosta neinu til þess, enda var þoitn ckki ljóst, að þess væri noin þörf. Um þær' mundir stofnuðu þeir Guðmundur Thorgrimsen, verslunarstjóri á Eyrarbakka og Porloifur hrcppstjóri Kolbeinsson á Hácyri barna- skóla á Eyrarbakka, sem síðan hefir hald- ist. I þann skóla gengu margir bænda- synir þar úr sveitinni og enda úr nágranna- sveitunum. En ekki var Magnús í þeirra tölu. Á Kekki voru 3 býli. Syðsti Kökkur, Mið Kðkkur og Kakkarhjáleiga. Kristján bjó á Syðsta Kekki. Á Mið Kekki bjó Jón Þorsteinsson, orðlagður fróðlciks- og vitsmunamaður, yinsæll og vel motiun, en þó cigi ríkur. Þorstoinn hét son hans. Hann var 3 árum cldri enn Magnús. Hann gekk á barnaskólann. Þar gekk honum svo vel, að Thorgrímscn fckk mætur á honum og kora því til lciðar, að hann gckk á latinuskólann í Reykjavík. Síðan las hann læknisfræði og varð héraðslæknir í Vestmannaeyjum. Mcðan Þorsteinn var heima, drógst Magnús að honum og vildi fræðast af honum nm það, cr Þor- steinn vissi betnr Muii Magnús hafa haft gagn af því En eigi mun hafa vcrið- laust við, að Porstcinn gjörði gis að hon» um á æskuárunum við því or mörgum drengjum hætt, cr íiniia hjá sér yfirburði yfir lcikbræðursína. Pá var Þuríður formaður, ömnjusystir hans, orðin háóldjuð; fór þó cnn upp í sveitir á hverju sumri og heimsótti kunufölk sitt. En nú var hún eigi einfær og fékk sór fylgdardreng til aðstoðar. J'á cr Magnús var 12 ára, var hann eitt sumar fylgdarmaður hennar. Hún var dag úCus iil teigu og sölu hjá Ouðm. Jónssyni í Heklu. um kyrt á Minná-Núpi, sem hún var vön. Sá er þetta ritar. var þá um fermíngaraldur. Atti haiui tal við Magnús og fann, að hann var greindur eftir aldri, cn þó hedur fá- fróður. Hann gat Porsteins, og mátti finna það á Magnúsi að hann trúði ekki öllu sem Porsteinn hafði sagt honum. Um sjálfan sig talaði Magnús fátt. Haun fann sjálfur að hann var lítilmenni að burðum. Hann var þá eigi stærri enn meðalstór 8 ára drengur. En hann hafði góða von um að sér færi fram með aldrinum, því hann gæti „drukkið hrátt hrossablóð og hráiýsi". Það var hið cina sem hann taldi sér til gildis. Honum brást eigi heldur fram- faravonin. Raunar varð hann aldrei „mikill vexti"; náði tæploga meðalhæð. En hann varð „þéttur á vclli og þéttur í lund" með aldriuum. Vistgengur var hann tvítugur. Eór hann þá frá fðður og stjúpu, og cr þcss ekki getið að hann saknaði stjúpu sinnar mjðg. Frh. Atvinna, í boði! Duglegur maður og áreiðan- legur óskast í vetur til að fara bókasöluferðir, með ýmsar góð- ar og ódýrar bækur. Lysthafendur snúi sér til Afgreiðslu Suðurlands Eyrarbakka, J^rðin Hjálmholtskot fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1914. Semja ber við ábúandann, Guðm. Jónsson. Þakkarorð. Við börn og tengdabörn vottum okkar innilegasta þakklæti þeim er veittu okkur þá ánægju að fylgja til grafar móður og tengdamóður okkar, Guðríði sál. Guðmundsdóttur á Núp- um, er andaðist 9. nóv. sl. Jörp liryssa. 8 vetra, tapaðist í Ölfusi síðastiiðið vor. Mark: biti fr. h. Hver sem kynni að hafa orðið var við hryssu þessa, er beðinn að gera aðvart sem fyrst, annaðhvort eigand anum Guðmundi Guðmundssyni í Háa- múla í Fijótshlíð, eða Guðmundi Jón3- syni í Steinskoti á Eyraibakka. Moldskolótt bryssa 2 vetra, tapaðist úr pössun síðastl. vor. Mark: biti a. h. (að mig minn- ir). Með miklu faxi, brennimerkt á framhófum J. J. S. A. 13. Spjald í tagli'merkt Ö. Jónsson A. 7 Miðfell. Ilvern sem yrði var við hryssu þessa bið og gera inér aðvart sem fyrst. EyðiSandvík 24. nóv. 1913. Jónas Jónssoii. Jörðin Syðri-Gegnishólar í Gaulvei jabæjarhreppi í Árnessýslu fæst t.il kaups og ábúðar hálf oða öll, í fardögum 1914, eða til ábúðar hálf eða öll ef semur. Semjist við ábúanda. Ritstjóri og ábyrgðai'maður: Jón Jónatansson. Prcntsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.