Suðurland


Suðurland - 18.12.1913, Blaðsíða 4

Suðurland - 18.12.1913, Blaðsíða 4
108 S'UÐlURLADN Grasfræ býðst Kaupfékgið Ingólfur til að útvega i vor með heildsöluverði (álag1 aðeins beinn kostnaður og lág ómakslaun.; Menn eru beðnir að gefa sig fram með pant- anir við sölusíjóra fálagsins á StoRRsayri og %3Cá<&yri fyrir 15. janúar næstkomandi með þvi ekki verður uppflutt nema það sem pantað er af þessari vöru. Hvergi austanfjalls er rneira og fjölbreyttara úrval af allskonar •:| S-k-ó-f-a-t-n-a-ð-i •$• en í verzlun Andrésar Jónssonar Munið ettir því að þar fæst skófatnaður við allra hæfi. Svo fæst þar ótal margt fleira, sem fólkið þarfnast fyrir jólin. Gjörið svo vel og lítið á vörurnar! Minnist þess að þar eru Góðar vðrur! Lægsta verð! ▼▼AATVAVTAAVT fijalddagi Suðurlands er liðinn! Kaupendur „Suðurlands" á Eyraibakka og í grend, sem ekki eru búnir að borga, eru vinsamlegast beðnir að gera það sem fyrst, geta þeir þá vitjað kaupbætisbókanna um Jeið og þeir borga blaðið til gjaldkerans G uft 111 u n<1 ar Ebenezcr sson ar skósmiðs á Eyrarbakka. iBjalóóayi „SuÓurlanósu var 1. növemöer. léði okkur lið næst, og hét því að það skyldi ekki vera unnið fyrir gíg, ef það gæfi okkur kost á fyrirlestra- manni. — Dið ráðið því, góðir hálsar, hvort þið látið það ásannast að Suð- mland hafl lofað uppí ermina sína. Og munið þið eftir greininni „íhug- unarefni" í Suðurlandi í hausf. Henni verður dálítið svarað með því hvern- ig námskeiðið velður sótt. — Fjölmennið því á námskeiðið, eldti sem yngri. Gerið nú aðsúg að Ólafi, rneiri en nokkru sinni fyr. En gerið lionum aðvart í tíma. ------<>oO<>---- - Strandferðirnar. Til uppbótar strandferðum Björgvinjarfélagsins æti- tvst þingið eins og kunnugt er til þess, Hð fengið yrði aukaskip til vöruflutn- inga, sérstaklega á þær hafnir or skip Björgvinjarfélagsins ekki korna á. Um þotta aukaskip hefir ráðherra samið nú í utanför sinni, við Thor Tulinius. Skipið á að vera 200 smái. að stærð með 8 míina hraða. Skipið á að fara 4 ferðir vestur um land frá Reykjavik og 3 austur um. í ferð- um austur um land fer það frá Rvík 13. maí, 8. júlí og 18. sept. Fyrir þossar ferðir fær Tulinius 30 þús. kr. Á þessar strandferðir verður minst nánar þegar fyllri upplýsingar eru fengnar. Fánamálið. Á sumum Reykjavíkurblöðunum er að sjá að m&ð konungsúrskurðinum sé einhver stórsigur unninn fyrir oss í þessu máli. fað getur Suðurland ekki fallist á. Dað sem úrskurðurinn heimilar oss hefðum vér getað geit án þeirrar heimildar, og það hefði þegar verið gert ef við værum ekki í þessu máli „mestir í munninum". En úr því ekki er annars kostur en ,að notkun fánans sé takmörkuð, er betra að una við þá takmörkun i konungsúrskurðinum en í lögum frá alþingi. Það hefði verið í inesta máta óhyggilegt að alþingi færi að satja með lögum takmarkanir á rétti vor- um til að hafa sérstakan fána. Miklu betra að setja engin lög nema þá um gerð fánans, og nota hann síðan á hverri stöng í landinu og biða svo tækifæris til þess að fánaun viður- kendan sem islenskan siglingafána. Bað var því meir en lít.ið óviðfeld ið að neðri deild alþingís í sumar eyddi Jöngum tíma til þess að jagast um það hvort vér ættum svo mikinn rétt í þessu máli að vér mættum setja upp „skattlandssvuntuna", sem kölluð var. Þær umræður voru mál- inu aðeins til tjóns. Ritstj. Suðurlands hroifði þeirri uppástungu í sumar á bak við tjöld- in, að gera ekki annað í málinu að svo stöddu en að löggilda fánagerð en láta spurninguna um hve víðtæk veta skyldi notkun fánans standa öieysta af þingsins hálfu, en ekki fékk sú tillaga áheyrn. En eins og málinu nú er komið verður nú þetta í reyndinni ofan á. Þeir sem mestur fengur þykir í konungsúrskurðinum, láta mikið yfir því að úrslit fánamálsins í efri deild hafi oiðið málinu tíl happs, meiri hluti deildarinnar hafi farið rétta leið í málinu. Betta er nú reyndar ekki annað en augljós vitleysa, því það sem unnið er — ef það annars er nokkuð — er fengið einmitt vegna fastrar samholdni minni hlutans i efri deild. Annars hefði þetta mál aldrei átt að veiða deilumál, og Suðurland ætl- ; ar sér ekki að vekja um það neinar i deilur nú. I5ó mótmælum vér ein- : dregið allri grautargerð um fánalit- ina eða fánagerðina. — Einhver úlfaþytur er í dönskum blöðum útaf konungsúrskurðinum í fánamálinu. Birtir ísafold nýlega eitthvað af því góðgæti. Bað er reyndar ekki annað en það sem við eigum að verijast úr þeirri átt, mark- lítið flest og svo mikil vitleysa, að ekki er eftir hafandi. ************* Jörðin Syðri-Gegnishólar í Gaulveijabæjarhreppi í Árnessýslu fæst til kaups og ábúðar hálf eða öll, í fardögum 1914, eða til ábúðar hálf oða óll et semur. tíemjisr, við ábúanda. Jörðin Hjálmholtskot fæst til kaups og ábúðar í fardögum 1914. Semja ber við ábúandann, Guðrn. Jónsson. Jörðin Oddgoirshólar í Hraungerðishreppi fæst til kaups og ábúðar í næstu fardögum 1914. Semja ber við eiganda og ábúanda Árna irnason. Það er altaf sungiun sami tónnínn í vorn garð úr þeim herbúðum þver- girðingsskaparins og fáíræðinnar. Hraunábnrðnrinn. Margir voru orðnir vondaufir um að nokkuð yrði frekar úr ráðgerðum framkvæmdunr með ábuiðarvinslu úr Hafnarfjarðar- hrauni, sem Suðuiland hefir áður getið um. Nú er þó svo að sjá sem eitthvað eigi úr þessu að verðm Er hlutafélag stofnað í llamborg til þessa iðnreksturs og nefnist það „Islands Vtilkan Phonofit Syndikato". ************* Á víð og dreif. Hússtjóruarnámskcið stóð yfir hér á fiyiarbakka siðastl. nóvember mánuð. Kensluna hatði á hendi ungfrú Halldóra Ólafsdóttir frá_ Kálf- holti. Nemendur uiðu alls 9. Suðuriand hefir spurst fyrir um námskeiðið hjá þeim er best megá um það segja, en það eru nemend- urnir. Láta þeir hið besta yfir, og þykir kenslan verið hafa sérlega góð og telja sig hafa haft góð not af dvöl sinhi á námskeiðinu. Laiidsmálafund héldu Norður- IsfSiðingar snemma i nóvembor, seg- ir Vestri, en fundargerð þá ókomin. feir halda siíka fundi áilega, mæta þar kjórnir fullt.rúar úr öllum hrepp um sýslunnar. Mættu önnur héruð gjarnan fara að dæmi þeirra. „Æíintýri á gönguför" verður ieikið í „Fjölni" á Eyrarbakka föstu- dags laugardags- og sunnudagskvöld (19., 20., 21. des.) Hagstofustjórl. Pað er talið víst að hagstofunni nýju eigi að stýra hr. cand. polyt Porsteinn Porsteins- son, bróðir Hannesar skjalavarðar, en aðstoðarmaður hans verði Goorg Ól- afsson. Er gott að hafa þessurn ungu efnismönnum á að skipa til þessa starfa. Skúfbólkur (úr silfri) tapaðist ný- iega hór á götunni. Óskast skilað á prentsmiðjuna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Jónatansson. Prentsmiðja Suðurlands.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.