Suðurland


Suðurland - 23.12.1913, Blaðsíða 1

Suðurland - 23.12.1913, Blaðsíða 1
 SUÐURLAND Alþýðublað og atvinnumála IV. árg. Eyrarbakka 23. desembcr 1913. Nr. 28. ?• Suðurland kcmur út einu sinni i viku, á laugardögum. Argangurinnkost- ar 3 krónur, erlendis 4 kr. Ritstj Jón Jónatansson á • Ásgautsstöðum. m Innheimtumenn Suðurlands eru 9 hér á Eyrarbakka: skósmiður • Guðm. Ebenezerson og X verzlm. J ó n Á s bj ö rn s s o n (við § vcrzl. Einarshöí'n). I Reykjavík • Olafur Críslason verslm. í m Livcrpool Augrysingar sendist í prent- smiðju Suðurlands, og kosta: kr. 1,50 fyrir þuml. á fyrstu síðu, en 1,25 á hinum. CirŒur Cinarsson yfirdóinslögniaður Laugavcg 18 A (uppi) Bcykjavík. Talsími 433. Flytur mál fyrir undinétti og yfiidómi. Annast kaup eg sölu fasteigna. Venju- lega heima kl. 12—1 og 4—5 e. k. Ný flokkaskipun. Eftir Jónas Jónsson frá Hriflu. Á þinginu siðasta varð til nýr flokkur, Bændaflokkurinn. Ýmsir rnenn höfðu hom í siðu hans, ekki síst í Reykjavík. Aðrir álitu hann dægraflugu eins og svo marga flokka, sem tii hafa orðið hér hin síðari ár, en átt skamma æfl. Hvorugt er réttmætt. Bændaflokk- Urinn ætti að vera öllum hugsandi mönnum í landinu mikill fagnaðar auki, jafnt vinum sem óvinum sveit- anna. En þessi óvenjulega gagnsomi Bændaflokksins er í því fólgin, að hann byggir fyrstur allra hér á áieið anlegum og eðlilegum grundveili; hann hefir fasta jörð undir fótum og hann mun, ef að likindum fer, draga stjórnmálin úr sandhvikuófærunni nú verandi inn á grænar grundir veru- leikans. Til þess að þetta verði ljóst, þarf að athuga litið eitt stjórnaiform okk- ar, þingbundnu konungsstjórnina og Wngræðið. Það er nýtt hér og nýtt að kalla má í öllum löndum, nema Englandi. Þar er stjórnarform þetta "ppsprottið, og þaðan hefir það breiðst ut um heiminn. Fram að iokum 18. ^ldar var r,ammasta einveldi í öllum r>l<jum á meginkmdi Norðurálfunnar. ¦^onungarnir þóttust hafa ótakmark ab, af guði geflnn, rétt yflr þegnun- Ur", og ef bólaði á mótstöðu, var ^ún bæld niður með bniðri hendi. Rnglandi var nær enginn fastur 9r> og konungarnir gátu því eigi 'ætt þegnana til hvers sem vera yldi. Með margra alda venju varð pVl þar að grundvallarlögum þjóðar- innar, að konungur mætti eigi leggja skatt á þegnana, nema með samþykki kjörinna fulltrúa, en það voru þing- mennirnir. Konungarnir þurftu sífelt nýja skatta, en urðu þá að jafnaði að beygia sig fytir þióðarviljanutn til að fá þá. Þannig óx þingvaldið uns þingið krafðist, að ráðherrainir, sem að staðaldri tóku þátt i lands- stjórninnni með konunginum, væru valdir úr meiri hluta þings, og væru í samræmi við þann flokk, meðan hann var sterkastur í þinginu. Með þessu var komið á þingræði, þar sem meiri hluti þegnanna réði stjórnarstefnunni, eða gat ráðið lienni, í stað þess að örlítiil minni hluti, konungur og nán- ustu gæðingar hans, stýrðu einveldis- ríkjunum. Á 19. oldinni heflr hið enska stjórn- arform sigi að að heita má i öllum siðuðum löndum veraldarinnar. Hór komst þingræði á 1904, þegar ráð herrastjórn hófsf, í landinu. Flestar þjóðir þóttust^ hafa himinn höndum tekið þegar þingræðið var fengið, en reyndin heflr oiðið misjöfn. Sumum heflr farnast allvel, en fleiri eru þó þær, er htið hafa um öxl, og hálf- saknað hins forna væiðarmóks i ó frelsinu; mikil missraíði hafa einkum fylgt þingstjórninni í löndum, þar sem fólk var æst í skapi, fáfrótt og taum- létt við lýðsnápa og æsingamenn. Varð alþýðan þar laus fyrir ofsa og blekkingum slíkra manna, sem beiltu hverskonar brögðum til að ná meiri hluta fylgi, og mata síðan krókinn við stjórnarstólinn. Hver þjóð skar upp eins og sað var. Þar sem sið gæði og þroski var á hærra stigi fór betur. Mynduðust þar skipulegir þing flokkar með ákveðnum, föstum áhuga- málum og stjórnarstefnu; hver tók sér bólfestu í þeirri fylkinga, sem næst var skaplyndi hans og lífskjör- um. Hafa þannig orðið tilíflestumlönd um þrír aðalflokkar: íhaldsmenn, frjáls- lyndir menn og jafnaðarmenn, og er sú flokkaskijting ætíð bygð á þjóð- málunum en ekki á viðskiftum gagn vart öðrum þjóðum. Flokkaskifting þessi er aðallega bygð á efna- og atvinnumun, og um einstaka menn á skaplyndi þeirra, án þess að ytri kjor virðist ráða miklu um. En undirstaðan verður þó í raun og veru sálarleg, því að somu lífskjör móta á sama hátt ailan þorra manna. í flokki íhaldsmanna eru jafnaðarlega efnamenn, einkum ríkir landeigendur,, herforingjar, aðalsmenu, hærri embættismenn, klerkar og nán ustu skjólstæðingar þessara stétta. Þcssnm mönnum er mikið lánað af jarðneskum gæðum; þeir kunna þvi vel, og óska mest kyrðar og friðar til að njóta gæða lifsins meðan æfin endist. Þeim er lítið um allar breyt- ingar. Þeir hafa fátt eða ekkert að vinna, on miklu að tapa. Frjálslynda ílokkinn fylla i íle^tum löndum margir voldugustu menn í verslun og iðnaði, sem ekki þykjast til fulls gðta breitt sig yfir heims- markaðinn, nema með því að hrinda úr vegi ýmsum skorðum og hömlum írá eldri tímum. Ennfremur hinar svonefndu miðstéttir, sem hvorki eru fátækar né rikar; þá rithöfundar, skáld og ýmsir fræðimenn, sem sjá í anda annan og betri heim, nekkru fegri en þann sem þeir dvelja í. Þeir æskja margra, alldjaiftækra breytinga; þeir virja bæta og prýða gamla hús- ið en láta það þó standa. Þeir sækja fram en kunna sór þó hóf, því þeir eru bundnir við umhverfi sitt ótal böndum, sem leysa má en ekki slíta. Flokk jafnaðarmanna fyllir hinn hugsandi hluti Cueiga og verkamanna í borgunum, menn sem ekkert eiga, nema vonlausa eymd og óþján. Þeir krefjast breytinga, mikilla og gagn- gerðra, þeir vilja ganga á milli bols og höfuðs á ranglátri félagsskipun nútímans, en láta lisa á rústum hennar nýjan himinn og nýja jörð. Þannig er glögt samband milli stétta og flokka. Sameiginleg áhuga- mcál knýja menn til samvinnu og fé- lagskapar. Hver stétt æskir að þjóð" arfleyið stýii aðallega í þá átt, sem henni kemur best, og reynir að taka til stjórntaumanna eftir því sem henni vinst afl og orka til. En alt þetta leiðir til, að flokksfylgið sprettur hið innra, og menn raða sér af fúsum vilja þar sem lífsstefna þeina bendir til. Mjög sialdan koma fyrir gönu- hlaup mifli flokka, frahvörf eða mál- efnasvik um þekta menn eða leiðtoga. Þar sem numið er staðar að morgni verður að standa að kveldi, þó að angri bruni eða reykur. Hinn mikli kostur þessa grundvall- ar er festa og öruggleiki. Þar er deilt um málefni og stefnur, sem eru mönnum langlífari. Hér á landi hefir alt farið á annan veg; við höfum að vísu eignast flokka og þá allmarga, en fáa langlífa. Breytileiki hefir verið aðaleinkenni þingræðisins; alt hefir verið á tja og tundrí, á stöðugri fleygiferð eins og sandkorn sem vindurinn sveiflar hvíld arlaustum svipóttaeyðimörku. Ótrygð in og hviklyndið hefir veriö geypilegt. Mitli þingflokkanna heflr annað augna- blikið verið logandi fjandskapur, h9Íft yrði, rógur, níð, landráðabrigsl o. s. frv., en hina stundina semja flokks foringjarnir fiið og giið, og ganga með blaktandi fánum og fullum her- blæstii inn í herbúðir óvinannaforau, fallast þar í faðma og eru sáttir með- an öhð freyðir á könnunni. Þegar það er búið er friðuiinn úti og hjaðn ingavígin byrja að nýju. Enginn af hinum eldri flokkum er hreinn af þessum ófögnuði. í sumar sem leið var riðlið svo magnað, að enginn flokkur gat neitt, allir voru veikir til annat a framkvæmda en að halda mpt- stöðumönnunum í skefjum. Stundum gat þar að líta hin ótrúlegustu flokka- sambönd. Gamlir og gráhærðir steiu- gervingar, ímynd hins dauða og skiln- ingslausa afturhalds, gengu að verki með róttækustu breytingamðnnum. Þingið virtist tilsýndar vera orðið botnlaust og haldlaust kviksyndi. Ýmsir útlendir menn, sem lesið hafa islensku blöðin með skilningi, og margir íslendingar utan flokkanna, hafa horft á aðgang þennan með sorg og gremju. Þeim heflr ekki dulist að þingræðið var hér að verða að voða í óvita höndum, þar sem stjórn- málastarfsemin leysist meir og meir sundur í hræðilegan óskapnað, og að meinið í þjóðh'finu kom af þvi, að flokkarnir vorxi ekki bygðir á eðlilegum grnndvelli. Jafnvel þó að stjórnmálasaga ís- lands, frá því þingræði komst hér á, sé full af dökkum dráttum, þá er hvergi nærri í öllum tilfellum um algerða mannspillingu að ræða. Mjög oft hafa þeir menn, sem verst áhrif hafa haft á stjómmálalífið í landinu verið að öðrum þræði drengskapar- menn á marga vísu. íslenska þjóð- in er að sumu leyti betri (n þjóðir gerast, ef dæmt er eftir einstaklings- framkomu. En hún er hvergi nærri nógu vitur né nógu góð til að geta þolað sér að skaðlausu alrangt stjórn- arform. Sundrungin í flokkunum stafaði að miklu af því, að stjórnmálaleiðtog- arnir létu eins og engin stéttaskifting væri til í landinu. Og sú var tíðin, íyrir hálfri öld, að hér voru aðetns bændur, örfair verslunarmenn og em- bættismenn, flestir hálfdanskir og með annan fótinn erlendis. En þeg- ar fjölgaði atvinnuvegum, mynduðust nýjar stéttir: sjómenn, og verkamenn í kauptúnunum, iðnaðarmenn, versl- unarmenn og embættismenn, en bænd- ur í sveitunum eins og var. Með hverju ári verfa takmörkin glöggari miili stéttanna; þrátt. fyrir þetta eru margir svo skammsýnir, að þá dreym- ir enn um hina gömlu samheldni, eins og meðan þjóðin hafði eina at- vinnu og var ein stétt. Á þeim grundvelli tóku flokksfor- ingjarnir þá óheppilegu stefnu að Jj^ynda þingflokkana um sambandið við Dani, hvort við ættum að óska á því engra, litilla eða mikilla breyt- inga. Varla gat hugsast ótrútti und- iistaða, eða ófijóiri deila en út af þessum málum heflr spunnisf. llvus- konar smáatburðir í Danmötku utðu hér að iiii, ómerkileg konung- biéf, greinar í dönskum blöðum, sam- bandshrærigrautur o. s. frv. Um þessi viðfangsefni hafa flokkamir glimt, hatast, sæst, sundrast og bráðn- að saman að nýju. En á meðan hafa legvð ótal verk heima við bæjar- vegginn, sem stórnauðsyn var að vinna. Eu eítir þeim mundu nuun.

x

Suðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Suðurland
https://timarit.is/publication/211

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.